Tíminn - 25.01.1984, Side 5

Tíminn - 25.01.1984, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1983 Fyrirspurn svarað á Alþingi í tilefni Skaftamálsins: AGALLAR A ÞVI AD LOGREGLAN RANNSAKI SJÁLF KÆRUR Á SIG ■ Meðal fyrirspurna til dómsmálaráð- herra var hve oft hafi farið fram rann- sókn vegna kæra um harðræði lögreglu- manna á s.l. 10 árum. Hann svaraði að því miður væru ekki til neinar starfsreglur um skráningu kæra og kvartana, og því eru þær almennt ekki skráðar. Nær undantekningarlaust fer fram rannsókn á öllum klögumálum og kærum. Margar kærur eru þess eðlis, að þegar fyrstu upplýsinga hefur verið aflað, telst ekki tilefni til frekari rann- sóknar. Þá var spurt hverjir annist slíkar rannsóknir, og svarið er: Lögreglan annast almennt slíkar rannsóknir sem og aðrar rannsóknir. Samkvæmt 2 mgr. 28. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opin- berra mála, á maður sem telur sig sæta ólöglegum hraðræðum af hendi lögreglu- manns, rétt á því að koma fyrir yfirmann lögreglumannsins svo fljótt sem kostur er, og bera fram kvörtun fyrir honum. Það eru því yfirmenn íögreglu sem annast rannsóknir, gjarnan æðstu yfir- menn hjá hlutaðeigandi lögreglustjóra eða jafnvel hann sjálfur. Hafa slíkar rannsóknir einhvern tíma þótt gefa tilefni til aðgerða af hálfu ákæruvaldsins? Já, nokkrum sinnum hefur ríkis- saksóknari gefið út ákæru á hendur lögreglumönnum fyrir ónauðsynlega valdbeitingu, en oftar hefur hann þó fellt niður þau mál, þar sem lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir harðræði. Hafa fallið dómar í slíkum málum sem hér um ræðir? Já. Á sl. 10 árum hefur fallið 1 dómur í Hæstarétti og 1 dómur í héraði, þar sem lögreglan var talin hafa farið út fyrir mörk nauðsynlegrar valdbeitingu. Áuk þess má greina frá öðrum hæstaréttar- dómi, þar sem ríkissjóður var dæmdur til greiðslu skaðabóta, er maður hand- leggsbrotnaði í höndum lögreglu. Hvaða ályktanir dregur dómsmálaráð- herra af þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um þessi mál? í áðurgreindri 38. gr. laga um meðferð opinbera mála segir: „Lögreglumenn skulu gæta þess í störfum sínum, að mönnum verði ekki' gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er, eftir því sem á stendur. Ekki mega þeir beita sakaðan mann neins konar harðræði fram yfir það, sem nauðsynlegt er til þess að vinna bug á mótþróa hans gegn lögmætum aðgerðum, né á annan hátt beita hann ólögmætri þvingun í orði eða verki, svo sem með hótunum o.s.frv." í samskiptum við almenning þarf lög- reglan óhjákvæmilega að beita valdi sínu, og þá iðulega líkamlegu valdi, til að halda uppi lögum og reglu. Hún skal þó ávallt hafa ofangreinda lagagrein að leiðarljósi. Lögreglan er tíðum í beinu sambandi við borgarana, t.d. í umferð- inni, svo dæmi sé tekið, og ríður á miklu að almenningur beri traust til lögregl- unnar. Traustið er ekki einungis í því fólgið, að lögreglan geti haft uppi á afbrotamönnum, heldur einnig að lög- ■ Jón Helgason, dómsmálaráðherra Lögreglan í Reykjavík: ÁTTA SINN' Á TVQMUR ÁRUM reglan geti í daglegum samskiptum við borgarana sett niðurágreiningogjafnað deilur auk þess sem hún framfylgi boðum og bönnum, sem almenningur á að hlýða. Mjög þýðingarmikið er, telji maður sig beittan órétti eða óhagræði, að hann eigi þess kost að bera fram kvörtun, og að hann megi treysta því að hún verði rannsökuð fljótt og af óhlut- drægni. Það eru vissulega ágallar á því að lögreglan rannsaki sjálf kærur. Búast má við að getsakir komi fram um, að lögreglumenn kunni að hagræða eða leyna sönnunargögnum eða um sam- tryggingu milli lögreglumanna geti ver- ið að ræða. Á hinn bóginn getur líka verið hætta á að of hart sé gengið fram í rannsókn, ■ Stefán Benediktsson, alþingismaður ■ Jón Helgason dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurnum frá Stefáni Bene- diktssyni um kvartanir vegna lögreglu á þingi í gxr. Fyrirspurnirnar voru í mörgum liðum. Hin fyrsta er um hve oft það hafi gerst á sl. 10 árum, að lagðar hafi verið fram kvartanir eða kærur vegna meðferðar lögreglu á mönnum sem hún hefur afskipti af. Hvort til væru tölulegar upplýsingar um slík atvik og þá um eðli þeirra og afdrif. ' Dómsmálaráðherra svaraði spurning- unni á eftirfarandi hátt: Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um fjölda eða eðli þeirra tilvika, þegar kvartað eða kært er út af framkomu lögreglumanna gagnvart borgurum eða við meðferð á mönnum sem hún hefur afskipti af. Mjög tímafrekt. yrði að safna saman slíkum upplýsingum, og þær yrðu alls- endis ófullnægjandi, þar sem skráning kæra á sér ekki stað hjá lögreglu nema varðandi alvarlegri kærur. Ráðuneytið hefur fengið yfirlit um kærur á hendur lögreglumönnum, sem borist hafa Rann- sóknarlögreglu ríkisins frá stofnun hennar, þ.e. frá miðju ári 1977. Samkvæmt því yfirliti hafa á þessu tímabili og til ársloka borist til Rann- sóknarlögreglu ríkisins 17 kærur þessa efnis. Hafa þær nær allar verið sendar til ríkissaksóknara eftir rannsókn. Þá fylgir ennfremur yfirlit um kærur á hendur lögreglumönnum í Reykjavík á sl. 2 árum. Hér eru einungis greind tilvik, þegar kært er út af líkamlegu harðræði. Hvorki eru talin með þau tilvik þegar kært er útaf ókurteisi eða móðgandi framkomu eða andlegu harð- ræði. Ekki eru heldur talin tilvik, þegar kært er út af ólögmætri handtöku. í yfirliti Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík segir: „Hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík liggja fyrir upplýsingar um átta mál frá árunum 1982 og 1983 þar sem kvartað er eða kært vegna harðræð- is, sem menn telja sig hafa verið beitta af lögreglunni við handtöku. Málin varða átta manns, tvö þeirra sama manns- ins og í einu máli koma tveir menn við sögu. í sjö þessara mála var um ölvunarat- ferli eða óspektir að ræða, fjórum slagsmál og í einu meinta ölvun við akstur bifreiðar. í eitt sinn óskaði leigu- bifreiðarstjóri aðstoðar en í fimm tilvik- um var lögreglan kvödd að veitingahúsi. Einn mannanna var handtekinn undir stýri bifreiðar en hinir sjö voru í eða við veitingahús. Við handtöku voru fimm færðir í handjárn og allir átta fluttir á lögreglu- stöðina. í sex tilvikum voru menn settir í fangageymslu og dvöldu þar frá einni til tíu klukkustundir. Einn mannanna var hafður í járnum í fangaklefa. Sex mannanna lýstu meiðslum er þeir töldu sig hafa orðið fyrir af völdum lögreglunnar. Telja verður Ijóst að þrír þeirra hafi orðið fyrir meiðslum í vörslu lögreglunn- ar en óljóst hvort svo hafi verið um hina þrjá. Samkvæmt vottorðum lækna voru meiðslin mar, rispur og eymsli, einkum í útlimum, en einn mannanna er talinn nefbrotinn og annar með brotið bátsbein í hendi. Tvö framangreindra mála voru send Rannsóknarlögreglu ríkisins til með- ferðar. Annað þeirra var fellt niður af ríkissaksóknara. Kröfur um skaðabætur komu fram. Einu málinu lauk með því að lögreglustjóri áminnti tvo lögreglu- þjóna og bað viðkomandi afsökunar. Athugun tveggja mála er lokið og munu þau send ríkissaksóknara til fyrirsagnar innan skamms en þrjú mál eru til frekari meðferðar hjá embættinu. Athugun og rannsókn þessara mála er í heild mjög umfangsmikil en fjöldi manna hefur verið yfirheyrður. Er tæpast unnt að fá glögga mynda af málavöxtum áo þess að kynna sér rannsóknina í Ireild. í því sambandi skal þá einnig bent á, sem áður var að vikið, að rannsókn nokkurra mála er enn ólokið. Að lokum skal þess getið til fróðleiks að á árinu 1982 gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík 1919 einstakl- ingar í 6357 skipti, 1700 karlar og 219 konur. Það sem af er þessu ári er fjöldinn mjög svipaður. Að jafnaði gista flestir fangageymslur lögreglunnar um helgar en þá eru oft 25-30 manns í fangageymslunni yfir sólarhringinn.“ Lögregl- an á sér fáa mál- svara ut- an eigin rada ■ Stefán Benediktsson bcindi í gær fyrirspurnum til dómsmálaráðherra um kvartanir vegna lögreglu. Hann sagði að þegar borgarar kvörtuðu undan harðræði scm þeir yrðu fyrir af hendi iögreglumanna, ætti lögregl- an sér fáa máisvara utan eigin raða. Hann lagði áherslu á að trúnaður yrði að vera á milli lögreglu og aimcnn- ings og það mætti ckki fara á ntilli mála hvað væri lcyfilegt og hvað ckki í samskiptum lögreglu og borgaranna og ætti það bæði við um lögreglu og almenning. Stefán sagðist vera viss um að umræðan um þetta mál væri ekki hin síðasta á þessu þingi. svo að því verði ekki haldið fram að verið sé að hlífa félögunum. Mjög oft á það sér stað, að afskipti lögreglumanns og borgara gerist milli þeirra tveggja, og þá stendur staðhæfing gegn staðhæfingu án nokkurra vitna. Samkvæmt réttarfarsreglum nýtur lög- reglumaðurinn þess vafa, sem vera kann í málinu. Á hinn bóginn verður að tryggja lögreglumönnum vernd gegn staðlausum kærum, af hálfu þeirra sem þeir þurfa að hafa afskipti af. I starfi sínu er lögreglumaðurinn oft í aðstöðu, þar sem gerðar eru miklar kröfur til staðfestu og þors. Þegar fram- kvæmd starfs lögreglumanns er metin eftir á, verður að veitanokkurt svigrúm. Ekki eingöngu vegna lögreglumannsins sjálfs, heldur má ætla, - eigi lögreglan stöðugt yfir Itöfði sér harðvítuga gagn- rýni vegna framkvæmdar starfa síns - að hún freistist til að halda að sér höndum og gæta óeðlilegrar varkárni, þar scm nauðsynlegt er að beint frumkvæði komi til. Ljóst er að slík þróun væri óæskileg. Rétt þykir að geta hér lítillega meðferðar í öðrum löndum, á þeim málefnum sem hér eru til umræðu. Rannsókn verður að vera hafin yfir alla gagnrýni — segir dóms- málaráðherra ■ Er dómsmálaráðherra hafði svarað öllum liðum fyrirspurnar Stefáns Bene- diktssonar sagði hann: Ég vil loks taka fram að ég tel ekki vafa á, að þeir sem rannsóknum stýra, hafa fullan vilja til að leiða fram það sem rétt er og að lögreglumönnum almennt eru ljósar skyldur þeirra til að upplýsa öll mál eftir bestu getu. Hinsvegar er skráningu kæra af þessu tagi áfátt hjá lögreglustjóraembættum landsins, og munu verða settar reglur um það innan skamms í ráðuneytinu, hvernig skrá skuli kærnr borgaranna á hendur lög- reglumönnum. Annars vegar verða skráðar kærur á hendur lögreglumönnum fyrir refsiverð- ar athafnir, sem að lokinni rannsókn verða sendar til ríkissaksóknara til fyrir- sagnar. Hinsvegar verða skráðar kærur um ósæmilega framkomu lögreglumanna, sem ekki er refsiverð, en getur sætt starfslegum viðurlögum. Þá er mikils vert að kærandi fái upplýsingar um lyktir rannsóknar á kæru hans hjá lögreglu. Það er Ijóst að aldrei verður með öllu hjá því komist, hér á landi frekar en ' annarsstaðar, að lögreglumenn hendi mistök eða glappaskot sem aðra menn, og rannsókn slíkra atvika verður að vera hafin yfir gagnrýni. Ráðuneytið mun áfram vinna að því, í samráði við þau yfirvöld sem á hefur verið bent, og að öðru leyti með hliðsjón af þeim ábendingum, sem fram hafa komið, að móta nánar þær starfsreglur, sem um ræðir. Er ekki enn með öllu ljóst hvort beinar lagabreytingar þurfa að koma til.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.