Tíminn - 25.01.1984, Side 7

Tíminn - 25.01.1984, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1983 ■ Derríck er farið að leiðast kvenmannsleysiö. En þá er bara að ráöa bót í því. Margot Medicus, sem fer með hlutverk vinkonunnar nýju, hefur þekkt Horst Tappert vel í mörg ár. Derrick búinn að fá sér dömu! ■ Nú fer að Ijúka sýningum á þýsku sjónvarpsþáttunum um Derrick að þessu sinni hér hjá okkur og höfum við engar spurn- ir af, hvort til standi að taka sýningar upp á þeim aftur síðar meir. En í Þýskalandi er ekkert lát á vinsældum þáttanna, en þegar hafa verið framlciddir á annað hundrað þættir. Sumum hefur nokkuð fundist á skorta í persónu Derricks, að hann væri eilítið meira upp á kvenhöndina. Einhverja tilburði hefur hann þó haft í frammi einstöku sinnum til að fá konur til fylgilags við sig, en það hefur til þessa oröið endasleppt. Nú hafa framleiðendur mynda- flokksins hins vegar gripið til þess heiliaráðs að útvega Derrick vinkonu, sem mun héðan í frá fylgja honum í gegnum þykkt og þunnt. Margot Medicus heitir leikkonan, sem fer með hlutverk vinkonunnar, en henni hefur verið gefið nafnið Arianne. Hún segist hafa þekkt Horst Tappert, sem leikur Derrick, „alla tíð“, enda hafa vegir þeirra víða legið saman. Hún var hér áður fyrr vinsæl og eftirsótt leikkona, en um mörg undanfarin ár hefur hún haft fuilt starf við að vera umboðsmaður systur sinnar, Ulii Philipp, sem er þekkt leikkona i Þýskalandi. En þó að hún væri önnum kafin við að stjórna mál- um systur sinnar, hefur hún hvað eftir annað tekið að sér verkefni við að skipuleggja leikferðir fyrir Horst Tappert í Þýskalandi. Það mun ekki síst vera þessi gamli vinskapur við Horst, sem varð til þess að hún lét tilleiðast að taka að sér híutverk í Derrick- þáttunum, sem virðast eiga sér langra lífsdaga auðið. Fleiri hliðar á Jamie Lee Curtis ■ Jamie Lee Curtis hefur til þessa fengist við hcldur einhæf hlutverk. Hún hefur þótt aldeilis snillingur í að leika hryllingshlut- verk og þykir fáum það betur geflð að fá kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds á áhorf- endum. En nú hefur Jamie vent sínu kvæði í kross. Eftir að hafa leikið 5 hryllingshlutverk á tveim árum, þykir henni kominn tími til að sýna að hæflleikar hennar eru ekki cinskorðaðir við slík hlutverk. Hún hefur því nýlega lokið við að leika í kvikmynd, sem gefið hefur verið nafnið Lukkúriddarinn, en þar fer hún með hlutverk léttúðugrar stúlku, sem tekst að koma milljóna- mæringi aftur á réttan kjöl, þeg- ar hann var á góðri leið með að fara í hundana. þannig að þeir fái upp í kostnað þótt litið seljist. En það er tölu- vert mikill kostnaður við sýningu eins og þessa, efniskostnaður leiga á sýningaraðstöðu, leiga á vinnuaðstöðu, o.s.frv. Kostnað- urinn er reyndar enn meiri en ella vegna þess að við þurfum að greiða alls kyns lúxustolla af því efni sein við kaupum. Hvernig sem sýning gengur þá er því óhætt að fullyrða að hið opin- bera tekur sinn skerf af þeim sem ákveður að halda málverka- sýningu." Á þessa leið sagði Sævar Dan- íelsson, en hann opnaði einka- sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu fyrir helgina. „Að- sóknin hefur nú ekki verið mikil hingað til enda búið að vera því sem næst ófært á sýningarstaðinn síðan opnað var,“ sagði Sævar. Hvar hefur þú numið myndlist? „Ég sótti námskeið í Mynd- lista og handíðaskólann í ein 6 ár, það er mín skólaganga í myndlist. Kennari minn öll árin var Hringur Jóhannesson og ég á honum að þakka það sem ég er kominn núna. Áttu margar sýningar að baki? „Ég hef tekið þátt í samsýning- um, haustsýningum á vegum FÍM, en þetta er fyrsta einkasýn- ingin mín. Allar myndirnar á sýningunni eru olíumálverk og það má segja að ég hafi einvörðungu fengist við það. Ég hef ekkert gefið mig að teikningu eða grafík." Og hvað ertu að fást við í málverkinu? Það er nú það. Eigum við ekki að segja að allar myndirnar séu lýsing á einhvers konar landslagi, ekki raunverulegu þó, það eru engar Þingvallamyndir eða því um líkt á sýningunni. Þetta er frekar landslag sem ég bý til sjálfur og er ekki til nema í mínum hugarheimi. Það eru líka allar myndirnar nafnlausar. Nöfn geta vilt um fyrir áhorfand- anum, hann fer kannski að leita að einhverju sem hann getur tengt nafninu en finnur ekki. Það er betra að láta hann ráða ferðinni sjálfan, finna það út úr myndinni sem hann getur, ótrufl- aðan af nafngiftum málarans. -JGK erlent yfirlit ■ MARGT hefur bent til þess síðustu misseri að Rússar vildu gjarna sleppa úr þeirri klípu, sem hersetan í Aganistan hefur reynzt þeim. M.á. hefur Zia forseti Pakistans látið þá skoðun í ljós. Stundum hcfur verið bent á, að Rússar gætu haft það til fyrirmyndar, þegar samið var um hlutleysi Austurríkis. Það getur þó aldrei orðið nema tak- mörkuð fyrirmynd. Aðstaðan í Afganistan er gjörólík þeirri, sem var í Austurríki. Það er samt ekki úr vegi að rifja upp, hvernig samið var um hlutleysi Austurríkis. í stríðslokin var Austurríki hernumið af sigurvegurunum og því skipt í hernámssvæði milli Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Land- ið fékk þó sameiginlega eigin stjórn, en hún var á ýmsan hátt háð hernámsveldunum. Vestur- veldin höfðu áhuga á að Ijúka hernáminu, en Sovétríkin voru því mótfallin. Það gerðist svo vorið 1955, að stjórn Sovétríkjanna bauð aust- urrísku stjórninni að senda full- trúa til Moskvu til viðræðna um framtíð Austurríkis. Fyrrver- andi kanslari Austurríkis, Bruno Kreisky, hefur ritað um þetta blaðagrein og verður efni hennar lauslega rakið hér á eftir. ■ Bruno Kreisky fyrrv. kanslari hefur átt mestan þátt í að treysta hlutleysi Auturríkis, Samkomulagið um hlutleysi Austurríkis reynist vel Getur það orðið til fyrirmyndar í Afganistan? STJÓRNENDUR Sovétríkj- anna höfðu gert sér ljóst vorið 1955, að kalda stríðið var ekki hagstætt Rússum. Uppreisnin í Grikklandi hafði mistekizt, flutningabannið á Berlín farið út um þúfur, Tító farið sína eigin leið, Marshallhjálpin borið góð- an árangur og friðarsamningar verið gerðir við Japan, svo að nokkuð sé nefnt. Krúsjoff gerði sér ljóst að breyta þurfti um aðferðir og hverfa til þess, sem síðar var nefnt spennuslökun. Austurríki veitti tilvalið tækifæri til að sýna stefnubreytinguna í verki. Eftir að til Moskvu kom, ótt- uðust austurrísku fulltrúarnir í fyrstu, að Rússar myndu setja ströng skilyrði, ef þeir létu af hernáminu og viðurkenndu sjálf- stæði Austurríkis. I skálaræðu, sem Bulganin hélt fyrsta kvöldið, kom í ljós, að svo myndi ekki verða. Molotoff og Mikojan reyndust síðar tilhliðrunarsamir í samningum. Samkomulagiðvið Austurríki átti að sýna vestur- veldunum það ótvírætt í verki, að Sovétríkin hefðu tekið upp nýja stefnu, sem hefði það markmið að kommúnisk ríki og kapitalisk ríki gætu átt viðun- andi sambúð, þrátt fyrir ólík stjórnkerfi. Sambúð Sovétríkj- anna og Austurríkis yrði vitnis- burður um það. Hlutleysi Aust- urríkis gæti líka orðið öðrum smáríkjum eins og Noregi, Dan- mörku, Hollandi og Belgíu hvatning til að fara inn á svipaða braut. EINS og vænta mátti, var það aðalskilyrði Rússa fyrirað aflétta hernáminu og viðurkenna sjálf- stæði Austurríkis, að landið yrði hlutlaust. Það var hins vegar ekki vandalaust að semja um það. Kreisky segir, að þar hafi eink- um verið um tvær leiðir að velja. Önnur var sú, að stórveld- in ábyrgðust það og gerðu um það samning sín á milli. Þessa leið vildu austurrísku fulltrúarnir ekki fara, því að þeir óttuðust. ■ Kurt Waldheim stefnir nú að því að verða næsti forseti Austurríkis. að það gæti gefið stórveldunum tækifæri til að hlutast til um ýms innri mál Auturríkis. Austurrísku fulltrúarnir lögðu áherzlu á hina leiðina, sem var fólgin í því, að Austurríki myndi hvorki leyfa erlenda hersetu eða erlendar herstöðvar í landinu. Austurríki myndi heldur ekki taka þátt í hernaðarbanda- lögum. Rússar féllust að lokum á þetta að því viðbættu, að Aust- urríki lýsti yfir því, að það myndi fylgja hliðstæðri hlutleysisstefnu og-Sviss hefði fylgt. Á þessum grundvelli náðist samkomulag við Sovétríkin og síðar við vesturveldin. I október 1955 fór síðasti erlendi hermað- urinn úr Austurríki. Sama dag samþykkti auturríska þingið lög Þórarinn Þórarinsson, K -^ J ritstjóri, skrifar um ævarandi hlutleysi Austur- ríkis. TÆP 30 ár eru nú síðan að viðræðurnar, sem leiddu til sjálf- stæðis og hlutleysis Austurríkis, fóru fram í Moskvu. Annað verður ekki sagt en að Austur- ríkismönnum hafi tekizt sæmi- lega að fylgja hlutleysisstefn- unni. Önnur ríki hafa líka virt sérstöðu Austurríkis. Ýmsir óttuðust, þegar Rússar réðust inn í Ungverjaland 1956, að hlutleysi Austurríkis væri í hættu, því að ýmsir ungverskir andstæðingar Rússa leituðu sér hælis þar og héldu uppi vissri andstöðu þaðan. Rússarlétu það þó afskiptalaust. Eftir því, sem árin hafa liðið, hefur hlutleysi Austurríkis öðl- azt vaxandi viðurkenningu og Austurríki látið meira til sín taka á alþjóðlegum vettvangi, þótt það hafi sneitt hjá ýmsum deilumálum risaveldanna. Það hefur getað þeim mun betur notið sín á öðrum sviðum, t.d. i'hnan ýmissa alþjóðlegra sam- taka. Oft eru Austurríkismönnum falin mikilvæg verkefni, sem rekja má til hlutleysis þeirra. Gleggsta dæmið um það er Kurt Wald- heim, sem var valinn fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, m.a. vegna þess að-hann var frá hlutlausu landi. Rússar féllust á hlutleysi Aust- urríkis vegna þess, að þeir gerðu sér grein fyrir að spennuslökun var betri en kalt stríð. Sá tími gæti komið, að þeir kæmust að svipaðri niðurstöðu í sambandi við Afganistan. Sú trygging, sem þeir myndu telja sig þurfa að fá, væri að ekki kæmist til valda í Afganistan stjórn, sem bryti hlutleysisregl- una. í þeim efnum gæti reynzt áhættusamara að treysta Af- gönum en Austurríkismönnum. Þess vegna er það enn ekki í sjónmáli, að mikil breyting verði á stöðunni í Afganistan í náinni framtíð. En stundum geta breyt- ingar orðið meiri og gerzt fyrr en menn yfirleitt grunar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.