Tíminn - 25.01.1984, Qupperneq 9

Tíminn - 25.01.1984, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1983 &nmm 9 Arni Benediktsson HORPUDISKVEIÐ- AR Á BREIÐAFIRÐI ■ Að undanförnu hefur verið rætt um að ástæða væri til að breyta skipulagi hörpudiskveiða á Breiðafirði og hefur reyndar verið auglýst eftir umsókum í veiðileyfi. Veiðarnar hafa farið þannig fram að allmargir bátar hafa veitt hörpu- disk meiri hluta ársins og lagt upp afla sinn hjá fjórum (nú sex) vinnslustöðv- um, en þó aðallega hjá tveimur, þar sem hinar eru miklu minni og hafa þar að auki verið með stopulli rekstur. Nú telja margir útgerðarmenn við Breiðafjörð að fleiri bátar ættu að eiga kost á þessum veiðum og einhverjar vinnslustöðvar, sem ekki hafa tekið þátt í vinnslunni hafa látið í Ijós óskir um að fá hlutdeild í vinnslunni. Hér á eftir verður reynt að leggja fram upplýsingar, sem ættu að auðvelda les- endum að gera sér grein fyrir hvort hagkvæmt og eðlilegt er að breyta til í þessum efnum. Nýting hörpudisks Nýting hörpudisks er að jafnaði 10%, þ.e.a.s. 10% af hörpudiski eins og hann kemur upp úr sjó verður að útflutnings- vöru (hreinn vöðvi án aukaefna). Nýting er mjög misjöfn eftir árstímum. Hún getur orðið 10.5 - 11% á tímabilinu október til janúarloka. Nýtingin getur farið niður fyrir 8% á vorin og langt fram eftir sumri og fer síðan batnandi aftur. Af þessu er ljóst að mikilsvert er að velja hagkvæman veiðitíma. Ef veiðarnar væru stundaðar allt árið yrði meðaltals- nýting á bilinu 9-9.5%. En þar sem veiðar hafa ekki verið stundaðar á óhagkvæmasta tímanum hefur meðal- nýting að jafnaði verið um 10%, eins og áður sagði. ■ Skelfiskveiðar. ■ Ámi Benediktsson. Fjölgun báta en óbreytt tala vinnslustöðva Þar sem bátarnir hafa minnstum verk- efnum að gegna í október og fram í febrúar er líklegast að fjölgun báta yrði til þess að veiðarnar færðust að mestu á þann tíma. Nýting ykist því væntanlega að sama skapi. Þó verður að hafa þann fyrirvara að núverandi vinnslustöðvar ntundu ekki ráða við að ná fyllsta verðmæti út úr aflanum undir öllum kringumstæðum með því aukna álagi, sem þessi tilhögun veiðanna hefði í för með sér. I heild má því búast við að árangur af þessari leið yrði nokkru minni en af þeirri leið að fjölga bæði bátum og vinnslustöðvum. Vegna hins aukna álags yrði nokkur fjárfesting í vinnslustöðvun- um og þó ekki síður vegna þcss að einnig yrði að auka geymslumöguleika. Heild- arfjárfesting vcgna þessarar skipulags- breytingar yrði því um 20 milljónir króna, eða scm svarar 4 milljónum króna aukningu á árlegum fjármagns- kostnaði. Alvarlegasti ágallinn við þessa leið er að bátarnir færu á haustinn frá þeim stöðum þar sent hrácfnisskortur er, til þeirra staða þar sem nægilegt hráefni er fyrir. Hún leiðir með öðrum orðum til atvinnuleysis í nokkrum útgerðar- stöðum, en óeðlilega mikils vinnuálags annars staðar. Sigurjón Þorbergsson Hvað er félags- legt húsnæði? Skipulagning veiðanna Rætt er um þrjár leiðir til að skipu- leggja veiðarnar, en þær eru þessar: 1) Óbreytt fyrirkomulag. 2) Allir bátar af hæfilegri stærð, sem gerðir eru út frá Breiðafjarðarhöfnum, fái veiðileyfi þeg- ar hörpudiskurinn skilar mestri nýtingu og fleiri vinnslustöðvar í útgerðarstöð- unum á norðanverðu Snæfellsnesi fái vinnsluleyfi. 3) Allir bátar af hæfilegri stærð og gerðir eru út frá Breiðafjarðar- höfnum fái veiðileyfi, en vinnsluieyfi verði áfram bundin við þær stöðvar, sem nú þegar hafa vinnsluleyfi. Hér á eftir verður reynt að meta þessa þrjá kosti. Óbreytt ástand Að óbreyttu ástandi hafa allmargir bátar veiðileyfi og afla skeljar í rúman helming ársins, en fara á þorskveiðar, eða aðrar veiðar, þegar það er hagstæð- ast. Meginhluti skeljarinnar er unninn í tveimur vinnslustöðvum í Stykkishólmi og skapa þær mikið atvinnuöryggi þann tíma, sem veiðarnar standa. Hins vegar er nauðsynlegt að grípa til annarra veiða þegar hörpudiskurinn er óhagkvæmastur í vinnslu, til þess að veiðarnar og vinnslan gefi viðunandi atvinnuöryggi í heild. Að óbreyttu ástandi þarf enga nýja. fjárfestingu. Fjölgun báta og vinnslustöðva Verkefni fyrir báta á Breiðafirði eru minnst á tímabilinu frá október og fram í febrúar. Jafnframt er þá að sjálfsögðu minnst að gera í fiskvinnslustöðvunum. Þetta er sami tími og nýting hörpudisks er best. Ef allur hörpudiskur væri unninn á þessum tíma (okt.-jan.) yrðu heildar- gjaldeyristekjur 10-13 milljónum króna meiri en með óbreyttu skipulagi. Fjár- festingarkostnaður vegna þessarar skipulagsbreytingar yrði um 15 milljónir króna. Árlegur fjármagnskostnaður yk- ist því um 3 nrilljónir króna. Hreinn ávinningur af þessari breytingu yrði því 7-10 milljónir króna, ásamt jafnari at- vinnu og meira atvinnuöryggi. ■ I Tímanum 17. janúar s.l. er frásögn af fundi FUF um húsnæðismál og í fyrirsögn vitnað í félagsmálaráðherra: „Búseti fellur ekki undir ákvæðin um félagslegt húsnæði.“ Þetta er sagt mat ráðherrans hvort sem litið er til núgild- andi laga eða stjórnarfrumvarps um Húsnæðisstofnun ríkisins scm nú liggur fyrir Alþingi. Nú er það svo að Búseti er kornungt félag i - stoínað eltu að fiuinvaipið var samið, fram að þessu hefur þó ekki verið dregið í efa að starfsemi félagsins gæti samrýmst C-lið 33. gr. frumvarpsins og lán fengjust úr Byggingasjóði verka- manna. Þegar stjórnarmenn í Búseta sóttu ráðherrann heim 30. nóvembers.l. virtist hann sammála þessum skilningi á frumvarpinu. Ekki dró það úr bjartsýni okkar að lesa í greinargerð með 54. gr. frumvarpsins: „Þegar rætt er um félagssamtök og stofnanir sem framkvæmdaaðila við byggingu Ieiguíbúða eru hafðar í huga sjálfseignarstofnanir svo sem Félags- stofnun stúdenta og aðrar sambærilegar stofnanir, samtök leigjenda, verklýðsfé- lög og fleiri hagsmunaaðilar sem myndað gætu samtök til þess að byggja leiguíbúð- ir til afnota fyrir félagsmenn eða til leigu á almennum markaði.“ Þau skilyrði um tekju- og eignamörk sem beitt er í sambandi við hverjir fá úthlutun í verkamannabústöðum eru eðlileg þar sem þá er verið að gefa einstaklingum sérstök tækifæri til eigna- myndunar. Búsetukerfið stefnir hins vegar ekki að eignamyndun hjá einstak- lingum- það er félagslegt í bráð og lengd. í Búseta er vafalaust fjöldi fólks sem ekki gæti notað núverandi kerfi þótt það vildi keppa að eignamyndun. Það eru líka einhverjir sem hafa „of miklar tekjur" en vilja verja þeim í eitthvað annað en steinsteypu. Nú þarf engan að undra þótt lagafrum- varp sem samið var löngu fyrri stofnun Búseta komi ekki að öllu leyti til móts við okkur sem í félaginu erum - en hitt kemur okkur á óvart og hryggir okkur ef ráðherra reynist andvígur okkur, mót- fallinn lagfæringum á frumvarpinu í meðförunt Alþingis. Búseti er samvinnufélag og öllum opinn sem uppfylla skilyrði samþykkta félagsins sem markast af lögunum um samvinnufélög. Það hvarflaði ekki að okkur að setja skilyrði um tekjumörk fólks er vildi ganga í félagið. Enda verður sjálfsagt bið á að það fái allt húsaskjól á vegum þess. Ætli þeim sem stjórna kaupfélögunum í landinu þætti ekki súrt í brotið að þurfa að setja slík skilyrði eða reka menn úr félögunum ef þeir kæmust í álnir! Það er löngu úrelt að þurfa að sanna fátækt sína til að mega taka þátt í samvinnu með öðru fólki. Eigi að síður er það Ijóst að í Búseta ganga fremur þeir sem minna mega sín en hinir sem efni hafa til stórframkvæmda í „einkageiran- úm“. Það er líka löngu úrelt að líta svo á að félagslegum lausnum skuli aðeins beita þegar aðrir hafa gengið frá. Sagt hefur verið að löggjöf sé að jafnaði 30 ár á eftir þjóðfélagsþróuninni. Þetta á þó naumast .ýið um margvíslega löggjöf um efna- hagsmál sem dynur á okkur árlega og fiefur nú nýlega lagt byrðar á launafólk til að færa niður vcrðbóguna a.m.k. um stundarsakir. Nú um sinn er það ekki vænlegt að festa fé sitt í steinsteypu til að hagnasi á verðbólgu eins og gert hefur verið í allmörg ár. Þessi staðreynd verkar jákvætt til að verðbólga haldist áfram í neðri mörkunum. Á meðan ég var að skrifa þetta kom í sjónvarpi útskýring með dæmum sem sýna að sá sem lagt hefði fram sem eigið fé 20% íbúðarverðs fyrir einu ári mundi í dag skulda upphaflega íbúðarverðið! Lág- launafólk hefur ekki áhuga á slíkum „bísness" - í hvora áttina sem sveiflurnar liggja - það vill einfaldlega tryggja sér rétt til húsnæðis með sanngjarnri leigu. Aðgerðir löggjafans á sviði efnahags- og kjaramála koma nú hart niður á launafólki og vissulega verst við þá sem minnsta sök eiga á verðbólgunni og hafa aldrei safnað eignum í skjóli hennar. Um þetta er naumast deill. Hins vegar reyna allir að finna úrræði til úrbóta fyrir láglaunafólk. Stóraukið fé til félagslegra íbúðabygginga, t.d. eins og Búseti stefn- ir að skila sér áreiðanlega til réttra þjóðfélagshópa - þær eru kjarabætur. í Búseta eru engir bankastjórar. Búseturéttarkerfið er að ýmsu leyti félagslegra kerfi en núverandi fyrir- komulag verkamannabústaða að því ólöstuðu. Veldur því samvinnuformið og það að íbúðin er áfram félagsleg, gengur ekki kaupum og sölum. Mér skilst að fjórðungur tekna Byggingasjóðs vcrkamanna fari nú í að leysa út íbúðir sem sjóðurinn endurselur með langtíma- lánum. Þetta er því hriplekt kerfi, fjár- munirnir síast út í markaðskerfið. Enn eitt dæmið sem sýnir hvernig félagsleg lausn er í reynd sett skör lægra en einkageirinn. Hér niunu fjármunir nýt- ast betur þegar Búseti og hliðstæð félög hafa fengið verðskuldaða fyrrigreiðslu. í Búscta cru nú þegar um 2500 félagsmenn og fleiri félög eru að rísa upp úti um landið. Hérer um fjöldahreyfingu að ræða og væru allir búsetarnir ásamt fjölskyldum þeirra í einu bæjarfélagi væri það meðal stærri kaupstaða þessa lands. Það er von mín að Alþingi taki af röggsemi á húsnæðismálum með hlið- sjón af þessari hreyfingu - þar erunt við þegar meira en 30 ár á eftir tímanum, sbr. t.d. frændurokkaráNorðurlöndun- um. -18. janúar 1984.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.