Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 AFBROT I FRAMTIÐINNI Er hugsanlegt að koma í veg i dæpi með aðferðum læknisfr íyrir eðinnar? ■ „Afbrot eru spegilmynd þess þjóðfélags,' sem þau eru framin í. E.t.v. mætti einnig orða þetta svo að hvert þjóðfélag á skilið þau afbrot, sem í því eru framin. Það er Erlendur S. Baldursson afbrota- fræðingur, sem svo kemstað orði erblm. innti hann eftir því hvernig afbrotum væri háttað á íslandi og hvernig þróun þeirra yrði í framtíð- inni. Erlendur er starfsmaður Skilorðseftirlits ríkisins en það er stofnun á vegum Dómsmála ráðuneytisins. Hann stundaði nám bæði hér heima og í Noregi, þar sem hann lauk cand. polit. prófi. Að áliti Erlendar virðist þróun afbrota vera með mjög líku sniði á íslandi og á liinum Norðurlöndunum. „Þó þekkist hið vopnaða rán lítið sem ekkcrt hér á landi en þau eru töluvert algeng á Norðurlöndunum. E.t.v. er þetta vegna þess að aðstæður eru með nokkuð öðru sniði hér, þó að ýmislegt sé sameiginlegt. Stærð eða öliu heldur smæð samfélags okkar settur nokkrar skorður t þessu samhandi. í stærri samfélögunt getur sá sem fremur vopnað rán falið sig auðveld- legá í fjöldanum og líkurnar á því að hann þekkist og náist eru miklu minni en ef slíkt gerðist hér. Aðspurður um þróun afbrota á íslandi í framtíðinni taldi Erlendur að þess mætti vænta að ofheldisbrotum fjölgaði. „Við sjáum ýmislegt, sem bendir til þess í dag. Sumar ken'ningar afbrotafræðinn- ar ganga út frá því að afbrotum, þar sem ofbeldi er beitt, fjölgi eftir því sem tengsl borgaranna eru minni. Pctta verður oft þegar borgir og bæir stækka þá hættir fólk að þekkjast og tengsl þess rofna. Við munum því miður eiga von á því að slíkum brotum fjölgi í framtíðinni. ef svo fer sem horfir. Þetta er þó háð ýmsurn ólíkum atriðum, sem erfitt er að segja fyrir um hvernig munu þróast. Það má einnig gcra ráð fyrir því að í framtíðinni muni hinum svokölluðu hvítflibbábrotum fjölga á íslandi. Hvít- flibbabrotin eru brot. sem í flestum tilvikum eru tengd starfi því, sem hinn brotlegi vinnur við. Afbrot eins og tölvusvindl mundu vera dæmigerð hvít- flibbabrot. Eitt einkenni þeirra er að þolandinn. þ.e. sá sem stolið er frá, og gerandinn, þ.e. þjófurinn. eru í litlu eða engu sambandi hvorir við aðra. Þannig er í svona tilfellum oft um að ræða þjófnaði þar sem stolið er frá stórfyrir- tæki eða hinu opinbera. í slíkum tilvik- um þekkir afbrotamaðurinn ekki per- sónulega þann eða þá sem hann stelur frá. „Annað er það, sem vænta má að einkenni afbrot framtíðarinnar" heldur Erlendur áfram, „er að sum þeirra verða mjög flókin eins og t.d. margs konar tölvusvindl getur verið. Að upplýsa slík brot getur einnig orðið mjög erfitt. Þeim mun flóknara, sem samfélagið verður þeim mun flóknari verða afbrotin“. segir viðtalandi okkar og brosir í kampinn-. „Þá má einnig bæta við að hvítflibba- brot eins og afbrot tengd tölvum, hafa vanalega í för með sér mikiu meira tjón en t.d. hefðbundnirþjófnaðir. Upphæð- imar eru einfaldlega miklu hærri. Máli sínu til stuðnings dró Erlendur fram tölur frá Danmörku. Þar kom í Ijós, að árið 1971 nam tjón af völdum hefðbund- inna þjófnaða um 500 milljónum danskra króna á meöan tjón af völdum hvítflibbabrota nam 15-20 milljörðum. „Enn er að géta þess, að þegar verið er að velta fyrir sér þróun afbrota. að það er. þrátt fyrir allt. erfitt að mæla afbrot, okkur vantar tommustokkinn. Það er t.d. ekki nema hluti afbrota, sem eru kærð. Aðstæður í samlélaginu geta breyst þannig að kærum við ákveðnum brotum fjölgar þó svo að raunveruleg aukning afbrota á þessu sviði hafi ekki orðið. Þannið væri hægt að ímynda sér að í náinni framtíð yrði meira um að ofbeldi gagnvart konum á íslandi yrði kært vegna tilkomu kvennaathvarfsins og allrar þeirrar umræðu. sem átt hefur sér stað að undanförnu. Þetta þyrfti þó ekki að þýða það að ofbeldi gegn konum mundi raunverulega aukast. Þjóðfélagiö á skilið þau afbrot sem framin eru: Ofbeldisafbrot- um mun fjölga 0 Eru glæpir að breytast með tilkomu tölv- unnar og aukinnar tækniþekkingar? Taka þeir þjófar, sem nú stela með kreditkortum eða tölvusvindli við afþeim, sem nú stunda tösku- eða vasaþjófnað? Þessum og álíka spurningum veltir banda- rískur rithöfundur Richard Connif fyrir sér í grein, er birtist í Tímaritinu Science Digest nú nýlega. Víst er um það, að eftir því sem tækninni fleygir fram, verða breytingar á glæpum ekki síður en á heiðarlegu atferli fólks. Hinn nýi glæpur, sem við stöndum nú frammi fyrir, að áliti Connif, er hinn svokallaði tölvuglæpur, þ.e.ýmiss konar atbrot tengd tölvum og misnotkun þeirra. Fræðimenn telja, að ýmislegt á tölvuöld ýti bókstaflega undir glæpi. Þannig er það hugsanlegt, að afstaða manna til eignarréttarins breýtist þegar um er að ræða „plastpeninga" í formi mismunandi kreditkorta. Einnigerhugs- anlegt, að tryggingar þær sem handhafar slíkra korta hafa, geri þjófum auðveld- ara með að réttlæta glæpi sína og friða vonda samvisku. Það er jú ólíkt heiðar- legra að stela frá tryggingafélagi en frá einstakling eða hvað? S.l. haust komst lögreglan í New York á snoðir um sérstaka skóla, þar sem mönnum voru kenndar mismunandi að- ferðir við að stela og svindla með ýmiss konar kredit- og visakortum, gegn til- tölulega vægu gjaldi. „Nemendur" gátu meðal annars lært, hvernig hentugast væri að breyta kortum eða hreinlega búa þau til. Við yfirheyrslur kom í Ijós að einn hinna nýútskrifuðu nemenda skól- ans hafði tekið út vörur á einum degi, með fölsuðu korti, fyrir 9500 dali eða sem samsvarar258þúsundum ísl. króna. Einn af yfirmönnum lögreglunnar benti á, skömmu eftir að skólahald þetta var lagt niður, að svo virtist sem að glæpir af þessu tagi væru ekki taldir eins alvarlegir' eins og t.d. hin hefðbundnu rán eða innbrot. Að stela með plastkorti væri meira í ætt við fjárhættuspil eða að spila í happdrætti. Einnig hefur verið bent á að misnotkun kreditkorta væri skömm- inni skárri en barsmíðar þær og meiðing- ar, sem oft vildu fylgja gömlu góðu ránunum. Afbrotafræðingar hafa þó bent á að glæpir þeir, sem hér um ræðir, komi varla í veg fyrir hin hefðbundnu afbrot heldur bætist þeir einfaldlega við, þannig að fjölbreytni og úrval muni aukast á þessu sviði sem öðrum. Ýmsar rannsóknir benda til þess, að afbrotum og glæpum fjölgi stöðugt í heiminum. 1 Bandaríkjunum kom t.d. nýlega út skýrsla um tíðni og eðli glæpa þar í landi og bar heiti hennar með sér hvert málum þessum stefnir þar í landi. Skýrslan heitir einfaldlega „Ameríka er hrædd". Svo virðist sem reiði og hræðsla meðal hinna löghlýðnu borgara fari vax- andi í réttu hlutfalli við aukningu af- brota. Afleiðingarnar eru svo þær að fólk fer í auknum mæli að reyna að verja sig sjálft, þar sem lögreglan virðist ekki vera fær um það. Þannig hefur t.d. byssueign landsmanna aukist til ntuna upp á síðkastið. Menn reyna að koma sér upp vörnunt með öllu hugsanlegu móti. Slíkt kemur svo að sjálfsögðu niður á samskiptunt fólks og tortryggni í garð náungans eykst. Menn þora varla að líta fram í hvor annan af hættu við það að augnatilliti yrði svarað með líkamsárás. Tölva kemur upp um glæpamann En hvernig verður líf okkar þá í þessum drungalega heimi framtíðarinn- ar, sem hér er brugðið upp? Verða heimili okkar e.t.v. einhvers konar kast- alar eða skotvarnabyrgi, þar sem enginn kemst inn nema hann kunni lykilorðið eða hafi passa? Margt bendir til þess að sjónvarpsaugu og tölvur komi í staðinn fyrir hina þykku veggi kastalanna forðum. Við sjáum reyndar nú þegar byrjunina á slíku vélrænu eftirliti, þar sem sjónvarpsmyndavélum hefur verið komið upp á opinberum stöðum s.s. í verslunum og á flugvöllum. Margir kannast einnig við vopnaleit þá, sem víða fer fram áður en stigið er upp í Aðspurður um hin svokölluðu ung- lingaafbrot í framtíðinni, taldi Erlendur að margt benti til þess að þau ættu eftir að aukast þar sem unglingar yrðu, að sumu leyti. minni og minni þátttakendur í því samfélagi. sem þeir búa í. Hér áður fyrr þurfti samfélagið á unglingum aö halda m.a. sem vinnuafli en nú er svo komið að unglingar eiga erfitt með að fá vinnu. Ef ekki verður rétt á málum haldið getur það leitt til stórkostlegra vandamála, þar á meðal til aukinna afbrota, sérstaklega auðgunarbrota og skemmdarverka. Þetta fer þó allt eftir því hvernig við þessum málum verður brugðist í framtíðinni " sagði Erlendur að lokum. ,.Á meðan við höldum áfram að sækjast eftir veraldlegum gæðum þá verða alltaf einhverjir, sem fara aðrar leiðir að því marki en hinn stóri hópur löghlýðinna borgara". . ./ — ■ Erlendur S. Baldursson afbrota- fræðingur Tímamynd Árni Sæberg ■ Með hjálp tölvuútbúnaðar, sem bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur látið útbúa, náðist þessi mynd út úr Ijosmynd af stórborginni Salt Lake City. Hún er af manni, sem nauðgað hafði stúlku, skömmu áður en myndin var tekin. Myndin leiddi til handtöku mannsins. flugvél. í sumum borgum Bandaríkj- anna, svo sem í Miami Beach, hefur sjónvarpsmyndavélum verið komið upp við -fjölfarnar götur, sem síðan senda myndir þráðlaust til ákveðinnar stjórn- stöðvar. Þar er svo hægt að fylgjast með því sem fram fer á götum úti og „hafa auga með fólki" ef svo má að orði komast. Það er hald manna, að slík kerfi verði víðar tekin í notkun í framtíðinni. Hér kemur tölvan einnig til sögunnar þar sem nú er hægt að tengja þær við slíkar myndavélar en þær láta síðan vita ef eitthvað óeðlilegt” kemur inn á skjáinn. Tölvur og myndavélar verða þannig hugsanlega látnar koma í staðinn fyrir löggæslumenn og sterkbyggða dyra- verði í framtíðinni. í Salt Lake City í Bandaríkjunum leiddi slíkur tölvubún- aður til handtöku manns, sem nauðgað hafði stúlku þar í borg. Örfáum mínútum eftir að atburðurinn hafði átt sér stað var verið að taka ljósmyndir af borginni úr flugvél í mikilli hæð. Með hjálp tölvu- búnaðar, sem geimferðastofnun Banda- ríkjanna NASA hefur þróað, tókst að ná út úr Ijósmyndunum mynd af manni, skammt frá þeim stað, sem glæpurinn hafði verið framinn. Ljósmynd þessi leiddi til handtöku manns, sem viður- kenndi verknaðinn. Sauðirnir skildir frá höfrunum Er huganlegt að þekking okkar á manninum verði svo mikil í framtíðinni að unnt verði að segja til um, hver sé líklegur til afbrota og hver ekki? Er þessi þekking e.t.v.nú þegar fyrir hendi? Sarnoff Mednich, prófessor í sálar- fræði við Suður Californíuháskólann, hefur bent á að 5% afbrotamanna fremji 50% þeirra afbrota sem framin eru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.