Tíminn - 25.02.1984, Qupperneq 2

Tíminn - 25.02.1984, Qupperneq 2
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 2_________________________________________Wímhm fréttir Úrskurður genginn í málinu út af „kommúnistaarfinum“: EKKERT FELAGANNA TAUD FULL- r N/EGIA SNLYRÐUM ERFÐASKRAR! — Lögerfinginn á þvi rétt á húseigninni að Bollagötu 12| ■ Borgarfógetaembættið i Reykjavík hefur urskurðað að lögerfingi Sólveigar Jónsdóttur, eiginkonu Sigurjóns Jónssonar, sem lagði fyrir í erfðaskrá að eignarhluti sinn í Bollagötu 12 skyldi verða menningarstofnun og fræðslustofnun í anda sósíalismans, skuli vera einkaerfingi að búinu. Kröfum Baráttusamtaka um stofnun kommúnistaflokks, BSK, og vináttu- félaga íslands og fjögurra sósíaliskra ríkja, um að fá eignarhluta Sigurjóns úthlutað samkvæmt erfðaskránni, var hafnað á hugmyndafræðilegri for- sendu. Sigurjón Jónsson gerði erfðaskrá árið 1961 þar sem hann mælti svo fyrir að eignarhluti hans í húseigninni Bollagötu 12 skyldi verða fræðslu- og menningar- stofnun á vegum Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins ogstarfi jafn- an í anda sósíalismans eins og hann er túlkaður af aðalhöfundum hans, Marx, Engels og Lenin. í erfðaskránni er einnig lagt svo fyrir að ef Sósíalistaflokk- urinn verði lagður niður eða klofni í fleiri flokka skuli stofnunin starfa undir stjórn þess flokks sem skipar sér í hina alþjóðlegu fylkingu marxisk-leninskra flokka og er viðurkenndur af henni. Fari svo að enginn slíkur flokkur verði til um skeið skal stofnunin halda áfram að starfa sem óháð fræðslustofnun í sama anda og áður getur undir þriggja manna stjórn sem valin er af formönnum Reykja- víkurdeilda vináttufélaga íslands og sós- íalisku landanna. Sigurjón gekk árið 1963 að eiga Sól- veigu Jónsdóttur en Sigurjón lést árið 1964. Sólveig sat síðan í óskiptu búi til dauðadags árið 1982 en þá kom erfða- skráin fram. Var hún birt í Lögbirtingar- blaðinu og þar skorað á þá sem teldu sig eiga arfleiðslurétt að lýsa kröfum sínum. BSK gerðu aðalkröfu til arfsins en vináttufélög íslands og Vietnam, DDR, Kúbu og Kínversk íslenska menningar- sambandið, KÍM gerðu kröfu á þeirri forsendu að BSK uppfyllti ekki skilyrði erfðaskrárinnar. Föðurbróðir Sólveigar og eini lögerfingi hennar, Kristinn Gunnlaugsson, gerði kröfu til arfsins aðallega á þeirri forsendu að forsendur erfðaskrárinnar væru brostnar. Málflutningur um kröfurnar var 27. febrúar s.l. Kom þar m.a. fram að fundist hafði uppkast að nýrri erfðaskrá sem fól í sér að það hjónanna sem lengur lifði hefði umráðarétt yfir eigninni til dauðadags en síðan tæki fyrri erfðaskrá- in gildi. En handskrifaðar setningar á uppkastinu og ýmis önnur atriði voru talin benda til þess að Sigurjón hefði viljað að Sólveig tæki allan arf eftir sig. í úrskurðinum er talið að erfðaskrá Sigurjóns sé gild og færðar að því ýmsar ástæður, m.a. þær að af atvikum þyki mega ráða að Sigurjón hafi sjálfur gert sér Ijóst að ekki væri sjálfgefið að erfðaskrá hans félli úr gildi. í úrskurðinum er síðan fjallað um hvort BSK uppfylli skilyrði erfðaskrár- innar. Talið er Ijóst að Sigurjón hafi ætlast til þess að flokkur, sem hugsanlega kæmi í stað Sósíalistaflokksins, mætti ekki vera fjandsamlegurSovétríkjunum. Og einnig er talið víst að hann ætti að hafa svipaða afstöðu til byltingar og Sósíalistaflokkurinn hafði. Ekki er talið að BSK hafi fært til þess nein rök að þau tilheyri þeirri fylkingu marx-leninskra flokka sem um ræðir í erfðaskrá. Samkvæmt stefnuskrá sinni mun BSK skipa sér í sveit með flokki vinnunnar í Albaníu og samtökum þeim sem gert hafa málstað hans að sínum síðan sá flokkur einangraðist frá öðrum flokkum sem ráða þjóðríkjum og kenna sig við marx-leninisma. Slit flokkslegra samskipta Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna og valdaflokks Albaníu áttu sér stað árið 1961 og hlyti Sigurjón að hafa orðað erfðaskrá sína öðruvísi ef hann hefði viljað láta aðila sem næst stæði í stefnu sinni túlkun á marx-leninisma í Albaníu reka í húseigninni stofnun helg- aða þeim fræðum. Pá segir í stefnuskrá BSK að þau heyi ósættanlega baráttu gegn endurskoðun- arsinnuðum hentistefnuflokkum og að mati BSK var Sósialistaflokkurinn einn þeirra. Tilvísum BSK um að þau lýsi yfir í stefnuskrá sinni að þau aðhyllist marx- leninisma er ekki talin hafa gildi út af fyrir sig þar sem sú skilgreining er ekki á hreinu. 1 úrskurðinum segir að ekki sé til úrlausnar hvort tiltekin stjórnmála- stefna kenni sig við marx-leninisma með réttu og röngu. Um er að tefla hvort sá sem til arfs kallar sé af því sauðahúsi marx-leninisma sem arfleiðandi aðhylltist og vildi láta njóta góðs af sínum eignum. Ljóst þykir að sá marx-leninismi sem Sigurjón bar fyrir brjósti sé frábrugðinn þeim sem BSK teflir fram. Því er málskröfum BSK hafnað. Um kröfu vináttufélaganna segir í úrskurðinum að samkvæmt erfðaskrá hafi Sigurjón haft í huga að vináttufélög gætu tekið við hlutverki Sósialistaflokks- ins í óákveðinn tíma. Þótt skilyrði um tiltekna stjórnmálastefnu séu ekki tekin fram í erfðaskránni má telja ljóst að Sigurjón hafi ætlað vináttufélögunum þetta hlutverk í trausti þess að ríkjandi væri sú vinsemd í garð Sovétríkjanna sem hann bersýnilega hafði sjálfur til að bera. Á þeim tíma sem erfðaskráin var gerð voru starfandi vináttufélög við Sovétríkin, DDR, Pólland og Þýska- land, og er ekki véfengt að þessi félög starfi enn. Aðeins Ísland-DDR hefur staðið að kröfugerð í málinu. KÍM var við lýði á þessum tíma en þá var kominn verulegur ágreiningur milli Kommún- istaflokks Sovétríkjanna og Kína. Hin vináttufélögin tvö voru ekki tilkomin þegar erfðaskráin var gerð. Verði sam- kvæmt þessu að telja óyggjandi að Sigurjón hafi við gerð erfðaskrárinnar fyrst og fremst ætlað þeim félögum sem utan eins hafi ekki gert kröfur í máli þessu að njóta arfleiðar sinnar að öðrum frágengnum. Þykir ókleyft að túlka erfðaskrána á þann veg að þau félög ein, sem gert hafi kröfur í þessu máli án þátttöku hinna sem áður gat, teljist fullnægja skilyrðum til arftöku. Af þeim sökum ber að hafna málskröfum þessara aðila. Samkvæmt þessu verður að taka til greina þá kröfu Kristins Gunnlaugssonar að hann teljist einkaerfingi að dánarbú- inu. Markús Sigurbjörnsson, aðalfulltrúi yfirborgarfógeta, kvað upp dóminn, en meðdómendur voru Magnús Torfi Ólafs- son blaðafulltrúi og Þorsteinn A. Jóns- son deildarstjóri. Það skal tekið fram að dómurinn er rakinn á 31 vélritaðri síðu svo ljóst er að hér hefur verið stiklað á stóru. - GSH ■ Símon leikur hvort tveggja: flam- enco og klassik. Öll verkin cru eftir spænska liöfunda. Tónleikar í Grindavíkurkirkju: Símon ívarsson flytur spænska gítartónlist ■ Gítarleikarinn Símon H. ívarsson heldur tónleika í Grindavíkurkirkju á sunnudaginn 26. febrúar, klukkan 17:15. Á efnisskránni, sem er tvíþætt, eru spænfk klassisk verk, Albeniz, Turina, Tarrega og fleiri, og flamencotónlist. „Með efni .skránni vil ég sýna fram á hina f]i;i i möguleikagítarsins. Mér finnst líi ’ við hæfi að hafa tónlistina alla frá . andi" gítarsins, Spáni,“ sagði Si .untali við Tímann. Símo ra eini lslendingurinn. sem lc mencotónlist og hefur hannso . . ióhjáprofessor Andre- as Bati' adrid. Klassikina lærði Símon 1, lónskóla Sigursveins D. Kristinss, að loknu burtfararprófi þaðan inni :t;n Tst hann íTónlistarháskól- ann í Vínarborg og nam hjá hinum víðfræga prófessor Karl Scheit. Símon notar tvo mismunandi gítara við flutning verkanna, annars vegar klassískan gítar og hins vegar flamenco- gítar. -Sjó Þýskir dagará Loftleiðum ■ Schwálmer Musikkapelle í fullum skrúða. ■ Nú standa yfir þýskir dagar að Hótel Loftleiðum, þar sem boðið er upp á hvers konar kynningu á Þýskalandi, hvað varðar mat, drykk, tónlist og ferðamöguleika. Það er Þýska ferða- málaráðið, ásamt Flugleiðum og Hótel Loftleiðum sem gangast fyrir þessari kynningu, en henni lýkur annað kvöld. Vel er til kynningarinnar vandað og meðal þátttakenda í kynningunni eru matreiðslumenn frá Hotel Frankfurter Hof í Frankfurt og hljómsveitin Schwálmer Musikkapelle frá Uberhess- en, sem ieikur dæmigerð þýsk þjóðlög og danslög. Flugleiðir segja í frétt í tilefni þessara þýsku daga að áberandi sé nú að íslenskir ferðalangar kjósi meiri sveigjanleika í ferðum sínum en áður, og að algengt sé að fólk kaupi sér ferðapakka sem í sé „flug-hús-bíll“. Þessari eftirspurn hafa Flugleiðir mætt með því að bjóða upp á hótel eða sumarhús í Þýskalandi. Bjóða Flugleiðir upp á dvöl í Eifel-héraðinu, Ölpunum og Svartaskógi. Borgarstjóri Daun, sem er smáborg í Eifel er einmitt einn þeirra Þjóðverja sem hingað til lands er kominn í tengsl- um við þýsku dagana, og hann sagði á fundi með fréttamönnum að Þjóðverjum væri mjög í mun að rækta tengsl sín við Island og að auka straum ferðamanna á milli landanna. Hann sagðist fagna því að fjöldi íslenskra ferðamanna í Þýska- Iandi sl. ár hefði aukist um 12%, en sl. ár voru seldar gistinætur til íslendinga samtals 23 þúsund, og af erlendum ferðamönnum voru íslendingar í 30. sæti hvað fjölda snertir. Blaðamenn fengu að bragða á lostæt- inu þýska sem matreiðslumeistararnir, þeir Hort Heilmann og Ulrich Backed bjóða gestum þýsku daganna upp á, og er skemmst frá því að segja að þýsku pylsurnar, salötin, grænmetið, skinkan og fleira og fleira kitluðu bragðlaukana mjög svo, og ekki dró úr ánægjunni að fá nú að skola niður kræsingunum með þýskum bjór. íslenska óperan: Miðillinn ogSíminn í síðasta sinn í kvöld ■ I kvöld verður síðasta sýning á ópcrum Menottis, Símanum og Miðl- inum hjá íslensku óperunni. Síminn er stutt gamanópera um stúlku og bicjil hennar og sífelldar truflanir á bónorði hans af völdum símans. Miðillinn er sorgarópera. fjallar um svikamiðil sem flækist í eigin blekkingavef með skelfi- legum afleiðingum. Annað kvöld verður svo La Traviata á. dagskrá, en nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa frábæru óperu í rómaðri uppfærslu íslensku óperunn- ar. - JGK ■ Þessur fallegu stúlkur í þýskum þjóðbúningum eru reyndar alíslenskar en Þjóðverjarnir sögðu að þær sómdu sér a.m.k. jafnvel í þýska þjóðbúningnum og þýskar stöllur þcirra og ekki veittu þær þýska bjórinn af minni rausn en þær þýsku gera. Tímamyndir - G.E. ■ Borgarstjórinn í Daun, Adolf Waldorf ásamt Hanns P. Nerger, yfirmanni þýsku ferðamálaskrifstofunnar í Kaup- mannahöfn á fundi með fréttamönnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.