Tíminn - 11.01.1984, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag
FJÖLBREYTTARA
OG BETTtA BLAÐ!
Miðvikudagur 11. janúar 1984
9. tölublað - 68. árgangur
Siðumúla 15—PosthoH370 Reykjavik—Ritstjorn86300—Auglysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvöidsimar 86387 og 86306
Reykjavíkurbórg neitar að greiða umsaminn kostnað og rifíar
samningum við Heilsuræktina f Glæsibæ:
THUR HEILSURÆKTINA EKKI
HAFA STADKJ VH» SAMNINGA
.
■ Borgarráð Rcykjavíkur sam-
þykkti í gær að Reykjavíkurborg
myndi ekki greiða reikninga,
sem Heilsuræktin í Glæsibæ bef-
ur sent borginni vegna heim-
sókna aldraðra, en samkomulag
hefur verið við lýði milli borgar-
innar og Heilsuræktarinnar um
að borgin grciddi að bluta fyrir
aldraða, enda væri þar um mikil-
væga þjónustu við þá að ræða.
Ástæðan fyrir neitun borgarinn-
ar er sú að Heilsuræktin hefur
ekki staðið við sinn liluta samn-
ingsins, en í honum fólst m.a. að
sjúkraþjálfarar skyldu vera starf-
andi við Heilsuræktina.
Heilsuræktin sendi borginni
yfirlit yfir mætingar aldraðra á
síðasta ári. og samkvæmt bréfi
Bergs Tómassonar, borgarend-
urskoðanda, næmi kostnaður
borgarinnar ef greiddur yrði í
krónum 229.172 krónum.
Svipuð staða kom raunar upp
við síðustu áramót. cn þá var
ákvcðið að sjá í gegnum fingur
við eiganda Heilsuræktarinnar,
Jóhönnu Tryggvadóttur, og
greiða kostnað vegna aldraðra,
þótt sjúkraþjálfarar hefðu ekki
starfað árið 1982, fremur en
síðasta ár, við Heilsuræktina.
Erjur liafa staðið milli eigandans
og Sjúkraþjálfarafclagsins,
Fjárhagur Hcilsuræktarinnar
stendur afar tæpt, en tap á
rekstrinum á tímabilinu 1.
janúar til 31, októbcr s.l. nam
7.37.77ó krónum. Þá hefurkomið
fram krafa um aö fyrirtækinu
verði gert að rýma húsnæðið í
Glæsibæ, vegna fyrirhugaðnyr
læknamiöstöðvar.
JGK
Blindbylur í borginni
■ Bálhvasst var i Reykjavik i gær og sá oft varla út úr augum
fyrir skafrenningi. Menn geta reynt að giska á hvar Róbert
Ijósmyndari var staddur þegar þessi bylur reið yfir.
Húsnæðissamvinnufélagid Búseti leggur fram
lóðaumsókn: BB
VILL REISA FJOLBYU
MEB 150—200 ÍBllÐUM
■ Húsnæðissamvinnufé-
lagið Búseti, sem stofnað
var í Reykjavík í nóvember
síðastliðnum, hefur nú sótt
um byggingarlóðir til
Reykjavíkurborgar fyrir
150-200 íbúðir í fjölbýli í
fyrsta áfanga. Búseti hyggst,
sem kunnugt er, byggja
leiguíbúðir fyrir félagsmenn
sína og reka með búsetu-
réttarsniði, en þetta eignar-
form á húsnæði vinnur sí-
fellt á í nágrannalöndunum
um þessar mundir. Sam-
kvæmt frumvarpi, sem nú
liggur fyrir Alþingi, er gert
ráð fyrir að félagasamtök
eins og Búseti fái um 80%
byggingakostnaðar að láni
til 31 árs.
Lóðarumsókn Búseta var
vísað til skrifstofustjóra
borgarverkfræðings til um-
fjöllunar. Stofnfélagar Bú-
seta eru um 2100.
- JGK
Færeysk sendinefnd ræðir
við stjórnvöld um hugsan-
lega framlengingu á fisk-
veiðisamningnum:
ÓLÍKLEGT AÐ
ÞEIR FÁI VIL-
YRÐI FYRIR
VEIÐUM
■ Færeyingar sækja það nú
fast að f'á framlcngdan veiði-
samning þann sem þeir haFa við
íslendinga Fram til 13. júní n.k.
en íslensk stjórnvöld sögðu
samningnum.eins ug kunnugt er,
upp í byrjun desember sl. m.a.
vegna þess hve horfur varðandi
veiðar okkar landsmanna eru
slæmar á þessu ári. Færeysk
sendinefnd kom hingað til lands
í gær í þeim tilgangi að ræða við
íslensk stjórnvöld um hugsan-
lega endurnýjun eða framleng-
ingu samningsins, og fara í dag
viðræður frani á milli Færcying-
anna annars vegar og fulltrúa
sjávarútvegsráðuneytis og utan-
ríkisráðuneytis hins vegar. Tím-
inn hefur áreiðanlegar heimildir
fyrir því, að Færcyingar muni
fara bónieiðir héðan, því ekki
þykir stætt á því að veita þeim
nokkur vilyrði fyrir veiðum í
íslenskri landhelgi á meðan horf-
ur eru ekki betri en raun ber
vitni.
Færeyingar höfðu á liðnu ári
leyfi fyrir 17 þúsund lestum og
veiddu þeir leyfilegt magn. Óttast
menn nú helst að þeir veiði fyrri
hluta ársins af fullum þunga, til
þess að ná sem mestu af leyfðum
afla, áður en veiðileyfi þeirra í
íslenskri landhelgi rennur út.
Uppsögn samningsins er
Færeyingum að sjálfsögðu gífur-
legt áhyggjuefni, þar sem þeir
byggja efnahagslíf sitt mjög svo
á fiskveiðum. Heimildarmenn
Tímans telja að þrátt fyrir
áhyggjur þeirra sé ekkert hægt
fyrir þá að gera, þar sem aflasam-
dráttur íslendinga verði geysi-
lcgur á þessu ári.
-AB
Erfitt ad fá
nýjan fisk í
höfuðborginni
■ „I*aö hefur verið mjög erf-
itt að fá nýjan fi.sk undanfarna
daga. Mér er kunnugt um að
rtsksalinn, sem við skiptum
við, hefur reynt að fá fisk frá
Snælellsnesi og kannski fieiri
stöðum úti á landi en það hefur
ekki gcngið. Þetta verður að
teljast mjög óvenjulegt," sagði
Vignir Kristjánsson, mat-
sveinn i mötuneyti Landshank-
ans við Laugaveg, í samtali við
Tímann.
Vignir sagði að sér væri
kunnugt um að flcst stærstu
mötuneyti bæjarins hefðu átt í
erfiðleikuin með að fá nýjan
Fisk, allt frá áramótum, því að
í Reykjavík og nágrenni, að
minnsta kosti, virtist algjört
fiskleysi. Þeir í mötuneyti
Landsbankans hefðu fengið
eitthvað af frosnum fiski, sem
fisksali þeirra hefði átt á iager,
en það væri líka það eina sem
á boðstólum væri.
„Ég býst við að ástandið sé
svona vegna þess að flestir
bátar voru inni yfir hátíðarnar
og eftir þær heíur ckki gcfið
almcnnilega á sjó vegna ótíð-
ar,‘‘ sagði Vignir. - Sjó
Sjá nánar bls.3