Tíminn - 01.02.1984, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
7
þess að neytendur hafa gert sífellt meiri
kröfur um ormalausan fisk, meiri áhersla
er því lögð a áð finna ormana og tæknin
til þess hefur verið endurbætt, Enn nást
þó ekki allir ormar úr þeim fiski sem
hreinsaður er,
Niðurstöður fræðilegra athugana hér
við land á fjölda hringorma í fiski eru
dregnar saman í skýrslu hringorma-
nefndar frá febrúar 1982. (Sjá töflu). Ef
aðeins er litið á niðurstöður án tillits til
þeirra rannsókna sem að baki liggja,
virðast 9% þorska hafa verið sýktir af
„selormi" um 1937. Tvær kannanir voru
gerðar á árinu 1973 og sýnir önnur
könnunin 55% sýkingu, en hin gefur
72% sýkingartíðni. Samkvæmt niður-
stöðum Erlings Haukssonar, líffræðings
hringormanefndar, frá 1980-1981 var
sýkingartíðni þá 71%. Hérerþó ekki öll
sagan sögð, því aðferðirnar sem notaðar
voru við gagnaöflun í ofangreindum
rannsóknum voru mismunandi. Enginn
munur kemur fram á annarri könnuninni
frá 1973 og þeirri frá 1980-1981, en ekki
er ólíklegt að þessar tvær kannanir séu
einna sambærilegastar.
Erlingur Hauksson slær þann varnagla
í ofangreindri skýrslu, að mismunandi
söfnun og úrvinnsla sýna gæti haft veru-
leg áhrif á þær niðurstöður sem hér um
ræðir, og hann telur ennfremur að
jafnan eru taldir mestir sökudólgar hér
við land, eru t.d. langalgengastir við
vestan- og norðvestanvert landið (sjá
mynd3).
Selir eru ekki nema einn þáttur af
mörgum sem gætu haft áhrif á tíðni
hringorma í fiski. í skýrslu sinni frá
hann beint til sela og það er þá fjölgun
sela, sérstaklega útsela, hér við land sem
gerir það að verkum að hann verður
algengari í þorski og öðrum fisktegund-
um."
Hér fullyrðir líffræðingurinn miklu
meira en tiltæk gögn gefa tilefni til og
má búast við hækkun á hringormatíðni í
aflanum, þar sem sóknin hefði aukist í
þá þorska, sem að jafnaði eru sýktastir
af hringormi. Á þennan hátt má vænta
vegulegra breytinga á hringormasýkingu
þorsks í afla, án þess að þær megi rekja
á nokkurn hátt til sela.
MYNO 2: Ur skýrslu Erlings Hauks-
sonar febr. 1982, bls. 28: Prós-
entuvis sýking aldursflokka þorsks
af selormslirflum í fiskholdi. Svæð-
askiptingin er sýnd á mynd 3. o
merkin sýna sýkingu við Suðurland,
en þar er fullorðinn þorskur mun
minna sýktur en annars staðar við
landið, þrátt fyrir mikinn f jölda sela,
sjá svæði 7 á næstu mynd ■ og ☆
eru merki á Austur- og Norðaust-
urlandi. Hringormasýking þar er
svipuð og á öðrum hafsvæðum,
þrátt fyrir að þar sé mun minna af
sel, en annars staðar við landið (sjá
næstu mynd). Heila linan sýnir prós-
ent sýkingu aldursflokka af þorski á
íslandsmiðum, en hringormasýking
eykst með aldri upp í 4-5 ára en
minnkar þá, líklega vegna gangna
hringormalausra þorska frá Græn-
landi. Ef enginn grænlenskur fiskur
gengur til landsins og aðeins veiðist
íslenskur, sýktur fiskur þá ætti
hringormasýking að fylgja brotnu
línunni. Það hversu mikill hringorm-
ur er í afla íslenskra skipa er háð
stærð þorskanna í aflanum og hvort
fiskurinn er af íslenskum eða græn-
lenskum uppruna. Á hvoru tveggja
geta orðið sveiflur sem koma fram
í breyttri hringormatiðni, án tillits til
fjölda sela við landið.
ERNDARRADS UM HRINGORMA
OGSEU
niðurstöðurnar bendi til þess að hring-
ormasýking hafi aðeins lítillega aukist
allra síðustu árin (sem þó verður að telja
vafasamt, sbr. það sem að ofan er sagt).
Öllu þessu er þó sleppt, þegar upplýsing-
um er komið í fjölmiðla, en fullyrðingar
um hina geysilegu aukningu á hring-
ormasýkingu þorsks síendurteknar. Hið
rétta er að ekki hafi verið færðar óyggj-
andi sannanir fyrir aukningu hringorma
í þorski, hins vegar er ljóst, að vandamál
fiskiðnaðarins vegna hringormasýkingar
fisks er gífurlegt.
Þáttur sela í hringorma-
sýkingu þorsks
Talsmenn hringormanefndar fullyrða,
að hringormasýking hafi aukist og að
aukninguna megi rekja beint til fjölgun-
ar sela. Á sama hátt og draga má í efa
fullyrðingar um aukna hringormasýk-
ingu, má véfengja fullyrðingar um auk-
inn fjölda sela. Gögnin sem að baki
liggja eru hvorki fullnægjandi né afger-
andi. Þá fullyrðir formaður hringorma-
nefndar, að beint samband sé á milli
selafjölda og hringormatíðni á hverju
svæði, hérlendis og erlendis. í þessu
sambandi er fróðlegt að bera saman
aðstæður við ísland annas vegar og við
Grænland og Bretland hins vegar. Við
Grænland er mikill selur en hringormur
finnst þar vart í fiski. Hringormasýking
þorsks við Bretland virðist miklu minni
en hér við land, þótt selastofnar þar séu
margfalt stærri. í grein, sem gefin var út
árið 1977 af Alþjóðahafrannsóknaráð-
inu og skrifuð er af tveimur skoskum
vísindamönnum, kemur fram hve sel
hefur fjölgað við Bretland. Um miðjan
sjöunda áratuginn voru við Bretland um
20.000 útselir en um 18.000 landselir.
Nálægt tíu árum síðar var talið að útselir
væru orðnir 69.000 en landselir 15.000.
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinn-
ar í Aberdeen sýna, að sýking þorsks af
„selormi" er svipuð og hún var á sjöunda
áratugnum, þrátt fyrir meira en þreföld-
un á fjölda útsela. Skosku vísinda-
mennirnir taka líka fram, að ekkert
bendi til að hringormasýkingin skaði
fiskinn eða valdi dauða hans. 1 greininni
kemur fram, að mikil aukning hefur
orðið á Anisakis hringormasýkingu í
fiski í kring urn Bretland. Sú sýking
kemur sei ekkert við, vegna þess að selir
eru ekki lokahýsla Anisakishringorma.
Hér við land benda rannsóknir Erlings
Haukssonar til þess að minnst hring-
ormasýking í þorski sé við suðurströnd
landsins, en annars staðar við landið er
hún meiri og lítill sem enginn munur á
milli landshluta (sjá mynd 2). Þetta er
svo þrátt fyrir það, að selir eru mjög
misalgengir við strendur landsins og
mun algengari við suðurströnd en við
norður- og austurströndina. Utselir, sem
MYND 3: Útbreiðsla landsels og utsels við strendur landsins.
(Erlingur Hauksson, nóv. 1980)
febrúar 1982 nefnir Erlingur Hauksson
aðra þætti sem þarna gætu haft áhrif s.s.
hafstrauma og gerð strandarinnar. Síðan
segir orðrétt á bls. 16:
„Millihýslarþurfa að vera fyrir hendi
helst í miklu magni. Þeir þurfa að safna
í sig lirfum hringormanna vegna fæðu-
vals síns og vera sjálfir mikilvæg fæða
fyrir aðra millihýsla og lokahýsla. Fæðu-
val þeirra tegunda, sem taka þátt í
hringrásinni, gegnir því lykilhlutverki í
hringrásinni."
Sami maður og þetta skrifaði var í
útvarpsfréttum 3. des. sl. spurður hver
væri ástæðan fyrir því að hringormur
breiddist út og svaraði þá orðrétt:
..Þetta er hinn s.k. selormur sem er í
þessum fisktegundum og það má rekja
hefur gleymt því sem hann hafði áður
ritað.
Rannsóknir Erlings Haukssonar
benda til þess að hringormasýking
þorsks vaxi eftir því sem hann eldist og
nái hámarki um 5 ára aldur, en eftir það
dragi jafnvel úr henni (sjá mynd 5). Er
þetta talið stafa af því að hringormalaus
þorskur gengur frá Grænlandi og bland-
ast hinum sýkta íslenska stofni. Göngur
þorsks frá Grænlandi eru bæði misstórar
og stopular. Ljóst er, að bregðist slíkar
göngur, þannig að hærra hlutfall veiðist
af íslenskum fiski en áður, þá eykst
hringormasýking í aflanum. Hið sama
gæti gerst ef breyting verður á stærð
veiddra fiska. Ef meira veiðist af 4-5 ára
fiski en minna af 7-8 ára fiski en áður,
Hringormar
og vöxtur fiska
í Morgunblaðinu 9. des. sl. er haft
orðrétt eftir formanni hringormanefnd-
ar:
„Það getur dregið úr vexti fiska að
sýkjast stöðugt af selormum, en þeir
hringormar, sem þrífast í innyflum, hafa
meiri áhrif á vöxtinn samkvæmt rann-
sóknum".
Ekki er Náttúruverndarráði kunnugt
um neinar rannsóknir, sem benda til
þess að „selormur dragi úr vexti fiska.
E.t.v. er formaður hringormanefndar
hér að vitna til margra áratuga gamalla
athugana á allt öðrum hringormi (Con-
tracoecum aduncum) en hér um ræðir,
og er ekki vitað til þess að sá ormur sé
til vandræða hér.
„Vísindalegar
rannsóknir“
Formaður hringormanefndar hefur
tekið það fram í fjölmiðlum að mikið
vísindastarf hafi verið unnið hérlendis
áður en aðgerðirnar hófust til fækkunar
sel og að allir hefðu getað fylgst með
þeim rannsóknum. Hvað þessi atriði
varðar skal bent á eftirfarandi: Hring-
ormanefnd var skipuð í ágúst 1979 og í
nóvember sama ár skilaði líffræðingur
nefndarinnar skýrslu: „Staða rannsókna
varðandi hringormanvandamálið í árs-
lok 1979 og áætlanir um frekari rann-
sóknir". Lokakafli skýrslunnar hefst á
eftirfarandi hátt (bls. 9, leturbreytingar
Náttúruverndarráðs): „Eins og fram hef-
ur kpmið hér að framan, eru rannsóknir
varðandi hringormavandamálið yfir-
gripsmiklar og munu krefjast mikils
tíma, en slíkt er nú yfirleitt einkennandi
fyrir vistfræðilegar rannsóknir. Vegna
fyrirhugaðra aðgerða til fækkunar sel, er
vert að hafa það í huga að öll mál sem
varða sel og selarannsóknir verða í
brennipunkti. Selir eru þau sjávarspen-
dýr sem allur almenningur kemst í hvað
nánasta snertingu við, úti í náttúrunni
eða í sædýrasöfnum. Allar aðgerðir
gagnvart sel sem ekki eru studdar vís-
indalegum rökum af niðurstöðum rann-
sókna á líffræði íslenskra sela, munu því
væntalega hljóta talsverða gagnrýni
Náttúrvendarráðs, náttúruverndarsam-
taka og jafnvel þorra almennings í
landinu. Þetta gerir það að verkum að
nauðsynlegt er að stunda alhliða líffræði-
rannsóknir á selastofnunum hér við
land, svo mögulegt sé að veita haldbær
svör við gagnrýni andstæðinga aðgerð-
anna.“
Þessi tilvitnun sýnir glögglega, að
þegar á árinu 1979 var búið að ákveða
að fækka selum. Selarannsóknir þær.
sem hringormanefnd hefur staðið fyrir
hófust í sama mánuði og ofangreindri
skýrslu var lokið. Má því nánast halda,
að rannsóknirnar hafi verið aukaatriði.
Nokkrar skýrslur hafa verið settar
saman á vegum hringormanefndar um
þær rannsóknir sem gerðar hafa verið.
Furðu vekur hversu mikil tregða er í
dreifingu skýrslnanna. Náttúruverndar-
ráð hefur þó fengið aðgang að skýrslun-
um, en ýmsar rannsóknastofnanir hins
vegar ekki. Óheimilt er að vitna til
þessara skýrslna nema með leyfi höfund-
ar, starfsmanns nefndarinnar. Það leyfi
fékkst til þess að vinna þá grein, sem hér
er birt, en ein skýrsla var þó undanþegin.
Spurningar hljóta að vakna. Hvað er
verið að fela? Er eðlilegt að nefnd, sem
skipuð er af opinberum aðilum, geti
neitað landsmönnum um aðgang að
rannsóknum á náttúru landsins, rann-
sóknum sem hún byggir umdeildar að-
gerðir á, aðgerðir á náttúrinni sem koma
öllum landsmönnum við?
Ný lög og auknar
rannsóknir
Náttúruverndarráð vill ítreka þá
skoðun sína, að brýna nauðsyn ber til að
sett verði hið fyrsta lög um selveiðar við
ísland, er tryggi fullnægjandi stjórnun
þessara vciða. Ráðið telur rétt í því
sambandi, að sjávarútvegsráðuneytið
hafi yfirumsjón mála er selveiðar varða.
Þá er eðlilegt að Hafrannsóknastofnun
annist rannsóknir á selum aðöðru jöfnu,
en fylgist að öðrurn kosti náið með
rannsóknuin. er aðrir kunna að hafa
með höndum. Hyggilegt væri að koma á
fót sérstakri nefnd er væri til aðstoðar
sjávarútvegsráðuneytinu um allt er varð-
ar stjórnun og skipulag selveiða, en í
slíkri nefnd ætti m.a. að sitja fulltrúar
náttúruverndarráðs, Hafrannsókna-
stofnunar og hagsmunaaðila.
Ofangreint fyrirkomulag mundi stuðla
að því að selveiðar yrðu undir ströngu
eftirliti. Jafnframt tryggði það ítarlega
umfjöllun um þessi mál bæði frá fræði-
legu sjónarmiði og frá sjónarmiði nátt-
úruverndar, en á hvort tveggja hefur
verulega skort frá því að hringorma-
nefnd hóf afskipti sín af selveiðum.
Náttúruverndarráð vill að lokum taka
það fram, að það er að sjálfsögðu ekki
andvígt skynsamlegri nýtingu sela hér
við land. Hins vegar vill ráðið enn vara
við ótímabærum og hæpnum aðgerðum
til fækkunar sela. Eins og fram hefur
komið hér að framan er þörf miklu meiri
rannsókna á fjölmörgum atriðum, er
snerta hringormavandamálið. Þegarhaft
er í huga hversu gífurlegir hagsmunir
eru hér í húfi verður það og að teljast
nauðsynlegt að veita miklu fjármagni til
hnitmiðaðra rannsókna.