Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 2
GÓÐIRISLENDINGAR og aðrir Islendingar — Eru þetta einkunnarorð þeirra sem vilja óbreytta kjördæma- skipan, og segjast færa þá ösk fram I nafni jafnréttis? ■ Vcstur-Húnvetningar vöktu upp gamlan draug á Alþingi fyrr í þessari viku, er þeir afhentu Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra undirskriftir 660 Vestur-Húnvetninga, þar sem því er mótmælt að þingmönnum verði fjölgað, en samkvæmt frumvarpi að nýrri kjör- dæmaskipan er gert ráð fyrir því að til þess að unnt verði að jafna vægi atkvæða til muna, þótt algjör jöfnun náist ekki, að alþingismönnum verði fjölgað um 3. Það lætur nærri að um 80% Vestur-Hún- vetninga hafi undirritað mótmælin og eru þau borin fram í nafni Landssamtaka um jafnrétti og stjórnarskrá, eins furðu- legt og það kann nú að hljóma, þegar kannað er hvað við er átt - en efni mótmælanna er auðvitað einungis það að viðhalda því misrétti sem viðgengist hefur í kjördæmaskipan hér á landi um langa hríð. Dreifbýlingar eru því eina ferðina enn komnir af stað í vígahug, staðráðnir í því að viðhalda því misrétti sem ríkir í kjördæmaskipan okkar ís- lendinga, þar sem þéttbýlingar þurfa að sætta sig við þá dapurlegu staðreynd, að þeir eru vegnir og léttvægir fundnir, þar sem vægi atkvæða þeirra er. Að þessu sinni fara dreifbýlingar af stað undir vafasömu dulnefni og kenna sig við jafnrétti, þannig að nú er ef til vill enn meiri ástæða en ella, að hafa vakandi auga fyrir áróðri þeirra. Það þarf góðan kjaft til þess að verja slæman málstað, og þá einkunn má ugglaust gefa þeim sem tala gegn því að einn maður eigi að hafa eitt atkvæði, en ekki brot úr atkvæði. Það er ljóst af þessu nýjasta upphlaupi dreifbýlinga að þeir eru stað- ráðnir í að viðhalda misréttinu sem er í núskipan kjördæmamála, enda létu Húnvetningarnir þau orð falla við for- sætisráðherra fyrr í vikunni, að ef þessar undirskriftir þættu ekki næg vísberiding um vilja þjóðarinnar (en Húnvetnin- garnir fullyrtu aðsvoværiljþá vrði slíkrt söfnun haldið áfiam í öðrum lands - hlutum. Við þéttbýlingar bjóðum þá velkomna hingað í Reykjavíkurkjör- dæmi og Reykjaneskjördæmi, í söfnun- arerindum, eða fáum við kannski ekki að vera með? Nýja frumvarpið aðeins skref í rétta átt Auðvitað vilja dreifbýlingar viðhalda því misrétti sem nú viðgengst, og berjast fyrir því að hafa áfram óeðlilega mikil völd og áhrif miðað við atkvæðafjölda. Það má helst ráða af þeirra sjónarmiðum að þeir séu fyrsta flokks íslendingar. Góðir íslendingar, sem þar af leiðandi eigi jú að vega talsvert þyngra en Eyrarbörnin á mölinni - annar flokkur. Eðlilegast sé að telja slíka borgara í kippum þrjá til fimm í hverri kippu, allt eftir því hve skaðsemi þéttbýlisins hefur reynst mikil hverju sinni, en mest er hún að sjálfsögðu í Sódómu Suðvesturhorns- ins. Það er söguleg staðreynd að enginn afsalar sér ótilneyddur áhrifum og völdum, og það munu dreyfbýlingar ekki heldurgera nú. Nýja frumvarpið um kjördæmaskip- an er ekki það „byltingarkennt“ að það tryggi hverjum landsmanni eitt heilt og óskipt atkvæði, síður en svo, en það er hins vegar skref í rétta átt, dregur úr því misrétti sem nú tíðkast, þannig að ef það verður að lögum, þá þarf ekki nema (!) tæpa 3 Reykvíkinga til þess að vega upp á moti einu atkvæði Vestfirðinga, en eins og skipanin er í dag, þá þarf 5 Reykvíkinga til þess að vega upp á móti einum Vestfirðingi, hvort sem um óbreyttan Vestfjarðakjördæmismann er að ræða, eða sterl an Strandamann. Það er því Ijóst að cnn vantar mikið á, að algjör jöfnuður náist, þótt nýja frum- varpið verði að lögum, og raunar liggur það fyrir, að algjör jöfnuður mun ekki nást, fyrr en komið verður á einmenn- ingskjördæmum. Málþóf verður mikið Nú er ekki að efa, að fyrst Húnvetn- ingarnir komu á nýjan leik þessum draugagangi af stað í Alþingi, og mikið á eftir að ræða málið, rétt einu sinni, og eiga þingmenn þeir sem sjá fram á að tapa þingsæti, samkvæmt nýrri kjör- dæmaskipan eftir að halda uppi miklu málþófi í þingsölum. Ef þeir gera það ekki, þá er þeim illa brugðið. Það verður að teljast líklegt að málflutningur þess- ara þingmanna verði eitthvað í þá veru að þeirra eigin þingsæti skipti að sjálf- sögðu engu máli í þessu máli, það sé réttur dreifbýlinga sem sé fyrir borð borinn hér og þar, og það þurfi að leiðrétta, áður en farið verði að hugsa til þess að jafna vægi atkvæða. Þetta hefur iðulega heyrst frá blessuðum mönnun- um, þar á ekkert lát eftir að verða á. Þeir munu halda því á lofti að þeir þurfi að greiða hærra orkuverð en þéttbýlingar, þeir hljóti ekki sömu þjónustu og þétt- býlingar, þeir hafi ekki menntastofnanir heima í héruðum eða bæjum, Reykjavík miðstýri öllu landinu, þar sé fram- kvæmdavaldið, löggjafarvaldið, miðstöð fjölmiðlunar, miðstöð menningarlífs o.fl. o.fl. o.fl. Það sé því ekki nema rétt og skylt að þéttbýlingar, sem fá að eyða ævinni við þessar unaðssemdir þéttbýlis- ins, greiði fyrir það, með því að vera ekki metnir sömu þungavigtarmennirnir og kjarnalandmn í dreifbýlinu, þegar þeir eru vigtaðir á vogarskálum atkvæð- isþungans. Pólitíkusarnir eiga án vafa eftir að fela merkingu orða sinna í miklu masi og fjasi, en ég giska á að þegar verður búið að nema umbúðirnar á brott, þá verði þetta það sem eftir stendur. Það væri nú þokkalegur fjandi, ef 60% þjóðarinnar (Reykvíkingar og íbú- ar Reykjaneskjördæmis) hefðu einhver áhrif á það hvernig opinberum gjöldum þeirra er varið. Eins og það komi þeim nokkuð við að hundruðum milljóna er ausið í að halda gangandi fyrirtækjum af byggðalegu sjónarmiði eingöngu, aldrei nema þeir hafi greitt eins og 60% af þessum hundruðum milljóna í ríkiskass- ann. Hvað kemur þeim við þótt Þormóð- ur rammi og frystihúsið á Patreksfirði þurfi feiknarlega stór og þykk pennastrik frá Albert, ef ekki á að láta fyrirtækið rúlla? Hvað kemur þeim það við þótt Þórshafnartogaraævintýri, Kröfluævin- týri, og hverskonar óráðssíuævintýri fái að endurtaka sig? Ekki nokkurn skapað- an hlut, þessu eiga dreifbýlingar að ráða í krafti styrkleika atkvæða sinna. Málið í hnotskurn dreifbýlismanna Það verður að viðurkennast að hann Aðalbjörn Benediktsson frá Hvamms- tanga, sem hafði orð fyrir þeim Vestur- Húnvetningum, þegar mótmælaundir- skriftirnar voru afhentar forsætisráð- herra nú í vikunni, sýndi blaðamanni Tímans málið í hnotskurn dreifbýlis- manna, er hann ræddi við hann: Aðalbjörn var spurður hvort hann hafnaði röksemdum stjórnarskrárnefnd- ar fyrir fjölgun þingmanna um 3: „Það eru ekki miklar röksemdir með því að fjölga þingmönnum, og hvað jöfnun á vægi atkvæða snertir, þá lítum við svo á, að það þurfi að jafna fleira en atkvæða vægi, “ sagði Aðalbjörn. Aðalbjörn var spurður hvort þeir Vestur-Húnvetningar væru reiðubúnir til þess að standa að annars konar kjördæmabreytingu, þar sem vægi at- kvæða yrði jafnað með fækkun þing- manna, þ.e. að þingmönnum dreifbý- lustu kjördæmanna fækkaði: „Við vilj- um ekki taka vægi atkvæða úr sambandi. Við viljum taka á þessu f einni heild, þannig að réttur fólksins úti á lands- byggðinni sé tryggður líka,“ sagði Aðal- björn. Og hvað átti Aðalbjörn við með þessum orðum sínum? „Það á að láta fólkið úti á landsbyggðinni fá meiri rétt, meiri þjónustu. Til dæmis er ábótavant úti á landi, að við höfum ekki aðstöðu til þess að mennta okkar fólk, hvorki unglinga, né eldra fólk. Það er ekki jafnrétti að við verðum alltaf að senda þetta fólk hingað suður. Það er ekki heldur jafnrétti á sviði orkumála, þar sem fólk úti á landsbyggðinni þarf að greiða hærra raforkuverð en Reykvík- ingar. Þá eru samgöngur hjá okkur úti á landi iðulega slæmar og víða er heil- brigðisþjónustu ábótavant." - Aðalbjörn drepur hér á helstu vankanta þess að vera búsettur úti á landi, en er slík upptalning næg ástæða til þess að hafna breytingu í umbótaátt, sem felur í sér aukin mannréttindi meiri- hluta þjóðarinnar? Breytingu sem nálg- ast það að fslendingar verði allir jafnrétt- háir til þess að hafa áhrif á gang mála í landi sínu? Auðvitað næst algjör jöfnuð- ur ekki fyrr en einmenningskjördæmum verður komið á - einn maður eitt atkvæði, en nýja kjördæmafrumvarpið gerir ráð fyrir málamiðlun í umbótaátt, sem þéttbýlingar geta sætt sig við, þó að þeir séu engan veginn hrifnir af því að enn þurfi 3 Reykvíkinga til þess að hafa í einn Vestfirðing að segja. Þeim finnst það einfaldlega skárri kostur, en að það þurfi 5 þeirra til þess að geta staðið jafnfætis Strandamanninum sterka. Vissulega er úrbóta þörf á mörgum sviðum úti á landi - það vita allir. En þær úrbætur fást ekki fram með því að viðhalda því réttleysi sem látið er við- 'gangast með því að stór hluti þjóðarinn- ar hefur skertan atkvæðisrétt. Ef ein- hverjar úrbætur fást fram í skjóli þessa réttleysis, þá eru þær sömu úrbætur illa fengnar. Vonandi verður það ofarlega í huga dreifbýlisþingmanna þegar frum- varpið verður afgreitt, hvenær sem það nú verður. Þá verður vonandi minni ástæða til þess að núa dreifbýlingum því um nasir, að þeirra einkunnarorð séu: Góðir íslendingar og aðrir íslendingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.