Tíminn - 11.01.1984, Qupperneq 20

Tíminn - 11.01.1984, Qupperneq 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg* 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land ailt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANX3VAKA ARMULA3 SIMI 81411 abriel HÖGGDEYFAR __ ii , ■ riamarshöfða 1 QJvarahlutir sími365io. Ritstjorn 86300-Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Úrslit dönsku þingkosninganna: SIGUR SCHLUTERS Á KOSTNAÐ HINNA BORGARAFLOKKANNA — jafnaðarmenn töpuðu tveim þingsætum — Glistrup beið afhroð. Niðurstaðan áframhaldandi pattstaða ■ Svo sem allar skoðanakannanir höfðu gefíð til kynna var það forsætisráðherrann og formaður íhaldsflokksins, Poul Schliiter sem var sigurvegari þingkosninganna í Danmörku í gær. íhaldsflokkurinn fékk 42 þingsæti, hafði áður 26 og bætti því við sig 16 sætum. En þessi sigur nægði engan veginn til að draga fram þær hreinu línur sem kosningunum var ætlað að gera. Miðdemókrataflokkur Erhards Jakob- sens tapaði 7 þingsætum, hafði 15 en fær 8, en það þýðir að minnihlutastjórn Schliiters nægir ekki stuðningur Róttæka vinstri flokks- ins til að koma málum í gegnum þingið. Vinstri flokkurinn fékk 21 og haföi 20, Kristilcgi þjóðarflokk- urinn fékk 5 þingsæti en haföi 4. Stjórnarflokkarnir fcngu því 76 þingsæti. í staö 65 áður. Framíaraflokkur Glistrups tapaði 10 þingsætum af 16, cn Róttæki vinstri flokkurinn sem helst hcf- ur variö minnihlutastjórn Glistrups falli vann 1 sæti og fékk 10. Jafnaöarmcnn töpuöu tveim þingsætum, fékk 57, Sósíalíski þjóöarflokkurinn fékk 21 þing- sæti og stóö í stað, Vinstri sósíal- istar stóðu einnig í stað, fengu aftur sín 5 sæti. Stjórnarandstað- an fékk þannig 85 sæti, og hefur því bætt við sig ftá skoðana- könnunum. Niðurstöður kosninganna sýn- ast því vera þær að áfram ríki pattstaða í dönskum stjórnmál- um, vinstri flokkarnir hafa hald- ið sínu cn tilfærslur orðið innan borgaraflokkanna. Minnihluta- stjórn Schliiters sýnist eiga tvo kosti og hvorugan góðan frá hennar sjónarhóli séð, að taka tillit til sjónarmiða jafnaðar- manna í stórmálum eða leita á náðir jarðneskra leifa Framfara- flokksins, flokks hins dæmda skattsvikara, Mogens Glistrups. Þessar kosningar, sem talað var um að myndu skera úr um fram- tíðarstefnu dansks samfélags virðast hclst leiða af sér að sú stefna verði ákvörðuð með flóknum samningum í ýmsar pólitískar áttir. JGK Þriðjudagur 10. janúar 1984 Útburðarmál- id á Akureyri: DAGSETNING Poul Schlúter EKKI AKVEÐIN undirskriftar- listar í gangi ■ Ekki hefur enn verið á- kveðið hvenær útburöarkröf- unni á hendur hjónunum í Þingvallastræti 22 á Akureyrt verður fullnægt, en eins og kunnugt er hnekkti Hæstirétt- ur fyrir skömmu þeim úrskurði fulltrúa bæjarfógeta á Akur- eyri að útburðurinn gæti ekki farið frant þar sem dómhafi fengi ekki umráðarétt húseign- arinnar að honum loknum. I samtali við Tímann sagði Brynjólfur Kjartansson lög- maður dómhafa að ekki hcfði enn verið ákveðið af þeirra hálfu hvaða dag útburðurinn verður látinn fara fram. Og að sögn Sigurðar Eírikssonar full- trúa bæjarfógetans á Akureyri mun embættið ckki fram- kvæma útburðinn fyrr en form- leg beiðni og dagsetning liggi fyrir frá dömhafa. Á Akureyri hefur undanfar- ið staðið yfir undirskriftar- söfnun undir beiðni til dóms- málaráðherra um að hann beiti sér fyrir aö lög þau sem upphaf- legur dómur Hæstaréttar byggðist á verði endurskoðuð. - GSH. Gæsluvardshaldsfanginn í Karlsefnismálinu: LÁTINN LAUS EFTIR AÐ HAFA SETIÐINNIÁ ÞRIÐJAMÁNUÐ Áætlunarbíllinn frá Ólafsvík: ■ Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tvo og hálfan mánuð, vegna gruns um að hann tengdist Karlsel'nisinálinu svokailaða var látinn laus i gær. Maðurinn var upphaflega . úrskurðaður í gæsluvarðhald í 45 daga cftir að upp komst um tilraun skipvcrja á togaranum ‘ Karlsefni til að smygla 11,3 kílóum af hassi tjl landsins. Gæsluvarðhaldið var síðan framlengt um 30 daga og rann það út í gær. í gær stóðu yfir yfirheyrslur í Sakadómi í ávana og fíkni- efnamálum til að sannprófa framburð mannsins í nokkrum atriðum. Að sögn Arngríms ísberg fulltrúa lögrelgustjóra þótti ekki ástæða til að krefjast frekari framlengingar á gæslu- varðhaldi yfir manninum, en málið væri enn í rannsókn og því ekki hægt að skýra frá því frekar að svo stöddu. - GSH. VAR TIU HMA A LEIB- INNI TIL BORGARNESS ■ Færð á vegum á Vestur- landi var mjög erfið í gær. Vegurinn yfir Holtavörðu- heiði var lokaður og menn frá vegagerðinni, sem fóru í gærmorgun í sæmilegu veðri til að opna veginn þar, urðu að snúa við vegna ófærðar. Að sögn Bjarna Sigurðs- sonar hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi var reynt að halda vegum á Vesturlandi opnum í gær en gekk það illa. Kom þar ekki síst til hvað skyggni var slæmt í hryðjunum og var áætlunar- bíll frá Ólafsvík m.a. 10 tfma á leiðinni til Borgarn- ess þrátt fyrir að færðin ísjálfu sér væri ekki svo slæm. Reynt verður að opna norðurleiðina í dag ef veðr- ið verður skaplegt. _ GSH. dropar Bilaðir bruna- boðar á Akureyri ■ Það verður vandséð hversu mikið gagn Slökkviliðið á Ak- ureyri hefur af brunaboðum þar í bæ miðað við það óhagræði sem þeim l'ylgja. Þannig kemur í Ijós samkvæmt skýrslu slökkvi- liðsstjóra staðarins fyrir síð- asta ár að útköll slökkviliðsins í gegnum brunaboða námu alls 27, en á móti kemur að 22 af þessum útköllum urðu vegna bilunar í brunaboðum. Það er því ekki nema fimmtungur sem skilar sér í „alvöru“ útköllum, og á þá eftir að taka tillit til þess hvort eitthvert af þeim 5 sem eftir standa séu vegna Fjargæslu- hundur fjár- málaráðherra Hundahald í Reykjavík og lögmætar aðgerðir dómstóla og löggæslumanna til að stemma stigu við því, enda hundabann í orði kveðnu í gildi, hafa mælst misjafnlega fyrir. Ekkert virðist fara að bóla á nýjum reglum um rýmk- un á hundahaldi í borginni sem borgarstjóri hafði þó gefið undir fótinn með í blaðavið- tölum. Einn er þó sá hundaeigandi sem að mestu hefur sloppið við aðgerðir stjórnvalda gegn hundahaldi, nefnilega sjálfur fjármálaráðherra og fyrrver- andi forseti borgarstjórnar, en það er einmitt borgarstjórn sem upphaflega setti reglurnar um bann við hundahaldi í borginni. Hallast kunnugir helst að því að aðgerðarleysið megi rekja til þess að lögmætt sé að halda fjárhunda, og því hljóti fjármálaráðherra að vera heimilt að hafa fjárgæsluhund til að gæta fjárins í ríkiskass- kútana...! Krummi... ...leggur til að Al- bert fái sér umboð fyrir Sánkti Bernharðs hundaromm- kúta-...!

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.