Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.02.1984, Blaðsíða 8
. SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorrl Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atll Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghlldur Steiinsdóttir, Baldur Krlstjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristfn Leifsdóttlr, Samúel Örn Erlingsson (Iþróttlr), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlltsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Krlstin Þorbjarnardóttir, Slgurður Jónsson. Ritstjórnskrifstofurogauglýslngar:Síðumúla15, Reykjavik.Simi: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Fiskveiðiþjóðirnar gæti sameigin- legra hagsmuna ■ Um næstu áramót ganga Grænlendingar úr Efnahags- bandalagi Evrópu að eigin ósk. Þá falla úr gildi þær veiðiheimildir, sem Efnahagsbandalagsríkin hafa í græn- lenskri efnahagslögsögu, og jafnframt þau fríðindi sem Grænlendingar njóta af hálfu samtakanna. Gert er ráð fyrir að Grænlendingar sæki um aukaaðild að Efnahagsbandalag- inu og njóti þannig áfram ýmissa þeirra kosta sem aðild fylgja, svo sem tollfríðinda á útflutningsvörum og margs konar tilhliðrunar á markaði bandalagsríkjanna. Nú hefur Efnahagsbandalagið sett fram skilyrði sín fyrir aukaaðildinni og munu þau ekki vekja mikla hrifningu á Grænlandi og enn síður á íslandi. Efnahagsbandalagið fer þess á leit, að fá veiðiheimildir á grænlenskri efnahagslögsögu með svipuðum skilyrðum og bandalagsríkin hafa nú. Boðið er upp á fimm ára samning, þar sem gert er ráð fyrir að Grænlendingar njóti áfram tollfríðinda fyrir útflutning sinn og þar að auki býður Efnahagsbandalagið upp á verulegar greiðslur til Grænlendinga fyrir veiðiheimildirnar. Þarna er farið inn á braut sem íslendingum hrýs hugur við. Að leyfa útlendingum veiðar í fiksveiðilögsögu gegn greiðslu. Grænlendingar eiga viðmikla efnahagsörðugleika að stríða, og hvort tilboð Efnahagsbandalagsins er á þann veg farið að því sé ekki hægt að hafna, verða þeir að gera upp við sig sjálfir. En það er vissulega áhyggjuefni fyrir íslend- inga, ef fullkomnnir fiskveiðflotar Vestur-Evropuríkja fá heimildir til að veiða ofnýtta fiskistofna í næsta nágrenni við íslenska efnahagslögsögu. Margar tegundir nytjafiska ganga á milli Grænlands- og íslandsmiða, og er þar fyrst að nefna þorskinn, sem eftir því sem næst verður komist klekur við ísland en gengur í umtalsverðu magni yfir í grænlenska lögsögu og síðan aftur á hrygningarstöðvarnar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hvaða áhrif það hefur á þorskveiðar hér við land ef þorskurinn er ofveiddur á Grænlandsmiðum. Þegar svo er að verki staðið verða Grænlandsgöngurnar, sem oft ráða sköpum um vertíðarafla, heldur þunnskipaðar. Karfinn er önnur tegund sem gengur á milli, og svo er um mörg önnur sjávardýr, þótt enn séu minna nýtt en þessar tegundir. Ofnýting fiskistofnanna við Grænland er alvarlegt mál fyrir okkur, og getur komið fyrir lítið að takmarka mjög veiðar á vissum tegundum eða friða, ef ekki er gætt sams konar sjónarmiða varðandi sömu fiskistofna er þeir ferðast yfir í fiskveiðilögsögu annarra ríkja. Hagsmunir fiskveiðiþjóðanna við norðanvert Atlantshaf eru samtvinnaðir á margan hátt. Því er eðlilegt að íslending- ar, Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn hafi með sér samvinnu um nýtingu fiskistofna og jafnvel markaðsmál að vissu marki. Á þeim sviðum, sem þessar þjóðir hafa með sér samvinnu varðandi rannsóknir og sjávarútveg, hefur hún gengið áfallalítið, og er engin ástæða til að ætla annað en að hægt sé að auka hana, svo sem með víðtækari gagnkvæmum veiðiheimildum og nánara samkomulagi um nýtingu þeirra tegunda, sem ganga úr einni fiskveiðilögsögunni í aðra. Það sýnist að minnsta kosti eðlilegra að þær þjóðir, sem hér eru upp taldar, geri með sér gagnkvæma samninga varðandi fiskveiðar en að þiggja greiðslu frá öflugum samtökum stórþjóða gegn veiðiheimildum. Sjávarútvegsráðherra hefur óskað eftir meiri samskiptum okkar við Grænlendinga á sviði fiskveiða og hefur því verið vel tekið, og þótt formlegar samningaviðræður hafi ekki farið fram hafa ráðamenn beggja þjóðanna rætt þessi mál sín á milli. Vonandi leiða samskiptin til gagnkvæmra samninga báðum þjóðunum til hagsbóta. Færeyingar hafa einnig mikilla hagsmuna að gæta varðandi fiskveiðar við Grænland, og ef að líkum lætur munu þeir ekki horfa möglunarlaust á ef seldur verður aðgangur að grænlenskum fiskimiðum. Nýting fiskistofnanna í norðanverðu Atlantshafi er fyrst og fremsí mál þeirra þjóða, sem þar eiga efnahagslögsögu. -O.Ó. horft T strauminn ■ Samningar, jafnt í álveri sem á almennum vinnumarkaði, virðast sitja enn í algerri sjálfheldu, og frost þeirra herðir nú jafnt og þétt. Hættan á leysingu með ósköpum fer dagvaxandi, alveg eins og af hinu mikla fannfergi, sem lagst eryfir landið. Flóða- og skriðuvarnir ríkisstjórnarinnar eru með bágborn- asta móti, og sumar aðgeiðirhennar og yfirlýsingar auka beinlínis frostið og flóðahæ'ttuna. Af því tagi er síðasta yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að hún muni ekki birta úrræði sín til stuðnings láglaunafólki fyrr en á lokastigi almennra launasamninga, og þar með beinlínis blanda þeim og sjálfri sér í samningana, sem hún hafði svarið og sárt við lagt, að hún ætlaði að láta afskiptalausa. Petta ber vott um alveg ótrúlega glámskyggni. Vildi ríkisstjórnin í raun greiða fyrir samningum með framlagi til láglaunafólks, reið mest á því að hún gerði lýðum ljóst, hvað hún teldi sig geta lagt af mörkum, og tæki þannig örlítið brot vandans út úr samningunum. Það hefði ef til vill auðveldað byrjun samningaviðræðna. En með yfirlýsingu sinni hefur stjórnin aðeins hert rembihnútinn. Nú er mest hætta á að allt fari í gamlan farveg og endi með verkföllum og öngþveiti. Láglaunavandamálið. íslenskt láglaunavandamál ergamalt mein. Á undanförnum árum og áratugum hefur launamunur sífellt aukist í landinu, þótt flestir beggja megin samningaborðs hafi haft á vörum sterkar viljayfirlýsingar umáð láta samninga miða að launajöfn- uði. Þegar upp var staðið og samningar undirritaðir kom hins vegar ætíð í ljós, að munurinn halði enn aukist. Það hefur sett mestan svip á umræðuna um málið síðustu mánuðina, að hvorir kenna öðrum um - verkalýðsforingjar og vinnuveitend- ur - að svona hefur farið. Samtalsþáttur um þessi mál í sjónvarpi á dögunum talaði skýru máli um þetta. Sannleikur- inn er vafalaust sá, að hvorugir vilja draga úr launamismun, þrátt fyrri allar yfirlýsingar. Þessi dapurlega reynsla margra síðustu samninga ætti að hafa sýnt mönnum svart á hvítu, að þessum fallegu markmiðum verður aldrei náð við samningaborðið, enda er málið þannig vaxið að þess er ekki að vænta. Stéttirnar sem þar standa í stríðu við að bæta sinn hlut hver og ein, geta ekki jafnframt annast þessa samfélagslegu kjarajöfnun. Þetta er - þegar grannt er skoðað - samfélagsmál en ekki samningamál. Nokkur launamismunur í landinu er að sjálfsögðu bæði eðlilegur og nauðsynlegur í þjóðfélagi nútímans, en jafnframt verður að hafa á því sterkar hömlur að hann haldist innan skaplegra marka. Enginn nema löggjafinn og samfélagsstjórnin getur sett slíkar jafnvægisskorður eða haldið þeim við. Þessir endar eru þvi miður allir lausir í íslensku þjóðfélagi, og því er svo komið sem raun ber yitni nú. Hrikalegur launamunur Tekjukönnun sú, sem tveir eða þrír aðilar hafa staðið fyrir síðustu vikur og mánuði, er um marga hluti nýstárleg og merkileg og fyrstu niðurstöður, sem birtar hafa verið, til þess fallnar að vekja menn til nýrrar umhugsunar um þessi mál. Þær leiða satt að segja í Ijós hrikalegan mun á launum og. tekjum fólks á vinnumarkaði. Verðbólgan hefur sífellt aukið þennan mun, m.a. með siðleysisreglum um greiðslu dýrtíðar- bóta áratugum saman. Vegna hinnar miklu kaupmáttar- og kjaraskerðingar með lagaboðum og dagskipunum á síðasta ári, verður þessi launamunur ekki aðeins hrópandi staðreynd heldur beinlínis þrengingar í afkomu fjölda fólks, sem stendur allt í einu frammi fyrir þeim ömurlegu horfum að geta ekki lengur unnið fyrir sér, ekki séð fyrir sér og síoum fjárhagslega farborða, þótt vilji, dugur og atvinna standi til þess. Þótt þessi mynd biasi við í óvenjulega sterkum dráttum og litum núna hefur þessi mikli og sívaxandi launamunur lengi verið mönnum Ijós. Árið 1978 var munurinn á hæsta og lægsta launaflokki á launaskrá ríkisstarfsmanna 2,5-faldur, en í árslok 1983 er þessi munur orðinn rúmlega þrefaldur. I niðurstöðum hinnar nýju tekjukönnunar á almennum vinnu- markaði sést að tekjumunurinn er þar enn meiri a.m.k. fjórfaldur. Flestir gera sér ljóst að þessi munur er allt of mikill í velferðar- og jafnræðisþjóðfélagi, og hreyft hefur verið tillögum í því skyni að sporna við þessari þróun, t.d. að lögfesta að hæstu laun mættu ekki vera hærri en tvöföld laun verkamanna, en Alþingi taldi sér ekki fært að stíga slíkt skref, enda vafalaust annmarkar á því. Lágmarkslaun og tryggingar Nú er mjög talað um það að bæta hlut iáglaunafólks með aðgerðum í skatta- og tryggingamálum. Slík jöfnun getur að sjálfsögðu átt rétt á sér og komið að gagni. En vandinn verður ekki að fullu leystur með þeim hætti, a.m.k. ekki einsog hann er nú hér á landi. Það mundi aðeins leiða af sér nýjan vanda og nýtt ranglæti. Það mundi m.a. hafa það í för með sér, að ríkið eða tryggingakerfið greiddi áður en varði laun að einhverju leyti fyrir vinnukaupendurna, vinnuveitendurna, atvinnuvegina, og hefði marga rangsleitni aðra í för með sér. Slíkum láglaunauppbótum af opinberri hálfu með skatta- °g tryggingakerfi, yrði að fylgja lagasetning um lágmarkslaun, sem vinnuveitendum bæri að greiða. Allmörg ríki í Evrópu og Ameríku hafa lögbundið lágmarksíaun. Samningar eru svo að sjálfsögðu frjálsir upp frá þeim. Lögbundin lágmarkslaun á að miða við lífsþurftartekjur heilbrigðs manns við tilteknar almennar aðstæður, sem ekki eiga við um alla, svo sem af ómegð, sjúkleika o.fl. En forsenda einhvers réttlætis í opinberum framlögum til afkomutryggingar er lögbinding lágmarkslauna. Samfélagsverkefni Það er nú orðið mjög mikilvægt, að menn átti sig á því, að úrbætur í launajöfnun og láglaunamálum er samfélagsverkefni en ekki samningamál. Lausn þessa brýna samfélagsverkefnis, sem nú knýr svo mjög á, verður að nálgast með tvennum hætti. Alþingi verður að lögbinda lágmarkslaun og finna eðlilegar forsendur þeirrar tölu, bæði til þess að veita láglaunafólki vörn og tryggja að atvinnuvegirnir beri þar eðlilegan hlut, og hið opinbera greiði ekki laun fyrir vinnuveitendur með trygginga- framlögum. Að slíkum skorðum reistum getur ríkið lagt sín lóð á vogarskálar. Það er vonlaust að ætla að nokkur umtalsverður árangur náist í launajöfnun eða sérstökum láglaunabótum í almennum kaup-og kjarasamningum. Það er líka fráleitt að ríkið leysi þennan vanda með einhliða framlögum. Lögbundið launalág- mark, og síðan nokkrar hagsbætur til handa þeim sem standa höllum fæti með skattahagræðingu og tryggingabótum virðast helsta leiðin til þess að þoka þessu samfélagsverkefni til betri vegar. AK Launajöfnnður og lágtekjumörk eru samfélagsverkefni HH «Jrln gQtttitmnímital vii uiiii sHfimiigcf íiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.