Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 4
tn ts'f i \ i . .1 ). ■,* .1 j I /( 17 MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 fréttir Stórsamningur Coldwater við Long John Silver’s: „ÞESSI SAMNINGUR MINNI EN ÞEIR FRA ARUNUM 1979-1981 segir Guðmundur H. Gardarsson, bladafulltrúi SH, sem telur að með honum sé búið að skapa ákveðið jafnvægi og tryggingu fyrir bæði sölufyrirtæki okkar vestan hafs 77 ■ „Þaö var mat forráöamanna Cold- water á þessum tíma, um mánaðamótin ágúst-september sl.,að það væri ekki tímabært að lækka verðin, og þeir vildu láta á rcyna hvort hin háu verð gætu haldist,“ sagði Guðmundur H. Garðars- son, blaðafulltrúi S.H., þegar Tíminn spurði hann í gær hvað hann hefði átt við í viðtali við Morgunblaðið, er hann sagði að það væru aörar kringumstæöur nú, þegar Coldwater ákvað að lækka limm- punda þorskflökin um 10 cent pundið, en þegar Iceland Seafood ákvað sams- konar lækkun í ágúst sl. „Þetta var mat þeirra manna sem voru okkar ábyrgðaraðilar^ í Bandaríkj- unum, um framkvæmd þessa verks," sagði Guðmundur jafnframt. Aðspurður um hvort það væri ekki rctt að kringumstæður hefðu ckkert breyst á þessum tírna, heldur hefðu einfaldlega aðrir menn en Þorsteinn Gíslason metið stöðuna, og þá metið hana á annan hátt.sagði Guðmundur: „Mat manna er núna breytt. í stóru fyrirtæki á sér náttúrlega stað mikil umræða þegar svona mál kemur upp. Sú umræða hélt áfram cftir að staðan var metin eins og ég sagði áðan, á þann veg að ekki skyldi lækka verðið. Niðurstaða þeirrar umræðu varð sú, að í ljósi þcss að hægt var að fá þarna mjög stóran samning, þá var talið rétt, að lækka verðið um 10 cent á pundið. Þetta eru hinar breyttu kringumstæður. Kring- umstæður brcyttust við það að við stönd- um frammi fyrir því að fá alveg örugg- lega svona stóran samning, en við stóð- um ckki frammi fyrir því um mánaðmót- in ágúst-september. Og þar með breytt- ist mat manna á því, hvort reyna bæri að halda þessu háa verði til streitu. Þorsteinn lagði framtíð sína hjá Coldwater að veði með ákvörðunum sínum - Guömundur, ert þú sammála því sem fram kemur í leiðara Morgunblaðs- ins í dag, þar sem segir að Þorsteinn Gíslason, forstjóri Coldwater hafi með ákvörðunum sínum í haust, lagt framtíð sína hjá Coldwater að veði? „í vissum skilningi má segja það, eins og kom reyndar fram í hans eigin viðtali.“ - Nú hefur því mjög verið haldið á lofti í herbúðum ykkar S.H. manna og Coldwater, að samningur sá sem nú hefur tekist á milli Coldwater og Long John Silver’s sé gífurlega stór, einn sá stærsti og þar fram eftir götum, og á ég þar við samninginn sem skýrt var frá sl. LANGAR ÞIG í ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ - HVAÐA KOSTIR ERU FYRIR HENDI í DAG? Fræðslu- og kynningarfundur um húsnæðismál verður í Hótel Hoft, Rauðarárstíg 18, laugardaginn 14. janúar og hefst kl. 13:30 Frummælendur: Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra, Pétur H. Blöndal, stærðfræðingur og formaður Húseigendafélags Reykjavíkur, Bjarni Axelsson, stjórnarformaður Byggingasamvinnufé- lagsins Aðalból og Jón Rúnar Sveinsson, formaður Húsnæðis samvinnufélagsins Búseta. Að loknum framsöguerindum verða panelumræður. Stjórnandi þeirra er Helgi Pétursson, fréttamaður. Petta er fundur sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara! HITTUMST I HOTEL HOFI! ■ Guðmundur H. Garðúrsson. laugardag um að Coldwater myndi á þessu ári selja bandaríska fyrirtækinu 20 milljónir punda og fimm milljónir punda á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Ligg- ur það ekki alveg ljóst fyrir, að þótt hér sé um talsverða aukningu að ræða frá síðasta ári, þegar þið selduð 15.5 millj- ónir punda, að hér er um minna magn að ræða en var á toppárum ykkar, svo sém árin 1979 til 1981? „Það er alveg rétt hjá þér að þessi samningur er minni en samningar frá þeim árum sem þú nefnir. Þá má kannski segja það, að það sé ekki bara minna heldur en á þeim árum, heldur einnig miðað við það að hófum fyrstú viðskipti við þá og höfðum öll viðskiptin. Það er náttúrlega með þetta eins og annað, það er ekki hægt að búast við að menn haldi 100% hlut til eilífðarnóns. Það koma inn aðrir aðilar, eins og t.d. Sjávarafurð- adeild SÍS og það er skiljanlegt sjónar- mið hjá Long John Silver's að vilja eiga viðskipti við fleiri en einn aðila, þegar þeir eru orðnir eins stórir og þeir eru. Það er of hættulegt fyrir þá að eiga allt sitt undir einum seljanda, eins og það er hættulegt fyrir okkur að eiga allt undir einum kaupanda.“ Er vandamálið eldra? - Guðmundur, má ekki hugsanlega segja að orsakarinnar fyrir minnkandi markaðshlutdeild Coldwater sé að leita lengra aftur í tímann en bara til síðasta árs? Jafnvel til verðhækkunarinnar 1981? „Það má ekki gleyma því, að íslensku fyrirtækin voru búin að vera með óbreytt fimmpunda verð í tvö ár, áður en verðhækkunin varð um mánaðamótin maí-júní 1981. Sú hækkun var m.a. ákveðin vegna gífurlegs þrýstings hér heima, um að verðið yrði hækkað. í ársbyrjun 1981 voru menn, m.a. á Alþingi.mjög farnir að ræða að nú þyrfti að hækka verðin í Bandaríkjunum. Auð- vitað er það matsatriði hvort það átti að hækka verðið eins mikið og gert var, eða ekki, en það kom ekki fram nein opinber gagnrýni á þá verðhækkun sem ákveðin var vorið 1981. Annað atriði sem alls ekki má gleyma, er hversu gífurlega mikið dollarinn fór að styrkjast á árinu 1981, og það veikti samkeppnisaðstöðu okkar gagnvart Kanadamönnum mjög fljótlega, en þá voru hvorugt sölufyrir- tækjanna reiðubúin að breyta sinni verð- stefnu, eftir þá hækkun sem ákveðin hafði verið." - Telur þú að það megi líta á þennari samning sem nú hefur tekist á milli Coldwater og Long John Silver’s sem varnarsigur Coldwater? „Ég vil nú ekki nota það orð. Ég tel að miðað við það að Long John Silver’s vill að sjálfsögðu eiga viðskipti við fleiri en okkur, að þetta sé góður samningur fyrir okkur. Ég held að aðrir, t.d. Sjávarafurðadeild- in hljóti einnig að líta þannig á það. Ég held að þarna sé búið að skapa ákveðið jafnvægi og tryggingu fyrir bæði sölufyr- irtækin, sem leiðir vonandi til þess að samkomulagið á heimilinu verði þokka- legt.“ - AB ■ Lukkuriddarinn gerist á sveitakrá í námunda við þorp eitt á hreggbarinni strönd Mayo á írlandi. Á myndinni frá vinstri: Honor (Þórdís Einarsdóttir), frú Quin (Björg Sigurðardóttir), Susan (Hrafnhildur Jóhannesdóttir), Nelly (Sigrún Asta Bjarnadótt- ir) og Cristy (Sigurður Steinþórsson). Gnúpverjar sýna Lukkuriddarann ■ Ungmennafélag Gnúpverja sýnir um þessar mundir leikritið Lukkuriddarann eftir J.M. Synge í þýðingu Jónasar Arnasonar. Leikurinn gerist á írlandi í kringum aldamótin og segir frá fátæku bændafólki í Mayo héraði. Hér er um að ræða söngleik með mörgum írskum þjóðlögum og fullan af gráu gamni. Leikstjóri sýningarinnar er Edda V. Guðmundsdóttir. Leikendur eru 13, en undirleikarar eru Loftur S. Loftsson á harmoniku og Helga G. Loftsdóttir á gítar. Lukkuriddarinn var frumsýndur í. Árnesi 28. desember við ágæta aðsókn og undirtektir. Næsta sýning á að vera í Aratungu fimmtudaginn 12. janúar kl. 21.00. Sýningar eru fyrirhugaðar víðs- vegar um Suðurland á næstu vikum, bæði austan Þjórsár og vestan og einnig í Revkjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.