Tíminn - 17.02.1984, Page 3
FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1984
fréttir
Ríkissaksóknari höfðar opinbert mál gegn lögreglumönnunum f Skaftamálinu:
ERU AKÆRHR FYRIR BROT f OPIN-
BERU STARFI OG LÍKAMSMEHHNGAR
■ Ríkissaksóknari hefur ákveðið að
höfða opinbert mál á hendur þremur
lögreglumönnum í Revkjavík vegna
handtöku Skafta Jónssonar blaðamanns
í Þjóðleikhúskjallaranum aðfaramótt
27. nóvember s.l.
í ákærunni er lögreglumönnunum gef-
ið að sök að hafa sameiginlega staðið
ólöglega að handtöku á Skafta og tveim-
ur þeirra er ennfremur gefið að sök að
hafa annarhvor eða báðir orðið valdir að
þeim líkamsáverkum sem Skafti hlaut
við flutning, í handjárnum, í lögreglu-
bifreið frá Þjóðleikhúsi og að lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu eins og þeim er
lýst í áverkavottorði.
Háttsemi lögreglumannanna er talin
varða við tilgreind ákvæði almennra
hegningarlaga um brot í opinberu starfi,
auk ákvæða um líkamsmeiðingar.
Ekki hefur enn verið tilgreint við
hvaða greinar almennra hegningarlaga
stuðst er við í ákærunni en þær sem
helstar koma til álitaeru 131 gr., 138 gr.,
217 gr. og 218 gr.
í 131 grein almennra hegningarlaga,
sem fellur undir kaflann, Brot í opinberu
starfi segir svo: „Ef dómari eða annar
opinber starfsmaður sem á að halda uppi
refsivaldi ríkisins, beitir ólöglegri aðferð
til þess að koma manni til játningar eða
sagna, framkvæmir ólöglega handtöku,
fangelsan eða rannsókn eða leggur að
ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá
varðar það sektum, varðhaldi eða fang-
elsi allt að 3 árum".
í 138 grein almennra hegningarlaga
sem einnig fellur undir, Brot í opinberu
starfi segir svo: „Nú hefur opinber
starfsmaður gerzt sekur um refsilagabrot
með verknaði sem telja verður misnotk-
un á stöðu hans og við því broti er ekki
lögð sérstök refsing sem broti í embætti
eða sýslan, þá skal hann sæta þeirri
refsingu sem við því broti liggur, en þó
svo aukinni að bætt sé við hana allt að
helmingi hennar“.
217 grein og 218 grein almennra
hegningarlaga falla hinsvegar undir
kaflann; Manndráp pg líkamsmeiðingar,
og segir svo í 217 gr.: „Hver sem gerist
sekur um líkamsárás enda sé hún ekki
svo mikil sem í 218 gr. segir, skal sæta
sektum eða varðhaldi en fangelsi allt að
1 ári ef háttsemin er sérstaklega víta-
verð.
Málsókn' er opinber út af broti sam-
kvæmt 1. málsgr., og skal mál eigi
höfðað nema almenningshagsmunir
krefjist þess".
í 218 gr. segir aftur á móti: „Hafi
maður með vísvitandi líkamsárás valdið
öðrum tjóni á líkama eða heilbrigði og
þessar afleiðingar árásarinnar verða
taldar honum til saka vegna ásetnings
eða gáleysis þá varðar það varðhaldi eða
fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef
sérstakar málsbætur eru.
Ný hlýst stórfellt líkams-eða heilsu-
tjón af árás eða brot er sérstaklega
hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á.m.
tækja sent notuð eru svo og þegar sá er
sætir líkamsárás hlýtur bana af atlögu og
varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum".
Tíminn hafði samband við lögreglu-
stjóraembættið vegna þessa máls og
fengust þau svör að þeim hefði enn ekki
borist gögn málsins í hendur og vildu
þeir því ekki tjá sig um málið að svo
stöddu.
Baldur Möller ráðuneytisstjóri dóms-
málaráðuneytisins sagði í samtali við
Tímánn að þeir mundu ekki tjá sig um
málið að svo stöddu. Hann taldi hinsveg-
ar að umsögn dómsmálaráðuneytisins í
þessu máli hefði ekki hindrað eða haft
afgerandi áhrif til aðgerðanna.
-FRI
ASÍ og VSÍ kanna hvernig tryggingarnar
geta bætt hlut láglaunafólksins:
„Þeim frjálst að
koma með tillög-
ur og ábendingar"
— segir forsætisráðherra
■ „Auðvitað ákveða aðilar vinnu-
markaðarins ekki með hvaða hætti trygg-
ingakerfið getur komið þeim lægst laun-
uðu til aðstoðar, en þeim er að sjálfsögðu
frjálst að koma fram með sínar tillögur
og ábendingar, og þá vonast ég jafnframt
til þess að fá fram ábendingar um hvar
eigi að taka fjármunina til þess að auka
greiðslur úr tryggingakerfinu," sagði-
Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra í samtali við Tímann í gáer, er hann
var spurður hver hans skoðun væri á því
að aðilar vinnumarkaðarins könnuðu
nú í viðræðum sínum, með hvaða hætti
tryggingarnar gætu bætt hag þeirra lægst-
launuðu, en Tíminn hefur heimildir fyrir
að slíkt hafi mjög verið til umræðu á
samningafundum aðila vinnumarkaðar-
ins.
Steingrímur var spurður hvort ekki
væri eðlilegt að ríkisvaldið kæmi inn í
slíkar viðræður, þar sem það væri hvort
sem er Ijóst, að samþykki ríkisstjórnar
eða Alþingis fyrir slíkum greiðslum
þyrfti, áður en þær yrðu ákveðnar: „Við
höfum sagt að við værum tilbúnir til þess
að gera það þegar og þess er óskað, en
við höfum alltaf sagt að þetta væru
frjálsir samningar, og við það stöndum
við að sjálfsögðu." -AB
■ Sigurvegarar beggja flokka talið frá vinstri: Alfreð Hjaltason, Guðbjörn
Magnússon, Sigurjón Hannesson, Hreggviður Oskarsson.
Vélsleðakeppni
við Lækjarbotna
Mótmæli foreldra ogkennara Vesturbæjarskólans:
„EKKI EINI GRUNNSKÓL-
INN SEM EKKI BÝR VIÐ
FULiNÆGJANDI
AÐSTÆÐUR”
segir Markús Örn Antonsson, formaður
fræðsluráðs
■ „Það er viðurkennt af öllum aðilum
sem um þessi mál fjalla að þarna er ekki
hægt að hafa skóla til allrar frambúðar.
Þess vegna erum við að láta hanna nýtt
skólahús og ákveða því stað. Þetta er
hins vegar ekki eini grunnskólinn í
borginni sem ekki býr við fullnægjandi
aðstæður og það verður að raða fram-
kvæmdum í vissa forgangsröð," sagði
Markús Örn Antonsson, formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur, þegar hann
var spurður hvort verjandi væri að reka
skóla fyrir tæplega 300 börn í húsakynn-
um gamla Stýrimannaskólans við Öldu-
götu, en eins og fram kom í blaðinu telja
foreldrar nemenda skólans og kennarar
hans að öll aðstaða þar sé mjög ófull-
komin og benda á að skólinn hafi til
umráða 2 fermetra á barn meðan grunn-
skólar í höfuðborginni hafi að meðaltali
6 fermetra á nemanda.
- Nú hafa komið fram athugasemdir
frá heilbrigðisyfirvöldum vegna ófull-
nægjandi salernisaðstöðu í skólanum.
Einnig er talað um að brunavörnum sé
ábótavant?
„Ég hef hvorki fengið kvartanir frá
heilbrigðisyfirvöldum og né eldvarnaeft-
irliti um aðstöðuna í húsinu. Þeir aðilar
hafa þó venjulega verið ósparir á slíkar
yfirlýsingar ef þeim hefur fundist pottur
brotinn. Hins vegar hafa verið þarna
ákveðnar ráðstafanir af hálfu eldvarna-
eftirlitsins umfram það sem gerist í
öðrum skólum í borginni eðli málsins
samkvæmt vegna þess að húsið er svo
gamalt."
M arkús sagði að búið væri að ákveða
að reisa nýjan Vesturbæjarskóla á horni
Vesturvallagötu og Framnesvegar.
Hann sagði að hins vegar væri vegna
fjárhagsstöðu borgarinnar ekki hægt að
timasetja hvenær hafist yrði handa við
bygginguna.
-Sjó
■ Vélhjólaíþróttaklúbburinn stóð fyrir
vélsleðakeppni á sunnudaginn við Lækj-
arbotna, rétt fyrir austan Reykjavík. 15
keppendur voru mættir í ágætisveðri og
voru þeir ræstir með hálfrar mínútu
millibili. Keppt var í tveimur flokkum á
5 kílómetra langri braut, annars vegar
undir 60 hestöflum en hinsvegar yfir 60
hestöflum. Úrslitin urðu þau að í minni
flokknum sigraði Sigurjón Hannesson á
11:05 mín. í öðru sæli varð Hreggviður
Óskarsson á 11:10 mín og í þriðja sæti
varð Baldur Davíðsson á 11:12 mín. I
stærri flokknum sigraði Alfreð Hjaltalín
á 11:20 mín. annar varð Guðbjörn
Magnússon á 12:14 mín og þriðji varð
Stefán Jónsson á 13:07 mínútum. Verð-
launin voru veitt strax að lokinni keppni
og hefur stjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins
hafist handa við að undirbúa næstu
keppni. Eru líkur á að um 40 vélsleðar
mæti og verða þá væntanlega fleiri og
fjölbreyttari brautir.
- FRI
Eldur í bílskúr að
Kópavogsbraut 96:
ELDTUNGURN-
AR LAGÐIÚT
UM BÍLSKÚRS-
HURÐINA
■ Slökkviliðinu í Rcykjavík barst til-
kynning umn eld í bílskúr að Kópavogs-
braut 96, skömmu fyrir kl. 4 í gærdag.
Er slökkviliðið kom á staðinn var tölu-
verður reykur í skúrnum og eldtungurn-
ar lagði út um bílskúrshurðina úr klæðn-
ingu sem þar var fyrir innan.
Tveir reykkafarar voru sendir inn og
gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn.
10 ára gamall Escort bíll var inni í
skúrnum er eldsupptök urðu og
skemmdist hann töluvert af eldinum auk
þess sem töluverðar skemmdir urðu á
skúrnum sjálfum og dóti sem þur var
inni.
Eldsupptök eru talin vera út frá
rafmagnsofni en maður var að nota hann
þar inni til að þurrka mottur úr bílnum.
Slökkviliðið var einnig kallað út að
Árnagarði í gærmorgun, skömmu fyrir
kl.8 en þar var eldur laus í bifrcið. Mun
vélarhús bílsins hafa skemmst töluvert.
- FRI
Góð sala í
snjóblásurum
■ Um 20 aðilar hafa í fannferginu
undanfarnar vikur keypt snjóblásara á
dráttarvélar, sem Dráttarvélar hf. hafa
á boðstólum fyrir 80-110 þús. kr.
stykkið. 1 hópi kaupenda eru bæði
bændur og sveitarfélög. Telja menh að
þessi möguleiki til snjóruðninga geti
lækkað kostnaðinn við moksturinn niður
í allt að 1/5 af því sem snjómokstur kosti
almennt með stærri tækjum, að því er
haft er eftir Gunnari Gunnarssyni, fram-
kvæmdastj. Dráttarvéla í Sambands-
fréttum.
Könnun á fundi hjá Fóstrufélagi íslands:
Yfirgnæfandi meirihluti styður
verkfallsaðgerðir " SSÍHSlSm *%
því í voða. Þá er sagt að opinberir
starfsmenn séu nú stærsti láglauna-
hópurinn, enda þekkist vart yfirborganir
innan þess hóps. Mótmælt er seinagangi
ríkisvaldsins í samningaviðræðum og
launafólk hvatt til órofa samstöðu.
- JGK
■ Á fundi í Fóstrufélagi íslands á
dögunum var gerð könnun á viðhorfum
fundarmanna til kjaramála og aðgerða í
því samhengi. Yfirgnæfandi meirihluti
lýsti sig fylgjandi því að gripið yrði til
verkfalls ef ekki næðist fram með öðru
móti launahækkun umfram 4%. Sömu-
leiðis voru nær allir fundarmenn á því að
beinar launahækkanir væru betri kjara-
bót en félagsmálapakkar eða bættur
aðbúnaður.
í ályktun fundarins segir m.a. að
kaupmáttur launa sé nú minni en verið
hafi um áratugi og afkoma fjölda heimila