Tíminn - 01.02.1984, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
5
Nóg komið af
hjónaböndum!
— Zsa Zsa man ekki sjálf
hvað hún hefur verið oft gift
■ Zsa Zsa Gabor heldur því
blákalt fram að hún sé ekki
nema 59 ára, en reikningsmeist-
arar draga mjög í efa að þar fari
hún með rétt mál. Máli sínu til
stuðnings teija þeir fram afreka-
skrá hennar á hjónabandsmark-
aðnum, sem er bæði löng og
litrík, og segja 59 ár ekki með
neinu móti hafa getað enst til að
koma öllu því í verk á því sviði,
sem Zsa Zsa hefur tekist.
En það er fleira á huldu í
sambandi við Zsa Zsa en aldur-
inn. Það þykir líka heldur erfitt
að henda reiður á fjölda hjóna-
banda hennar, því að fyrir hefur
komið, að helst lítur út fyrir að
hún hafi verið gift tveim í einu!
Hún hefur m.a.s. stundum rugl-
ast sjálf í hjónabandsstétt sinni
þá stundina.
Zsa Zsa virðist því hafa komist
að þeirri niðurstöðu, í bili a.m.k.
að það sé vissara að halda sig
utan hjónabands. Ekki þýðirþað
þó, að hún sé hætt að eiga í
ástarævintýrum. Hún segist ein-
mitt standa í einu slíku, eldheitu,
um þessar mundir. En aðspurð
um hvort líkiegt sé að það leiði
til hjónabands nr. hamingja veit
í ', u ...... . .. .
■ Zsa Zsa á alltaf fleiri og færri
aðdáendur í bakhöndinni, en er
á því, að nóg sé komið af hjóna-
böndum í bili, enda reynist henni
erfitt að hafa tölu á þeim, sem
hún hefur þegar gengið í
gegnum.
hvað, svarar hún dularfull á svip.
- Einhvern tíma er nóg komið.
tar hins full-
ður
að vel komi til greina, að hún
leiti sér að barnsföður meðal
þýskra karla.
Linda hefur að undanförnu átt
heldur erfitt með að ákveða,
hvort hún vill giftast sambýlis-
manni sínum til nokkurra ára,
Santo Pietro, eða ekki. En hvaða
ákvörðun sem verður ofan á í
því máli, hefur Linda þó oftlega
lýst því yfir, að hún hyggist
eignast barn áður en það verður
um seinan. Og nú fer að líða að
því að hún verði að láta til skarar
skríða, þar sem hún er orðin 41
árs gömul.
Fari svo, að Linda ákveði að
vilja ekki eignast óskabarnið sitt
með Santo, verður hún að leita
sér að barnsföður annars staðar.
Og hver kemur þá helst til
greina? - Ég hef alltaf heyrt því
haldið fram, að þýskir karlmenn
séu einstaklega töfrandi og
trygglyndir. Og þannig á faðir
barnsins míns einmitt að vera,
segir Linda.
Það er eðlilegt að þýskir karlar
bíði heimsóknar Lindu í ofvæni.
út frá því að viðskipti séu númer
eitt í nánast allri atvinnustarf-
semi og telja til dæmis iðnaðinn
afleiðingu viðskipta - öfugt við
til dæmis okkur. Menn eru alltaf
að kaupa og selja sín á milli. Ég
get nefnt sem dæmi að japönsk
bílaverksmiðja kaupir 80% hluta
í sína framleiðslu af einhverjum
öðrum og sá kaupir af enn
öðrum. Þannig tekst þeim að
láta menn keppa og keppa sín á
milli og ná niður kostnaði með
því móti. Viðskiptin, koma fyrst
og síðan er leitað leiða til að
framleiða vöruna með sem
mestri hagkvæmni.
Það er athyglisvert að með
svona undirverktakakerfi eins og
tíðkast í þessum löndum vinnst
svo margt. Til dæmis losna verk-
smiðjurnar að miklu leyti við
birgðahald og ná fram sparnaði
með þvt'. Á einum stað sá ég til
dæmis vél, sem raunverulega er
hægt að segja að sé beint stýrt af
kaupandanum. Hann fór á sölu-
skrifstofu og sagðist vilja 20
stykki af sérstöku bitstáli, sem
hann lýsti fyrir sölumanninum.
Stykkið var teiknað upp á staðn-
um og upplýsingar sendar beint
inn í tölvu, sem stýrði síðan vél
og framleiddi nákvæmlega það
sem maðurinn bað um,“ sagði
Sigurður.
Hann sagðist eftir þessa ferð
vera alveg viss um það að nú væri
fyrir Vesturlandabúa að duga
eða drepast. Tæknin í þessum
löndum væri orðin svo mikil að
mikið vantaði á að við stæðum
þeim jafnfætis, og því mætti
búast við að við yrðum undir
með sama áframhaldi.
„Það hefur líka mikið að segja
að fólk í þessum löndum veit að
það þýðir ekkert annað en að
standa saman og ná sem mestum
afköstum. Það hefur lifað hörm-
ungar ogkærir sig ekki um að lifa
þær á nýjan leik. Ástæðan er
ekki sú að þau séu eitthvað betur
gerð en við til að vinna saman“,
sagði Sigurður.
Hann nefndi ennfremur, að
margir hefðu minnst á það við
íslendingana að þeir væru mjög
heppnir með staðsetningu.
Landið lægi mitt í stærsta mark-
aði heims - hefði Bandaríkin í
vestri og Evrópu í austri. Hins
vegar þyrftu þeir sjálfir að flytja
sína vöru um hálfan hnöttinn til
að koma henni á góða markaði.
- Sjó.
erlent yfirlit
■ I ANNAÐ sinn er ræða sú.
sem Jens Evensen flutti á þingi
Kjemisk Industri-arbeiderfor-
bund 8. september 1980 orðin að
miklu umræðuefni og fréttaefni.
Nú er deilt um hvort Evensen
hafi verið höfundur ræðunnar,
heldur hafi Arne Treholt samið
hana. Þetta þykir þó mörgum
ósennilegt, því að Evensen þykir
ekki líklegur til að láta aðra
semja fyrir sig ræður, sem hon-
um þykja miklu skipta.
Umrædd ræða Evensens varð
strax mjög umdeild í Noregi og
raunar víðar á Norðurlöndum.
Sennilega hefur ekki önnur
ræða, sem flutt hefur verið á
Norðurlöndum á síðari árum,
valdið eins miklu fjaðrafoki og
deilum.
Það átti sinn þátt í þessu, að
Evensen var þá viðurkenndur
sem mikill lögvitringur og samn-
ingamaður. Hann hafði fengið
mikið hrós fyrir samninginn milli
Noregs og Efnahagsbandalags-
ins, en í þeim viðræðum var
hann aðalsamningamaður
Noregs. Stðan bættist við sá
orðstír, sem hann hafði unnið sér
á hafréttarráðstefnunni.
Fyrst eftir að Evensen flutti
ræðuna, virtust horfur á því að
hann myndi missa formennskuna
í norsku sendinefndinni í hafrétt-
arráðstefnunni. í tilefni af því
þykir rétt að endurbirta kafla úr
erlendu yfirliti 5. nóvember
1980, en hann fjallaði um það,.
að þegar hafréttarráðstefnan
kæmi saman næst, yrði saknað
þar tveggjamanna. Annarþeirra
var Eliot Richardson, formaður
bandarísku sendinefndarinnar,
síðan sagði í greininni:
„Hinn maðurinn, sem senni-
' '
■ Jens Evensen að halda ræðu
Umdeildasta ræðaá Norður-
löndum um langt skeið
Deilur hafnar um hana í annað sinn
lega mun ekki mæta, er Jens
Evensen, sem verið hefur for-
maður norsku sendinefndarinn-
ar. En ástæðan, sem mun valda
fjarveru hans, verður önnur.
Hún mun rekja rætur til þess, að
Evensen hefur fallið í ónáð hjá
ríkisstjórninni.
Það má fullyrða um Jens
Evensen, að hann hafi verið
mesti sáttasemjari á hafréttar-
ráðstefnunni. Hann hefur verið
formaður margra undirnefnda,
formlegra og óformlegra, sem
hafa unnið að málamiðlun og
náð samkomulagi um mörg
helztu ágreiningsefni. Staða hans
hefur verið slík, að hann virðist
bæði hafa haft trúnað þróunar-
ríkjanna og iðnaðarveldanna.
Ástæðan til þess, að Evensen
hefur fallið í ónáð, er ekki sú, að
hann hafi misstigið sig á sviði
hafréttarmálanna. Hins vegar
hefur hann látið uppi skoðun á
varnarmálum Noregs, sem ekki
samrýmist stjórnarstefnunni.
Þetta gerði hann án þess að hafa
áður samráð við ríkisstjórnina.
Hann er talinn hafa brotið af
sér sem embættismaður á þenn-
an hátt.
Þetta gerðist 8. október síðast-
liðinn, þegar Evensen flutti ræðu
á ársþingi Norsk Kjemisk Indu-
stri-arbeiderforbund. Þar lýsti
hann í fyrsta lagi þeirri skoðun
sinni, að Norðurlönd ættu að
vera yfirlýst svæði þar sem stað-
setning kjarnorkuvopna væri
ekki leyfð. í öðru lagi lýsti hann
sig andvígan því, að komið yrði
upp bandarískum vopnabúrum í
Noregi á vegum Nato. Hann
gekk meira að segja svo langt að
kalla slíkt vopnabúr Nato-
herstöð, en slíka nafngift hefur
ríkisstjórnin viljað forðast.
Knut Frydenlund utanríkis-
ráðherra lýsti strax óánægj u sinni
yfir þessum ummælum Evens-
ens, þar sem hann sem embættis-
■ Knut Frydenlund.
maður hefði ekki ráðgast við sig
áður. Gottorm Hansen, forseti
þingsins, sagði að Evensen ætti
að fara tafarlaust úr Verka-
mannaflokknum. Reiulf Steen,
formaður Verkamannaflokks-
ins, sagði, að ummæli Evensens
væru allt annað en jákvæð.
Tónninn hjá stjórnarandstæð-
ingum var ekki betri. Káre
Wiiloch, leiðtogi íhaldsflokks-
ins, sagði, að Evensen ætti tafar-
laust að fá sér aðra atvinnu. Lars
Korvald, leiðtogi Kristilega
flokksins, sagði, að Evensen
hefði rekið rýting í bak ríkis-
stjórnarinnar og Verkamanna-
flokksins. Þá sagði Korvald, að
bollaleggingar um kjarnorku-
vopnalaust svæði, ættu ckki rétt
á sér ncma citthvað kæmi á móti.
ÞAÐ ER tvímælalaust, að
þessi ummæli Evensens hafa
komið ríkisstjórnirini mjög illa.
Ríkisstjórnin á nú í viðræðum
við Bandaríkin og Nato um að
komið verði upp vopnabúri í
Noregi, þar sem geymdur verði
vopnabúnaður, sem nægt geti
allstóru herfylki. Meðal vinstri
arms Verkamannaflokksins sæta
þessar ráðagcrðir harðri and-
spyrnu.
Upphaflega var talað um, að
slíku búri yrði komið upp í
Norður-Noregi, en það þótti við
nánari athugun of mikil ögrun
við Rússa, og er því rætt um það
nú að staðsetja það í Þrænda-
lögum. Slíkt þykir þó ann-
mörkum háð, því að flutningar
þaðan til Norður-Noregs eru
bundnir ýmsum annmörkum.
Evensen vildi í fyrstu lítið
segja um uppþot það, sem leiddi
af ummælum hans. Hann vildi
aðeins bæta því við, að hann áliti
tímabært að ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins stofnaði afvopn-
unarráðuneyti. Stríðshætta hefði
aukizt í Evrópu og til að draga
úr henni væri miklu gæfulegri
leið að reyna að vinna að afvopn-
un en auknum vígbúnaði.
Svo virðist yfirleitt litið á, að
eftir þessa atburði verði erfitt
fyrir ríkisstjórnina að láta Even-
sen halda áfram formennsku
sendinefndarinnar á hafréttar-
ráðstefnunni. En það mun líka
sæta gagnrýni að láta hann hætta
þar.“
Hér lýkur kaflanum úr erlenda
yfirlitinu 5. nóv. 1980. Niður-
staðan varð sú, að Evensen hélt
formennskunni í norsku sendi-
nefndinni, en áhrif hans virtust
vart söm og áður.
Þórarinn jGj
Þórarinsson,
ritstjori, skrifar jtrÉ