Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 ■ „Nú verður Rod að ákveða sig. Vill hann lifa sem fjölskyldu- faðir með þeim réttindum og skyldum, sem því fylgja, eða vill hann lifa eins og glaumgosi, án réttinda og skyldna?" Alana hef- ur sett Rod úrslitakosti, en hann virðist eiga bágt með að ákveða sig. ■ Alana Stewart var ekkert á því að draga sig í hlé á meðan Rod hélt sig að heiman. Hér er hún stödd í sínu fínasta pússi í einni Hollywood-veislunni á meðan hún var grasekkja. ALANA STUNDAÐIHIÐ UÚFA LÍF GRIMMT Á MEÐAN ROD STEWART HÉLT SIG AÐ HEIMAN ■ Eitthvað hefur gengið brösu- lega í hjónabandi Rods Stewart og Alana að undanförnu, eins og kunnugt er af fréttum. Rcvndar gekk ósættið svo langt, að Rod hljóp að heiman, þrátt fyrir margar og innilegar yfirlýsingar af hans hálfu á undanförnum árum um, hversu óumræðilega honum þætti vænt um börn sin og heimili. Og mamma Rods var ekkert að klípa utan af því, þegar hún gaf yfirlýsingar um álit sitt á tengdadótturinni, sem alls ekki hæfði Rod, staðhæfði sú gamla. Nú herma fregnir, að þau Rod og Alana séu að leggja sig fram um að bjarga hjónabandinu, ef mögulegt er, en hætt er við, að einhver broddur sitji eftir ein- hvers staðar, eftir allar þær full- yrðingar og yfirlýsingar, sem hafa verið látnar út ganga. Alana Stewart var reyndar ekkert á þeim buxunum að láta deigan síga á meðan eiginmaður- inn var fjarverandi. Hún stund- aði gleðskapinn í Hollywood af i talsverðu kappi og vakti jafnan athygli, hvar sem hún fór. í eina veisluna mætti hún í þessum óvenjulega og glæsilega kjól, sem hún ber á meðfylgjandi mynd, og er auðvelt að sjá að ekki gat hjá því farið að hún vekti athygli. Auk annarra athugasemda, sem útgangurinn á Alana vakti, höfðu sumir orð á því, hvort svarti liturinn, sem setur svip sinn á klæðnaðinn, hefði einhvcrja sérstaka merk- ingu. til Vestfjarða, þannig að ekkert flug var í dag á Þingeyri, Patreksfjörð og ísafjörð. Sömuleiðis var ófært á Vestmannaeyjar. Undir kvöldið átti að reyna að fara fleiri ferðir, svo sem á Egilsstaði, Sauð- árkrók og Húsavík, en eftir að farþegar í Egilsstaðaflug voru mættir á tilskyldum tíma, þá bárust fregnir að austan um að veður færi versnandi, og jafnframt komu spár um að varavellir væru að lokast, þannig að ákveðið var að hinkra." -Er þetta ekki geysilega mikið álag á starfsmenn innanlandsflugsins, þegar allt fer svona úr skorðum vegna veðurs og vallarskil- yrða? „Jú, það er vægt til orða tekið. Þegar þessi erfiðu skilyrði eru í innanlands- fluginu, þá vinnur starfsfólk eins og af- greiðslufólk, hlaðmenn og flugliðar oft þrekvirki. Það er gífurlega erfitt fyrir alla skipulagningu, þegar svona umhleypingar eru, að allar áætlanir fara úr skorðum, á svo til engum tíma. Klukku- tíma eftir að áætlun er til- búin, þurfa menn hugsan- lega að vinna upp nýja áætl- un með tilliti til nýrrar veðurspár og frétta utan af landi, hvaða vellir eru opnir og þess háttar.“ Hjá Kristni Stefánssyni, vaktstjóra innanlandsflugs Flugleiða fékk Tíminn þær upplýsingar í gærkveldi að 750 manns biðu eftir flugi, víðsvegar á landinu. Krist- inn sagði að 380 manns biðu flugs til og frá Vestfjörðum, og að 370 manns biðu flugs á aðra staði, eða frá öðrum stöðum. Hann sagðist ekki búast við að sú staða myndi breytast, þar sem allar spár bentu til þess að ekkert yrði hægt að fljúga það sem eftir væri af kvöldinu. Það eru því 750 manns sem bíða flugs núna auk þeirra sem þegar höfðu bókað far sitt í dag, með innanlandsflugi Flugleiða. -AB ■ Muda Hossanal Bolkiah soldán. Nær 1800 herbergi verða í soldánshöllinni í Brunei Hún verður stærsta þjóðhöfðingjahöll í heimi ■ Á NÝÁRSDAG var lýst yfir formlega, að nýlendustjórn Breta í Brunei væri endanlega lokið og Brunei hefði hlotið fullt sjálfstæði sem 189. sjálfstæða ríkið í heiminum. í sambandi vð þessa athöfn fóru ekki fram nein sérstök há- tíðahöld. Þau verða ekki fyrr en 23. febrúar. Þá verður vígð í Brunei með mikilli viðhöfn, að viðstöddum fjölda boðsgesta víðs vegar að, stærsta þjóðhöfð- ingjahöll í heiminum. Þessi nýja þjóðhöfðingjahöll eða soldánshöll er ekki ein bygging, heldur samantengdar fjórar þriggja hæða víðáttumikl- ar byggingar, auk tveggja enn meiri stórbygginga, sem verða með gullskreyttu hvolfþaki. Auk þess eru margar smærri bygging- ar. Samanlagt ná byggingarnar yfir 50 ekrur, en umhverfis þær er garður, sem er um 300 ekrur. Hann verður glæsilega skreyttur. I þessum byggingum eða höll verða samtals 1788 herbergi. Þar af munu 900 herbergi tilheyra íbúðum soldánsins, föður hans og þriggja bræðra. Til saman- burðar má geta þess, að í Buck- inghamhöll í London og tilheyr- andi byggingum eru 614 her- bergi. Þess má enn fremur geta til samanburðar, að í Vatikaninu, sem er bæði bústaður og ríki páfa, eru um 1400 herbergi. Byggingarnar þar ná yfir 13 ekrur. Þessi veglega og víðáttumikla soldánshöll á ekki langan bygg- ingartíma. Það var hafizt handa um aðhannahana 19. september 1980 og hófust byggingarfram- kvæmdir þremur mánuðum síðar. Byrjað var á því að búa til hæð, sem er um 100 feta há, en á henni hafa aðalbyggingarnar verið reistar. Þær eru nú nær allar að verða fullbúnar. Óþarft er að taka fram, að í þeim eru margir stórir og minni salir, sem verða fagur- lega skreyttir. Undánfarna mán- uði hafa streymt til Brunei lista- verk og husgögn hvaðanæva úr heiminum. Ekkert mun verða látið á skorta að gera soldáns- höllina sem veglegasta á allan hátt. SOLDÁNSHÖLLIN í Brunei er glöggt dæmi um, að margt er unnt að gera á skömmum tíma, þegar mikill olíuauður er fyrir hendi. 500kS! IUPP1NES MALApiA (Jppdráttur, sem sýnir Brunei. Fyrir um 50 árum könnuðust fáir við Brunei. Þéir fróðustu vissu, að það var lítið soldánsríki á norðurhorni Borneó. Þá var sagt frá því í alfræðibókum, að það væri undir brezkri vernd og flatarmál landsins væri um 3400 ferkm. Ibúar væru talsvert innan við 100 þúsund. Áður fyrr vissu menn mcira um Brunei, eða a.m.k. þeir, sem áttu bólfestú í þessum heims- hluta. Brunei varð soldánsríki 1368. Á 15. öld réði soldáninn þar. Hossanal Bolkiah. einn af forfeðrum núverandi soldáns. yfir viólendu ríki, m.a. mestu aí Filippseyjum. Þetta ríki leystist hins vegar upp eftir að Spánverj- ar og Portúgalir fóru að leggja leiðir sínar til Suðaustur-Asíu. Brunei varð lítið og gleymt soldánsríki þangað til Bretar fóru að venja komur sínar á þessar slóðir á síðari hluta 19. aldar. Árið 1888 knúðu Bretar soldáninn í Brunei til að fallast á, að Brunei væri verndarríki þeirra. Síðan réðu Bretar þar mestu til 1959, er þeir veittu Brunei heimastjórn. Árið 1929 er mcrkisár í sögu Brunei. Þá fundu sérfræðingar Shell-félagsins olíulindir á nær- liggjandi svæðum. Olíuleit var hafin í Brunei og kom fljótt í ljós, að þar myndi fólginn mikill olíusjóður í jörðu. Veruleg vinnsla hófst þar þó ekki fýrr en á heimsstyrjaldarárunum, þegar landið var hernumið af Jap- önum. Eftir heimsstyrjöldina hefur hún svo margfaldazt. Áætlað er að í ár verði framleidd olía í Brunei fyrir 4 milljarða dollara. íbúar landsins eru um 200 þús- undir og geta þeir lifað góðu lífi á þessum tekjum, þótt soldáns- ættin taki sinn skerf. Inneign ríkisins í erlendum gjaldeyri cr nú talin 13 milljarðar dollara. Soldáninn hefur því vel getað leyft sér að byggja hina veglegu höll, en hún mun þegar hafa kostað um 300 milljónir dollara. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar RÍKIDÆMIÐ hefur haft það t för með sér í Brunei eins og víðar, að skapazt hefur margvís- leg spilling. Vinnusvik eru sögð mikil, enda fá íbúarnir nóg að bíta og brenna, þótt þeir vinni ekki ntikið. Soldáninn hefurget- að veitt þegnum sínum flest hlunnindi velferðarríkisins. Mik- ið er af innfluttum verka- mönnum, sem ýms verktakafyrir- tæki hala flutt með sér, en fram- kvæmdir hafa vcrið miklar í Brunei. í sambandi viðþær hefur ekki minnst skapazt margvísleg fjármálaspilling. Núverandi soldán, Muda Hossanal Bolkiah, er hinn 29. í röðinni. Sama ættin hefur farið með soldánsvöldin frá upphafi. Hann er 37 ára gamall og hefur verið soldán síðan 1967. Faðir hans, sem enn er á lífi, afsalaði sér þá soldánsvaldinu og kvaddi elzta son sinnhcim til aðtakavið því. en hann var þá við nám vjð Sandhurst hcrskolann t Bret- landi. Á árunum 1962-1963 voru þær ráðagerðir mjög á lofti, að Brun- ei sameinaðist Malasíu, en sold- áninn féll frá því eftir nánari athugun. Hann taldi, að Brunei , myndi vegna bezt sem sjálf- stæðu ríki undir vernd Breta. Þótt Bretar hafi nú sleppt form- lega öllum yfirráðum, hafa þeir áfram hönd í bagga. Brezkar hersveitir gæta áfrant olíusvæð- anna og i 4tiii inanná hcr Brunei eru nær allir liðsforingjarnir brezkir. Það fylgdi í kjölfar heima- stjórnarinnar, sem Bretar veittu Brunei, að sett var ný stjórnar- skrá. Samkvæmt henni var efnt til þingkosninga 1962. Róttækur flokkur fékk meirihlutann. Sold- áninn greip því til þess ráðs að fella stjórnarskrána úr gildi eða að fresta framkvæmd hennar áður en hið nýkjörna þing kom saman. Þetta ástand hefur varað síðan. Þótt auðlegð sé m ikil í Brunei og landsmönnum yfirleitt vegni vel, eru engu að síður ýmsar blikur á lofti. Róttæk öfl kunna að vilja losna við yfirráð soldáns- ins. Ýms nálæg ríki renna öf- undaraugum til auðævanna og telja að betur mætti nýta þau á annan veg. Af 200 þús. íbúum eru um 70 þús. kínverskrar ættar. Þeir njóta minni réttinda en aðrir landsmenn, en eru þó yfirleitt dugmeiri. Þettagetur átt eftir að verða vaxandi vandamál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.