Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 12
■ Nýlega er komið
á markaðinn frá Lýsi
hf. fjölvítamín-
blanda með ávaxta-
bragði sem nefnd er
FRISKAMÍN: í upp-
lýsingum frá fram-
leiðanda segir:
„Dagleg notkun
FRÍSKAMÍNS kem-
ur í veg fyrir víta-
mínskort, en það er
nauðsynlegt á upp-
vaxtarárunum fyrir
börn og unglinga. En
fólk á öllum aldri
þarf einnig að gæta
þess að uppfylla
vítamínþörfina eink-
um í skammdeg-
inu.“
■ Baldur Hjaltason efnafrxðingur hjá LÝSI h.f. hefur unnið að rannsóknum og undirbúningi að framleiðslu
FRÍSKAMÍNS. (Timamynd Róbert)
Baldur sagði dagskammt af þorskalýsi
vera 1-2 teskeiðar á dag. Af ufsalýsi þarf
ekki nema eina teskeið á dag, sagði
hann, en þá er reiknað með að lýsið sé
tekið reglulega.
Lýsiskúrinn
Blaðamaður Heimilistímans spurði
Baldur Hjaltason hvað hann gæti sagt
um hinn svokallaða lýsiskúr, sem margir
tala um. En með lýsiskúr er átt við, að
lýsi sé tekið hvern morgun á fastandi
maga, og síðan ekkert nærst næstu tvo
klukkutímana, og þá eigi líkamanum að
notast betur af lýsinu.
Hann svaraði, að ekki hefðu farið
fram vísindalegar rannsóknir enn á
þessu, - en dæmin sanna þetta sagði
hann. Það hafa svo margir staðhæft við
mig að hafa fengið bót á liðagigt og fleiri
kvillum með slíkum lýsiskúr, að það er
ekki hægt að mótmæla því. Lýsið virðist
verka betur þegar það er tekið svona inn
á fastandi maga, - áður en magasýrurnar
fara í gang, þá nýtist fitan betur, brotnar
ekki niður, og gefur þá einhverja sér-
staka smureiginleika á liðamótin.
Ég hef heyrt þetta frá það mörgum,
sagði Baldur, að ég er sannfærður um að
þetta er rétt, - en eins og er get ég ekki
sannað þetta. Við höfum verið að tala
við fólk um þetta, en ekki enn farið út í
vísindalegar rannsóknir, en það verður
kannski næsta skrefið.
FRÍSKAMÍN
— heppileg vítamíninntaka fyrir þá, sem þola illa fitu
Heimilistíminn hafði samband við
Baldur Hjaltason efnafræðing til þess að
fræðast meir um þessa vítamínblöndu.
Hann vísaði fyrst til upplýsinga á flösk-
unni en þar segir, að í 10 ml (1
barnaskeið) séu eftirfarandi efni: A-víta-
mín 2000 a.e. D Vítamín 400 a.e. C
vítamín 60 mg, Þíamín (Bl) 1.1 mg.
Ríbóflavín (B2) 1.1 mg, Níasín (B3) 16
mg. Pýridoxin (B6) 1.3 mg, Dexpanþen-
ól 3 mg. Auk þess eru í blöndunni vatn,
sorbitól, bragðefni, kalíumsorbat og
beta-karotin (litarefni eins og í gul-
rótum).
Baldur Hjaltason efnafræðingur
sagði, að í Frískamíni væri reiknaður
hæfilegur dagskammtur af ABCD-vít-
amínum, og væri þá áætlað að börn upp
að eins árs fengju 1 tesk., börn að 10 ára
aldri cina litla barnaskeið, en unglingar
og fullorðnir eina matskeið.
Baldur sagði, að lýsið stæði auðvitað
alltaf fyrir sínu sem heilsugjafi, en úr
lýsinu fást aðeins A og D vítamín. Þessi
blanda væri ætluð fyrir þá sem ekki geta
tekið inn lýsi, en vilja taka inn öll þessi
nauðsynlegu vítamín. Frískamín ersvip-
uð framleiðsla og Sanasol og aðrar
vítamínblöndur, en það er engin fita í
þessari blöndu, svo þetta er heppileg
vítamín-inntaka fyrir þá, sem illa þola
fitu.
- Undirbúningur að framleiðslu Frísk-
amíns hefur staðið í um það bil hálft ár,
sagði Baldur. Þetta er hluti af vöruþró-
un, sem þarf að fylgjast með um tíma
áður en hægt er að byrja að framleiða
vöruna. Næsta skrefið hjá okkur verður
líklega að bjóða upp á Frískamín, sem
yrði ekki með A og D vítamín, en
aðeins B og C. Það er hugsað fyrir þá
sem vilja heldur fá sitt A og D vítamín
í lýsi, en hafa svo Frískamín til að fá hin
nauðsynlegu vítamínin.
Verðið á Frískamíni út úr búð verður
um 50 krónur fyrir 250 ml flösku.
Fyrirtækið Lýsi hefur lengi selt lýsi til
manneldis, og einnig svokallaðar „lýsis-
perlur", en þær eru úr þorskalýsi, fljót-
andi lýsi í glærri perlu úr matarlími.
Lýsisperlur eru seldar út um allan heim,
og hefur því verið um að ræða staðlaða
framleiðslu á þorskalýsisperlum - en
ekki úr ufsalýsi - því að ufsalýsi þekkist
ekki erlendis. Ufsalýsi hefur örlítið
sterkara vítamín, en hægt er að ná sömu
áhrifum með því að taka aðeins meira af
þorskalýsi.
Þorskalýsi gott
fyrir hjartað
Baldur sagði að það hefði löngum
verið vitað, að þorskalýsi lækkaði kól-
esterólið í blóðinu. Það hefði verið
staðfest. í rannsóknum í Bandaríkjun-
um, sem reyndar hafa staðið í 10 ár, en
nýlega hafa verið birtar niðurstöður
hennar, er sannað, að hátt kólesterol í
blóði eykur hættuna á hjartasjúkdóm-
um. Því má segja að þorskalýsi sé
sannarlega gott fyrir hjartað.
Lýsi hf. selur lýsisperlur um allan
heim, eins og áður er komið fram, en
einnig til margra landa venjulegt lýsi og
bragðbætt lýsi í neytendaumbúðum. Má
nefna Norðurlöndin, Bandaríkin, - og
meira að segja, sagði Baldur, er lýsi selt
til Afríku, Tyrklands o.fl. landa. Hann
sagði, að hjá fyrirtækinu væru mjög
fullkomnar pökkunarsamstæður, sem
gerðu það að verkum, að hægt væri að
anna öllum erlendum pöntunum sem
bærust.
Hvað með ávaxta- og mintlýsið?
Hvernig hefur því verið tekið?
Það má segja að bragðbætta lýsið, hið
svokallaða ávaxta- og mintlýsi, hafi kom-
ið út sem viðbót við fyrri lýsissölu. Þarna
var verið að höfða til fólks, sem vildi
gjarnan taka lýsi, en hafði ekki treyst sér
til að taka inn venjulegt lýsi. Margir
komust upp á bragðið og héldu því
áfram að taka ávaxta- eða mintlýsi, en
þeir sem voru vanir ómenguðu lýsi
sögðust ekki vilja skipta. Þeir vildu bara
fá sitt lýsi eins og venjulega, en ekki neitt
„bragðbætt sull“ eins og sumir kölluðu
það. En auðvitað er það alveg sama
lýsið, þó bragði sé bætt í það, sagði
Baldur efnafræðingur að lokum.
RÆKIU- 0G AV0CAD0
■ Þetta Ijúffenga salat er líklega heldur
af dýrari sortinni, því að í því eru
rækjur, avocado-ávextir og iceberg-
salat. o.fl. Rækjur fást frosnar í flestum
matvöruverslunum, en aftur á móti getur
verið tafsamara að fá avocado-ávexti og
iceberg-salatið, en þó getur Heimilistím-
inn upplýst, að í Blómavali við Sigtún er
hvort tveggja til.
í þessa uppskrift (fyrir 4) þarf:
1 stk iceberg-salat (1 höfuð)
450 g rækjur
1 stór avocado-ávöxtur
'A hluti af agúrku (niðursneidd)
8 stk radísur (má sleppa)
1 sítróna (niðursneidd)
Aðferðin við að búa salatið:
Rífðu ytri blöðin á salathöfðinu í
smáræmur og fóðraðu innan djúpan disk
eða skál sem salatið á að vera í. Skerið
það sem eftir er af iceberg-salatinu í
bita. Skerið avocado-ávöxtinn í bita
(eins og sést á myndinni). Radísurnar
sneiddar og rækjurnar settar í miðjuna á
salatskálinni, en agúrkusneiðarnar í
kring.
SALATSOSA
2 'h dl mayonnaise og út í hana er bætt
2 matsk. af söxuðum ansjósum (eða
sardínum í olíu), söxuð péturselja
(parsley) sett út í, og eins og matskeið
af graslauk (eða smásöxuðum venju-
legum lauk), ein matskeið af borðediki
(tarragon) og matskeið af sítrónusafa og
'h rif (kramið) af hvítlauk. Allt hrært vel
saman og haft sér í sósuskál með salat-
inu, eða hellt yfir það, ef vill.
-SALAT
■ Þetta salat á að vera nóg í forrétt handa
f jórum. Gott er að bera ristað brauð með.