Tíminn - 29.01.1984, Blaðsíða 18
18
nútíminn
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983
ATKVÆÐA-
SEÐILL
Þrjár íslenskar hljómsveitir sem að þínu viti sköruðu fram úr á árinu
1983
1.
2.
3.
Þrjár erlendar hljómsveitir sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu
1983
1. _________________________________________l
2. __________________________________________
3. _____________________________________________
Þrjár íslenskar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1983
1. _________________________________________
2. _________________________________________
3. _________________________________________
Þrjár erlendar plötur sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1983
1. ________________________________________
2. _________________________________________
3. _________________________________________
Þrjú íslensk lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1983
1. _____________________________________
2. ______________________________________
3. ______________________________________
Þrjú erlend lög sem að þínu mati sköruðu fram úr á árinu 1983
■ Gunnlaugur og Björk í KUKL.
Villtir tónleikar KUKL á Ambulance Station í London:
Lékn meðan slökkvi-
liðið barðist við
eldsvoða í salnnm!
■ Hljómsveitin KUKL dvaldist í Sout-
hern Studios í London dagana 28.12 til
18.1 s.l. við upptökur á nýrri Ip plötu
sinni. Þctta hljóðver er íslenskum tón-
listarmönnum að góðu kunnugt því m.a.
hafa bæði Purrkur Pillnik og Vonbrigði
gert plötur þar.
KUKL var í 6 skipti í upptökum, tók
upp 6 lög og alls tóku upptökurnar 66
tíma... og Gunnlaugur bætir við: „Þar
að auki var þetta sjötta utanlandsför
mín...“
Upphaflcga átti aðeins að taka upp
litla plötu en í Southern hitti KUKL
mann sem heitir Penny auk annara, og
mun sá vera nokkurs konar guðfaðir
CRASS gcngisins sem mikið er viðloð-
andi hljóðverið, og fyrir áhrif hans var
ákveðið að gera þetta að Ip plötu.
Southern var mjög stíft bókað á þessu
tímabili sem KUKLvarþarviðupptökur
og meðal þeirra sem þau áttu samskipti
við þar ntá nefna Psychic TV, banda-
rísku hljómsveitina Crucifix sem vænt-
anleg er hingað í næsta mánuði og
hljómsveitin Flux of pink indians en
KUKL hélt tónleika með þeint síðast-
nefndu í Ambulance Station í suður
London, tónleika sem reyndust nokkuð
sögulegir en gefum Gunnlaugi Ottósyni
orðið:
„Við komum fram með Flux...og
einhverju lókal pönkbandi. Liðið sem
sótti staðinn var allt frá berrössuðum
„móhíkönum" og upp í háklassa „Susie"
týpur en síðan komu einnig óvæntir
gcstir í heimsókn...
Óvæntir gestir?
„Já slökkviliðið og lögréglan. Það
kviknaði nefnilega í staðnum".
Var það eitthvað alvarlegt?
„Nei enginn slasaðist og þetta varð
besta ljósa „sjów" sem maður hefur
fengið á tónleikum, því þetta varð
allmikið bál. Staðurinn var samt ekki
rýmdur eða við stöðvuð þegar þetta kom
upp heldur lékum við áfram meðan þeir
börðust við eldsvoðann þarna inni".
I máli Gulla kom einnig fram að
staðurinn hafði verið troðfullur þegar
þetta kom upp en hann tekur um 500
manns. Fleiri munu þó hafa komið á-
tónleikana því staðurinn var opinn'og
því stöðugur straumur fólks út og inn
enda höfðu tónleikarnir fengið góða
umfjöllun áður hjá John Peel einum
þekktasta plötusnúð og kynni hjá BBC
...Þetta er svoldið merkilegt fyrirbrigði
að við erum leikin í BBC enn ekki
íslenska útvarpinu" segir Gulli.
Eftir að komist hafði verið fyrir eldinn
héldu tónleikarnir áfram en urðu nokk-
uð villtir..." eftir fyrsta lagið hjá Flux
of Pink Indians, eða raunar meðan á
því stóð réðist liðið upp á sviðið og lagði
það og kerfið í rúst, allt mölvað en Flux
gengið sagði síðar að þetta hefðu verið
bestu tónleikar sem þeir hefðu komið
nálægt"...
Eru slagsmál og læti þá algeng á svona
tónleikum?
„Maður verður að átta sig á því að
þetta lið sem mætir þarna er að hluta til
eiginlega orðið að dýrum, lífið er von-
laust fyrir það vegna atvinnuleysis og
ástandsins almennt og meðan maður
stendur á sviðinu er maður í stöðugum
flaum hvítvíns og bjórs sem skvett er yfir
mann, einstaka „Susie" týpur eru með
kampavín". Hinsvegar veit ég ekki til að
svona tónleikar hafi áður leyst upp í
álíka brjálæði".
KUKL platan nýja verður gcfin út á
CRASS merkinu og er hún jafnframt
fyrsta lp platan sem gefin er út á því
merki (vinsamlegast ekki rugla CRASS
merkinu við Corpus Christi sem gefið
hefur stóru plötur Crass út). Hún verður
eingöngu gefin út á Bretlandseyjum og
kannski flutt hingað til lands. CRASS
hefur eigið dreifingarkerfi í Bretlandi,
sem enginn virðist þekkja enda hefur
stjórnvöldum gengið illa að leggja hald
á upplagið þegar þau hafa viljað það eins
og dæmið um „Falklandseyja-plötuna"
sannar.
KUKL ber CRASS genginu góða
sögu, segir að það hafi verið alveg
sé.rstök reynsla að umgangast það, Björg
segir: „Þetta er hlutur sem maður getur
ekki greint frá, þetta er hlutur sem
maður skynjar. Maður hefur hvergi
fundið hjá fólki, jafndjúpar tilfinningar
milli þess og umhverfis þess". Það lifir í
algjöru jafnvægi, veit það sem það vill
og gerir það sem það vill".
Hvaða plötuna sjálfa varðar þá er um
nýjar upptökur að ræða að meginu til,
utan eitt lag en það er lagið Singull sem
var á fyrstu plötu þeirra, hér er það í
annarri útgáfu.
- - FRl.
1.
2.
3.
Nafn:________
HeimilisfangL
Atkvæðaseðillinn scndist merktur: Tíniinn Co/Nútíminn, Síðumúla 15
Vinsældakosningar Nútímans:
Síðasti atkvæða-
seðillinn birtur
næsta mánuði.
Utanáskriftin er Tíminn /Co Nútím-
inn Síðumúla 15. Reykjavík.
- FRI.
■ Nú eru síðustu forvöð að taka þátt
í vinsældakosningum Nútímans því
hér birtum við síðasta atkvæðaseðilinn
í kosningunum. Af þeim sem þegar
eru komnir inn virðast Baraflokkurinn
og Mezzoforte berjast um fyrsta sætiö
að þessu sinni en enn getur allt gerst.
Úrslitin verða svo birt í miðjum
J