Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 6
6 WíflÚWn LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR1984 í spegli tímans Kvikmyndin Carmen nýtur gífurlegra vinsælda í Þýskalandi: NULÆRAALUR ABMNSA FIAMENOO! ■ Um þessar mundir er verið að sýna í kvikmyndahúsum í Þýskalandi myndina Carmen, sem Carlos Saura gerði eftir óeprunni samnefndu eftir Bi/et. Með aðalhlutverk í myndini fer sjálfur Placido Domingo. Er- skemmst frá því að segja að myndin hefur slegið algerlega í gegn og nýtur fádæma vinsælda. Eins og títt er, þegar kvikmyndir ná svo gífurlegum vinsældum, koma margs konar áhrif frá henni fram víða í þjóðlifinu. Ekki síst hefur hún vakið upp alveg gífurlegan áhuga á flam- encoiónlist og -dansi. Adela Rabien, sem rekur dansskóla í Berlín, hefur svo sannarlega orðið vör við þennan áhuga. Adela er fædd í Augs- burg, en á spánska forfeður. Hún hefur rekið dansskóla sinn í 10 ár. Allan þann tíma hefur flamencodans notið heldur lítils álits nemenda hennar. Þeir hafa litið svo á að það væri ekki farið fram á annað en að spúa eldi og smella með fótunum. En nú, þegar fólk hefur séð hvílík kúnst flamencodans er í kvikmyndinni um Carmen, fyllist það skyndi- lega löngun til að ná tökum á þessari fögru og æsandi grein danslistarinnar. Meðal nemenda Adelu má flnna fulltrúa allra stétta þjóðfélagsins, húsmæður, virðulega embættismenn, versl- unar- og skrifstofufólk, skóla- nemendur. Er nú svo komið að færri komast að en vilja og íhugar Adela að bæta við tímum til að anna eftirspurninni. Því fer fjarri, að það sé auðvelt að ná tökum á flamencodanslist- inni. Þar þarf að samhæfa höf- uðhreyfingar, líkamshreyfingar, kastaníettur og síðast en ekki síst þarf að kunna að sveifla pilsslóð- anum í samræmi við danssporin, enda segir Adela nemendur þurfa að leggja hart að sér og þjálfa sig vel, ef þeir eiga að gera sér vonir um að ná cinhverjum árangri. Og ekki dugir minna en kennslustundir tvisvar í viku, ef eitthvert gagn á að verða af kennslunni. Adela var spurð að því, hvort hún mælti með að nemendur færu í megrunarkúr samhliða náminu. Ekki vildi hún meina, að rétt væri að dreifa athyglinni frá dansnáminu sjálfu með því að vera líka að velta vöngum ýfir mataræði á sama tíma. Það verði að einbeita sér að því að skynja tónfallið allt fram á fingurgóma. Auðvitað þjálfist allur líkaminn við þessar ströngu æfingar, en þá ekki í einu vetfangi. Ekki megi búast við að árangur komi í Ijós yfir eina nótt. Adela Rabien varð fyrst kvenna til að opna sérstakan skóla til að kenna flamencodans í Þýskalandi. Hún hefur stefnt að því alla ævi að verða dansari og segir svo frá: Auðvitað byrj- aði ég dansnámið með því að sækja kennslu í ballett, rétt eins og svo margar litlar telpur aðrar. En ég fann fljótlega, að þessi sígilda ballettkennsla var ekki nógu fjörug fyrir minn smekk. Eg sóttist eftir meiri tilfinninga- semi, meiri hreyfingu, meiri tjáningu. Amma mín, sem býr í Brasilíu, hlýtur að hafa sett kast- aníettumar í vögguna mína, ég hef aldrei án þeirra verið. Og á tíðum ferðum mínum til Spánar hef ég kynnst og orðið altekin af fegursta dansi veraldar - flam- encodansinum. ■ Sem að líkum lætur á Adela Rabien marga flamenco- kjóla. Þegar hún vill hafa sem mest við, dregur hún þennan hvíta silkikjól fram og íklæðist honum. Hún hefur þegar slitið fleiri dansskóm en hún hefur tölu á. vidtal dagsins Ráðstefnan „Fjölskyldan og fíkniefnin" í Norræna húsinu í dag: ORNÖUUM SEMIÁTA SK MÁIEFMÐ VAfflA — rætt við Árna Reynisson ■ „Yfirskrift þessarar ráð- stefnu er „Fjölskyldan og fíkni- efnin,“ og til hennar boða Sam- tök áhugamanna um áfeng- isvandamálið í samvinnu við landlæknisembættið og Afeng- isvarnadeild Reykjavíkurborg- ar,“ sagði Arni Reynisson í spjalli við blaðið í gær. Ráðstefn- an sem til umræðu er hefst í Norræna húsinu í dag kl. 13.30. An»' annacf 'mdirbún:a„ hcnnar. „Við getum sagt að það séu þrír hópar sem við viljum ná til með ráðstefnunni. Þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vímuefnaneyslu aðstandenda sinna, eða fjölskyldumeðlima, þeirra sem óttast að þetta vanda- mál kunni að hitta einhvern fyrir í fjölskyldunni eða vinahópi og svo þeirra sem hafa áhuga á fíkni- cfnavandamálinu og vilja vinna að lausn þess. Ráðs'afnar. cr ekki sérfræðileg, það e: etlast til að hún geti orðið öllum til gagns og fróðleiks.“ Er ráðstefnan til marks um það að SÁÁ vilji færa út starfs- svið sitt, vinna gegn neyslu allra vímugjafa í stað einhliða baráttu gegn ofnotkun áfengis? „Ofnotkun vímugjafa almennt er vandamál sem SÁÁ hefur orðið að glíma við, vegna þess að það er stór hópur þeirra sem koma á mtðferðrirátofnanir SÁÁ, sem hafa ánetjast öðrum vímugjöfum en áfengi, oft mun hættulegri og eru því oft verr farnir af neyslu þessara vímu- gjafa en áfengisins. Ráðstefnan er til marks um það að SÁÁ vill færa þetta starf út í þjóðfélagið, koma á framfæri upplýsingum og vinna fyrirbyggjandi starf, einnig á þessu sviði.“ Hvernig verður ráðstefnan uppbyggð? Hún hefst með ávarpi heil- B Ám: Reynissort

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.