Tíminn - 29.01.1984, Side 10
ER BLOÐI DRIFINN
FERILL SJAKAL-
ANS Á ENDA?
HRYDJUVERKAMAÐURINN CARLOS ER ORÐINN
TÁKN FYRIR ALÞJÓÐLEGA GLÆPASTARFSEMI OG
NÍÐINGSVERK GEGN SAKLAUSUM BORGURUM Á
VESTURLÖNDUM. EN HVAD MÁ RÁÐA AF SÍÐUSTU
„AFREKUM” HANS f EVROPU? BOÐA ÞAU
FEIGBARMERKI SJAKALANS?
■ Farþegarnir, sem biðu á
brautarstöðinni Saint-Charles í
Marseille rétt fyrir áramótin áttu
sér áreiðanlega einskis ills von.
Rétt um það leyti, sem Mitterrand
Frakklandsforseti var að flytja
mönnum áramótaboðskapinn,
sprakk sprengja á brautarstöðinni
með þeim afleiðingum að fimm
manns létu lífið og á sjötta tug
manna slösuðust alvarlega þar af
munu nokkrir aldrei komast til
fullrar heilsu. Lögreglumenn og
sjúkraliðsmenn áttu ekki orð til að
lýsa þeim óhugnaði sem við blasti
á brautarstöðinni eftir að
sprengjan sprakk. Ljóst var þegar
i stað, að eitthvað meira en
skemmdarverk bjó að baki þessu
hryðjuverki. Fljótlega láku út
upplýsingar þess efnis, að
hryðjuverkamaðurinn Carlos hefði
komið þarna við sögu. Margir
fréttaskýrendur telja nú líklegt,
að hönd Carlosar hafi verið þarna
að verki og henni sé nú ekki stýrt
af sömu aðiljum og áður. Carlos
hafi siðustu misseri tekið höndum
saman við islamska heittrúarmenn,
sem eigi sér sama markmið og
sjakalinn: Að grafa undan
vestrænum stjórnarháttum með
þeim ráðum er duga, hvort sem
það hafi i för með sér hryðjuverk
á borð við það sem gerðist í
Marseille eða eitthvað jaf nvel enn
afdrifaríkara.
FerillfjöldamorðingjansCarlosarcr
að verða æði litríkur, af því sem raða
má saman um ógnarverk hans á liðnum
árum. Carlos heitir réttu nafni Ilitch
Ramirez-Sanches og er ættaður frá
Venezuela, en hlaut menntun sína á
Kúbu og síðar í Lumumba-
háskólanum í Moskvu. Hann lærði
skæruliðafræði hjá IRA-mönnum á
írlandi og tók síðan þátt í
skæruhernaði Palestínumanna gegn
ísrael. ídesembcr iy73særði hannilla
einn af framámönnum gyðinga í
Bretlandi.
1974 kemst Carlos aftur í fréttirnar,
þegar hann tekur ásamt nokkrum
samstarfsmönnum gísla í sendiráði
Frakklands í Haag til þess að frelsa
einn fyrirliða Rauðu herdeildanna í
Japan. Þessu atviki fylgir fyrsta Ijóta
sprengjutilræðið; tveir fallnirog 34 illa
særðir eftir sprengjutilræði við verslun
á Saint-Germain-des-Prés. Síðan slæst
hann í hóp með skæruliðum Baader
Meinhof, sem tekst að ná hópi gísla á
Orly flugvelli við París í janúar 1975.
Skammt var stórra högga á milli, því
í desember sama ár ræna þeir félagar
ráðherrum af fundi
olíuframleiðsluríkja, sem héldu fund
sinn í Vínarborg rétt fyrir áramótin.
Þrír létu lífið í þeirri árás og átta
særðust.
Pegar hér var komið sögu hafði
Carlos mjög sterk tengsl við araba,
sem andvígastir voru ísrael og kemur
því engum á óvart, að síðustu árin
hefur hann að því er talið er, haldið sig
að mestu í Líbíu undir verndarvæng
Khadafys forseta.
Carlos minnti á sig að nýju í febrúar
árið 1982, þegar hann lét senda bréf til
sendiráðs Frakka í Haag, þar sem hann
hótaði innanríkisráðherra Frakklands,
Gaston Deferre öllu illu, ef hann léti
ekki lausa tvo félaga „úr samtökum
sínum“. „Ég gef þér mánuð til að láta
þetta fólk laust“, sagði Carlos í bréfi
sínu og átti þar við Svisslendinginn
Bruno Bréguet og þýsku stúlkuna
Magdalenu Kopp, sem skipulögðu
tilræðið á Orly með Carlosi, en voru
handtekin fyrir tilviljun með mikið
■ Þannig var aðkoman eftir að búið var að hreinsa upp eftir ódæðismennina á
brautarstöðinni í Marseille.
Mía Farrow og Woody Allen saman
í kvikmynd:
„Geri mér nn
fyrsl grein
fyrir hæfi-
leikum Míu”
■ Á næstunni eiga
kvikmyndahúsaunnendur í
Bandaríkjunum kost á að sjá þau Míu
Farrow og Woody Allen saman í
kvikmynd, en það er í þriðja skipti, sem
þessar stórstjörnur leiða saman hesta
sína. Samstarf þeirra virðist hafa tekist
hið besta ef marka má blaðaummæli.
Þau hrósa einnig hvort öðru í hástert í
viðtölum við blöð vestan hafs. Nýjasta
myndin heitir „Broadway Danny Rose“
og var t'rumsýnd í New York og víðar í
vikunni sem leið.
Kvenhetja Woody í þessari mynd sker
sig að vísu ekki mjög úr, þegar tekið er
mið af öðrum sköpunarverkum hans -
kvenkyns-á hvíta tjaldinu. Mía Farrow
leikur aðalhlufvcrkið, Tinu Vitale, sem
er innanhúsarkitekt með annarlegar
hugmyndir um, hvernig hús eiga að líta
út að innan. Herbergin eiga helst að
minna á skógana í svörtustu Afríku.
Tina er líka í vanda stödd. Hún er
hjákona furðufuglsíns Lou Canova, sem
er söngvari á litlum næturklúbb - með
meiru. Það er Woody Allen sem leikur
stórsöngvarann á litla næturklúbbnum
með sóma eins og búast mátti við.
Mía Farrow er sögð mjög breytt í
þessu hlutverki frá því, sem við þekkjum
úrfyrri myndum hennar. Hún er hvorki
lík móðurinni í „Rósmary’s Baby" eða
hinni breysku Daisy í „The Great
Gatsby". 1 hlutverki Tinu er hún engu
lík af því sem hún hefur áður lagt fyrir
sig. Svo langt gengur hún jafnvel i
tjáningu sinni á Tinu innanhúsarkitckt,
að áhorfendur eiga sumir hverjir erfitt
með að þekkja hana í nýja gervinu.
Myndin sýnir vel heim skemmtikrafta
á sjötta áratugnum, sem Woody Allen
þekkir manna best. „Mía sagði mér einu
■ „Það hjálpaði mest að Woody treysti mér fullkomlega" segir Mía Farrow.
sinni að hún hefði áhuga á að leika konu
eins og Tínu. Ég tók hana á orðinu",
segir Woody Allen. „Mér fannst
einhvern veginn, að undir niðri, jafnvel
án þess að hún vissi það sjálf, lægju þessir
hæfileikar og hún gæti vel gert þetta“.
bætir hann við.
Hann heldur áfram: „Mía er í rauninni
fjölhæf listakona, en eins og margar
leikkonur hefur henni ekki boðist mjög
fjölbreytt efni að moða úr. Menn hafa
alltaf tekið hana sem brothættan lítinn
hlut. Auðvitað getur hún leikið þannig
hlutverk, en hún getur líka gert ýmislegt
annað," segir hann.
„Mérvar það mikil hjálp í upphafi að
Woody treysti mér fullkomlega til að
gera þetta. Við þetta óx sjálfstraust mitt
og mér fannst ég fær um það. Hann veit
kannski betur en ég hvað ég get og get
ekki. Auðvitað vill maður ekki valda
þeim vonbrigðum, sem maður vinnur
með. Manni finnst sem maður verði að
standa sig“, segir Mía.