Tíminn - 29.01.1984, Síða 22
Wmnm
SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1983
■ Hún bíður eftir lausnaranum. Móðir með þreytt barn sitt á samkomu hjá
bandarískum atvinnupredikara.
■ Keðjubréf ganga
manna í millum víða í
Evrópu og eru þau mörg
orðin lúin eftir að hafa
verið Ijósrituð ótal
sinnum. Þarna er skráð
hvað þú þarft að hafa
við hendina þegar
dómsdagurinn rennur
upp. Þetta eru 51 atriði,
sem muna þarf. Ein
mikilvægasta ábending-
in er: „Látið enga pen-
inga í bankann, látið þá
heldur renna til trú-
boðsins.“ Enn fremur:
„Hafið jafnan vatn í bað-
kerinu, svo þið getið
slökkt í ykkur í skyndi."
En hvað er ef þakið fell-
ur yfir okkur? „Eigið
jafnan hamar og öxi inn-
an seilingar,“ en líka
„Hansa-skyndiplástur“.
En öllu öðru mikilvæg-
ara er þó. „Einn pakki af
Vita Buerleicithin.“
l>að er hið sanna og lireina tauganær-
ingarlyf, - það sem þú hclst þarft á að
halda. Fréttirnar verða æ skuggalegri:
þúsundir fyrirtækja fara á hausinn í
efnahagskreppunni. Par sem Kínverjar
cru nú orðinn hcill niiiljarður, má ætla
að Evrópuþjóðir muni brátt dcyja út.
Þegar regnskógarnir hafa veriö höggnir
niður mun ózon-lagið í gufuhvolfinu
eyðast og við taka mikil hækkun á
hitastigi á jörðinni. Afleiðingarnar verða
hræðilegar. Það er heimsslitastemmning
meðal Hopi-indíana. „Engin framtíð,"
og ár Orwells er upp runnið. Aids og
Herpes, súrt regn og dauði skóglendis.
„Umhverfisspilling veldur stórslys-
inu."Ný „Hirosima" er nærri. Þá eru
þeir búnir að setja upp „Pershing II."
íþróttablað spyr á forsíðu: „Eru endalok
fótboltans framundan?"
Spyrja má þig lesandi góður: „Het'ur
þú yfirsýn um öll þau válegu tcikn sem
nú eru uppi og benda á heimsendinn
framundan?
Sé svo ekki. þá þarftu að afla þér
áskriftar að tímaritinu „Topic." Þar eru
þessi teikn tíunduð með góöum skilum.
Blaðið kostar 350 krónur á ári. Þar er
ekki skrifað um neitt nema það skugga-
legasta og válegasta. Undir mynd af
stundaglasi má sjá jörö vora og „Topic"
spyr: „Hve mörg ár höfum við enn til
umráða? Hvaðverðurum börnokkar?"
Ekki er því að neita að þetta á allt
dálítið skylt við trúarleg viðhorf Reagans
forseta. Hinn voldugi maður hcfur nefni-
lega orðið sér úti um nýtt tómstunda-
gaman. Það eru „Biblíuspádómar."
Einkarlega eru það kapítular í ritum
spámannanna Esekíel og Daníels, sem
orðið hafa honum að umhugsunarefni
og trú á það að „efsti dagur" sé í nánd.
Þessi heilabrot eiga flest á edanum
rætur að rekja til spádómsins um orru-
stuna miklu við Harmageddon, sem
segir frá i Opinberun Jóhannesar, en þar
leiða „gott" og „illt" saman hesta sína á
dómsdegi. (16. kapítuli 16. vers.)
Mitt í viðræðum um stríðið í Líbanon
tók Ronald Reagan að ræða þessi mál í
fundarherbergi í Hvíta húsinu.":
„Eins og þið vitiö þá er mér gjarnt að
■ Beðið eftir dómsdegi? Hluti úr mynd Dietmar Ullrich, „Áhorfendur".
Þrált fyrir allt
Það verður
vitna í spámennina í Gamla Testa-
mentinu. Ég velti fyrir mér þeirri spurn-
ingu, hvort við erum sú kynslóð sem þar
er átt við. Ég veit ekki hvort þið hafið
veitt þessum spádómum athygli. En
trúið mér, - þar er nákvæmlega lýst þeim
tímum sem við lifum nú".
Ekki árar vel hjá Vottum Jehóva um
þessar mundir. Þeim hefur verið ýtt út
úr sviðsljósinu, og varla nokkur
„Varðturn" selst lengur. Annar þeim
áhrifamciri er kominn til skjalanna. í
helgidómi sínum í bandaríska fylkinu
Oregon spáir Bhagwan Shree Rajneesh
um endalokin: „Tokyo, Ncw York, San
Fransisco, Los Angeles og Bombay, -
allar munu þessar borgir farast, Ógnar-
tímar, öllum öðrum ægilegri eru í nánd
og svo víðtæk vcrður óöldin að enginn
mun megna að forða sér."
En hvenær kemur þessi tíð? „Milli
1984 og 1999," svarar Bhagwan! Því
harnast menn nú við að grafa göng inn í
stóra klett í Oregon. Þar á að verða
neðanjarðarbyrgi á efsta degi. Þetta
verður gríðarstór hellir. Inngangurinn
verður hins vegar svo mjór sem nálar-
auga. Það er gert þar sem auðvelda þarf
strangt eftirlit við innganginn. Enginn
fær að komast inn sem ekki hefur látið
„turnast" áður.
Þetta er eina bjargráðið. Hver sá sem
játar Bahgwan hollustu mun bjargast og
það er jafn öruggt og hann stæði inni í
miðjunni á hvirfilvindi, þar sem allt er
kyrrt og rótt, þótt stormurinn æði um-
hverfis. Himneskur friður.
I Þýskalandi líta menn á Claus prins,
sem einskonar tímanna tákn, en hann er
eiginmaður Beatrix Hollandsdrottning-
ar.
Tvívegis hefur hann verið lagður inn
á sjúkrahús vegna þunglyndis síns. Lá
hann þá í andlegri formyrkvan sinni hjá
prófessor Kielholz á sjúkrahæli í Basel.
En endurnærandi svefnkúrar og tauga-
hormónar, öndunar-jógaæfingar og
hnakkanúdd, klórprómasín og marpró-
tílin hefur ekki megnað að lækna hann.
Svipur lians er „tákn okkar tíma" að
margra áliti, frosin gríma þjáningarinn-
ar,
Margir munu segja að Sviss Sé nú ekki
skársti staðurinn til þess að reyna að
lækna menn af þunglyndi.
En margir þykjast sjá í þessu öllu
dýpri teikn. Var það ekki þýðverskum
illur fyrirboði, þegar á keisarastólinn
settist maður með visna hönd. Á fyrstu
áratugum aldarinnar var það þessi keis-
ari sem steypti landinu út í styrjöld, sem
lyktaði með hörmungum og ósigri. Nú
er lotinaxla prins, sem dregur fæturna,
kominn á stjá. 1 24. kápítula Matteusar-
guðspjalls stendur að þetta sé öruggt
merki um að efstu dagar séu í nánd.
En í alvöru talað: Víst eru nú komnar
upp SS-20 eldflaugar og Pershing II.
Súrt regn fellur til jarðar og fljótin eru
orðin menguð. Nóg er um atvinnuleysið.
Allt þetta gæti hjálpast að því að færa
jörðina nær endalokunum. En það er
líka hægt að gera út af viðsjálfan sig með
vílinu og volinu. Hvað er það sem veldur
þessum dauðageig meðal fólks uni þetta
leyti? Skyldu vera dæmi fyrir slíku áður?
Jú, varla var ástandið mikið betra í
desembermánuði árið 999. Ekki hafði
kristnum þjóðum vegnað verr en áratug-
ina þar á undan. Sögur greina frá
mannfelli vegna hungursneyðar og dýr-
tíðar. Skortur var á cldiviði og ísarnvetur
höfðu ríkt.
Þá vantaði nú ekki atvinnuleysið.
Enginn bóndi treysti sér til að ráða
vinnumann. Enginn skósmiður réði sér
svein. Hví skyldi hann líka hafa gert
það? Það varengin framtíð meir. Árþús-
undið var að renna sitt skeið og auðvitað
var þá heimsendir í nánd.
Meira máli en vinnan skipti bænastagl-
ið. Iðrandi syndarar voru á fleygiferð á
milli helstu kirkna og vildu fyrir alla
munikomast í pílagrímsferð til Jerúsal-
em. Ekki varð þverfótað fyrir þessu liði
í Evrópu, þar sem það hrópaði á
miskunn Guðs í móðursýki.
„Libera me," (Frelsaðu mig) voru þau
orð sem þessum iðrandi syndurum lágu
stöðugt á vörum. Öll álfan kvað við af
þessum ömurlega „slagara" aldarinnar,
þegar árþúsundaskiptin nálguðust. Þetta
var framreitt í ótal útgáfum, en aldrei
var vitnað til fagnaðarerindis Jesú Krists.
Það hafði gleymst. Þessi hundheiðna
múgæsing vegna komandi heimsendis
varð að algleymi, helvítiseldurinn beið
manna.
En svo skeði undrið, - Vesúvíus tók
að gjósa! Menn töldu að gígur fjallsins
væri inngöngudyrnar að helvíti og nú
höfðu dyrnar lokist upp og vítiseldurinn
flóði yfir jörðina. Jörðin var að brenna!
Nú tapaði voldugasti maður heimsins
ráði og rænu. Þjóðverjar fengu nú að sjá
er keisari þeirra, Otto þriðji, skreið á
kviðnum í kring um munk einn að nafni
Romuald og hét að gerast sjálfur
munkur, aðeins ef heimsendinum yrði
frestað.
Sem vitstola maður brunaði þessi
geggjaði keisari um allt land sitt og lét
m.a. opna gröf Karls mikla, - enginn
veit hvers vegna, - til þess að sýna sér
rotnaðar leifarnar af klæðum hans. Þá
vildi hann halda til Jerúsalem í því skyni