Tíminn - 01.02.1984, Blaðsíða 1
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 1. febrúar 1984
27. tölublað - 68. árgangur
Siðumúta 15-Pósthotf 370 Reykjavík- Rjtstjórn 86300- Augtýsingar 18300- Afgreiðsta og askrift 86300 - Kvötdsimar 86387 og 86306
Álviðræðufundurinri eftir viku:
BLÖNDUVIRKJUN A FULLA
FERD EF VIÐUNANDI RAF-
ORKUVERDSHÆKKUN NÆST!
— gegn vilyrði um 50% stækkun álversins í Straumsvík
■ _ Undirbúningur fyrir næsta ál-
viðræðufund. sem verður í Zúr-
ich þann 8. og 9. þessa mánaðar,
er nú í fullum gangi, og sam-
kvæmt heimildum Tímans þá
mun íslenska stóriðjunefndin
fara með það veganesti út að
leggja megináherslu á hækkun
raforkuverðsins í viðræðunum,
og þá gegn vilyrði fyrir 50%
stækkun álversins í Straumsvík.
Það liggur Ijóst fyrir, að ef
samið verður um stækkun álvers-
ins, þá verður að flýta Blöndu-
virkjun á nýjan leik, og þá mun
ríkisstjórnin leggja höfuðáherslu
á að ef tekið verður viðbótarlán
vegna virkjunarframkvæmda við
Blöndu, þá verði raforkusalan til
ÍSAL að standa undir því láni.
Um þetta mun ríkja algjör
samstaða í ríkisstjórninni, sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
Tíminn aflaði sér í gær. Eiga
menn allt eins von á því að
viðræðurnar í Zúrich beri þann
árangur að samkomulag náist
um stækkun álversins og þá
jafnframt um viðunandi raforku-
verð, en heimildarmenn Tímans
telja að ekki sé aðgengilegt að
semja um lægra raforkuverð en
18 mills KWH.
Það ræðst því eftir viðræðurn-
ar þann 8. og 9. þessa mánaðar
hvort framkvæmdir við Blöndu
fara á fulla ferð, en eins og
kunnugt er var framkvæmdum
við Blöndu frestað um eitt ár,
við afgreiðslu fjárlaga og láns-
fjáráætlun nú í haust.
Tíminn spurði forsætisráð-
herra Steingrím Hermannsson í
gær, hvort það væri alvarlega til
skoðunar hjá ríkisstjórninni að
flýta Blönduvirkjun á nýjan leik,
og sagði hann þá: „Ef viðræðurn-
ar á næstunni leiða til þess að
viðunandi raforkuverð fæst fyrir
stækkun álvers og ákveðið verð-
ur að ráðast í stækkun suðurfrá,
þá er það vissulega til athugunar
að flýta framkvæmdum við
Blöndu, enda ráðgerum við að
raforkuverðið stæði undir þeim
lánum sem taka yrði til slíkrar
virkjunar."
-AB
Óveðrið á suðvesturlandi:
Tjón ríkisins
nálægt ÍO millj.
■ „Tjón það sem þegar Itefur
verið metið, vcgna skemmda
sem urðu í flóðunum miklu á
suðvesturlandi þann 4. og 5.
janúar er metið á um 4.7-5
milljónir króna, en enn er eftir
að meta tjónið á Akranesi,
þar sem það varð hvað mest,
og einnig er eftir að mcta
tjónið á Eiöinu í Vestmanna-
eyjum," sagði Matthías
Bjarnason, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra er Timinn
ræddi við hann í gær. „og það
sem liggur nú á er aö hefja
viðgerðir á þessúfn skemmd-
um.*‘
Matthías sagði að jafnframt
þyrfti að gcra áætlun um upp-
byggingu vitanna tveggja sem
gjöreyðilögðust í ílóðunum, en
það voru vitarnir Miðskersviti
í Borgarfirði og vitinn á Breið-
dalsvík. en ekki lægi sú áætlun
fyrir nú, enda ekki búið aö
ákveða hvort þeir verða staö-
settir á sama stað og þeir voru.
Matthías sagði að bætur
þcssar yrðu að koma úr ríkis-
sjóði, þar sent Viðlagatrygging
bætir aðeins hús og þau rnann-
virki sem eru brunatryggö. Að-
spurður hvort hann teldi að
tjónið í heild, sem ríkissjóöur
vröi að bæta, næði 10 milljón-
um króna. svaraði trygginga-
ráðherra: „Ég vona að það
verði ekki svo mikið, en þaö
verður ekki mikiö undir þvt,
því vafalaust verður um nokk-
,urra milljón króna tjón á Akra-
ftesi að ræða, þegar öll kurl
verða komin til grafar."
Matthías sagðist vonast til
þess að mjög fljótlega yrði
hafist handa við uppbyggingu
þess scm skemmdist i tlóðun-
um, og sagði hann að fjármála-
ráðherra hefði í viðræðum við
sig, eftir ríkisstjórnarfundinn í
gær, sagt honurn að honum
væri Ijós hin brýna þörf á að
hefja viðgerðir hið fyrsta.
-AB
Eimskip
kaupir
sjálft
hluta-
bréf rík-
isins í
fyrir-
tækinu
■ Hlutabréf ríkisins í Eim-
skipafclagi íslands verða seld
nú á næstu dögum, samkvæmt
því sem Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra upplýsti
Tímann í gær, og cr Eim-
skipafélag íslands sjálft kaup-
andi, en það mun síðan ætla að
endurselja hlutabrcfin.
„Ég ætla næstu daga að
ganga frá sölu á hlutabréfum
ríkisins í Eimskipafélagi
íslands," sagði Albert Guð-
mundsson, „en það hefur kom-
ið fram velvilji í ríkisstjórninni
um að þessi bréf verði seld. Ég
tel tilboð það sem gert hefur
verið í bréfin vera aðgengilegt,
og það kemur frá Eintskipafé-
laginu sjálfu, sem síðan hyggst
selja bréfin til íélagsmanna
sinna og starfsmanna." „Ég lít
svo á að þaö sé engin ástæða
fyrir ríkið að ciga Itlut í Eim-
skipj" sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra er
Tíminn ræddi þetta mál við
hann í gær.
- AB.
■ Þrjátíu og níu ára gömul
kona fannst látin í húsi við Njáls-
götu um kl. 19.011 í gærkvöldi.
Ekki er enn vitað um dánarorsök
hennar né með hvaða hætti
dauða hennar bar að höndum en
tveir menn, sem voru í íbúðinni
voru handteknir. Mennirnirvoru
báðir ölvaðir og hafði ekki verið
hægt að taka af þeim marktæka
skýrslu þegar síðast var vitað í
gærkvöldi.
Annar mannanna sem hand-
tekinn var tilkynnti lögreglunni í
Reykjavík atburðinn. Rann-
sóknarlögregla ríkisins fékk mál-
ið til rannsóknar og í samtaii við
Tímann sagði Þórir Oddsson
vararannsóknarlögreglustjóri að
dauðsfallið væri grunsamlegt en
meira væri ekki hægt að segja
að svo stöddu. RLR vann að
vettvangsrannsókn í gærkvöldi
og verður rannsókn haldið áfram
í dag. -GSH