Tíminn - 04.01.1984, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
17
heimilistfminn
■í veglegu riti Neyt-
endasamtakanna, sem
nýlega er komið út í
tilefni 30 ára afmælis
samtakanna, eru fjöl-
margar fróðlegar grein-
ar um hið aðskiljanleg-
asta efni, eins og áður
hefur verið vikið að hér
á síðunni. Þar er m.a.
að finna grein eftir Ást-
hildi Erlingsdóttur,
formann Launamála-
ráðs BHM, sem ætti að
vekja til umhugsunar.
Ásthildur hefur mál sitt á því að skýra
frá, að áhugi hennar á neytendamálum
hafi vaknað þegar hún flutti heim árið
1964 eftir nokkurra ára búsetu í Dan-
mörku. Þá var í Danmörku risin nokkurs
konar neytendavakning og voru málefni
neytenda mikið til umræðu þar í landi
Ásthildi þótti því mikil viðbrigði að
kynnast ástandinu hér á landi á nýjan
leik eftir fjarveruna. í greininni drepur
hún þó aðeins á fáein atriði, sem henni
komu spánskt fyrir sjónir þá, þ.e versl-
unar- og bankaþjónustu ásamt verðlagi.
Hádegislokun —
vankunnátta afgreiðslu-
fólks - engin biðraða-
menning
Hádegislokun verslana hafði Ásthild-
■I ■*
■ Vissulega veita bankar á íslandi almenningi margvíslega þjónustu, en sé þjónustan við hinn almenna viðskiptavin hér borin saman við þá, sem hann nýtur í
Danmörku, vantar enn mikið á að við njótum sömu aðstoðar.
Hefur lítil breyting orðið á rétti neyt-
enda og þjónustu við þá á sl. 20 árum?
Varðandi þá þrjá málaflokka, scm
Ásthildur tekur aðallega til umfjöllunar
í grein sinni, sýnist henni sáralítil breyt-
ing hafa orðið á. Hádegislokun verslana
sé síður en svo úr sögunni og númera-
kerfi enn lítið notað við afgreiðslu. Ekki
sé enn krafist sérþekkingar til afgreiðslu-
starfa. Vörumerkingu sé enn víða ábóta-
vant, svo og dagstimpluninni, og engin
teljandi breyting hafi enn orðið á þjón-
ustu bankanna við einstaklinga. Og
síðast en ekki síst sé ekki vafamál, að
vöruverð hér sé almennt miklu hærra en
vera þyrfti. Telur hún þar einkum koma
til tvær ástæður. Óhagkvæmt fram-
leiðslu-, dreifingar-, og sölukerfi land-
búnaðarafurða og mjög háa óbeina
skatta á öllum neysluvörum.
Nátt-
sokkar
— inni-
skór
Passa stærð 37-43
■ f eitt par þarf 100 g. af garni, í náttsokka fínna garn
og prjónar nr. 4, í inniskóna grófara garn og prjónar nr.
6.
Svona gerum við: Fitjið upp 3 1, og prjónið stroff,
aukið út á báðum endum á hverjum prjóni um eina
lykkju þar til komnar eru 39 1. (grófara garnið) eða 55
1. (fínna garnið). Prjónið nú 8-10 cm áfram, en fellið af
eina lykkju á báðum endum hvers prjóns, þar til 3 1. eru
eftir. Fellið þá þær allar af.
Brjótið saman um mitt stykkið og saumið saman
hælinn og ofan á ristinni.
Heklið nú lykkjur umhverfis opið, eins og sýnt er á
ur ekki vanist í Danmörku og þótti hún
heldur óþægileg, þar sem hún varð að
gera sér sérferð síðari hluta dags til að
kaupa daglegar nauðsynjar til heimilis-
ins, í stað þess að nota sér ferðina heim
úr hálfsdagsstarfi sínu. í verslunum var
(og er) óþekkt að fólk skipi sér í rétta
röð eftir afgreiðslu og voru þetta við-
brigði frá því að notfæra sér númerakerfi
það, sem algengt var í verslunum í
Danmörku. Þá þótti Ásthildi fákunnátta
afgreiðslufólks áberandi, en í Danmörku
hefur afgreiðslufólk í verslunum nám í
faginu að baki. Vöruúrval á þeim
tíma var lítið í verslunum hérlendis,
vörumerking lítil og léleg og dagstimpl-
un óþekkt. Á þessum atriðum hefur sem
kunnugt er orðið nokkur breyting.
Bankaþjonusta
við hinn almenna
viðskiptavin
í Danmörku segir Ásthildur banka
aðallega byggja starfsemi sína á við-
skiptum við almenning, sem þegar allt
komi til alls, sé lang hagkvæmasti og
öruggasti viðskiptavinur bankanna.
Þessu sé þveröfugt farið hér á landi, þar
sem viðskipti við almenning virðist vera
eitur í beinum bankastjóra. Ásthildur
tiltekur sem dæmi um þjónustu banka í
Danmörku við viðskiptavin eftirfarandi:
„Sem dæmi um þá þjónustu sem
bankar veita í Danmörku langar mig að
greina frá því þegar íslenskur vinur
okkar var að byggja sér hús. Hann var
búinn að safna töluverðum lausa-
skuldum eins og títt er um húsbyggjend-
ur sem eru ekki búnir að fá föst lán.
Viðskiptabanki hans sá um greiðslur
vaxta og afborgana af öllum þessum
skuldum (til byggingavöruverslana
o.fl.), en þetta er þjónusta sem bankar í
Danmörku veita. Þar kom að hann var
búinn að yfirdraga talsvert ávísanareikn-
ing sinn. Þá var einn góðan veðurdag
hringt til hans og honum bent vinsamlega
á að refsivextirog annar fjármagnskostn-
aður væri orðinn of mikill fyrir hann.
Bankinn stakk upp á að hann tæki hjá
þeim bráðabirgðalán, borgaði með því
lausaskuldirnar og jafnaði ávísanareikn-
inginn. Vinur okkar þáði boðið, borgaði
síðan bráðbirgðalánið niður með jöfnum
mánaðarlegum afborgunum og sparaði
þannig dálaglega fjárhæð."
Vöruverð að öllu jöfnu
þriðjungi hærra hér
Vöruverð hér segir Ásthildur hafa
verið mun hærra en í Danmörku, og
skipti þá engu hvort um innlenda eða
innflutta vöru væri að ræða. Kaupmáttur
ráðstöfunartekna þeirra hjóna hafi verið
mun lakari hér en í Danmörku, en þeirra
tekna hefði verið aflað við sambærileg
störf.
Hefur breyting ordið
til góðs hér á landi?
Ásthildi líst svo á að neytendamál
þróast í rétta átt hér á landi á sl. 20 árum,
en þó vanti talsvert á að íslenskir
neytendur njóti enn þess réttar og þjón-
ustu, sem danskir neytendur bjuggu við
þegar fyrir 20 árum. Bendir hún á að þar
komi margt til, m.a. að á vegum danska
ríkisins séu starfræktar ýmsar stofnanir
til þess að sjá um neytendamál. T.d. geti
neytendur skotið ágreiningsmálum sín-
um til „Forbrugerklagenævnet" og feng-
ið úr þeim skorið þar. Þar í landi hafi
líka verið stofnað sérstakt embætti,
„Forbrugerombudsmanden“, 1975 og
sé því embætti skylt að fylgjast með að
farið sé að lögum í verslunar- og við-
skiptamálum (hvort heldur er vegna
kæru, beiðni eða eigin frumkvæðis).
BROT
teikningu nr. 2, þannig, að til skiptist eru heklaðar 2
loftlykkjur og 1 stuðull ,eða 1 föst lykkja í brúnina.
Heklið band eða snúið saman, hálfan metra að lengd,
til að þræða í gegnum lykkjurnar og binda saman ofan
á ristinni.
Ef þið ætlið að nota skóna sem inniskó, saumið þið
sóla undir úr leðri eða mokkaskinni. Sníðið sólana á
þann hátt að teikna eftir útlínum fótarins, sem skórinn
á að passa, eða passandi skósóla. Saumið sólana á með
hnappagatatvinna og leðurnál.
Á meðfylgjandi mynd hafa náttsokkarnir verið punt-
aðir rr>eð litlu hekluðu blómi.