Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1984
15
ftttróm'
i 1 H
n .. Wy;-: \ \ ' f... . wmMS' / j
r M
■ ión Kr. Gunnarsson
forstjóri Sædýrasafnsins
■ Lóðrétt stökk....
■ Fögur var hún og fögur er hún enn - Guðrún, eftirlæti tamninga
manna og sýningargesta í Hardervik.
Nokkur æviatriði úr lífi GUÐRÚNAR
■ Allmargir íslendingur koma á hverju ári í Sædýrasafnið í Hardervík í
Hollandi og horfa þar á háhyrninga, höfrunga og fleiri sjávardvr leika listir
sínar. Meðal þeirra er háhyrningurinn Guðrún, sem þykir allra háhyrninga
fegurst, enda sunnlenskrar ættar, fönguð við Hrollaugscyjar í októberiok árid
1976. Hollendingarnir sem voru meðferðis á Guðrúnu GK frá Grindavík
þegar Guðrún lenti í neti þeirra, sáu strax að þarna fór öndvegisskepna. Hún
var höfð í umsjá þeirra í Sædýrasafninu í Hafnarfirði í nokkrar vikur meðan
þeir voru að kenna henni undirstööuatriði meðal siðmenntaðra höfrunga.
Háhyrningar eru stærstir dýra af ætt höfrunga. Þeir eru taldir meðal
skynsömustu dýra sjávar og lifa ekki einungis á ííski í sjónum heldur einnig
á fuglum og ýmsum sjávarspendýrum, sem þeim finnst lostæti. í undirdjúpun-
um valda hópar höfrunga oft miklum usla meðal spendýra, þegar þeir leita
sér ætis og ýmsir stórfiskar, selir og rándýr sjávar er ekki um það gefið að fá
þá of nærri sér.
En í Hardervík er Guðrún orðin gæf sein lamb. Borðvenjur hennar hafa
tekið miklum breytingum. Hún lætur sér nægja að fá í kjaftinn sQd, makrð
og þorskfiska og svo þæg er hún orðin af góðu atlæti, að hún leyfir jafnvel
vinum sínum að fá sér reiðtúr á baki hennar, þegar hún er í allra besta skapi.
Svo vel hefur tekist til um þjálfun og tamningu Guðrúnar, að kúnstir hennar
og fimi eru með ólíkindum. Hún getur stokkið upp úr vatninu, leikið sér að
boltum, farið í gegn um hringi ofansjávar ogkysst þjálfarann sinn, þegar hún
er reglulega ánægð. Enda segja Hollendingarnir jafnan, að hún sé „the
highlight of the show", aðalnúmeríð í sýningunni. En ýmsa eiginleika notar
hún þó ekki, sem henni voru gefnir í vöggugjöf. Höfrunar og háhyrningar
hafa eins konar innbyggð sónartæki, alveg einstaka heyrn meðal sjávardýra,
þeir geta náð allt að sextíu kílómetra hraða á klukkustund og stokkið fieiri
metra í loft upp úr sjónum, þegar sá gállinn er á þeim.
Við völdum nokkrar myndir úr lífi Guðrúnar frá því hún var veidd við
Hrollangseyjar 1976. Eins og sjá má hefur hún tekið alimiklnm stakkaskiptum
á þessum átta árum.
■ Höfrungar geta líka húlahúlað. Ekki sakar að Guðrún heldur um hringinn.... það gerir leikinn enn meira spennandi.
„Svo
fallegt
dýr að
af bar"
— segir Jón Kr.
Gunnarsson hjá
Sædýr asaf ninu
■ „Guðrún" var annar af tveimur
háhyrningum, sem við fönguðum hér við
land haustið 1976. Ég man vel eftir
Guðrúnu, því hún var dálítið sérstök,
afskaplega fallegt dýr svo af bar. Ég held
ég megi fullyrða, að hún er eitt fallegasta
dýrið sem við höfum veitt héma á
íslandsmiðum", sagði Jón Gunnarsson,
forstjóri Sædýrasafnsins, þegar við
slógum á þráðinn til hans í vikunni.
Samkvæmt því hlýtur Guðrún að vera í
sérflokki því að samtals hafa menn á
vegum Sædýrasafnsins fangað þrjátíu og
átta dýr á þeim árum sem veiðarnar hafa
veríð stundaðar. Þar af em þrjú núna í
laug safnsins.
Guðrún var fönguð í október 1976 og
voru það skipverjar á vélbátnum Guð-
rúnu GK sem náðu háhyrningnum við
Hrollaugseyjar, en Guðrún heitir ein-
mitt eftir bátnum frá Grindavík, í sama
túr náðu skipverjar einnig öðrum há-
hyrningi, en hann fór til Hollands með
Guðrúnu og síðan vestur um haf og er
nú í San Diego í Kaiiforníu við besta
yfirlæti. Háhyrningarnir gistu Sædýra-
safnið alls í fjórar vikur, þar sem þeim
voru kenndir sæmilegir „borðsiðir".
Háhyrningar eru hinar mestu skaðræðis-
skepnur í náttúrulegu umhverfi eins og
sést vel af enska heitinu „killer whale“
enda drepa þeir smáhveli og viðráðan-
legar sjávarskepnur með lítilli fyrirhöfn.
Það þarf því að kenna þeim að taka fæðu
sína frá mönnum og tekur það nokkurn
tíma.
„Það gekk ágætlega að ala Guðrúnu
hérna í byrjun. Nokkrir Hollendingar
voru hér þá og ég man eftir því, að hún
var eitthvað um þrír metrar á lengd og
milli sex og átta hundruð kíló. Nú hefur
hún gildnað mikið og er orðin yfir tvö
tonn að þyngd. Þetta eru ákaflega
skynsöm dýr og fljót að þekkja það fólk,
sem er í kringum þau, enda skilja þau
fljótt þá „matarpólitík“, sem er rekin við
þau. Ég hef heyrt, að í Sædýrasafninu í
Harderwijk sé hún mjög vel látin og ein
af eftirlætisskepnum í safninu. Þar er
líka einstök aðstaða til að gera dýr
ánægð og Guðrún hefur fengið hina
bestu tamningu sem völ er á,“ sagði Jón
Kr. Gunnarsson.