Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 13
t 4
■\/JM«
MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1984
.11 i • I'
Falleg
blómaskál:
Kaktusar
í f jöru-
steinum
■ Litlir kaktusar eru mjög
vinsælir og fara vel með ný-
tískuiegum húsgögnum,.
sagði danskur innanhúss-
arkitekt í viðtali í dönsku
blaði nýlega.
Heimilistíminn vill bæta
því við, að kaktusar getai
farið vel við hvers kyns hús-
gögn og í gömlum gluggum
jafnt sem nýjum, en svo
getur hver og einn sett litlu
kaktusana í potta og krukkur
sem passa best í hverju til-
viki.
Hérna sjáum við eina út-
gáfuna af blómaskál með
litlum kaktusum. Slík skál
með þremur litlum kaktus-
um er skemmtileg gjöf, og
ekki skemmir að hafa á botni
skálarinnar fallega litla
fjörusteina. Kaktusarnir eiga
að vera hver í sínum potti,
og má setja smásteina ofan á
moldina til skrauts
Hekluð gólfmotta
úr efnisafgöngum
■ Þvermál u.þ.b. 90 cm - eða eftir vild.
Efni 1.5 cm breiðar reimar úr efnisaf-
göngum. Til að reimarnar verði sem
lengstar samhangandi.e r berst að klippa
þær í „gorm“. Heklunál nr. 7.
Mottan. Byrjið í miðjunni. Heklið 4
loftlykkjur og myndið hring með 1
keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
1. umf.: Heklið2fastalykkjur í hverja
loftlykkju. Ath. - hver umferð byrjar á
1 loftlykkju sem kemur í stað fyrstu
i fastalykkjunnar, og umferðinni lýkur
með 1 keðjulykkju í loftlykkjuna. í
öllum umferðum er fastalykkjan hekluð
í gegnum aftari lykkjuna.
2. umf. Aukið út um eina lykkju (2
, fastalykkjur í sömu lykkju) í hverja
lykkju = 16 fastalykkjur.
3. umferð Aukið út í aðra hverja
lykkju = 24 fastalykkjur.
4. umferð. Aukið út í 3. hverja lykkju
= 32 fastalykkjur.
Haldið síðan áfram að auka út 8
sinnum í hverri umferð - í hverri umferð
verður einni fastalykkju fleiri milli aukn-
inganna. Gætið þess vel að ytri kanturinn
verði hvorki of flár né of strengdur. Ef
hann fláir, eru heklaðar ein eða tvær
umferðir án aukninga, og sé kanturinn
of strengdur eru heklaðar ein eða tvær
umferðir með fleiri en 8 aukningar í
umferðinni.
Heklið rendur eftir vild, þar til mottan
hefur náð þeirri stærð, sem óskað er.
Endið með einni umferð af keðju-
lykkjum.
■ Blómaskál fyrir steina- og kaktusa-
safnara
Skammstafanir
— heklskýringar
jpwp
N
• | fl. = fastalykkja. Byrjið með einal
lykkju á heklunálinni, dragið nálina j
í gegnum eina lykkju á umferðinni á |
undan, dragið garnið í gegn = 21
lykkjur á nálinni, dragið garnið í
gegnum þessar 2 lykkjur.
......
fl. = fastalykkjur. Haldið á heklu-
nálinni eins og blýanti, búið til
lykkju úr garninu og dragið heklu-
nálina í gegn eins og sýnt er á
teikningunni.
1
| st. = stuðuli. Byrjið með eina
| lykkju á heklunálinni. Sláið garnið
j upp á, dragið nálina í gegnum einaj
JJ lykkju á umferðinni á undan. Drag-
ið garnið í gegn = 3 lykkjur á
I nálinni, dragið garnið í gegnum 2
fyrstu lykkkjurnar = 2 lykkjur eftir,
dragið garnið í gegnum þessar 2
lykkjur.
j kl. = keðjulykkja. Byrjið með eina
lykkju á heklunálinni, dragið heklu-
nálina í gegnum eina lykkju á
j umferðinni á undan, dragið garnið í
gegn og beinustu leið gegnum lykkj-
una á heklunálinni.
j tvf. st. = tvöfaldur stuðull. Byrjið
j með 1 lykkju á heklunálinni, sláið
j upp á tvisvar, heklið eins og stuðul
= 4 lykkjur á nálinni, dragið gamið
f í gegnum 2 og 2 lykkjur í einu
x Notið helst það garn, sem gefið er upp í uppskriftinni, ef ákveðið gam er
gcfið upp, og farið nákvæmlega eftir heklfestunni.
xx Heklið helst pmfu og berið saman við uppskriftina. Ef hún verður stserri
en uppskriftin reiknar með, skuluð þið skipta yfir í fínni (ef prafan er of stór)
eða grófari (ef prufan er of lítil) heklunál.
xxx Það er mikilvægt að strekkja vel hekiaða muni, ekki síður en prjónaða,
ef þeir eiga að njóta sín. Breiðið stykkin vel út á deigan klút og strekkið þau,
gjarna með títuprjónum. Leggið annan deigan klút ofan á. Bíðið eftir að
klútarnir þorni.
xxxx Ef þarf að sauma saman stykki, má gjarna gera það með fínni þræði.
Gætið þess að sauma ailtaf saman þær lykkjur, scm eru andspænis hvor
annarri.
xxxxx Pressið að I okum stykkið létt frá röngunni. Þvoið hekluð stykki alltaf
varlega í mildu sápuvatni, sem hvorki er of heitt né of kalt. Best er að þvo í
höndunum.
Eru
augun
orðin
þreytt?
■ Það er ekki langt liðið á daginn, en samt eru augun farin að gefa frá sér þreytumerki. Til að hvfla þau
aðeins er gott að setjast niður, styðja alnbogunum á borð, eða alveg eins skrifborðið, og halda fyrir augun.
Teljið upp að 20. Takið hendumar frá augunum og starið beint áfram. Teljið upp að 6.
Endurtakið alla æfinguna þrisvar.
Ef þið þreytist í augunum dag eftir dag, er sjálfsagt að leita til augnlækni .
Slakið á
herðum
og hálsi
■ Flest eigum við það til að fá spennuverki í
herðar og háls. Hér eru tvær auðveldar æfingar,
sem gera má af og til yfir daginn og létta vel á
spennunni, ef hún hefur ekki náð að verða
rótgróin.
Komið ykkur þægilega fyrir í stól og spennið
greipar aftur fyrir hnakka. Hafið alnbogana til
hliðanna. Hallið nú höfðinu aftur og veitið
mótspyrnu með spenntum greipunum. Teljið
upp að 5. Slakið nú á og teljið upp að 5. Þrýstið
nú höfðinu enn aftur og endurtakið æfinguna 8
sinnum. Látið þá handlcggina hanga slaka niður
með hliðum og hristið þá.
Setjið nú fingurgómana á axlirnar og hreyfið
alnbogana í hringi, eins langt áfram og eins langt
aftur og þið getið. Endurtakið alls 15 sinnum.