Tíminn - 04.01.1984, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 19«
■ Artyk litli, sem er sex ára, teflir hér erflða skák við
skákmann í eldri flokk, en hann leggur sig allan fram og
grettir sig í ákafanum við að sjá út eitthvert nýtt bragð til
að snúa á andstæðinginn.
■ UM ÁRAMÓTIN tók gildi
í Svíþjóö löggjöf, sem hefur
verið mesta deilumál þar í landi
um margra ára skeið.
Hún mun líka halda áfram að
vera það. Stjórnarandstöðu-
flokkarnir, þ.e. íhaldsflokkur-
inn, Miðflokkurinn og Þjóðar-
flokkurinn (Frjálslyndi flokkur-
inn) hafa lýst yfir því, að það
verði aðalmál þeirra í næstu
þingkosningum að fá hana fellda
úr gildi.
Þingkosningar eiga að fara
fram í Svíþjóð haustið 1985, eða
eftir rúmlega eitt og hálft ár.
Löggjöf þessi var endanlega
samþykkt í þinginu rétt fyrir
jólin með 164 atkvæðum sósíal-
demókrata ámóti 158atkvæðum
áðurnefndra þriggja flokka.
Kommúnistar, sem eru 20 talsins
á þingi, sátu hjá eftir að felld
hafði verið tillaga frá þeim, sem
gekk miklu lengra.
Nokkrir þingmenn voru fjar-
verandi, en samið hafði verið um
fjarveru þeirra á þann hátt, að
hún hafði ekki nein áhrif á
úrslitin.
■ Ulf Adelsohn, formaður íhaldsflokksins, Bengt Westerberg, formaður Þjóðarflokksins og Thorbjörn
Fálldin, formaður Miðflokksins.
SEX ÁRA GAM-
ALL „SKÁK-
MEISTARI“
■ Það var frekar efl heldur
en undrun, sem greip um sig
meðal félaga í skákklúbbi, í
skóla nokkrum í Askhabad,
höfuðborg Turkmeníu, er
Artyk Ovezov, sem er 6 ára
tók þá ákvörðun að tefla
fjöltefli við 20 manns í einu.
Og það var ekkert undar-
legt, þó að efi væri á ferð-
inni, þar sem Artyk náði
varla upp á skákborðin.
En þegar hann var búinn
að tefla í tvo klukkutíma og
úrslitin voru tilkynnt,
klöppuðu allir mikið og
lengi, bæði þeir, sem þátt
tóku í fjölteflinu og foreldr-
ar þeirra. Artyk vann 17
skákir og 3 enduðu með
jafntefli.
Artyk er fæddur í fjöl-
skyldu, þar sein allir hafa
gaman af því að tefla. Faðir
hans er kennari við Ríkis-
háskólann í Túrkmeníu og
teflir, og einnig tefla móðir
hans og systkini. Artyk byrj-
aði að tefla, þegar hann var
þriggja ára. Nú er hann í
öðrum flokki.
Hann er ekki farinn að
ganga í skóla enn þá, en
kann að lesa og skrifa og
kann mörg kvæði utan að.
yrðu 7.500 símanúmer
tengd við þessa nýju stöð á
þessu ári. Þar af yrðu 5.500
nýtt í Reykjavík og ná-
grannabyggðum, en 2.000
til útskiptingar úti á lands-
byggðinni, eins og fyrr er
getið.
- Nú hefur verið mjög
löng bið eftir nýjum símum
í ákveðnum bæjarhverfum
- er biðin nú úr sögunni?
„Biðin hefur nú ekki ver-
ið mjög löng - en nokkur í
einstaka tilfellum. Við
höfum undanfarið getað
flutt símanúmer úr til dæmis
Breiðholti í-Vesturbæinn og
miðbæinn með ákveðinni
tækni. Þannig hefur verið
hægt að leysa brýnustu þörf-
ina og það er skýringin á því
að nokkur númer í Vestur-
bænum byrja á 7 eins og í
Breiðholtinu. Bið ætti fljót-
lega að verða úr sögunni.“
- Er það framtíðin að
upphafsstafur númera verði
ekki hverfabundinn?
„Við höfum reynt að
halda ákveðinni hverfa-
skiptingu - en í rauninni er
það óþarft. I framtíðinni,
sennilega innan nokkurra
ára, verða aðeins tvær eða
þrjár stöðvar sem þjóna
Reykjavíkursvæðinu öllu og
þá geta menn verið með sitt
fasta númer hvert sem þeir
flytja innan svæðisins. Og
framtíðardraumurinn er
náttúrlega sá, að menn haldi
sínu númeri hvert sem þeir
flytja á landinu," sagði
Hilmar.
-Má þá búast við þráð-
lausum símum, sem menn
geta haft með sér hvert á
land sem er?
„Ég þori nú ekki miklu að
spá í þeim efnum, að
minnsta kosti ekki um hvað
verður á allra næstu árum.
En það er Ijóst að þráðlausir
símar munu koma einhvern
tíma. Spurningin er bara
hversu langt er í það. Svíar
eru framarlega í þessum
efnum og þeir ætla að leyfa
þráðlausa síma á næsta ári
og fleiri nágrannalönd
munu eflaust fylgja í kjöl-
farið.“
-Sjó
Hörð kosningabarátta fyrir-
sjáanleg í Svíþjóð 1985
Aðalbaráttan verður um launþegasjóðina
LÖGGJÖF sú, sem hér ræðir
um, fjallar um hina svokölluðu
launþegasjóði. Sósíaldemókrat-
ar hófu máls á því fyrir allmörg-
um árum að auka bæri þátttöku
og áhrif launafólks í atvinnu-
rekstrinum.
Vænlegast yrði að gera þetta á
þann hátt, að stofnaðir yrðu
sérstakir sjóðir, sem launþegar
réðu yfir að mestu leyti, og yrði
fjármunum þeirra varið til kaupa
á hlutabréfum í fyrirtækjunum.
Þannig yrðu launþegar að veru-
legu leyti þátttakendur í atvinnu-
fyrirtækum og stjórnun þeirra.
Uppi hafa verið ýmsar hug-
myndir um hvernig þetta yrði
bezt framkvæmt.
Niðurstaðan hefur orðið sú,
eins og hin áðurnefnda löggjöf
ber vitni um, að strax á þessu ári
verða stofnaðir fimm sjóðir,
staðbundnir við tiltekin land -
svæði.
Tekna verður sjóðunum aflað
á þann hátt, að atvinnufyrirtæki
greiða 0.2% launaskatt, sem
rennur til sjóðanna, og auk þess
annan skatt, sem leggst á tekju-
afgang þeirra, ef hann nær vissu
marki.
Hver einstakur sjóður hefur
níu manna stjórn, sem ríkis-
stjórnin skipar og skulu a.m.k.
fimm stjórnarmanna vera full-
trúar hagsmuna launafólks.
Tekjum sínum skulu sjóðirnir
verja til kaupa á hlutabréfum í
fyrirtækjum. Þessum hlutabréfa-
kaupum eru sett þau takmörk,
að sjóðurinn má ekki ráða yfir
meiru en 8% af atkvæðamagn-
inu.
I lögum er gert ráð fyrir, að
skattar þeir, sem atvinnurekend-
ur greiða sjóðnum, skuli falla
niður í byrjun næsta áratugs.
Reiknað er með því, að þá verði
sjóðirnir orðnir svo öflugir, að
þeir þurfi ekki lengur á þessum
tekjum að halda.
Andstæðingar sjóðanna eru
ekki trúaðir á, að þessu ákvæði
verði framfylgt, heldur megi al-
veg eins búast við að skattlagning
vegna sjóðanna verði aukin.
Einkum eigi þetta við, ef sósíal-
demókratar verði þá við völd.
SÓSIALDEMÓKRATAR
halda því fram, að tvennt vinnist
á með launþegasjóðunum. Ann-
að sé það, að þátttaka launafólks
í atvinnurekstrinum aukist. Hitt
■ Olof Palme forsætisráðherra
sé það, að meira fé fáist til
eflingar atvinnulífinu.
Andstæðingar sjóðanna eru á
öðru máli. Þeir segja, að þetta
skerði það fjármagn, scm at-
vinnufyrirtækin sjálf geti lagt í
atvinnureksturinn. Jafnframt
dragi þetta úr áhuga almennings
á að kaupa hlutabréf fyrir eigið
fé, en heppilegt sé að jafnt
launafólk og aðrir gerist þátttak-
endur í atvinnurekstrinum á
þann hátt.
Að dómi andstæðinganna er
hér á ferðinni dulbúinn sósíal-
ismi. Það sé verið að stíga fyrsta
áfangann. Aðrir komi á eftir, ef
ekki verði brugðizt hart við í
tíma.
Borgaralegu flokkarnir þrír,
sem svo eru oft nefndir, þ.e.
íhaldsflokkurinn, Miðflokkur-
inn og Þjóðarflokkurinn, hafa
því brugðizt hart við og lýst yfir
því, að þeir muni afnema lög-
gjöfina um launasjóðina strax á
árinu 1986, ef þeir fái meirihluta
í þingkosningunum haustið
1985. Til áréttingar þessu hafa
þeir kosið sameiginlega nefnd,
sem á að hafa tilbúnar tillögur
fyrir kosningarnar 1985 um af-
nám sjóðanna, svo að kjósendur
viti áður en þeir ganga að kjör-
borðinu hvernig afnáminu verð-
ur háttað.
Kommúnistar hafa þriðju af-
stöðuna. Þeir segja launasjóða-
lögin kák eitt og hafa því borið
fram miklu róttækari tillögur
eins og áður segir. Sennilega
munu þeir þó ekki hjálpa borg-
araflokkunum til að afnema
lögin. Hins vegar kunna þeir að
reyna að setja sósíaldemókröt-
um einhver skilyrði, ef þeir
hjálpa til að afstýra afnámi
þeirra.
Flest bendir nú. til, að launa-
sjóðirnir muni setja meginsvip á
kosningabaráttuna í Svíþjóð
annað haust. Skoðanakannanir
hafa sýnt, að verulegur ineiri-
hluti kjósendaer andvígur þeim.
Sósíaldemókratar treysta á að
annað muni reynast, þegar búið
er að stofna sjóðina og farið að
verja fé úr þeim til eflingar
atvinnurekstrinum á viðkomandi
landsvæðum.
Skoðanakannanir á fylgi
flokkanna nú benda til þess, að
borgaraflpkkarnir myndu sigra,
ef kosið yrði strax. En sitthvað
getur breytzt á einu og hálfu ári.
Óhætt virðist vera að spá harðri
og sögulegri kosningabaráttu í
Svíþjóð haustið 1985.
Þórarinri
Þoraránsson,
ritstjori, skrifar ilj