Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 22
22
SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1984
Svona á
að lifa
af atóm-
stríðið!
Neðanjarðarbyrgi eru nú
reist víða í Evrópu til
nota í kjarnorkustríði.
En koma þau að
mikln gagni?
■ Skýlin rúma aðeins þriðja hvern borgara og örtröðin yrði efalaust ægileg á stund neyðarinnar.
■ „Hérna er draugaborgin okkaH' í rökkrinu
glóa augun i herra Köhler, eins og á þau slái
fosfórbjarma, það glóir á rendur á kuldalegu
steinsteypuloftinu. í grængulri birtu liggur
leiðin eftir löngum og eyðilegum göngum og
gengið er niður tröppur, dýpra niður. Línur
eru málaðar á veggina, þær liggja yfir dyr þar
sem £ér inn í þyottaklefa með óbrjótanlegum
málmspeglum á vegg. í öðrum skálum eru
kojur úr málmi með ábreiðum á. „Skýlisvörð-
ur“ er ritað með sjálflýsandi stöfum á stáldyr
einar. „Hér getum við hýst 1447 manns,“
segir fylgdarmaður okkar, skýlisvörðurinn
Wilhelm Köhler. Hann er viðbúinn sjálfum
dómsdeginum. „Við höfum hér sekki undir
lík. Þeim fylgir nokkuð af klórkalki, til þess að
eyða lykf'
■ William Köhler, skýlisvörður, með poka þá sem ætlaðir eru undir lík.
Þeim fylgir skammtur af klórkalki, til þess að eyða lykt. í skýlinu er pláss
fyrir 1447 manns.
Við erum staddir í undirheimum, - í
opinberu öryggisskýli við Hachmann-
platz, djúpt undir brautarstöðinni í
Hamborg. Hér eru geymdir ýmsir bún-
ingar, hvítar svuntur handa hjúkrunar-
konum og gráar fyrir eldabuskur. Hér
eru geigerteljarar og gasgrímur og 3000
rúllur af klósettpappír, hver með 400
blöðum, eins og það er svo nákvæmlega
orðað í reglunum. Nokkrum kílómetr-
um fjær undir brautarstöðinni við Reep-
erbahn eru bleyjur og barnaleikföng í
stórum hrúgum. Þarna eru líka ýmsar
neyðarbirgðir í pappakössum og á kass-
ana er letrað að þá megi engir snerta
nema starfsmenn. Þá er hér feikna mikið
magn af dömubindum.
Dómsdagur
Rétt eins og hér í Hamborg búa menn
sig undir dómsdaginn alls staðar í Þýska-
landi. í Aachen er búið að innrétta
sprengjuhelda hvelfingu fyrir dýrgripi
dómkirkjunnar og við Kudamm í Berlín
eiga vegfarendur að leitað hælis í álíka
skýli á stund neyðarinnar. Einnig hafa
bílastæðin undir brautarstöðinni í Stutt-
gart og háhýsi Shell í Frankfurt verið
styrkt sérstaklega til sömu nota. Neðan-
jarðarlestir hafa verið byggðar með það
í huga að þær mætti nota „til sérstakra
hluta“, ef kæmi til stríðs þar sem sýkla
og efnavopn yrðu notuð. Sama á við um
byggingar í Köln og Siemens-svæðið í
Berlín. Þar má finna vökvaknúna hlera
sem loka munu neðanjarðargöngunum
þegar síðasta lestin er farin hjá. Verður
þá komið upp þúsundum af kojum, sem
nú eru geymdar á brautarstöðunum en
verða fluttar ofan í jörðina á svipstundu.
í Múnchen mun hið sögufræga
„Blóma-loftavarnarskýli" við kjör-
markaðinn og önnur skýli sem byggð
voru í síðari heimsstyrjöldinni verða
látin gegna hlutverki sínu að nýju. Þeir
í Bremen gengu á undan með góðu
fordæmi. Þar voru listamenn fengnir til
þess að mála hina kuldalegu steinveggi.
Rykþétta og vatnshelda málningin á
veggjunum skyldi vera í róandi litum,
grænum og heiðgulum, samkvæmt regl-
unum. Þessir litir eru taldir hafa góð
sálræn áhrif.
„Við verðum áð hætta að hafa al-
mannavarnirnar sem feimnismál11, sagði
Friedrich Zimmermann, innanríkisráð-
herra, nýlega. Ráðherrann sagði fyrir
skömmu þegar byrjað var á miklu loft-
varnaskýli við Wertheim am Main að
því miður hefðu almannavarnirnar ekki
verið“ byggðar upp af jafn mikilli mark-
vísi og herinn.“. Meðan Reagan gerir
ráð fyrir að atómstríðið verði háð í
Evrópu og þeir í Bandaríkjunum leika
sér með atómvopnin eins og teninga í
spili, segir Zimmermann: „Enn er nóg
eftir að starfa“.
Byrgi undir
íbúðarhúsum
Til þessa hafa V-Þjóðverjar eytt ein-
um milljarði marka í byggingu þessara
skýla. Er það aðeins brot þess sem
Bonn-stjórnin telur þörf á fleiri sveitar-
félög gera ráð fyrir byrgjum undir
skólum og skrifstofum Hans-Gúnter
Kowalski í innanríkisráðuneytinu segir:
„Það ætti að vera skylda að byrgi sé gert
undir öllum nýjum íbúðarhúsum.
í undirbúningi eru ný lög sem munu
skylda alla karlmenn yfir 18 ára aldri til
hjálparstarfa á ögurstundu. Þegar er
hægt að hóa saman liði björgunar og
aðstoðarfólks sem telur um 1.3 milljónir
manna og er þar á meðal allt slökkvilið
og Rauðakross lið auk fjölda tækni-
fróðra manna. Enn er í ráði að verja
brátt heilum milljarði marka í viðbót til
almannavarnanna. Hefur stjórnardeild
Zimmermans fyrir almannavarnirnar,
sem staðsett er í Bad Godesberg, pantað
86 þúsund sjúkrarúm til nota í kjarn-
orkustyrjöld.
Almannavarnirnar hafa tíu miðstöðv-
ar í V-Þýskalandi sem eru í stöðugu
sambandi við flugflota hersins. í þessum
miðstöðvum, sem grafnar eru djúpt
niður í jörðina, á að vera hægt að lifa
góðu lífi í 30 daga. Það hefur verið
komið upp gríðarstórum Ijósskermum
sem eiga að sýna ferðir óvinaflugvéla.
En hvað skyldi nú gerast ef loftvarna-
flauturnar, sem eru 67 þúsund talsins,
taka að gella og skipa fólki að leita til
loftvarnabyrgjanna?
Þá myndu valdamennirnir í Bonn
þegar leita skjóls í risaloftvarnabyrgi
sínu í Ahrtal (hefðu þeir þá tíma til að
komast þangað). En þar sem ekki er
skjól fyrir nema 3% V-Þjóðverja í
byrgjum landsins, þá mundu 97 af hverj-
um hundrað standa úti í atómsprengju-
regninu. Þeir myndu ryðjast að byrgjun-
um sem lokuðust við fætur þeirra og ekki
komast til annars en lesa á dyrunum,
„Burt með fingurnar, - klemmið ykkur
ekki“! En meðan dyrnar standa opnar
mun skýlisvörðurinn standa á bak við
skothelt gler og telja þá sem inn koma
með því að styðja á hnapp fyrir hvern
einn sem inn kemur. Þannig er fjöldinn
talinn. Harðbannað er að taka heimilis-
dýr með sér í skýlin.