Tíminn - 25.01.1984, Qupperneq 20

Tíminn - 25.01.1984, Qupperneq 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEÐD Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar [91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö a öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 ú ^^Mabriel HHÖGGDEYFAR y GJvarahluti r Sími 36510. Ritstjorn 8b300-Augfysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Miðvikudagur 25. janúar 1984 TAKA FLUGLEIÐIR VID VW- HALDI ARNARFUIGSVÉLANNA? ■ „Það eru í gangi viöræður milli Arnarflugs og Flugleiða um samvinnu varðandi viðhald á millilandaflugvél Arnarflugs, og innanlandsvélum,“ sagði Agnar Friðriksson framkvæmdasljóri Arnarflugs, er Tíminn spurði hann í gær hvort Arnarflug hefði óskað eftir því við Flugleiðir að Flugleiðir tækju að sér viðhald á vélum Arnarflugs. „Við erum náttúrlega að fara ofan í okkar afgreiðslumál á ffugvellinum,“ sagði Agnar, „og reyna að skera niður kostnað, og einn af möguleikunum sem við horfurn þar á, er að Flugleiðir taki á nýjan leik við afgreiðslu á innanlandsflugi Arnarflugs, eins og var fram til miðs árs 1982. Þetta er einn möguleikinn sem við sjáum, en engan veginn er hægt að segja að þetta sé komið það langt, að þetta verði svona. Við báðum Flugleiðir um að gera tilboð í afgreiðslukostnað, og þeir eru búnir að því. Við erum hins vegar ekki búnir að taka afstöðu til þessa tilboðs, þ.ví við viljum skoða þetta í stærra samhengi." Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Flug- leiða sagði í samtali við Tímann í gær, er hann spurði hvort Flugleiðir hefðu hug á að taka að sér viðhald á vélum fyrir Arnar- flug: „Forstjóri Arnarflugs fór þess á leit í síðustu viku, að það yrði efnt til viðræðna um við- haldsmálin, en þær hafa ekki hafist ennþá, þannig að meira er ekki að segja um þetta mál að sinni.“ - AB I mm dropar „...þennan höfum við ekki heyrt áður ■ Þrír mcnn unnu við vita á mjög afskekktum stað. Þeir kunnu á milli sín samtals 35 brandara og var það þeirra helsta skemmtun að segja þá á löngum vetrarkvöldum en þar sem þeir voru orðnir leiðir á því að vera alitaf að endurtaka brandarana höfðu þeir gefíö þeim númer frá 1 og upp í 35. Aðkomumann bar að garði í vitann og um kvöldið hófu þremenningarnir að nefna tölur og fylgdi rosalegur hlátur í kjölfar hverrar. Aðkomu- maðurinn ákvað að reyna þetta líka og sagði: „Sjö“. Þre- menningarnir hlógu mikið. Aftur kom: „Tuttugu og niu“. Mikill hlátur fylgdi í kjölfarið. Aðkomumanninum fannst þetta skrýtið og ákvað að prófa áfram: „Þrjátíu og níu“. Rosa- hlátur, en svo sagði einn þre- mcnninganna: „Strákar þenn- an höfum við ekki heyrt áður“. Efnismikið Alþýðublað ■ Dyggir áskrifendur Alþýðu- blaðsins urðu heldur betur undrandi i gær þegar í Ijós kom að blaðið var tvöfalt að vexti miðað við það sem venjulega tíökast, þ.e. átta síður í stað hins hefðbundna fjórblöðungs. Ekki minnkaði undrunin er blaðinu var flett og uppvíst var að hinarfjóru innsíður blaðsins voru gersamlega auðar, þannig að í reynd var efni Alþýðu- blaðsins hið sama og venjulega nema fjórum auðum síðum hafði verið bætt inn í. Óvíst er hvort þarna er verið að taka upp nýja ritstjórnarstefnu eða hvort aðrar ástæður liggja að baki, en kunnugir voru sam- mála um að Alþýðublaðið hefði sjaldan verið betra og áttu þá aðallega við innviði blaðsins. Krummi... ...trúir ekki öðru en kjósendur taki sér næst frí frá því að kjósa Ellert á þing. Breytt skipulag á aöal- skrifstofu Kópavogsbæjar: GERT RÁÐ FYRIR AD STOÐHGILDUM FÆKKI UM 15% ■ Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt breytt skipulag á aðalskrifstofu bæjarins, sani- kvæmt tillögum Hagvangs. Samkvæmt hinu nýja skipulagi er gert ráð fyrir að fækka megi stöðugildum á skrifstofunni um kringum 15%, eða um 3.5 af alls um 22 eins og þau eru nú. Jafnframt munu ýmsir þurfa að skipta um starfssvið. „Þó búast megi við einhverri fækkun starfsmanna í þeim störfum sem þeir eru í ,nú, miðað við yíirlýsingar sem bæjarstjórn hefur gefið, btða þessa fólks önnurstörf í bæjar- kerfinu", sagði Guðjón Magnússon, form. Starfs- mannafélags Kópavogsbæjar. Guðjón var spurður hvernig fólki litist á það að eiga fram- vegis að skila sömu eða jafnvcl meiri störfum með færra starfs- liði og jafnframt í ýmsum til- vikum að skipta um starf. Hann kvað suma kannski ckki mjög ánægða með það að hverfa úr sínum núverandi störfum, sérstaklega meðan það þekkir ekki svo nákvæm- lega þau störf sem þeir taka á sig í staðinn. Varðandi hið nýja skipulag sem slíkt hafi enginn lýst sig andvígann því á þeim fundi sem yfirmenn bæjarins hafi haldið með starfs- liðinu. Hvað sjálft mannahaldið varðar haft bæjarstjórn enn ekki formlega gert tillögur Hagvangs að sínum. Á þessum fundi hafi komið fram nokkrar efasemdir um ákvcðna álags- punkta, þ.e. að færra fólk muni anna starfinu. En skipulags- breytingin muni einnig hafa í för með sér að meira cigi framvegis að vinna með tölvum. Guðjón sagði að væntanlega verði fljótlega skipuð samráðs- nefnd m.a. mcð fulltrúum bæjarráðs og starfsmannafé- lagsins, til að fjalla um þcssi mál. Kvaðst hann frekar eiga von á því að náðst geti sæmi- legur friður um þessar breyt- ingar. - HEI dómT RANNSOKN- INNIERIDKH) ■ Dómsrannsókn í Skafta- málinu er nú lokið, og er búist við'því að útskrift rannsóknar- innar verði send ríkissaksókn- ara nú innan tíðar og þá verður málið skoðað hjá ríkissaksókn- ara, með það fyrir augum að hægt verði að ákveða hvort ákært verður eða ckki. Jú, mér sýnist veðrið aðeins vera farið að skána. Tímamynd Árni Sæberg Tillaga um leik- tækjasal við Völvufell: FÉKK EKKI STUÐNING BORGAR- RÁÐS ■ „Afstaða mín byggðist á því að fyrir liggja mótmæli fjöl- margra íbúa hverfisins, skóla- stjóra, foreldrasamtaka og eig- enda fyrirtækja gegn því að þarna verði leyfður ieiktækjasal- ur, ekki það að ég sé endilega hlynnt því að banna leiktækjasali í íbúðahverfum sagði Ingibjörg Rafnar borgarfulltrúi í samtali við blaðið í gær. Ingibjörg sat hjá ásamt fuiltrúum minnihlut- ans í borgarráði við atkvæða- grciðslu um leyfi til rekstrar leik- tækjasalar við Völvufell í gær. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins greiddu atkvæði með og hlaut málið því ekki nægan stuðning. Heilbrigðisráð Reykjavíkur hafði áður fjallað um þá umsókn sem lá fyrir borgarráði í gær og samþykkt að mæla gegn rekstri af þessu tagi í íbúðar- hverfi og var því lýst yfir að sú afstaða væri stefnumarkandi af hálfu ráðsins. Borgarstjórn hefur síðasta orðið um þetta mál. „Það felst ekki í þessu neinn ágreiningur minn við sjálf- stæðismenn, við greiddum at- kvæði um málið sem einstakling- ar og ég hygg að borgarstjóri hafi verið sömu skoðunar og ég,“ sagði Ingibjörg Rafnar. - JGK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.