Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 2
2
.MIÐ,VHýUPAGUP,U. JANUAR 1984
fréttir
■ Bruno Hjaltested, aðstoðarframkvæmdastjóri Samvinnutrygginga g.t. afhendir
Kára Amórssyni, skólastjóra Fossvogsskóla gjöfina frá Samvinnutryggingum.
Viðstaddir eru fulltrúi Foreldra- og kennarafélags Fossvogsskóla, fulltrúi Námsstjóra
og 2 deildarstjórar frá Samvinnutryggingum.
Samvinnutryggingar veita Foss-
vogsskóla viðurkenningu í tilefni
norræns umferðaröryggisárs:
Myndsegulband og lit-
sjónvarp af stærstu
og fullkomnustu
■ Síðasta ár var norrænt umfcrðar-
öryggisár og unnu nemendur Fossvogs-
skóla á því ári að margskonar verkefnum
um umferðarmál sem ætlað var að glæða
áhuga þeirra og skilning á auknu öryggi
gangandi fólks og þeirra sem farartæki
nota. Verkefnin voru ýmist uninn i
skólanum eða götum úti og má nefna
sem dæmi að nemendurnir tciknuðu
stóra yfirlitsmynd af Bústaðavegi og
næsta nágrenni.
Norræna umferðaröryggisárið hvatti
Foreldra- og kennarafélag Fossvogs-
skóla til að vinna að bættu öryggi
vegfarenda í hverfinu en Bústaðavegur
er kominn í hóp gatna í borginni með
hvaö mesta bílaumferð, og var því
einkum beint augum að þeirri götu með
Samkeppni á
f innskum sfidar-
markaði harðnar
— íslensk sykursíld 35%
dýrari en norsk
Samkvæmt könnun, sem gerð var í Norðmenn hafið allmikla auglýsingaher-
descmber á verði á íslenskri og norskri
sykursíld í finnskum verslunum, reyndist
verðið á norsku síldinni að meönltali
35% lægra en á þeirri íslensku.
Þetta kemur fram i upplýsingabrcfí
Síldarútvegsnefndar. Ennfremur segir,
að fyrsta saitsíldin frá nýafstaðinni
haustvertíð hafi komið tímanlega í
verslanir fyrir jólin. íslenski ræðismað-
urinn í Finnlandi hafi skýrt svo frá, að
kaupendur séu yfirleitt ánægðir mcð
gæði síldarinnar, en að samkeppni frá
Norðmönnum valdi erfiðleikum. ís-
lcnska síldin hafi um áraraðir verið
auglýst sem sérstök gæðavára, en nú hafi
fcrð, meðal annars í fréttaþáttum í
finnska sjónvarpinu.
Þá kemur fram í upplýsingabréfinu,
að fyrir utan lægra verð, bjóði Norð-
menn íinnskum kaupendum að afgreiða
síldina eftir hendinni árið um kring og
aka henni á bílum frá Norður-Noregi til
þeirra stáða í Finnlandi sem óskað er
eftir hverju sinni. „Er þetta mikið hag-
ræði fyrir finnsku kaupendurna sem
losna með þessu móti við kominn vaxta,-
uppskipunar,- geymslu- og flutnings-
kostnað, en slíkur kostnaður er allhár á’
þcirri síld sem þeir kaupa frá fslandi."
segir í upplýsingabrcfinu. - Sjó
Happdrætti Háskóla íslands hefur nýtt starfsár:
HINIR HEPPNU SKIPTA
MEÐ SÉR 454 MILUÓN-
um kr. A ÞESSU ÁRI
— Dæmi þess að unnist hafi á sama númerið
sjö sinnum á einu ári
útbætur, og náðust margar slíkar fram í
samvinnu við borgaryfirvöld, og foreld-
ra- og kennarafélög nágrannaskóla Foss-
vogsskóla.
Sem viðurkenningu á því mikla starfi
sem nemendur og foreldra- og kennara-
félag Fossvogsskóla hafa unnið ákváðu
Samvinnutryggingar g.t. að veita skól-
anum viðurkenningu í tilefni ársins en
hún var veitt í árslok og var myndsegul-
bandstæki og litasjónvarp af fullkomn-
ustu og stærstu gerð.
Tækin munu koma skólanum til góða
við margvíslega fræðslu, ekki hvað síst
úmferðarfræðslu og þakkar foreldra- og
kennarfélag skólans- Samvinnu-
tryggingum gjöfina. _
■ „Margir erlendir háskólamenn sem
hingað koma öfunda okkur af Happ-
drætti Háskólans“, sagði Guðmundur
Magnússon, rektor m.a. er hann kynnti
starfsemi happdrættisins fyrir næsta ár.
Guðmundur sagði happdrættið hinn
fasta punkt í fjáröflun skólans. Happ-
drættið sé því í rauninni mikiu minna
happdrætti heldur en tjárveiting ríkis-
sjóðs. Á árinu 1984 er áætlað að háskól-
inn fái um 40 milljónir króna af tekju-
afgangi happdrættisins, en fjárveiting
ríkissjóðs næsta ár nemur 21,5 milljón-
um króna.
Tekjur hinna heppnu af happdrættinu
geta þó orðið margfalt meiri en háskól-
inn fær. Samkvæmt vinningaskrá nema
vinningar næsta árs samtals tæpum 454
milljónum króna. Alls verður dregið um
135.000 vinninga. Hæstu vinningarnir -
9 talsins - verða ein milljón króna. Níu
næst hæstu vinningarnir eru 200 þús. kr.
hver. Þá eru 207 vinningar á 100 þús. og
2.682 á 20 þús. kr. hver. Fjögur þús.
króna vinningar verða 21.735 talsins, en
lægstu vinningarnir, 2.500 krónur, verða
alls 109.908 talsins.
Happdrættið greiðir 70% af veltunni í
vinninga, sem er hærra vinningshlutfall
en þekkjast mun annars staðar, Að sögn
eins stjórnarmanna var eitt sinn gerð
könnun á þessu atriði á alþjóðaþingi
happdrætta. Kom í'ljós þar, að meðal
þeirra sem aðild áttu að alþjóða-
sambandi happdrætta reyndist 70%
hlutfall Happdrættis Háskólans það
hæsta og raunar tæpast dæmi um hærra
hlutfall en 60% 50% hlutfall þótti gott.
Jafnframt kom fram, að venjuleg happ-
drætti sem efnt er til hér á landi eiga að
skila að lágmarki 16,66% hlutfalli í
vinninga og mun nokkuð algengt að það
hlutfall sé notað.
31? ■ _ -
■ Á árinu verður lögð höfuðáhersla á að Ijúka fyrri áfanga svonefnds „Hugvísinda-
húss“ fyrir næsta haust með happdrættisfé frá Happdrætti Háskóla íslands.
Fjöldi vinninga jafngildir því að fjórði
hver miði hljóti vinning ári hverju að
meðaltali, þótt sumir hinna óheppnu
heyrist stundum rengja það hlutfall. Við
spurðum því einn stjórnarmannanna
hvort raunin sé ekki sú að fólk sé
misjafnlega heppið í happdrættum sem
flestu öðru. Og sú mun raunin á, því
komið hefur fyrir að unnist hafi á sama
númerið allt að 7 sir.num á einu ári.
Happdrætti Háskólans gefur nú út
60.000 númer. Á hverju númeri eru
gefnir út 4 heilmiðar og 1 svonefndur
„trompmiði" , sem í raun er fimmfaldur
heilmiði. Sá sem á alla miðana af sama
númerinu fær því nífaldann vinning,
sem í ár er því 9 milljónir króna.
í ár kostar hver happdrættismiði 100
krónur á mánuði. Til samanburðar má
geta þess, að þegar happdrættið hóf
starfsemi sína fyrir 50 árum var verð
heilmiða 6 krónur á mánuði, en tíma-
kaup verkamanns í dagvinnu var þá 1,36
krónur. Hæsti vinningur var 50.000 kr.
Fyrir Háskóla íslands blasir árangur-
inn af starfi Happdrættis Háskóla íslands
við augum allra sem Iíta til
háskólahverfisins sunnan Hringbrautar.
Allar byggingar skólans eru ýmist að
öllu eða mestu leyti greiddar af happ-
drættisfé, svo og sá tækjabúnaður sem í
þeim er. Á árinu 1984 verður lögð
áhersla á að Ijúka fyrri áfanga svonefnds
„Hugvísindahúss" fyrir næsta haust, en
hefja síðan aftur framkvæmdir í þágu
verkfræði og raungreina, vestan Suður-
götu. Undanfarin 4 ár hafa framkvæmdir
verið mestar á Landspítalaióð í þágu
tannlækna og læknadeildar, en þar verð-
ur að gera hlé í ár sökum fjárskorts.
- HEI.
Akureyri:
MEÐAUVLDUR SLOKKVIUÐS-
BIFREIÐANNA ÞRJÁTÍU ÁR!
■ Meðalaldur þeirra 5 bíla sem
eru í eigu Slökkvistöðvar Akureyr-
ar er nú 30 ár, að því er fram
kemur m.a. í frétt frá slökkviliðs-
Úttekt á vátrygging-
um borgarstofnana
— og fjárhag fyrirtækja sem borgin á aðild að
■ Þótt nær nær allar breytingartillögur
minnihluta burgarstjórnar hafl verið
felldar liluui þó nokkrar ályktunartil-
lögur náð fyrir augum borgarsljórnar og
var vísað til frckari skoðunar. Tveim
ályktunartillögum sem Sigurður E. Guð-
mundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins lagöi fram var vísað til borgarráðs.
Sú fyrri var á þá leið að borgarstjóri
skyldi láta gera skýrslu yfir starfsemi,
fjárhag og afkomu allra þeirra fyrirtækja
sem borgin á eignaraðild að eða hlut-
deild í á einhvern hátt, en nú er hvergi
hægt að ganga að slíkum upplýsingum á
einum stað.
Hin síðari var þess efnis að kannað
yrði með hverjum hætti borgárstofnanir
haga vátryggingum sínum þannig að
kanna mætti hvort hagkvæmara væri að
bjóða allar vátryggingar borgarstjórnar
út á einu bretti, eða þær verði í ríkara
mæli en nú er í sjálfsábyrgð hjá borgar-
sjóði.
- JGK.
stjóra. Elsti bíllinn er frá árinu
1942 og því orðinn 42 ára gamall.
Hinir eru 38 ár, 31 árs og 30 ára og
síðan einn sem teljast verður nýr í
þessum flota, eða aðeins 8 ára
gamall. Nú er verið að byggja yfir
nýjan og mjög fullkominn
slökkvibíl í Danmörku, fyrir
Slökkvistöð Akureyrar og er
hann væntanlegur með vorinu.
Með tilkomu hans kemst meðal-
aldur flotans því niður í aldar-
fjórðunginn, þ.e. 25 ár.
Engir meiriháttar brunar voru á Akur-
eyri á síðasta ári. Brunaútköll voru alls
75 hjá Slökkviliði Akureyrar, 3 færri en
árið áður. Um eld var þó ekki að ræða
nema í 46 tilvikum, þar af 11 sinnum í
íbúðarhúsum. Níu sinnum voru útköll
vegna elds í rusli og mosa, 8 sinnum
vegna elds í ökutækjum og 7 sinnum
vegna elds í iðnaðarhúsnæði. Tjón vegna
eldsvoða urðu í 20 tilvikum, en öll
vorum þau undir 1 milljón króna.
Auk æfinga voru útköll án elds 29.
Brunaboðarnir hljóta að hafa þreytt
slökkviliðsmenn, í tvennum skilningi,
því 22 af þessum útköllum voru vegna
bilaðra boða. í fimm tilvikum öðrum
var alvara á ferðum þegar boðarnir
kölluðu menn út. Sex útköll voru vegna
gruns um eld, og einu sinni var um narr
að ræða.
Varðandi orsakir eldsvoða eru flest
tilvik flokkuð undir „starfrækslu“, 11
talsins. í níu tilfellum var um rafmagn að
ræða, þar af 4 sinnum rafmagnstæki. í
átta tilvikum hafði verið farið óvarlega
með eld og í 7 tilfellum var um íkveikju
að ræða. Ekki er vitað um orsakir 10 af
fyrrnefndum 46 eldsvoðum.
Sjúkraútköll hjá Slökkviliði Akureyr-
ar urðu 1.153 á síðasta ári þár af 178
utanbæjar, en voru 1.136 árið áður þar
af 213 utanbæjar. Af þesum 1.153 út-
köllum voru 160 bráðaútköll, þ.e. slys
eða hjartatilfeili.