Tíminn - 04.01.1984, Page 9

Tíminn - 04.01.1984, Page 9
MlBVIKÚÓAGtjfe 4. JANÚÁfe 1984 I. Kvöld í baðstofunni Gudað er á glugga, gestur kominn er. „Fæ ég hýsing hér?“ „Hvað er meir að þér?“ „Fæ ég einhvern frugga, Faxi klárinn minn, er nú uppgefínn, auminginn!" Svo segir Matthías Jochumsson í Þorravísum. Og síðar, er gestur hafði verið leiddur til baðstofu, spurður tíð- inda og veittur beini, fer eftirfarandi samtal fram: „Kanntu vel að kveða? Kann ég? Ónei - jú, ef þess æskir þú unga hringabrú. - Þarna er Þórður hreða, þarna Skautaljóð, bæði gild og góð. - Gefið hljóð!“ Gamall siður var að berja þrjú högg í bæjarþilið eða hurðina, og þutu þá hundar upp með gelti og ólátum, ef þeir voru inni. Oft heyrðust höggin illa til baðstofu, ef bæjargöng voru löng og kannski verið að spinna eða vefa. Bæjar- dyr voru og venjulega lokaðar eftir dagsetur. Ef ekki heyrðist og enginn kom til dyra, var farið upp á glugga (sem þá var skjár) og kallað „Hér sé guð.“ Þcir, sem inni voru, svöruðu „Guó blessi þig“ og var síðan til dyra gengið. Gestur sagði erindi sitt. sem að kvöldlagi var stundum að beiðast gistingar. Mörgum þótti gestskoma góð, e.t.v. úr fjarlægum sveitum. Gestur gat sagt fréttir. Þá var ekki sími, dagblöð, og enn síður útvarp og Sjónvarp. Ef póstur var á ferð, blés hann stundum í lúður sinn, er nálægt bæ kom, þar sem hann skilaði pósti eða beiddist gistingar fyrir sig og hesta sína. ■ Á kvöldvökunni (fyrír aldamót). „Póstlúður gellur! Kráksson kjagar i hlaðið, kærkominn gestur - lifandi fréttablaðið. Akureyrarlykt - og útlendur viðburðavindur! Hvað varðar okkur - á meðan - um fornsögur, hross eða kindur?" Hallgrímur Kráksson var lengi Eyja- fjarðarpóstur. Lítill maður og snaggara- legur, furðu seigur til ferðalaga sumar og vetur. Laundrjúgur og glettinn. Hvernig var færðin yfir Grímubekkur? spurður við karl, einn snjóavetur. „O, blessaður, svona í mitt læri á skíðunum." Hallgrím- ur var fáorður fyrst í stað, bandaði frá sér og sagði „Engar fréttir utan töskur:“ En eftir hvíld og hressingu hýrgaðist hann og varð hinn reifasti. Kveðið eða lesið hátt við skin lýsislampans Sjá gamla mynd er sýnir kvöldvöku í íslenskri baðstofu fyrir aldamót. Myndin er gerð eftir málverki danska málarans H. Aug. G. Schiöth (1823-1895). Kvæðamaður eða lesari situr undir lamp- anum. Fólkið hlustar og heldur áfram vinnu sinni. Þarna er verið að sauma, prjóna og kemba. Upplestrarefnið, eða kvæðaríman var oft rætt á eftir. í mínu ungdæmi var að mestu hætt að kveða, en lesið var hátt úr ýmsum bókum við birtu olíulampans. Lesið var úr íslendingasögum, ljóðabókum, Nýj- um kvöldvökum. ýmsum skáldsögum og ferðasögum, lestrarfélags- og heima- bóka. Fjörugar umræður gátu orðið á eftir, enda fjölmennt heimili og oft gestir. Fyrir jólin gistu alloft menn úr Ólafsfirði og Fljótum á kaupferð til Akureyrar - og báru oft talsverðar byrðar. Þeir höfðu frá mörgu að segja og voru aufúsugestir. Á einn varð mér barninu starsýnt við kvöldverðarborðið. Hann borðaði grautinn með hnífapörum og var lengi að því! En svo sá ég að augu hans voru lokuð annað slagið af þreytu; þá skildi ég og hætti að hlæja. Minnisstæð er mér umræða eftir lestur kafla um Glám í Grettissögu. Menn deildi á um hvor eftirminnilegar hefði ort um það efni Grímur Thomsen eða Matthías Jochumsson. Dæmin voru þessi: „Brotnar hurð og brakar í viðum, bröltir innar ferleg mynd. Hrökklast fram svo hriktir í liðum, hrikavaxin beinagrind. Glóir í auðum augnaholum, eins og þegar deyr í kolum“ o.s.frv. Eða: „Feiknstöfum máninn fölur sló, framan í dólginn grímma. A jörðunni stundi, hrikti og hló, hörð var sú örlagarímma. Buldi við draugsröddin dimma: Muna skaltu alla ævi að yfir þig kom þessi stund. Það er ekki holdsins hæfí að hætta sér á draugafund.“ Þið getið flett upp í kvæðabókunum og lesið til fulls þessi mögnuðu kvæði. Framanritað er aðeins sýnishorn. Mild- ari hljómur, en ekki síður eftirtektar- verður, þótti mér af hinu fagra kvæði Sigurðar Breiðfjörð, „Mansöngur úr Númarímum,“ en það heyrði ég oft innilega raulað. Sigurðurorti Númarím- ur á Grænlandi. Þardvaldi hann nokkur ár og vegnaði vel, en hafði þá heimþrá, eins og glöggt kemur fram í kvæðinu. „Mundi ég eigi minnast hinna móðurjarðar tinda há, og kærra heim til kynna minna, komast hugar flugi á. Hér á landi ég þó uni, öllum þrautum langt er frá; en sárþreyjandi mænir muni móðurskautið hvíta á“. Guðni gamli, kallaður spekúlant, var sá síðasti sem ég heyrði kveða heima hjá okkur, bæði í baðstofunni og við fiska- steininn í skúrnum. Þar voru þung högg sleggjunnar undirspilið. Rímur kvað hann og sérlega oft þessa vísu: „Hákarlinn eg missti minn, mikil voru óhöppin. Ofan i kórínn ufsa sinn illa fór hann Gráni minn.“ I rökkrinu lékum við okkur oft úti um stund, ósjaldan ásamt börnum af næsta bæ, og var þetta stór hópur. Gat sérhver með sanni sagt: „Brunaði glaður á skautum og skíðum, ský veður máni á kvöldhimni fríðum" Fólkið hallaði sérstundum í rökkrinu. En svo var ljós kveikt og kvöldvakan byrjaði. Alloft léku systur mínar lög á lítið stofuorgel og tekið var Iagið, kröft- uglegast ef söngvinn gest bar að garði. Mörg var iðjan og margt bar við á kvöldvökunni: „Búkolla baular í fjósi, brugðið upp kertaljósi. Kambar urga, raular rokkur, Reimar úr Fljótum les hátt fyrir okkur. Rciptagl fléttað, prjónað, þæft og þvegið, það var ekki á liði sínu legið.“ í minni sveit var gamall siður að kveikja ekki Ijós á sumrin, og ekki á haustin fyrr en í fyrstu göngum (um 20. september). Fróðlegt væri að frétta hvort þannig hafi það víða verið? Ég lærði „Mansöng úr Númarímum" og mörg önnur kvæði í skóla og sé ekki eftir því, né öðru sem ég lærði utanað. Þess háttar skerpir minni og eftirtekt; ég syng margt af skólaljóðunum með ánægju í huganum, enn í dag! Bæti vitanlega nýju við smám saman. II. Fótabúnaður frostaveturinn 1918 Unglingar hjálpuðu til viðfjárhirðingu o.fl. útistörf, og léku sér úti í rökkrinu ef fært \^ir. En ekki var skjólfatnaður eins fullkominn þá og síðar varð. Mörg börn og unglingar í sveitinni heima voru í tvennum ullarsokkum og á íslenskum skóm, þ.e. ósútuðum.heimagerðum leð- ur- eða sauðskinnsskóm með þvengjum. Þar utanyfir fórum við í snjósokka úr grófri ull og með þófum neðan í. Bleytu þurfti ekki að óttast. Tvenna ullarvettl- inga höfðum við á höndum og veitti ekki af í frosthörkunum. Sum börn fengu samt frostbólgu í fingur. Ullartrefla höfðu menn um háls og þykkar prjóna- húfur flestir á höfði, vel þæfðar. Jón gamli bóndi á Krossastöðum, gekk þó alltaf með gamla, svarta, barðastóra hattinn sinn og ekkert yfir eyrunum, og ekki kól hann! III. Þá var ekki flotinu neitað! 1 kuldanum, úti og inni, voru flestir sólgnir í feitmeti. Feitt kjöt, flot, smjör, lýsisbræðing o.fl. af því tagi. Mjólk var víðast næg á sveitabæjunum; þurrabúð- armenn reyndu að verða sér úti um lýsi. Á sumrin var kostamikil sauðamjólkin, auk kúamjólkur, meðan enn var fært frá. Heitt sauðaþykkni var sannarlega kjarkmikill morgundrykkur. Ingólfur Davíðsson JL skrifar: Harðfiskur og hertir þorsk- hausar á hvers manns borði Enda hollur og saðsamur matur, senr geymist nær óendanlega. Fiskasteinn á hverjum bæ til að berja á harðfiskinn í heilu lagi. Þetta var góður og ódýr matur. Nú er harðfiskur rándýr, þvi miður, seldur vandlega umbúinn í girni- legum smábögglum. Stórir, flattir og hertir þroskhausar, þóttu og vildismatur; voru hræódýrir í gamla daga. Bragðið gott og fjölbreytt, eftir því hvar á hausnum bitarnir eru, og hafa þeir sín nöfn: Kinnfiskur, kerlingarsvunta, bjöllufiskur, kjálkafiskur, krummafisk- ur, búrfiskur, sjómaður o.fl. Við rifum oftast hausana til matar á kvöldin og tíndum bitana upp í okkur, oft kryddaða með smjöri eða tólgar- og lýsisbræðingi. Það er íþrótt að rífa hertan þroskhaus hníflaus! Nú njótá einkum „Blámenn á Serklandi" skreiðarinnar! Sýra og súrmatur forn heilsugjafi? Lítið var um nýtt kjöt, nema í sláturtíðinni; frystikistur og kæliskápar þekktust þá ekki. Nýjan fisk fengu menn annað slagið, einkum strandbúar. Mjög mikið var etið af saltmut, einkum á veturna, bæði kjöt og fisk, og mun það varla hollt til lengdar. Nokkuð var um reyktan mat, kjöt og silung, en þó miklu minna en hið saltaða. Vel feitir lang- reyktir bringukollar og magálar þóttu hátíðamatur. Súrmctið mikla hefur mjög bætt upp saltmetið. Skyr, bæði venjulegt og súrskyr, súrt slátur o.fl. súrt var víða daglegur matur. Þetta var sýrt í skyrsýru, en ediksýra þekktist varla. Tvisvar verður gamall maður barn „Má eg fara á skauta, ó, má eg pabbi minn? Máninn bjarti sér mig, út um skýjagluggann sinn. Hann lítur eftir leiknum og lýsir okkur heim, litlum bömum tveim.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.