Tíminn - 25.01.1984, Side 1

Tíminn - 25.01.1984, Side 1
íslendSngaþættir fylgja blaðinu í dag FJÖLBREYTTARA OG BEIRA BLAÐ! Miðvikudagur 25. janúar 1984 21. tölubiað - 68. árgangur. Sidumula 15—Postholf 370Reykjavik — Rrtstjorn8630C - 4>ugiysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoidsimar 86387 og 86306 MISSIR COUIWATER UMBOÐS- SÖLU A FÆREYSKUM FISN? ■ „Við erum með samning við Coldwater, sem selja allan okkar þorsk í Bandaríkjunum,“ sagði Olaf Nilsen sölustjóri Færeyska fískasalan, er Tíminn spurði hann í gxr hvort það væri rétt að Færeyska fískasalan hygðist hætta að láta Coldwater annast sölu á þorskafurðum sínum í Bandaríkjunum og láta við- skiptin í hendur Þorsteins Gísla- sonar, fráfarandi forstjóra Cold- water, en grunsemdir þess efnis hafa vaknað í hcrbúðum S.H. manna, að Þorsteinn sxkist eftir því að fá þessi viðskipti til sín persónulega og styrktust þær eftir að Þorsteinn var í Færeyjum nú fyrir viku. Olaf Nilsen sagði þessa skýr- ingu vera sér ókunna ogerhann var spurður hvort Færeyska fiska- salan myndi í framtíðinni láta Coldwater annast þessi viðskipti fyrir sig, scm hingað til sagði hann: „Tíminn er besti dómar- inn. Það er nú í gildi samningur á milli okkar og Coldwater, og það þarf að segja þeim samningi upp með fjögurra eða sex mán- aða fyrirvara, og slíkt hefur ekki verið gert. Coldwater seldi fyrir Færeyska fiskasalan á liðnu ári þorskafurð- ir fyrir hátt í 45 milljónir dollara, svo hér er um verulega hagsmuni að ræða. Tíminn snéri sér til Þorsteins Gíslasonar, fráfarandi forstjóra Coldwater í gær, og spurði hann hvort hann sæktist eftir því að ná til sín umboðssölu þeirri sem Coldwater hefur annast fyrir Færeyska fiskasalan: „Coldwat- er hefur í fjölda mörg ár annast umboðssölu fyrir Föreyja fiska- sala, og ég veit ekki til að þar verði nokkur breyting á.“ -AB Ellert fær leyfi frá þingstövfum ■ Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson forseti samcinaðs þings las upp í byrjun þingfundar í gær bréf frá Ellert B. Sehram þar sem hann baðst leyfis frá þingstörfum til loka þessa þings. Ástæðan sem tilgreind var er að hann er senn á förum til útlanda til nokkurrar dvalar og af persónulegum ástæðum. Fíann verður sem fyrr án launa. «• Geir Hallgrímsson á sctu á Alþingi sem utanrtkisráðherra og í fjarveru Ellerts sem þing- maður. -OÓ Fastagjöld véla- miðstöðvar Reykjavíkur fyrir útleigda bíla: LÆKKfl UM18% —daggjöld hækka um 4% Heildarlækkun uppá 8% ■ „Ég vil gjarna fara að sjá hliðstæðar lækkanir verða hjá hinu frjálsa verðmyndunar- kerfi markaðarins, ég fullyrði að flutningskostnaður er ekki reiknaður rétt inn í vöruverðið í dag,“ sagði Ögmundur Ein- arsson forstjóri vélamiðstöðv- ar Reykjavíkurborgar í samtali við blaðið í gær, en á borgar- ráðsfundi i gær gcrði hann grein fyrir lækkun taxta útleigu á bflum hjá vélamiðstöðinni. Fastagjöld lækka um 18%, en daggjöld hækka á móti um 4%. I heild þýðir þetta lækkun tilkostnaðar hjá viðskiptavin- um vélamiðstöðvarinnar um 8%. Vélamiðstöðin er sam- eignarstofnun borgarsjóðs og veitustofnana borgarinnar og sér um leigu á bílum og vinnu- vélum til annarra borgarstofn- ana. „Lækkun á þessari þjón- ustu hlýtur því að koma fram í minnkandi kostnaði annarra þjónustustofnana borgarinn- ar,“ sagði ögmundur. Hann minnti á að samkvæmt upplýsingum skipafélaganna nýverið hefði flutningskostn- aður tii landsins lækkað, og skipaféiögin hefðu í samræmi við það lækkað gjaldskrár hvað varðar stykkjavöru. Þessar lækkanir hefðu á hinn bóginn ekki komið fram í endanlegu vöruverði fremur en lækkanir á flutningskostnaði innan- lands. Spurningin væri um það hvort kaupcndur vöru og þjón- ustu yrðu ekki að krefjast þess að þessar lækkanir yrðu reikn- aðar inn í endanleg verð. -JGK Svíi fékk bókmennta- verðlaunin ■ Sænski rithöfundurinn Göran Tunström hlaut bók- menntavcrðlaun Norðurlanda- ráðs árið 1984 fyrir skáldsögu sína Juloratorien. Tilkynnt var um vcrðlaunin í Helsinki í gær en þar kom dúmnefnd um verðlaunin saman. Göran Tunström er þekktur rithöfundur í Svíþjóð. Hann er 46 ára að aldri og hcfur sent frá sér 18 bækur. Af Islands hálfu voru til- nefndar til bókmenntaverð- launanna Ijóðabókin Spjótalög á spegil eftir Þorstein frá Hamri, og smásagnasafnið Gefið hvort ööru eftir Svövu Jakobsdóttur. -GSH ■ Og hver segir svo að snjórinn hafí ekki sínar björtu hliðar? Þessir krakkar gera sér grein fyrir óþrjótandi möguleikum sem snjórinn býður upp á við mannvirkjagerð. Tímamynd Róbert Óvenjulegt mál f rannsókn á Akureyri: RÁKUST fl HLERUNARTÆKI ÞEG- AR KJALLARINN VAR MÁIADUR ■ Lögreglan á Akureyri hefur fengið óvenjulegt mál til rann- sóknar en um síðustu helgi komst upp að símahleranir hafa átt sér stað í fjölbýlishúsi við Hjallaveg á Akureyri Samkvæmt heimildum Tímans komst málið upp þegar íbúar hússins voru að mála sameign í kjallara hússins. Þar er símainn- tak í sérstökum skáp og þurfti fólkið að opna skápinn. Þá kom í Ijós að segulbandstæki hafði verið komið fyrir í skápnum og vírar úr því tengdir við símalínu í eina íbúð hússins, þannig að segulbandið tók upp samtöl í þeim síma. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri staðfesti í samtali við Tím- ann í gær að henni hefði borist kæra vegna þessa en málið væri enn í rannsókn og ekki væri hægt að gefa upplýsingar um það. -GSH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.