Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 18
18 skák Texti: Jón Guðni 9. umferð: HELGI OG LOBRON TEFLDU SKÁK KVÖLDSINS XI. REYKJAVIKUR l/SKÁKMÓTIÐ\J y Þar sem Margeiri Péturssyni tókst að vinna biðskák sína við de Firmian frá 8. umferð kom það í hans hlut að tefla við efsta mann mótsins, Jóhann Hjartarson í 9. umferðinni í gærkvöldi. Skák þeirra lauk með jafntefli eftir stutta en snarpa viðureign. Það var hins vegar skák Helga Ólafssonar og þýska stórmeistarans Lobrons, sem hélt hug áhorfenda föngnum raeðan á allri 9. umferðinni í gærkvöldi stóð. Helgi fórnaði snemma peði, sem Lobron þáði, og fékk Helgi í staðinn opna línu og peðið til baka. Lobron svaraði sókn Helga á drottn- ingarvæng með kóngssókn og lengi vel virtust báðir ramba á einstig, skákin varð afar tvíbent og smávægilegustu mistök gátu þýtt liðstap, eða hreinlega mát fyrir báða. Lobron tefldi skemmti- lega í tímahrakinu, en skákin fór í bið og voru menn sammála um að staða Helga væri betri, en hvort hún er unnin skal ósagt látið. Það var þó fullyrt í skákskýringasalnum af valinkunnum skákmönnum að svo væri. En staðan er svona: Hvítt Helgi Þetta er gífurlega mikilvæg skák fyrir Helga, bæði með tilliti til mögu- leika hans til að berjast til sigurs eða fyrir einhverju af toppsætunum í mót- inu og einnig með hliðsjón af mögu- leikum hans á að ná í stórmeistaraá- fanga út úr mótinu, sem hann stefnir auðvitað að. Lobron er stigahár stór- meistari og vinni Helgi skákina hefur hann unnið þrjá stórmeistara á mótinu og áfanginn er í augsýn. Gæfan hefur hins vegar ekki verið jafn hliðholl Jóni L. Árnasyni sem stendur í sömu baráttu og Helgi, hann tefldi sína fyrstu skák við stórmeistara á mótinu til þessa í gær og verður að segjast að niðurröðun keppenda hefur verið honum mjög í óhag. Jón tefldi við Reshevsky í gærdag löngu áður en 9. umferðin hófst hjá öðrum keppend- um, því að skákinni varð að vera lokið áður en sabbatsdagur hins strangtrú- aða gyðings gekk í garð. Hún endaði með jafntefli og veit undirritaður ekki hvernig hún gekk fyrir sig. Guðmundur Sigurjónsson tefldi af grimmd að þessu sinni og vann Meyer snyrtilega, Meyer þessi hefur farið hinar mestu hrakfarir fyrir íslending- unum. Gæfan sneri ekki bakinu við Karli Þorsteins, hann átti tapaða stöðu gegn Zaltsman, en Zaltsman féll á tíma áður hann gat innbyrt vinninginn og Karl slapp með skrekkinn með heilan vinning í pokahorninu. Um 1 önnur úrslit í gær geta menn lesið hér á töflunni. Jóhann Hjartarson er enn efstur með 7 'h vinning, næstir koma Mar- geir, Reshevsky og Schneider með 6 vinning, þá de Firmian, Helgi, Jón L. Árnason, Geller, Karl Þorsteins og Shamkovic. 10. og næstsíðasta umferðin hefst kl. 14.00 í dag á Hótel Loftleiðum. Jóhann Hjartarson—Margeir Pétursson V2-l/i Samuel Reshevsky—Jón L. Árnason 'h.-'-h. Helgi Ólafsson—E. Lobron bið L. A. Scneider—N.De. Firmian 1-0 TomWedberg-E.Geller 0-1 LarryChristiansen-AxelOrnstein 1-0 HansRee—Y.Balashov V2-V2 LShamkovich-V. McCambridge 1-0 KarlÞorsteins—V.F.Zaltsman 1-0 P.Ostermeyer-R.Byrne 1-0 M. G. Chandler-M.Knezevic 1-0 D.King-FriðrikOlafsson bið H. Schiissler—L. Gutman 1-0 L.AIburt-G.Taylor 1-0 H.Meyer-GuðmundurSigurjónsson 0-1 PiaCramling—J.M.Nykopp bið JonnyHector-RóbertHarðarson 0-1 Carsten Höi—Ásgeir Þ. Árnason V2-V2 Benedikt Jónasson - Haukur Angantýsson 0-1 Elvar Guðmundsson - Hilmar Karlsson 0-1 K. Burger—Bragi Halldórsson bið Sævar Bjarnason - Bragi Krist jánsson 0-1 K.Tielemann—Magnús Sólmundarson 1-0 Dan Hansson—Benóný Benediktsson bið Guðmundur Halldórsson—Pálmi Pétursson bið Halldór G. Einarsson—Lárus Jóhannesson bið Ágúst Karlsson - Þröstur Bergmann xh-xh Björgvin Jónsson - Andri Áss Grétarsson 1-0 Gylfi Þórhallsson - Haraldur Haraldsson bið LeifurJósteinsson-ArnórBjörnsson 0-1 LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1984 Kvikmyndir Lásby mykjudreifarinn og haug dælan eru ódýrustu tæki sinnar markaðnum! |Við hjá Glóbus völdum mykjudreifara og haugdælur frá danska fyrirtækinu Lásby eftir að hafa aflað tilboða og upplýsinga frá yfir fjörutíu framleiðendum slíkra tækja. Það sem réði úrslitum var þetta: - Lásby-tækin eru mjög vel smíðuð og einföld að allri gerð. - Lásby-mykjudreifarinn er á stórum dráttarvéladekkjum. - Lásby-tækin eru á sérlega hagstæðu verði. - Lásby-tækin hafa reynst frábærlega vel í Danmörku, - t.d. notar þriðji hver danskur bóndi Lásby-mykjudreifara. 4000 lítra Lásby-mykjudreifarar eru nú fyrirliggjandi, stærri tanka útvegum við með stuttum fyrirvara. Verð kr. 83.300.-. Góðir greiðsluskilmálar. Haugdæla sem afkastar 5-8000 lítrum á mínútu. Verð kr. 56.000.-. Góðir greiðsluskilmálar. Nýju tækin eru til sýnis í sýningarsalnum að Lágmúla 5. G/obus■/ LÁGMÚLI 5. SÍMI 81555 Sími 78900 SALUR 1 Enginn jafnast á viö James Bond 007, sem er komínn aftur i heim- sókn. Hér á hann i höggi við hinn kolbrjálaða Goldfinger, sem sér ekkert nema gull. Myndin er fram- leidd af Broccoli og Saltzman. JAMES BOND ER HÉR í TOPP FORMI.Aðalhlutverk: Sean Conn- ery, Gert Frobe, Honor Blackman, Shirley Eaton, Bern- ard Lee. Byggð á sögu eftir lan Fleming. Leikstjóri: Guy Hamilton Sýnd kl. 2.50, 5, 7.05, 9.10 og 11.15 SALUR2 CUJO Splunkuný og jafnframt stórkostleg mynd gerð eftir sögu Stephen King. Bókin um Cujo hefur verið gefin út i milljónum eintaka viðs vegar um heim og er mest selda- bók Kings. Cujo er kjörin mynd fyrir þá sem una góðum og vel gerðum spennumyndum Aðahlutverk: Dee Wallace, Christopher Stone, Daniel Hugh-Kelly, Danny Pinatauro Leikstjóri: Lewis Teague Bönnuft börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5,7,9.10,11.15 Hækkað verö Skógarlíf Sýnd kl. 3 SALUR3 Daginn eftir (The Day After) Heimsfræg og margumtöluð stór- mynd sem sett hefur allt á annan endann þar sem hún hefur verið ■ sýnd. Fáar myndir hafa fengið eins mikla umfjöllun í fjölmiðlum, og vakið eins mikla athygli eins og THE DAYAFTE'R. Aðalhlutverk: Jason Robards, Jo- beth Williams, John Cullum, John Llthgow. Leikstjóri: Nicholas Meyer. Sýnd kl. 5,7.30 og 10 Dvergarnir Sýnd kl. 3 SALUR4 Segðu aldrei aftur aldrei ' Hinn raunverulegi James Bond' er mættur aftur tii leiks i hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grín í há- marki. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggð á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiðandi: Jack Schwartzman. Leikstjori: Irvln , Kershner. Myndin er lekin í Dolby Sterio. Sýnd kl. 2.30,5,7.30 og 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.