Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR II. JANUAR 1984 6 í spegli tímans KLAMMVND MED „VKTOHU PRWCK’AL" RENNUR ÚT OG HBTAR LUMMUR ■ Nú hefur Vidoria Principal heldur betur orðið fyrir áfalli. Á markaði í Amsterdam er myndbandsspóla, sem geymir myndir af Victoriu í vægast sagt djörfum leik, eða svo segir verslunareigandinn, sem hefur þennan eftirsótta varning á boðstólum. Viðbrögð Victoriu urðu þau fyrst, þegar henni voru sýndar kyrrmyndir úr kvikmynd- inni, að bresta í grát. En þegar grátkastið var liðið hjá.varð hún gripin ofsa reiði og krafðist þess að öll eintök þessarar hræði- legu kvikmyndar yrðu tekin úr umfcrð og eyðilögð. Lögfræðingar beggja vegna At- lantshafsins eru því önnum kafnir þessa dagana að reyna að koma skikki á hlutina, en í Ijós hefur komið að Alþjóðalögreglan, Interpol, er valdalaus í þessu máli. ■ Victoria Principal. Stóra spurningin þessa dagana er: Er það hún eða er það ekki hún? Nick Davis, Breti nokkur, er aðalsölu- maður þessa dýrmætis. Hann heldur því blákalt fram, að hér sé um ósvikna vöru að ræða. Victoria hafi sjálf tekið að sér hlut- verk í þessari mynd, sem nefnist „Open Thighs“ (treystum okkur ekki til að þýða á siðsamlegt mál), fyrir 12 árum eða úður en stjarna hennar fór að skína í sjónvarpinu. Og henni takist dável upp í hlutvrki sínu sem þjónustustúlka í kynsvallsveislu fína fólksins, þar sem hún tekur þátt í lesbískum athöfnum og alls kyns öfuguggahætti. Annar maður, sem kemur hér við sögu, er þýski klámkóngurinn Karl Braun, sem reyndar nefnir sig Charlie Brown á hinum alþjóðlega markaði, heldur því hins vegar fram, að Victoria komi sjálf hérhvergi nærri Stúlkan, sem líkist henni svo mjög, sé í rauninni óþekkt þýsk leikkona. En hvcrnig sem málið er vaxið, er það staðreynd, að Nick Davis hefur þarna fundið hreina gullnámu. Nú flykkjast bandarískir ferðalangar til Amsterdam og festa kaup á spólunni, sem alla langar til að sjá, og setja ekki fyrir sig verðið sem er 50 dollarar (um 1500 kr. ísl.) pr. stk. ADAM ANT HUOP ISKARDIÐ — þegar briidguminn mætti ekki í brúðkaupið ■ Jamie Lee Curtis var til skamms tíma einungis þekkt sem litla, sæta dóttir þcirra Janet Leigh og Tony Curtis. En hún hefur á síðari árum sýnt fram á það, svo ó- umdeilanlegt er, að hún stendur sjálf undir nafni sínu og vel það. Hún hefur nefnilega þegar haslað sér völl sem viðurkennd leik- kona, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Það hefur því virst svo, sem ekki væri ský að sjá á hamingjuhimni hennar. En því miður dró nýlega blikur á loft í lífí hennar, sem að vísu virðist hafa grciðst úr nú. Jamie Lee var harðtrúlofuð Michael Riva, dóttursyni Marlene Dietrich og dagsetningin stóra hafði verið ákveðin. En þegar dagurinn rann upp, missti brúðguminn kjarkinn og Jamie Lee mætti ein að altarinu. Gömlum vini Jamie rann til rifja umkomuleysi stúlk- unnar og greip til sinna ráða. Adam sjálfur Ant var mættur á staðinn og tók Jamic Lee að sér, til bráða- birgða a.m.k. Reyndar segja þeir, sem kunnugir eru, að ekkert sé á milli þcirra, enn sem komið er, annað en vinátta - en það er aldrei að vita. ■ Adam Ant greip til sinna ráða, þegar brúðguminn mætti ekki í brúðkaupið og iét Jantic Lee Curtis bíða eftir sér árang- urslaust. viðtal dagsins Sæmundur Guðvinsson, fréttafulltrúi Flugleiða um erfiðleikana í innanlandsfluginu: STARFSFOLKIÐ VINNUR OFTÉ ÞIEK VIRKI“ ■ Eins og gefur að skilja fer margt úr skorðum, þcgar svo viðrar sem þessa dag- ana, og eitt af því er að sjálfsögðu innanlandsflug flugfélaganna, sem þurfa að endurskoða áætlanir sínar margoft á dag, íljósi nýjustu fregna af veðri og ástandi flugvalla. Til að mynda átti að fljúga fimintán ferðir í fyrradag á vegum Flugleiða, en ekki tókst að fljúga eina cinustu ferð. I gær biðu því eitthvað á annað þúsund manns flugs víða á landinu, en ekki tókst að fljúga innanlands í gær, nema að mjög takmörkuðu leyti. Tíminn spurði í gærkveldi Sæmund Guðvinsson, fréttafulltrúa Flugleiða nán- ari fregna af ástandinu í innanlandsflugi þessa dagana: „Það er rétt, ástandið í innanlandsfluginu er heldur bágt nú. Á sunnudaginn gekk flugið mjög stirðlega og ekki tókst að fljúga allar ferðir sem fara átti. í gær, mánudag, þá voru áætlaðar 15 ferðir til flestra staða á landinu, en ekki tókst að fara neina ferð. í dag hefur þetta verið erfitt bæði vegna veðurs og brautarskilyrða. Þó náðist að fljúga í morgun upp úr kl. 10 á Akureyri, Húsavík, Egilsstaði og Norðfjörð. Um hádegi var ljóst að ekki tækist að fljúga ■ Sæmundur Guövinsson, fréttafulltrúi Flugleiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.