Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1984 ■■■HH U Þegar eimskipið „Laura“ sigldi inn á höfnina í Reykjavík í öndverðum maímán- uði 1895, var ekki laust við að kliður færi um hópinn sem stóð ogf beið landtöku farþega og skipshafnar. Á þilfarinu mátti sjá tvo vörpulega menn. Þeir skáru sig úr hópnum, einkennisklæddir og af svip þeirra mátti ráða, að þeir voru ekki komnir til landsins í skemmtireisu. Þeir virtu fyrir sér mannfjöldann í landi. Þetta var ekki alveg eins og þeir höfðu búist við. Þeir vissu ekki, að fregnin af komu þeirra til bæjarins hafði borist langt á undan þeim. Þess vegna beið mannfjöld- inn í landi tilað sjá þennan undarlega her, sem átti upptök sín í skuggahverfum Lundúna, en hafði á einum mannsaldri breiðst um allan heim. Krakkarnir í hópn- um litu þögul hvert á annað. Þeim hafði verið lofað að sjá sverð, spjót og lúðra, en þess í stað stóðu nú tveir ósköp venjulegir men á bryggjunni. Já, þetta var allur Hjálpræðisherinn, Erichsen adjutant og Þorsteinn Davíðsson kapteinn, komn- ir til að reisa fána siðbótarreglu Williams Booth á íslandi. Áður en varði höfðu allflestir bæjarbúarí Reykjavíkhaftnokk- ur kynni af hernum, því starfsemi hans fór ekki hljótt. Adjutantinn og kapteinn- inn vorukomnir tilað boða Reykvíkingum afturhvarf og frelsi. Samkomur þeirra vöktu þegar í stað mikla athygji og ókyrrð í bænum. Til voru þeir, sem litu þetta framtak heldur óhýru auga ogýmsir tóku þeim félögum beinlínis illa, sýndu starfi þeirra fulla fyrirlitningu og mótþróa svo sem títt var þar sem Hjálfpræðisherinn hafði áður knúið dyra. En aðrirgengu í lið með þeim þegar á fyrstu samkomunni, sem haldin var í húsi Góðtemplara í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var þéttsetið áheyrendum og vildu Reykvíkingar greinilega kynnast hernum oghinni„nýju kenningu“. En um haustið hafði hernum vaxið svo ásmegin, að hann gat keypt gamla „Hótel Reykjavík“ sem þá fékk nafnið „Herkastalinn“. Ekki voru það þó sannir hermenn guðs sem gáfu húsinu nafn, en þeir létu sér samt vel líka, því hvað var þetta hús annað en „kastali, vígi þaðan sem gerðar voru árásir gegn valdi myrkurs og syndar?“. SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 SiilS'iS! 13 Af starfi hermanna Drottins á upphafs- árum Hjálpræðis- hersins: Nokkrir elstu félagar Hjálpræðishersins í Reykjavík. Að leita að hinu og FRELSA það ÉS§|>SÍ£ Þeir kapteinn Davíðsson og adjutant Erichsen höfðu hreppt aftakaveður á leiðinni til íslands með eimskipinu Lauru. Þegar þeir sáu fjöllin íslensku bera við himin upp úr sortanum, lögðust þeir báðir á hné á þilfari skipsins og báðu Drottin að blessa starfið, sem framundan var. Einnig báðu þeir þess, að þeim mætti auðnast að snúa íslendingum til hjálpræðis. Svo vildi til, að þegar þeir komu inn í miðbæ Reykjavíkur, réðu þeir með sér að best væri að fara fyrst inn á hótelið. Ekki datt þeim þá í hug, að þetta sama haust yrði það eign hins ný- stofnaða Hjálpræðishers á íslandi. Eftir fyrstu samkomuna 12. maí 1895, sem vakti mikla athygli í bænum, voru haldnar reglulegar samkomur á vegum Hjálpræðishersins í Reykjavík. Sam- komur þessar voru ólíkar því, sem fólk átti að venjast. Þar var spilað á hljóðfæri á þann hátt að hneykslaði marga fróma menn og bókstafstrú herforingjanna fór einnig mjög í taugarnar á ýmsum kirkj- unnar mönnum, sem töldu þá lítt hæfa til að kynna guðs orð, hvað þá að leggja hendur yfir syndara og veita þeim hjálp- ræði í guðs nafni. Það var einkennandi fyrir samkomur Hjálpræðishersins á íslandi í upphafi aldarinnar í Reykjavík og víðar um land, að menn litu á þær bæði sem trúarsam- komur og skemmtanir. Sérstaklega var yngri mönnum tamt að sækja samkom- urnar til að skapa ærsl og læti og báru forstöðumenn Hersins sig oft illa undan þessum óskunda. Má m.a. lesa um þetta í bókinni 25 ár, þar sem fjallað er um starf Hjálpræðishersins fyrsta aldar- fjórðunginn hér á landi. Þar segir m.a.: Bæði kastað steinum og skami „En alls kostar auðvelt var það ekki að vera í Hjálpræðishernum í þá dag. Að vísu áttum við hér góða vini, sem skildu okkur þegar frá byrjun og réttu okkur iðulega hjálparhönd; En rangt væri að segja að hvergi bæri á skugga. Bæði yngri menn og eldri kepptust við að raska ró á samkomum og gera okkur óskunda á ýmsa lund. Einkum þóttu góð tækifæri til slíkra hluta á útisamkomum okkar, enda bar þá við, að á okkur var kastað bæði steinum og skarni, svo að erfitt veitti að halda samkomunum áfram. Einn manna okkar segir svo frá, að við fyrstu hermannavígsluna hafi samkomu- salurinn verið þéttskipaður æskulýð bæjarins, sem var svo óstýrilátur og hávær, að ómögulegt ætlaði að verða að láta til sín heyra. Davíðsson kapteinn fékk þó að byrja samkomuna-með inni- legri bæn til guðs og það var þó eins og æðra vald tæki í taumana og samkoman leið með sæmilegum friði. Yfirvöld sáu það brátt og samsinntu því, að við ættum rétt á að njóta almennrar lagaverndar ekki síður en aðrir borgarar. Lögreglan kom okkur oft til hjálpar; strákunum var bannað að koma á sam- komur um nokkurn tíma og ófriða segg- irnir voru dæmdir til sekta. Að sjálfsögðu heyrðust þær raddir hér eins og annars staðar, er vöruðu menn við að sækja samkomurnar, en árangur- inn varð jafnan öfugur við tilganginn, því að aðsóknin varð því meiri.“. Eins og fram kemur hér að ofan varð oft mikið fjör á samkomum hersins í upphafi aldarinnar og stundum km til handalögmála og varð að kalla lögreglu til. Þó urðu aldrei úr þessu aivarlegkæru- mál í Reykjavík, en á Vestfjörðum og Akureyri hitnaði mun meira í kolunum við komu hersins í þá landshluta. Á fsa- firði hófst starf hersins árið 1896 og fóru sendiboðar hans um þorpin og firðina á Vestfjörðum næstu árin. Starfið óþarft í ónefndu þorpi þar vestra gerðust þeir atburðir að herinn sendi á vettvang tvo unga og áhugasama herforingja af betra kyninu. En ærslafullur æskulýður þorps- ins gerði herkonunum lífið leitt á allan hátt, hafði málflutning þeirra og boðun að háði og spotti og nutu þær stöllur einskis friðar mánuðum saman. Enduðu allflestar samkomur þeirra á hávaða og látum og var svo komið, að þær gátu með engu móti haldið áfram starfinu gegn hinum illa myrkrahöfðingja. Sneru þær sér þá til hreppstjórans og báðu um aðstoð, en þar var litla hjálp að fá. Sagði hann þeim, að best væri að þær hypjuðu sig á brott fyrir fullt og allt, enda væri starf þeirra óþarft, samkomutími þeirra á kvöldin væri til þess fallinn að kalla beinlínis á óspektir og þar að auki hefði sýslumaður ekki gefið út neina tilskipun um að halda ætti yfir þeim hlífiskildi. Þetta mál leystist þó betur en á horfðist, því sýslumaður gekk sjálfur fram fyrir skjöld og tók málstað stúlknanna. Eftir það höfðu þær vernd yfirvaldsins á staðn- um og voru menn þá fjarlægðir af sam- komum, sem höfðu í framnii óspektir og annan hamagang. Orsakir þess að kastaðist í kekki milli Hjálpræðishersins og andlegra og ver- aldlegra yfirvalda á þessum árum voru margvíslegar. Um aldamótin hafði ný- guðfræðin skotið hér rótum og margir prestlærðir menn lögðu ríka áherslu á skynsemisþáttinn í boðun sinni. Bók- stafstrú foringja Hjálpræðishersins og ákveðið fylgilag þeirra við orð og athafn- ir hinna upphaflegu meistara Biblíunnar voru þeim mikill þyrnir í augum. Sam- komur hersins vöktu víðast hvar mikla athygli, menn „frelsuðust“ til nýrrartrú- ar á krist og hluta af þessari vakningu fylgdi áköf gagnrýni á ríkjandi trúarvið- horf manna. Það var því ekki að undra að sumir gagnrýnendur hersins kæmu úr röðum presta og geistlegra manna, en fullyrða má þó að gróið hafi um heilt mili hersins og andstæðinga hans innan kirkj- unnar eftir því sem árin liðu. Jón biskup Helgason segir t.d. um herinn árið 1920, að „margir þeir sem þá (í upphafi) litu til hans með óvild btandinni undrun, dást nú að margháttaðri starfsemi hans og kannast við, að hér sé að ræða um fram- hald af starfi Frelsarans sjálfs, að „leita að hinu týnda og frelsa það“, hvernig sem þeir annars dæma starfsaðferðina“ Það voru einmitt starfsaðferðirnar sem mest fóru fyrir brjóstið á mönnum, ekki síst úti á landi, þar sem fólk fór til kirkju á sunnudögum og lifði í sátt við kirkjunnar guð. Bænabekki rog synda- lausn, satanspredikanir og guðsher- mannavígslur fóru illa saman við siða- venjur kirkjunnar á þessum tíma og ýms- ir forystumenn á sviði stjórnmála urðu einnig til að draga dár að boðun hersins. Allir kannast við þá skopmynd, sem þjóðskáld okkar, Laxness og Þórbergur draga upp af Hjálpræðishernum í byrjun aldarinnar, en gera má ráð fyrir að hún hafi gefið mörgum íslendingum fyrstu hugmyndina um starfshætti Hjálpræðis- hersins. „Skríllinn ætlaði að bera konuna í sjóinn“ En átökin sem urðu á Vestfjörðum um Hjálpræðisherinn voru þó hátíð miðað við þau ósköp sem gerðust á Akureyri eftir aldamótin, þegar herinn hóf að starfa þar í bænum. Fyrstu átta mánuð- ina, sem þær herkonumar kapteinn Þor- björg Eggerts og lautinant Marie Nielsen störfuðu í höfuðstað Norðurlands, voru stanslausar erjur kring um alla starfsemi þeirra. Fyrst reyndist þeim ómögulegt að fá inni fyrir nokkurt starf á vegum hersins. Svo mikil átök voru með mönnum í kring um þetta samkomuhald, að fólk var jafnvel í lífshættu á samkom- unum vegna láta og illinda. Svo langt ■ Crh. Erichsen, annar foringinn sem fyrstur kom til íslands á vegum Hjálpræðishersins. ■ Gísli Hjáímarsson, „þingmaður Bolvíkinga“. gekk þetta, að sextíu manns á Akureyri bundust um það samtökum að stöðva þennan ósóma, Hjálpræðsisherinn og var það ætlun þeirra að stöðva samkom- ur með valdi ef aðrar aðferðir dygðu ekki. Vitanlega litu hermenn guðs á þetta athæfi allt sem dæmi um vald myrkra- höfðingjans mikla. Var mikið kapp lagt á að vinna sálir og talað af eldmóði gegn satans mikla valdi. En kenningin um hina eilífu glötun fór illa í marga, reiði þeirra magnaðist upp ekki síst fyrir þá sök, að andófið gegn hernum skilaði ekki því, sem til var sáð. Þvert ofan í vilja andstæðinga hersins, fjölgaði her- mönnum guðs á Akureyri. Aðeins þrem- ur árum eftir að foringjar tóku sér fasta búsetu á Akureyri, voru hermennirnir orðnir fjórtán og fannst ýmsum nóg um. Frægt var á þessum árum, þegar nokkrir óvildarmenn hersins á Akureyri tóku konu nokkra úr hópi trúaðra í hernum, settu hana í poka og ætluðu að henda henni í sjóinn. Sem betur fór varð aldrei af þeirri ætlan, en þetta atvik sýnir vel hve heitt gat orðið í kring um starf- semi hersins á þessum árum. En svo undarlegt sem það var skilaði starf hans mestum árangri í dugmiklu starfi þar sem mest blés um Hjálpræði- sherinn á þessum árum, þar sem átökin voru sem logandi vítiseldar. Hjálpræðis- herinn eignaðist fljótlega hús í höfuðstað Norðurlands, sem gegndi jafnt hlutverki samkomustaðar og gjstihúss og sjó- mannaheimilis. Þar að auki var komið upp sjúkrastofu fyrir sjómenn, sem þörfnuðust læknishjálpar og hjúkrunar. Afturhvarf Matthíasar Ólafssonar Margar frásagnir eru til í sögusafni Hjálpræðishersins og víðar í bókum af árangri í starfi hersins og hvernig menn tóku oft sinnaskiptum við að kynnast hernum á inni og útisamkomum. Matt- hías Ólafsson er þá oft nefndur til sög- unnar. Matthías Ólafsson var þá bóndi og bjó á Fellsströnd. Ekki er þess getið, að hann hafi verið mikill andans maður áður en hann kom til Reykjavíkur um aldamótin til að leita sér að góðum lög- fræðingi. Þannig stóð á, að Matthías átti þá í miklum erjum við einn nágranna sinn á Fellsströnd og sárvantaði góðan málflutningsmann til að reka mál sitt til vinnings. Það atvikaðist svo að hann fékk sér gistingu á gestaheimili Hjálpræðishers- ins, herkastalanum, og það breytti lífi Matthíasar. Þetta var réttum tveimur mánuðum eftir að stabskapteinn Bojsen hafði opnað gestaheimili fyrir aðkomu- menn og Matthías var einn af fyrstu gest- unum. Af samtímaheimildum má ráða, að merkileg atburðarás fór nú í hönd: Svo vildi til að Matthías fór af rælni á samkomu hersins. Þegar hann var spurð- ur að því á samkomunni, hvort hann gæti hugsað sér að „frelsast", þá sagði hann, að það gæti nú verið „nógu gaman að sjá hvernig það gengi". Hann hafði þó aldrei séð neitt jafn furðulegt og broslegt og konur þær sem sinntu trúarefnum og gátu jafnvel framið prestsverk. Þrátt fyrir þetta lét hann sig hafa það að ganga fram að bænabekkn- um. En það var varla meira en hver önnur skemmtun. Hann flutti stutta og kalda bæn. Mera varð það ekki í það sinn. En þegar stabskapteinninn fór að biðja fyrir honum á dönsku, tók hjarta hans kipp. Þó hann skildi varla orð af bæninni, titraði hann af angist og óró- leika. Kvöldið eftir kom hann aftur á samkomu, en sagði þá að hann hefði ekkert meint með bænagjörð sinni kvöldið áður, en væri þó ánægður að vera kominn í þennan félagsskap. En einmitt þetta kvöld vitnaði Sigurbjörn Sveinsson foringi og vandaður félagi í hernum um frið sinn og gleði í Drottni. Þá fann Matthías þá hjartans löngun að eignast hinn innri frið trúaðra. Hin mesta sálarneyð helltist yfir hann þegar hann kom til herbergis síns eftir samkomuna. í sálarkvöl hrópaði hann þá: „Heyr mig Drottinn, og hjálpa mér, eins og kanversku konunni forðum." Að því búnu féll hann í dvala og missti meðvitund um stund, en þegar han rank- aði við, var sigurinn unninn. Héldu að hann væri geðbilaður Þó að gleði og friður fyllti nú hjarta Matthíasar Ólafssonar frá Fellsströnd, var samt ekki allur sigur unninn. Matt- hías hélt heimleiðis á Fellsströnd aðeins hálfum mánuði eftir að hann hafði komið til bæjarins, en nú sem glaður og frelsað- ur Hjálpræðishermaður. Heima fyrir trúði hins vegar varla nokkur maður sínum eigin augum. Matt- hías varð afhuga allri málshöfðun á hendur nágranna sínum, en snéri sér þess í stað að andlegum hugðarefnum. Nágrannar hans héldu að hann hefði orð- ið fyrir einhverjum gerningum eða væri orðinn geðbilaður. Það kom þó á daginn, að svovar ekki. Svo máttugt var afturhvarf Matthíasar Ólafssonar, að hann snéri fjölda manna til vakningar heima fyrir. Fjölskylda hans lét brátt sannfærast af innblæstri hans og brátt voru yfir tuttugu hermenn starfandi á Fellsströnd. Hjálpræðisher- inn heiðraði starf Matthíasar með því að gera han að sergant-major, en það þótti mikil upphefð í söfnuðinum. Miskunnsami samverjinn— Þing- maður Bolvíkinga Flestir sem á annað borð kannast við Hjálpræðisherinn og starf hans víða um lönd þekkja þá hlið hersins, sem snýr að hinum hrjáðu og smáðu. Hinir síðar- nefndu eru oft dyggustu stúðningsmenn hersins, þó ekki séu þeir að jafnaði hátt skrifaðir hjá meðborgurum sínum. Wil- liam Booth hlaut mikið ámæli í Lundún- um á upphafsárum sínum fyrir að dubba gleðikonur, misindismenn og vandræða- menn hvers konar upp í predikara. Einn- ig hér á landi tók herinn að sér ýmsa ein- staklinga, sem sérlundaðir þóttu eða fólk hafði að háði á götum úti. Einn þessara manna var Gísli Hjálmarsson frá Bol- ungavík. Á ísafirði og í Bolungavík kannaðist lögreglan vel við Gísla Hjálmarsson; svo oft hafði hún þurft að skakka leikinn, þegar Gísli var hafður að fífli eða hann hafði gert laganna vörðum einhvern grikkinn. Það var einn siður unglinganna vestra að setja Gísla Hjálmarsson upp á kassa eða tunnu og biðja hann að flytja snjalla pólitíska ræðu. Hann gerði það við mikinn hlátur og gaman nærstaddra. Ekki þótti öllum samt þetta mikið grín. Unglingarnir héldu því mjög að honum, að hann væri alþingismaður og var hann hálfpartinn farinn að trúa því, að hann hefði þetta umboð frá Vestfirðingum, enda á seinni árum vestra oft þekktur undir nafninu: „þingmaður Vestfirð- inga“ En einhvern veginn undi Gísli illa vist- inni og leitaði eftir því að flytjast til Reykjavíkur og setjast þar inn á gisti- Framhald á næstn síftn Sergent-majór Matthías Ólafsson og kona hans á Fellsströnd. Ein af elstu lúðrasveitum hersins á ferðalagi snemma á öldinni. S Sunnudagaskólabörn á ísafirði leggja af stað í dagsfeð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.