Tíminn - 01.02.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1984, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gístason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðnl Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavlk. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð f lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Verkfallid í Straumsvík ■ Það hefur verið ljóst af skrifum Þjóðviljans um lengra skeið, að hinar miklu kaupkröfur starfsmanna við álbræðsl- una hefðu pólitískan tilgang. Tilgangurinn var sá, að knýja erlendan aðila, sem hefur takmarkaðan áhuga varðandi íslenzk efnahagsmál, til að semja um miklu meiri kauphækkun en íslenzk fyrirtæki gætu risið undir. Pessa kauphækkun átti síðan að nota sem fyrirmynd ti! að knýja fram hliðstæða hækkun á hinum almenna vinnumarkaði. Tækjust þessar fyrirætlanir, sem Þjóðviljamenn hefur dreymt um undanfarnar vikur, myndi sá árangur, sem náðst hefur í viðureigninni við verðbólguna, verða fljótt að engu. Verðbólgan færi aftur upp í 130%, eins og hún var þegar núverandi stjórn kom til valda, vextirnir færu upp í 50-60%, hallinn á viðskiptum við útlönd myndi vaxa stórlega að nýju. Verst af öllu væri þó það, að atvinnuleysið myndi margfaldast. Fjöldi fyrirtækja gæti ekki risið undir hinum háu kaupgreiðslum og hættu rekstri að mestu eða öllu. Vafalítið hafa margir af starfsmönnum álversins ekki gert sér grein fyrir þessum afleiðingum, þegar útsendarar Alþýðubandalagsins hafa verið að hvetja þá til verkfalls- ins. Þegar þetta er ritað, er ekki séð hvernig kaupdeilunni í Straumsvík lýkur. Pað er hins vegar sjáanlegt hvað verður, ef fallizt yrði á kaupkröfurnar. Þá myndi skapast hér það upplausnarástand óðaverðbólgu og atvinnuleysis, sem róttækustu leiðtoga Alþýðubandalagsins hefur dreymt um. Verkfallið hefur þegar haft eina sögulega óhjákvæmi- lega afleiðingu. Pað hefur verið æskilegt takmark, að útlend stórfyrirtæki, sem hér stunduðu atvinnurekstur, væru ekki aðilar að samtökum vinnuveitenda, sem semdu um kaup og kjör. Þetta var þó því aðeins mögulegt, að verkalýðssamtökin misnotuðu ekki þessa aðstöðu til að gera verkföll hjá slíkum fyrirtækjum og reyndu að knýja fram kauphækkan- ir hjá þeim áður en íslenzkir aðilar vinnumarkaðarins semdu um kaup og kjör. Með þessu móti var hægt að skapa fordæmi, sem hefði óheppileg áhrif á samninga hinna íslenzku aðila. Samningar við hina erlendu aðila þyrftu að fara í kjölfar hinna almennu samninga og miðast við þá, að svo miklu leyti sem hægt væri. Með Straumsvíkurverkfallinu nú hefur þessi regla verið brotin, eða a.m.k. gerð tilraun til að brjóta hana. Eðlileg afleiðing af því er sú, að komið sé á þeirri skipan að samið sé nokkurn veginn samtímis bæði við íslenzka og erlenda aðila. Svipað gildir um ríkisfyrirtækin. Pannig verður að koma í veg fyrir hin tíðu skæruverkföll, sem leiða af því, að ekki er reynt að semja við alla í einu lagi. Pað má deila um, hversu heppilegt sé að álbræðslan eða ríkisfyrirtækin séu aðilar að samtökum atvinnurekenda. Verkfallsvopninu hefur hins vegar verið beitt þannig, að hjá þessu verður vart komizt. Leiðtogar launþegasamtakanna bera því mesta ábyrgð á þessari þróun umræddra mála. Straumsvíkurverkfallið nú hefur rekið smiðshöggið á verkið. Það er ekki hægt að búa við það ástand, að verkfall hafi verið við álbræðsluna í gær, hjá einkafyrirtækjum í dag og við ríkisfyrirtæki á morgun. Það verður að reyna að tryggja meiri ró á vinnumarkaðinum, sem yrði til hags fyrir alla. Þ.Þ. á vettvangi dagsins Selveiðar hringormanefndar Fyrir rúmlega fjórum árum skipaði þáverandi sjávarútvegsráðherra hring- ormanefnd. I henni eiga sæti fram- kvæmdastjórar fimm stórra fiskverkun- ar- og útflutningsfyrirtækja auk for- manns nefndarinnar Björns Dagbjarts- sonar, forstjóra Rannsóknastofunar fiskiðnaðarins. Hafrannsóknastofnun á engan fulltrúa í nefndinni, né heldur aðrar náttúruvísindastofnanir. Þrátt fyr- ir að í hringormanefnd séu nær eingöngu hagsmunaaðilar í fiskiðnaði en enginn náttúruvísindamaður, er nefndinni ætlað skv. skipunarbréfi frá ráðherra „... að hafa yfirumsjón með rannsóknum, sem þegar eru hafnar á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar á selastofnum við ísland." Vorið 1982 hóf hringormanefnd greiðslur verðlauna til örvunar selveiða. Fengu menn greitt fyrir kjálka sela og árið 1982 greiddi hringormanefnd fyrir 4500 kjálka, þar af voru 3400 úr kópum. í ár voru selveiðigreiðslur með þeim hætti, að ýmist var borgað fyrir kjöt eða kjálka. Svipaður fjöldi dýra mun hafa veiðst og í fyrra, en hlutfallslega fleiri fullorðin dýr. Fjöldi felldra dýra er meiri en tölur hringormanefndar segja til um, því nokkur brögð eru að því, að selir MYND 1: Lífsferill „selormsins" er flókinn. Ormurinn verður kynþroska i sel og egg hans ganga niður af selnum með saur. Talið er, að eggin berist í krabbadýr og klekist þar út, berist í fiska þegar fiskarnir éta krabbadýrin og síðan í sel þegar selur étur fiskinn. Hringormanefnd einblínir á selinn sem orsakavald hringorma í fiski, en „gleymir" hinum hluta lífsferilsins. Mjög lítið er vitað um þau krabbadýr sem hringormurinn notar sem millihýsla, en þau dýr verður þorskurinn að éta til að í hann berist ormur. GREINARGERD NÁTTÚRUV sem skotnir eru á sundi, sökkvi og veiðimenn nái þeim ekki. Ályktun Náttúruverndar ráðssumarið 1982 Aðgerðir hringormanefndar til örvun- ar selveiða hafa hlotið mikla gagnrýni. í júlí 1982 sendi Náttúruverndarráð frá sér ályktun og óskaði eftir að ríkisstjórn- in hlutaðist til um að verðlaunaveiting- um hringormanefndar yrði hætt. Átaldi ráðið þau vinnubrögð hringormanefndar að hrinda slíkum aðgerðum í framkvæmd, án þess að leitað væri álits aðila og stofnana sem málið snertir, svo sem hafrannsóknastofnunar og Náttúru- verndarráðs. Ráðið beindi þeim eindregnu tilmæl- um til ríkisstjórnarinnar, að hún beitti sér fyrir setningu laga, er tryggðu að mál sem þetta fengi eðlilega umfjöllun stjórnvalda. Náttúruverndarráð benti á, að enn væri margt á huldu um tengsl sela við hringormavandamálið, og tæpast væri unnt að fullyrða nokkuð um hvaða áhrif fækkun sela hefði á hringormasýkingu þorsks hér við land. Selatalningar undanfarinn áratug eru ekki það ná- kvæmar að unnt sé á grundvelli þeirra að fullyrða, að selum hafi fjölgað á því tímabili. Öll tækni við ormaleit hefur verið bætt á undanförnum árum og hefur leitt til þess að fleiri ormar finnast nú en áður. Hins vegar verður ekki séð, að óyggjandi sannanir liggi fyrir um aukn- ingu á ormasýkingu þorsks hér við land. Allt þetta gefur tilefni til þess að draga mjög í efa, að tímabært sé að hefja aðgerðir til fækkunar sela hér við land. Náttúruverndarráð benti einnig á, að skotmenn valdi fólki óþægindum, hafi truflandi áhrif af uglalíf og að rotnandi selskrokkar í fjörum séu auk þess að vera hvimleiðir fólki, hættulegir örnum, sem í þeim geta mengast af grút og drepist. Náttúruverndarráð ítrekar hér með þessa ályktun. Um leið skulu nokkur ofangreind atriði nánar rædd og gerðar athugasemdir við sumt af því sem komið hefur frá hringormanefnd og öðrum hagsmunaaðilum í sjávarútvegi á undan- förnum vikum, en þargætirvíðaeinföld- unar og rangfærslna um seli og hring- ormasýkingu fiska Almennt um hringorminn Sá hringormur sem mestum skaða veldur íslenskum þorskiðnaði ber fræði- heitið Phucanemadecipiens. Hann verð- ur kynþroska í sel og egg hans ganga niður af selnum með saur. Hvað svo verður um eggin er lítið vitað, og til þess hefur hringormanefnd ekkert hirt um þennan mikilvæga hluta lífsferils hring- ormsins. Talið er, að eggin berist í krabbadýr og klekist þar út, berist í fiska þegar fiskarnir éta krabbadýrin og síðan í sel þegar selur étur fiskinn. (Sjá mynd 1). Þessa tegund hringorms hefur hring- ormanefnd nefnt selorm. Hringormar eru sníkjudýr, þ.e. dýr sem lifa á eða í öðru dýri og taka frá því næringu. Selurinn er Iokahýsill „selormsins", en krabbaciýrin og fiskarnir millihýslar. Venjulega eru sníkjudýr mjög sérhæfð um hýsla, þ.e. þau geta aðeins sýkt dýr ákveðinnar tegundar, en tegundin sem hér um ræðir er óvenju fjölhæf í vali hýsla. Hýslar hafa líka þróað varnir gegn sníkjudýrunum. Oft myndast bandvefs-' hylki umhverfis sníklana, þannigað þeir verða óvirkir og drepast, en slíkt getur tekið nokkurn tíma. Mjög sjaldgæft er. að sníkjudýr drepi hýsla sína. Það væri í raun dauðadómur yfir þeim sjálfum, því án hýslanna fá þau ekki lifað. Sýking af völdum sníkjudýra er, eins og aðrar sýkingar, hættulegust þeim einstaklingum sem af einhverjum ástæð- um eru veikir fyrir, t.d. vegna vannæri- ngar eða sjúkdóma. Sýking af völdum sníkjudýra er, eins og aðrar sýkingar, hættulegust þeim einstaklingum sem af einhverjum ástæð- um eru veikir fyrir, t.d. vegna vannær- ingar eða sjúkdóma. Hefur hringormum í fiski f jölgað? Fullyrt hefur verið, að fjöldi hring- orma í fiski hafi stóraukist á síðustu árum. Gögn til stuðnings þessum fullyrð- ingum eru þó ekki sannfærandi. Fleiri hringormar finnast við fiskvinnslu nú en áður, en að hluta til a.m.k. er það vegna Tafla 3. Þróun hringormasýkingar borsks á íslandsmió'um Heimildir TÍmi sýnatöku %- selorms- lirfur sýking Anisakis- lirfur Meóalfjöldi hring- orma í þorski (selorms- og Ani- sakis-lirfur) Kahl 1939** 1937-38? 9,4 8,6 - Cuttinq &. B’urgess 1960 1957-58? 31 ,2 1,5 Platt 1975 1973 55 76 4,8 JÓnhjörn Pálsson 1975 1973 72,1 48,3 7,1 (6,1 + 1,0) Þessi könnun 1980-81 70,6 39,5 9,6 (8,6+1,0) *Tölur Kahl, Cutting og Burgess eru úr Platt (1975, tafla 5). Birtir ekki upplýsingar um fjölda hringorma. Aógreindu ekki selorras- og Anisakis-lirfur. TAFLA: Tafla 3 úr skýrslu Erlings Haukssonar, febr. 1982, bls. 26: Þróun hringormasýkingar þorsks á íslandsmiðum. Fræðilegar kannanir á hringormasýkingu við ísland eru fáar og hafa verið gerðar með mismunandi aðferðum. Ekki er ólíklegt að könnun Jónbjörns Pálssonar sé einna sambærilegust könnun hringormanefndar (1980-81) og mismunur á niðurstöðum þessara tveggja kannanna er ekki tölfræðilega marktækur. Það hafa ekki verið færðar óyggjandi sannanir fyrir aukningu hringorma í þorski hér við land, þótt vandamál fiskiðnaðarins vegna hringormasýkingar sé gifurlegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.