Tíminn - 25.01.1984, Side 4

Tíminn - 25.01.1984, Side 4
Sögusagnir um gífurlegar bónustekjur kvenna í fiskvinnslu ýktar: HAFA SAMBÆRIUGAR TEKJUR OG KYNSYSTUR KIRRA HJA RÍKINU ■ Tölur um meðallaun kvenna í físk- iðnaði vekja óneitanlega grun um það að sögusagnir um gífurlegar bónus- tekjur kvenna sem vinna í fiskiðnaði „bónusdrottninganna“ svokölluðu séu nokkuð ýktar, a.m.k. þegar á heildina er litið. Meðallaun kvenna á ársverk í fískiðnaði árið 1982 reyndust 143 þús. kr. á sama tíma og meðallaun karlanna sem unnu með þeim í fiskinum voru 182 þús. kr., eða 27,3% hxrri að meðaltali. Þetta ár skiluðu konur samtals um 4.300 ársverk- um í fiskiðnaði, eða röskum tíunda hluta af þeim rúmlega 42 þús. ársverkum sem þær lögðu af mörkum í atvinnulífinu þetta ár, samkvæmt upplýsingum í ritinu „Vinnumarkaðurinn 1982“. Raunar hækka konur ekki tekjur sínar með því að komast í þægilegri stöður. Tekjur kvenna fyrir þau 1.844 ársverk sem þær unnu í bönkum landsins voru nánast þær sömu og í fiskinum, eða 144 þús. að meðaltali. En meðaltekjur karl- anna í þeim stofnunum voru 227 þús:, þ.e. 57,6% hærri en kvennanna. Langsamlega stærsti hópur starfandi kvenna vinnur við opinbera þjónustu, og enn eru meðallaunin nánast þau sömu. Þar skila konur 11.700 ársverkum þetta ár (um 28% af öllum starfandi konum) af alls 17.670 ársverkum sem unnin voru í opinberri þjónustu. Meðal- laun á ársverk kvenna hjá því opinbera voru 141 þús. meðan karlarnir höfðu 210 þús. eða um 49% hærri tekjur. Annar stærsti hópur kvenna á vinnu- markaðinum er í smásöluverslun, alls 4.7120 ársverk, sem eru um 63% allra' ársverka í þeirri grein. Þar voru meðal- laun kvenna á ársverk 122 þús. krónur (tæplega 15% lægri en kvennanna í fiskvinnslunni). Laun karla voru 180 þús. kr. að meðaltali eða um 48% hærri en kveiinanna. Meðallaun kvenna hjá heildverslun- inni eru heldur hærri eða 134 þús. kr., þar sem þær skiluðu 1.540 ársverkum. í þessum 5 greinum;opinberri þjón- ustu, fiskiðnaði, bönkum, heildsölu- og smásöluverslun voru rösklega 57% af öllum ársverkum kvenna á vinnumark- aðinum árið 1982. Aðrar stéttir þar sem konur skiluðu yfir 1.000 ársverkum voru; opinber stjórnsýsla, matvæla- og vefja- iðnaður og veitinga- og hótelstörf, um hálft annað þúsund ársverka í hverri grein. Lægstar tekjur af öllum konum (að meðaltali) höfðu þær sem unnu í vefja- iðnaði, 116 þús. krónur. Matvælaiðnað- urinn skilaði þeim 123 þús. á ársverk og veitingahúsin 128 þúsundum yfir árið. 1 einstaka starfsgreinum hafa ógiftar konur á aidrinum 45 til 59 ára náð tekjum sem eru eitthvað að marki um- fram það sem að framan er getið. T.d. 22 konur með 186 þús. kr. tekjur á ársverk að meðaltali í ál- og járn- blendiiðnaði, 21 kona við byggingar og viðgerðir mannvirkja 179 þús. að meðal- tali og 10 konur við framkvæmdir opin- berra aðila 204 þús. kr. að meðaltali. Einnig náðu 10 rúmlega tvítugar valkyrj- ur 184 þús. kr. tekjum á ársverk í öskunni. Þess má að lokum geta til samanburð- ar að meðallaun á ársverk allra karla þetta ár voru 199 þús. krónur. - HEI Viðskiptaráðherra skipar nefnd: Endurskoðar lög um félög og stofnanir í atvinnurekstri ■ Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra hefur skipað nefnd til að endur- skoða lög um félög og stofnanir í atvinnurekstri eða með önnur fjárhags- leg markmið. Formaður nefndarinnar er Árni Vilhjálmsson prófessor, en auk hans eru í nefndinni Baldur Guðlaugs- son lögmaður, Gísli Ólafsson forstjóri, Björn Líndal lögfræðingur og Guð- mundur Skaftason lögmaður. Starfs- maður nefndarinnar er Hreinn Loftsson lögfræðingur. Nefndinni er m.a. ætlað að endur- skoða Iög um hlutafélög og koma með tillögur um nauðsynlegar úrbætur, að yfirfara og endurmeta fyrirliggjandi frumvarp um samvinnufélög, að semja lagafrumvarp um sameignarfélög, að meta þörf fyrir löggjöf um önnur félags- form í atvinnurekstri og að endurskoða lög um firmu, verlsunarskrár og prókúru- umboð. Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir 1. október n.k. -AB Hugmyndasam- keppm um hönn un einingahúsa ■ Nýhús hf, eru þessa dagana að fara af stað með hugmyndasamkeppni um hönnun einingahúsa úr steinsteyptum einingum. Tilgangur hugmyndasam- keppninnar er að hanna hús sem byggð eru úr einingum sem hægt er að fjölda- framleiða og eiga á lager án þess að það bitni á útlitsgæðum og fjölbreytni hús- anna. í frétt frá Nýhúsum segir að augljóst sé að skili þessi samkeppni því af sér sem af henni er vænst hafi það mikil áhrif á rekstur þeirra 5 fyrirtækja sem standa að Nýhúsum og raunar á allan byggingar- iðnað á Islandi.vegna stóraukins hagræð- is í rekstri einingarverksmiðjanna við að geta jafnað framleiðslunni á allt árið og einnig jafni það vinnuálag á starfsfólki fyrirtækjanna. Einnig skili sú aukna hagræðing, sem jöfnun framleiðslunnar veldur, sér í lækkun verðs á þeirri vöru sem verksmiðjurnar framleiða. í fréttinni er einnig bent á möguleik- ana í fjöldaframleiðslu á einingarhúsum sem hingað til hafi skort í íslenskri einingarhúsáframleiðslu og sú fjölda- framleiðsla muni vega þungt til lækkunar einingaverða. Urslit í samkeppninni verða kynnt um miðjan mars og stefna Nýhús hf. að því að ráða einhvern verðlaunahafa til áframhaldandi þróunar á tillögu sinni, m.a. til að fjölga húsgerðunum sem í boði verða og staðla e.t.v. fleiri hluta húsanna. Að Nýhúsum hf. standa: Húseininga- verksmiðja Páls Friðrikssonar Kópa- vogi, Loftorka s/f Borgarnesi, Strengja- steypan hf, Akureyri, Húsiðn hf. Húsa- vík og Brúnás hf. Egilsstöðum. - GSH FLUGLEIÐIR FJÖLGA FERÐ- UM TIL EYJA ■ Flugleiðir hafa ákveðið að fjölga ferðum milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja úr 8 ferðum á viku í 12 frá 13. febrúar til 20. maí. Einnig verður boðið upp á stutta skoðunarferð um Vestmannaeyjar á laugardögum en þá verður höfð viðdvöl í rúma klukkustund í Eyjum fyrir þá farþega sem vilja notfæra sér skoðunarferðina. í frétt frá Flugleiðum kemur fram að frá og með 13. febrúar verða farnar tvær ferðir á flugleiðinni á virkum dögum og er brottför frá Reykjavík kl. 8.30 á morgnana og kl. 17.00 síðdegis. Á laugardögum er farin ein ferð kl. 9.30 og á sunnudögum ein ferð kl. 13.00 I fréttinni kemur einnig fram að Flugleiðir bjóða helgarferðir til Eyja með gistingu á sérlega hagstæðu verði og sömuleiðis gefst Vestmannaeyingum kostur á Reykjavíkurferð með Flug- leiðum ásamt gistingu og bílaleigubíl á sérstöku tilboðsverði fram til 14. mars. - GSH ■ Æfingartæking í STJÁ eru margvísleg að gerð og mjög örugg að sögn forsvarsmanna Sjálfsbjargar. Tímamyndir GE SJÁLFSBJÖRG OPNAR HEILSU RÆKT ARSTÖÐ ■ „Þetta er okkar viðleitni til að nýta þá aðstöðu sem við höfum í þágu sem flestra,“ sagði Eiríkur Ragnarsson skrif- stofustjóri Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra, en í gær var opnuð heilsuræktin STJÁ í húsakynnum endurhæfingar- stöðvar Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Heilsuræktin verður opin fyrir almenn- ing og gefst fólki þar kostur á að koma og fá leiðbeiningar um alhliða þjálfun. Leiðbeinendur eru allir löggiltir sjúkra- þjálfarar er starfa hjá Sjálfsbjörg og getur fólk fengið skoðun og leiðbeining- ar um þjálfun samkvæmt niðurstöðu hennar. Heilsuræktin verður opin almenningi á kvöldin og á laugardögum en á daginn verða sérstakir æfingartímar fyrir fólk með tilvísun frá læknum. Að sögn Jak- obs Gunnarssonar sjúkraþjálfara eru milli 5-600 manns á biðlista hjá Sjálfs- björg um sjúkraþjálfun. Opnun Heilsu- ræktarinnar kemur væntanlega til með að grynnka á þessum biðlista því margir á honum þurfa tiltölulega litla þjálfun og tilsögn. Æfingatækin í Heilsuræktinni eru norsk og mjög örugg að sögn Eiríks Ragnarssonar. Sjálfsbjörg hefur fengið dyggilega aðstoð við að koma sér upp þessum tækjum frá Lions og Kiwanis- klúbbum, auk fyrirtækjaogeinstaklinga. Opnunartímar STJÁ verða sem hér segir: Mánudagar - fimmtud. 16.30- 22.00. föstudagar: 16.30-20.00; laugar- dagar: 11.00-16.00. - GSH ■ Jakob Gunnarsson og Eiríkur Ragnarsson við æfingarbekk í Heilsuræktinni STJÁ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.