Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 7
■ Þau eru fallegt par, Sylvester Stallone og Linda Gray, en þarna var engin alvara með í spilinu. Rocky og DALLAS-dúkkan Sue Ellen? ■ Það er eins gott að hann JR sjái elcki til þeirra Rocky og Sue Ellen, hvað þeim kemur vel saman og eru glöð á svipinn, því eins og allir vita, sem horfa á DALLAS, þá þolir JR ekki að Sue Ellen lítist á nokkurn karlmann. En þetta er bara í gamni, eins og þau sögðu leikararnir Sylvest- er Stallone - sem frægastur er fyrir Rocky - og Linda Gray, sem er farin að ansa nafninu Sue EUen, því hún hefur svo lengi leikið hana í DaUasþáttunum. Þau eru þama að koma fram á góðgerðasamkomu, en féll það svo vel, að þau sögðu bæði, „að það gæti orðið meira en lítið spennandi, ef þau kæmu tU með að leika saman í kvikmynd". Það er aldrei að vita hvað kemur út úr því. ENGELBERT OG UNGA STÚLKAN ■ Þau taka sig vel út saman, söngvarinn Engelbert Humper- dinck og dóttir hans. ■ Þegar hinn gamalkunni skaUapoppari Engelbert Hum- perdinck kom heim tíl Englands frá Ameríku nýlega komu Ijós- myndarar hlaupandi tU að ná mynd af honum - og fallegu ungu stúlkunni, sem með honum var. - Svona era þeir, þessir „kar- arpopparar", heyrðist einn ung- ur Ijósmyndari tauta fyrir munni sér samanbitinn, - þeir reyna að yngja sig upp með sífellt yngri píum. Stúlkan var reyndar ekki nema 18 ára og stórglæsUeg, en hún er dóttir Humperdincks og mikil pabbastelpa. Hún segir að pabbi sinn syngi fyrir sig lögin, tU að vita hvernig henni þyki þau, áður en hann syngur þau opin- berlega, - og hann hafi tUeinkað henni mörg lög. brigðisráðherrans, Matthíasar Bjarnasonar og síðan verða flutt 9 stutt erindi. Fyrst ræðir Sigmundur Sigfússon læknir á geðdeild Landspítalans um þau efni sem á markaðnum eru og áhrif þeirra, Ásgeir Friðjónsson dómari við fíkniefnadómstólinn ræðir um fíkniefnamarkaðinn, Þórarinn Tyrfingsson læknir hjá SÁÁ veltir fyrir sér spurningunni „Hverjir neyta fíkniefna?" Hann skýrir frá því hvaðan þeir sem komið hafa til meðferðar vegna fíkniefnaneyslu koma úr þjóð- félaginu, hvernig þeir skiptast eftir kyni o.s.frv. Þá talar Hall- dór Gunnarsson ráðgjafi á Sogni um „Heimfíkniefnaneytandans“ skoðar málið innan frá, ef svo má segja, fjallar um sálarástand þess sem er að ánetjast fíkniefn- um, Sigurður Gunnsteinsson dagskrárstjóri á Sogni ræðir um meðferð og endurhæfingu, Krist- ín Waage ráðgjafi ræðir um fjöl- skylduna gagnvart fíkniefna- vandamálum, Sigtryggur Jóns- son sálfræðingur, sem starfar hjá útideild talar um unglingana og veltir fyrir sér spurningunni um það hvers vegna unglingar leiti á náðir vímugjafa, Árni Einarsson fulltrúi talar um fræðslu og fyrir- byggjandi starf og loks fjallar Ragnar Aðalsteinsson lögmaður um löggjöfina. Að erindaflutningnum lokn- um verða almennar umræður og þá gefst viðstöddum kostur á að spyrja fyrirlesarana nánar um þau mál sem þeir hafa reifað. Það verður Magnús Bjarnfreðs- son, sem stjórnar umræðunum og verður tengiliður á milli ráð- stefnugesta og fyrirlesara." Hvernig verður svo þeim fróð- leik sem þarna kemur fram kom- ið á framfæri við almenning. Verða fyrirlestrarnir gefnir út og verða þannig t.d. aðgengilegir sem stuðningsefni fyrir kennara sem taka þessi mál upp í skólun- um? „Við höfum nú aðallega haft fjölmiðlana í huga, en útgáfa kemur vel til greina, við sjáum til hvernig ráðstefnan kemur út áður en ákvörðun verður tekin um það. Mér verður hugsað til þess.“ EINS OG HORFUR eru nú í Líbanon. virðist flest benda til þess, að Assad Sýrlandsforseti ætli að fara með sigur af hólmi. í sjónmáli virðist sú lausn, sem sennilega er honum mest að skapi, þótt hann kunni að óska enn meira og stefni að því í fram- tíðinni. Málin virðast vera að þokast í þá átt, að samkomulag náist um brottflutning á herjum ísraels og Sýrlands. Gemayel verði áfram forseti sem fulltrúi kristinna manna, en sú breyting verði gerð á stjórnarfyrirkomulagi landsins, að völdunum verði meira skipt milli kristinna manna og múha- meðstrúarmanna í samræmi við fjölda þeirra. Þetta myndi þýða það, að múhameðstrúarmenn yrðu mestu ráðandi. Núgildandi stjórnarskipun var byggð á því, að þá voru kristnir menn taldir fleiri en múhameðs- trúarmenn og völdum skipt milli þeirra í samræmi við það. Nú eru múhameðstrúarmenn orðnir í meirihluta. Sættir munu ■ Hafez al-Assad. Assad fær líklega sitt fram í Líbanondeilunni Staða hans hefur verulega styrkzt að undanförnu aldrei nást í Libanon, nema valdhlutföllum verði breytt í samræmi við þessa breytingu. Assad er sagður andvígur þeirri hugmynd, að Líbanon verði skipt á þann veg, að Sýr- lendingar fái raunverulegyfirráð í norðurhlutanum, en Israels- menn í suðurhlutanum. Hann telur það tilvinnandi að flytja sýrlenzka herinn heim, ef ísra- elsmenn gera slíkt hið sama. Assad virðist treysta á náið samband milli Sýrlands og Líba- nons, ef múhameðstrúar- mönnum verð tryggð aukin völd í Líbanon. Hann vill heldur sjálf- stætt Líbanon undir velviljaðri stjórn en skipt Líbanon milli Sýr- Iands og ísraels. ísraelsmenn og Bandaríkja- menn stefndu að þvt, þegar samningurinn var gerður milli ís- raels og Líbanons á síðstl. vori, að herir Sýrlendinga og fsraels yrðu fluttir burtu, og síðan færi með völd í Líbanon stjórn, sem væri vinveitt Israel. Bandaríkja- menn og ísraelar virtust treysta á, að hægt yrði með valdi að þvínga Sýrlendinga til að fallast á þessa lausn. Þær vonir hafa algerlega brugðizt: Bandaríkjamönnum er að verða ljóst að Líbanonsdeil- an verði ekki leyst nema með samkomulagi við Sýrland. Senni- lega tekst þeim að gera ísraels- stjórn þetta einnig ljóst, enda verður herseta fsraelsmanna í Líbanon óvinsælli í fsrael með hverjum degi. Eins og málin standa nú, virð- ist Assad á góðum vegi að verða sigurvegari í Líbanonsdeilunni. Bandaríkjamenn tala orðið bet- ur um hann en áður og telja hann ekki undirlægju Rússa, þótt hann hafi fengið hjálp frá þeim. Margir Bandaríkjamenn hafa kynnzt Assad persónulega og láta vel af viðræðum við hann. Meðal þeirra er Kissinger, sem fór ekki sjaldnar en 33svar sinn- um til Damaskus, þegar hann var að koma á samkomulagi milli ís- raels og Sýrlands varðandi bráðabirgðaskiptingu Golan- hæða árið 1974. Donald Rumsfeld, sem er nú sérlegur sendimaður Reagans í Miðausturlöndum, heimsótti Assad tvisvar í síðasta mánuði. Honum varð lítið ágengt, enda Bandaríkjamenn þá ekki búnir að átta sig á, að staðan var breytt. ■ Rifaat al-Assad. HAFEZ al-Assad er búinn að vera valdamesti maður Sýrlands í rúm tuttugu ár, þótt hann yrði ekki forseti fyrr en 1970. Árið 1963 beitti hann sér fyrir byltingu, ásamt tveimur herfor- ingjum öðrum, en á þeim tíma var hann minnst þekktur þeirra þremenninga og búizt við minnstu af honum. Byltiiiguna gerðu þeir í nafni Baath-flokks- ins svonefnda, sem er þjóðern- issinnaður og sósíaliskur flokkur. Það veikti aðstöðu Assads, að hann tilheyrir Alawita- flokknum, sem er ein grein mú- hameðstrúarmanna. Hann rekur uppruna sinn til Ali, tengdasonar Múhameðs spámanns. Aðeins um 10% Sýrlendinga tilheyra þessum trúarflokki og hefur hann yfirleitt sætt aðkasti ann- arra múhameðstrúarmanna. Assad er fyrsti Alawitinn, sem hefst til æðstu valda í Sýrlandi. Þeir tvímenningarnir, sem gerðu byltinguna með Assad, eru nú horfnir af sjónarsviðinu og öll völd komin í hendur Assads. Fyrst varð hann her- málaráðherra og beitti þeirri stöðu sinni til að treysta sig í sessi. Síðan 1970 hefur hann verið forseti, eins og áður segir. Þeir, sem hafa kynnzt Assad, telja hann bæði hygginn og harð- drægan, þótt hann geti verið þægilegur og spaugsamur í sam- ræðum. Hann hefur aldrei hlífzt við að beita hörðu, þegar því hef- urverið að skipta. Utanríkisstefna Assads hefur mjög mótazt af því, að ísraels- menn hertóku Golanhæðirnar af Sýrlendingum í sexdaga-stríðinu 1967, þær vill Assad endur- heimta. Af þeim ástæðum hefur verið grunnt á því góða með hon- um og Arafat og Hussein Jórdan- íukonungi. Hann vænir þá um að vilja semja um vesturbakkann, án þess að taka Golanhæðir með í reikninginn. Af sömu ástæðum beitti hann sér gegn Camp-David-sam- komulaginu milli ísraels og Eg- yptalands. Hann taldi það stefna að því að útiloka Sýrland. Assad hefur iðulega bent á, að Sýrland og Líbanon hcfðu til forna verið eitt ríki. Frakkar hefðu gert Líbanon að sjálfstæðu ríki eftir fyrri heimsstyrjöldina til að veikja Sýrland. Þrátt fyrir þetta hefur Assad ekki krafizt innlimunar Líba- nons í Sýrland. Hann greip hins vegar tækifærið til að senda her inn í Líbanon 1976. þegar borg- arastyrjöld geisaði milli múha- meðstrúarmanna og kristinna manna og þeir síðarnefndu voru að bíða ósigur. Síðan hefur sýr- lenzkur her dvalið á allstóru landsvæði í Líbanon og annazt eins konar friðargæzlu í nafni Arabaríkjanna, sem hafa tekið þátt í kostnaðinum. Her Sýr- lendinga kom því inn í Líbanon með allt öðrum hætti en her ísra- els, sem kom sem hreinn innrás- arher. ÞÓTT Assad eigi orðið all- langan valdaferil að baki, er hann ekki nema 54 ára gamall. Orðrómur hefur gengið um, að hann væri ekki heilsuhraustur og því er farið að gizka á hverjir séu líklegir til að taka við af honum, ef hann forfallaðist. Einna oftast er nefndur í þessu sambandi bróðir hans, Rifaat al- Assad. Hann stjórnar sérstöku sérþjálfuðu varnarliði, sem telur um 20 þús. manns. Það hefur m.a. það hlutverk að annast gæzlu í Damaskus og að verja Assad. Öfgaflokkur, sem kallar sig bræðralag múhameðstrúar- manna, er honum mjög andvígur og hefur nokkrum sinnum gert tilraunir til að ráða hann af dögum. Rifaat hefur hefnt slíkra til- ræða grimmilega. Þekktasta dæmið um það er byltingartil- raun, sem bræðralagið gerði í borginni Hama í febrúar 1982. Þúsundir manna féllu í átök- unum og borgin var að miklu leyti lögð í rúst. Sumir fréttaskýrendur telja Rifaat enn harðari í horn að taka en bróðir hans. Þá er því haldið fram, að hannnsé potturinn og pannan í samskiptunum við Rússa, en án aðstoðar þeirra, væru Sýrlendingar búnir að bíða lægri hlut í Líbanon. Þorarinn Þorarinsson, ritstjori, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.