Tíminn - 04.01.1984, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
20
tímarit
Sveitarstjórnarmál
■ 6. blað árg. 1983 af Sveitarstjórnarmálum
er nýkomið út. Fremst er efnisyfirlit yfir 43.
árg. 1983. Ritstjóraspjall eftir Björn Frið-
finnsson kemur næst og heitir það: Nauðsyn
áætlunargerðar til lengri tíma. Þá skrifar
Egill R. Friðleifsson, tónmenntakennari um
Kór Öldutúnsskóla, og á forsíðu blaðsins er
mynd af kórnum. í greininni eru nokkrar
myndir frá ferðalögum kórfélaga, t.d. frá
Kína og Ungverjalandi. Sveitarstjórnir og
tónlistarfræðslan - segir frá tveggja daga
ráðstefnu 13. og 14. október, og myndir eru
frá ráðstefnunni.
Jón Hlöðver Áskelsson, námsstjóri í tón-
listargreinum skrifar: Álitsgerð tónlistar-
fræðslunefndar og hugleiðingar út frá henni.
Stefán Edelstein skólastjóri ritargrein: Gildi
og tilgangur tónlistaruppeldis, og Margrét
Margeirsdóttir, deildarstjóri, félagsmála-
ráðuneytinu: Ný löggjöf um málefni fatlaðra.
Jóhann Klausen bæjarstjóri skrifar um Eski-
fjarðarskóla 100 ára. Gatnakerfið í bæjar-
skipulagi heitir grein eftir Einar B. Pálsson
prófessor. í blaðinu ersagt frá er Akureyrar-
bær gerist aðili að Landsvirkjun og mynd er
af undirritun samningsins.
Margar fleiri greinar og fréttir frá sveitar-
félögunum eru í blaðinu, og m.a. grein eftir
Jón. . Sigurðsson, forstj. Þjóðhagsstofnunar:
Fjárhagur sveitarfélaga og þjóðhagshorfur.
Útgefandi ritsins er Samband íslenskra
sveitarfélaga, ábm. Björn Friðfinnsson og
ritstjóri Unnar Stefánsson.
Sýning Guðmundar
Thoroddsen
í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg
Föstudaginn 6. janúar opnar Guðmundur
Thoroddsen sýningu á grafíkmyndum og
málverkum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3B.
Guðmundur stundaði myndlistarnám í
Myndlistaskóla Reykjavíkur hjá Hringi Jó-
hannessyni 1974-76 en hélt síðan út til
Frakklands, þarsem hann varvið myndlistar-
deild Parísarháskóla og Beaux-arts akadem-
íuna árin 1976-78, Frá haustinu 1981 hefur
hann verið við Ríkisakademíuna í Amster-
dam.
Þetta er önnur einkasýning Guðmundar
hér á landi, en hann hefur einnig tekið þátt í
nokkrum samsýningum í Danmörku, Hol-
landi og hér heima. Verkin eru flest unnin á
sl. ári og eru til sölu.
Sýningin er opin daglega frá klukkan 16-20
og 16-22 um helgar til 15. janúar.
Banka
blaöiö
49. árg. 1983
H' tiM ú)
||í \
á V .
Bankablaðið
Bankablaðið er nýkomið út. Þetta er 49. árg.
blaðsins. í blaðinu má m.a. nefna: mesta
lækkun kaupmáttar í áratugi, grein eftir
Yngva Örn Kristinsson hagfræðing. Sveinn
Sveinsson, formaður SÍB skrifar: Er veisl-
unni lokjð? Tillögur SÍB í „beinlínumálum",
Eiríkur Guðjónsson skrifar um Þýskalands-
för, og Helgi Hólm um tæknibreytingar og
fræðslu starfsmanna bankanna. Sagt er frá
33. þingi SÍB. Nútíma glæpastarfsemi: Gífur-
legum fjárhæðum er stolið með aðstoð tölvu-
tækninnar. Sigurður Guðmundsson bendir á
nýjar leiðir í kjarasamningum í grein sinni:
Laun til lengri tíma. f blaðinu eru fréttir frá
félagasamtökum bankamanna, bæði á íslandi
og frá Norræna bankamannasambandinu
og ýmsar greinar aðrar eru eftir félaga og
minningargreinar um látna bankamenn.
Samband íslenskra bankamanna var stofn-
að 30. jan. 1935, og eru aðildarfélög nú 17.
Ritstjóri Bankablaðsins er Vilhelm G. Krist-
insson, framkvæmdastjóri SÍB. Forsíðumynd
DENNIDÆMALAUSI
„Ættum við ekki að kaupa þessa fyrir Wilson svo
að hann þurfi ekki alltaf að kaupa trommurnar
af mér?“
á þessu blaði er frá Tjörninni í Reykjavík.
Myndina tók Gunnar Ingólfsson, Ijósmynd-
ari.
tilkynningar
Innritun í franska háskóla
Franska sendiráðið tilkynnir þeim nemend-
um sem óska eftir að innrita sig í franskan
háskóla (í hvaða grein sem er) haustið 1984
að þeir verði að koma til að fá forinnritunar-
eyðublöð fyrir mánudaginn 16. janúar, í
síðasta lagi.
Eyðublöðin á aftur að koma með útfyllt og
fullfrágengin eins og vera ber, fyrir 26.
janúar, í síðasta lagi. Krafist er hæfnisprófs
í tungumálinu af öllum erlendum nemendum
sem vilja innrita sig í franskan háskóla og
mun það verða haldið í Reykjavík, þriðju-
daginn 14. febrúar 1984. Það er síðan í
maímánuði sem háskólarnir, sem valdir eru,
kunngera nemendum svör sín.
Þetta á þó ekki við um þá sem vilja fara til
að læra frönsku eða fullkomna sig í þeirri
gengi íslensku krónunnar
Gengisskráning nr. 1 - 03. jan. 1984 kl.09.15
Kaup Sala
01-Bandaríkjadollar 28.720 28.800
02-Sterlingspund 41.335 41.450
03—Kanadadollar 23.070 23.134
04-Dönsk króna ........ 2.8928 2.9008
05-Norsk króna 3.7119 3.7223
06-Sænsk króna 3.5704 3.5803
07-Finnskt mark 4.9128 4.9264
08-Franskur franki 3.4268 3.4363
09-Belgískur franki BEC 0.5132 0.5147
10-Svissneskur franki 13.1189 13.1555
11-Hollensk gyllini 9.3253 9.3513
12-Vestur-þýskt mark 10.4756 10.5048
13-ítölsk líra 0.01724 0.01729
14—Austurrískur sch 1.4862 1.4903
15-Portúg. Escudo 0.2159 0.2165
16-Spánskur peseti 0.1831 0.1836
17-Japanskt yen 0.12405 0.12439
18—írskt nund 32.468 32.558
20-SDR (Sérstök dráttarréttindi) 30/12 . 29.9743 29.0581
-Belgískur franki BEL 0.5048 0.5062
apótek
Kvöld nætur og helgidaga varsla apnteka í
Reykjavík vikuna 30. desember til 5. janúar
er í Vesturbæjar Apóteki. Einnig er Háalcitis
Apótek opið til kl. 22 öll kvöld vikunnar.
(Vesturbæjar Apótek annast eitt vörsluna á
Gamlársdag og nýársdag).
Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norður-
bæjar apótek eru opín á virkum dögum frá kl.
9- 18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl.
10- 13 og sunnudag kl. 10-12. Upplýsingar í
símsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Sljörnu apótek
eru opin virka daga á opnunartima búða.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19. Á helgidögum er opið frá kl. 11-12, og
20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á
bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i sima 22445.
Apótek Keflavikur: Opið virka daga kl. 9-19,
Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl.
10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl.
8-18. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30 og 14.
löggæsla
Reykjavík: Lögregla simi 11166. Slökkvilið og
sjúkrabíll sími 11100.
Seltjarnarnes: Lögregla simi 41200. Slökkvilið
og sjúkrabíll 11100.
Hafnarfjöröur: Lögregia sími 51166. Slökkvilið
ogsjúkrabíll 51100.
Garðakaupstaður: Lögregla 51166. Slökkvilið
og sjúkrabíll 51100.
Keflavik: Lögregla og sjúkrabíll í síma 3333 og
í simum sjúkrahússins 1400, 1401 og 1138.
Slökkvilið sími 2222.
Grindavík: Sjúkrabíll og lögregla sími 8444.
Slökkvilið 8380.
Vestmannaeyjar: Lögregla og sjúkrabíll sími
1666. Slökkvilið 2222. Sjúkrahúsið sími 1955.
Selfoss: Lögregla 1154. Slökkvilið og sjúkrabíll
1220.
Höfn í Hornafirði: Lögregla 8282. Sjúkrabíll
8226. Slökkvilið 8222.
Egilsstaðir: Lögregla 1223. Sjúkrabíll 1400.
Slökkvilið 1222.
Seyðisfjörður: Lögregla og sjúkrabill 2334.
Slökkvil.ið 2222.
Neskaupðtaður: Lögregla simi 7332.
Eskifjörður: Lögregla og sjúkrabíll 6215.
Slökkvilið 6222.
Húsavfk: Lögregla 41303, 41630. Sjúkrabíll
41385. Slökkvilið 41441.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15 til kl. 16
og kl. 19 til kl. 19.30.
Akureyri: Lögregla 23222,22323. Slökkvilið og
sjúkrabíll 22222.
Dalvfk: Lögregla 61222. Sjúkrabíll 61123 á
vinnustað, heima: 61442,
Ólafsfjörður: Lögregla og sjúkrabíll 71170.
Slökkvilið 71102 og 71496.
Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550.
Blönduós: Lögregla og sjúkrabíll 4222.
SLökkvilið 3333.
Bolungarvík: Lögregla og sjúkrabill 7310.
Slökkvilið 7261.
Patreksfjörður: Lögregla 1277. Slökkvilið
1250, 1367, 1221.
Borgarnes: Lögregla 7166. Slökkvilið 7365.
Akranes: Lögregla og sjúkrabill 1166 og 2266.
Slökkvilið 2222.
Hvolsvöllur: Lögreglan á Hvolsvelli hefur síma-
númer 8227 (sæðisnúmer 99) og slökkviliðið á
staðnum síma 8425.
heimsóknartím
Heimsóknartimar sjúkrahúsa eru sem hér
segir:
Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl.
19.00 til kl. 19.30.
Kvennadeild: Alladagafrákl. 15 til kl. 16og kl.
19.30 til kl. 20.
Sængurkvennadeild: Kl. 15 til kl. 16. Heim-
sóknarlími fyrir feður kl. 19.30 til kl. 20.30.
Barnaspítali Hringsins: Alla daga kl. 15 til kl.
16 og kl. 19 til kl. 19.30.
Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og kl.
19 tilkl. 19.30.
Borgarspitalinn Fossvogi: Mánudaga til fóstu-
daga kl. 18.30 til kl. 19.30. Á laugardögum og
sunnudögum kl. 15 til kl. 18 eða eftir samkomu-
lagi.
Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17 og kl. 19
til kl. 20.
Grensásdeild: Mánudagatil föstudaga kl. 16til
kl. 19.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 14 til kl.
19.30.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15 til kl. 16 og kl.
18.30 til kl. 19.30.
Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl.
15.30 tilkl. 16.30.
Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og
kL 18.30 til kl. 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17.
Hvíta bandið - hjúkrunardeild: Frjáls heim-
sóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17
á helgidögum.
Vifilsstaðir: Daglega kl. 15.15 til kl. 16.15 og kl.
19.30 til kl. 20.
Vistheimilið Vifilsstöðum: Mánudaga til laug-
ardaga frá kl. 20 til kl. 23. Sunnudaga frá kl. 14
til kl. 18 og kl. 20 til 23.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánudaga til laugar-
daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19.30 til kl. 20.
St. Jósefsspítali, Hafnarfirðl. Heimsóknartim-
ar alla daga vikunnar kl. 15 til ki. 16 og.kl. 19 til
kl. 19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl.
15 til 16 og kl. 19 til 19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30 lil 16
ogkl. 19 til .19.30.
Slysavarðstofan í Borgarspítalanum. Sími
81200. Allan sólarhringinn.
Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og
helgidögum, en hægt er að ná sambandi við
lækna á Göngudeild Landspítalans alla virka
daga kl. 20 til kl. 21 og á laugardögum frá kl. 14
til kl. 16. Sími 29000. Göngudeild er lokuð á
helgidögum. Á virkum dögum ef ekki næst í
heimilislækni er kl,- 8 til kl. 17 hægt að ná
sambandi við lækni í síma 81200, en frá kl. 17
til kl. 8 næsta morguns i síma 21230 (lækna-
vakt). Nánari upplýsingar um lyfjbúðir og
læknaþjónustu eru.gefnar í simsvara 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er i
Heilsuverndarstöðinni á laugardögum og helg-
idögum kl. 10 til kl. 11 f.h.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænu-
sótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
á mánudögum kl. 16.30 til kl. 17.30. Fólk hafi
með ser ónæmisskirteini.
SÁÁ. Fræðslu- og leiðbeiningarstöð Síðumúla
3-5, Reykjavík. Upplýsingar veittar í sima
82399. - Kvöldsímaþjónusta SÁÁ alla daga
ársins frá kl. 17 til kl. 23 i sima 81515. Athugið
nýtt heimilisfang SÁÁ, Siðumúli 3-5, Reykjavík.
Hjálparstöð dýra við skeiðvöllinn í Víðidal.
Sími 76620. Opið er mllli kl. 14-18 virka daga.
biianatilkynningar
Rafmagn: Reykjavik, Kópavogur og Seltjarn-
arnes, simi 18230, Hafnarfjörður, simi 51336,
Akureyri sími 11414, Keflavík simi 2039, Vest-
mannaeyjar, simi 1321.
Hitaveitubilanlr: Reykjavík, Kópavogur og
Hafnarfjörður, simi 25520, Seltjarnarnes, sími,
15766.
Vatnsveitubiianir: Reykjavík og Seltjarnarnes,
sími 85477, Kópavogur, simi 41580 eftir kl. 18
og um helgarsími41575, Akureyri, simi 11414,
Keflavik, simar 1550, eftir lokun 1552. Vest-
mannaeyjar, simar 1088 og 1533, Hafnarfjörður
sími 53445.
Simabilanir: i Reykjavík, Kópavogi, Seltjarn-
arnesi, Hafnarfirði, Akureyri, Keflavík og Vest-
mannaeyjum, tilkynnist i 05.
Bilanavakt borgarstofnana: Sími 27311.
Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8
árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar-
hringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum,
sem borgarbúar telja sig þurfa á aðstoð borgar-
stofnana að halda.
söfn
Árbæjarsafn - Sumaropnun safnsins er lokið
nú í ár, en Árbæjarsafn verður opið samkvæmt
samkomulagi. Upplýsingar eru i sima 84412 kl.
9 til kl. 10 virka daga.
Ásgrímssafn, Bergstaðastæri 74, er opið
sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.
13.30 til kl. 16.
Ásmundarsafn við Sigtún er opið daglega,
nema mánudagafrá kl. 14 til kl. 17.
Listasafn Elnars Jónssonar - Frá og með 1.
júní er Listasafn Einars Jónssonar opið daglega
nema mánudag frá kl. 13.30 til kl. 16.00.
Borgarbókasafnii:
Aðalsafn - útlánsdelld, Þingholtsstræti 29a,
sími 27155. Opið mánud.-föstud. kl. 9-21.
Sept.-apríl er einnig opið á laugard. kl. 13-16.
Sögustundir fyrir 3-6 ára börn á þriðjud. kl.
10.30-11.30
Aðalsafn - lestrarsalur, Þingholtsstræti 27,
sími 27029. Opið mánud.-föstud. kl. 13-19.
Sept.-april er einnig opið á laugard. kl. 13-19.
Lokað í júlí.
Sérútlán - Afgreiðsla í Þingholtsstræfi 29a,
simi 27155. Bókakassar lánaðir skipum, heilsu-
hælum og stofnunum.
L'ólheimasafn, Sólheimum 27, simi 36814. Opið
mánud.-föstud. kl. 9-21. Sept.-april er einnig
opið álaugard. kl. 13-16. Sögustundir fyrir 3-6
ára böm á miðvikud. kl. 11-12.
Bókin heim, Sólheimum 27, sími 83780.
Heimsendingarþjónusta á prentuðum bókum
við fatlaða og aldraða, Simatimi: mánudaga og
fimmtudaga-kU 10-12.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16,simi 27640.
Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Lokað í júlí.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, sfmi 36270. Opið
mánud.-föstud. kl. 9-21. Sept.-apríl er einnig
opið á laugard. kl. 13—16. Sögustundir fyrir 3-6
ára börn á miðvikud. kl. 10-11.
Bókabilar. Bækistöð i Bústaðasafni, simi
36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina.
Bókabilar ganga ekki i 1 ’A mánuð að sumrinu
og er það auglýst sérstaklega.
Bókasafn Kópavogs Fannborg 3-5 sími
41577. Opið mánudaga-föstudaga kl. 11-21 og
laugardaga (1. okt.-30. apríl) kl. 14-17. Sögu-
stundir fyrir 3-6 ára böfn á föstudögum kl.
10-11 og 14-15.