Tíminn - 25.02.1984, Síða 5
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
5
fréttir
400 ára afmæli
Guðbrands-
biblíu í ár:
1984 ÞVÍ
ÚTNEFNT
ÁR
BIBLÍUNNAR
■ Hém Pétur Sigurgeirsson biskup
og sr. Ragnar Fjalar Lárusson sóknar-
prestur í Hallgrímsprestakaiii. Á borð-
inu fyrir framan þá er Guðbrandsbiblía
sem verður á sýningu Listvinafélagsins
og ofan á henni frönsk handskrifuð
bibiíuútgáfa frá 12. öld.
Tímamynd Róbert
■ „Útgáfa Guðbrandsbibb'u er einn
hin merkasti atburður í islenskri sögu,
hvort sem litið er á hann frá tniarlegu
eða menningariegu sjónariiomi. I því efiii
get ég vitnað til hins merka fræðimanns
próf. Steingríms J. Þorsteinssonar, sem
sagði i einu rita sinna: „Það er ailsendis
óvist að við töluðum isiensku ef bibhan
hefði ekki verið þýdd jafn snemma og
jafn vel og raun ber vitni.“ Þetta sagði
biskupinn yfir íslandi, hem Pétur Sig-
urgeirsson er hann kynnti fyrir blaða-
mönnum í gær hvemig 400 ára afmæii
Guðbrandsbibb'u sem er í ár yrði minnst,
en vegna þessa afinælis hefúr árið 1984
verið útnefnt ár biblíunnar.
'Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga
hefur í samvinnu við biblíufélagið skipu-
lagt biblíuárið. Eftir guðsþjónustu í
Hallgrímskirkju á sunnudaginn hefst
aðalfundur Hins íslenska biblíufélags og
jafnframt sýning á ýmsum merkum
biblíuútgáfum á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju. Sunnudagurinn hefur
verið útnefndur biblíudagur og hefur
biskup ritað prestum landsins bréf þar
sem hann biður þá sérstaklega um að
gera biblíuna að umræðuefni í stól-
ræðum sínum, en texti dagsins er dæmi-
saga Jesú, Sáðmaður gekk út að sá.
Aðaifundi biblíufélagsins lýkur ekki á
sunnudeginum heldur verður fram-
haldsaðalfundur á Hólum í Hjaltadal á
Hólahátíð 12. ágúst n.k. Á Hólum
verður einnig stutt athöfn hinn 6. júní í
sumar, þar sem Hólaprentsmiðja stóð,
en þann dag fýrir 400 árum lauk Jón
Jónsson prentari við biblíu Guðbrandar
biskups.
Prestastefiia íslands hefst á Laugar-
vatni 26. júní og verða þar erindi og
umræður um biblíuna.
Ýmislegt annað er á döfinni á biblíu-
ári af hálfu trúfélaganna sem að'því
standa, tjaldsamkomur Hvítasunnu-
manna og fyrirhuguð er fjöldasamkoma
í Háskólabíói eða Laugardalshöll, ef til
vill í tengslum við biblíuviku sem haldin
verður í öllum prpfastsdæmum landsins.
Síðast en ekki síst er væntanleg á
markaðinn ný Ijósprentun af þeirri bi-
blíuútgáfu, sem kom fyrst á markað
1980 og hefur selst í 38000 eintökum
síðan. En þáð er einmitt markmið
biblíufélagsins að efla útgáfu, út-
breiðslu og notkun þeilagrar ritríing-
ar. - JGK
■ Nemendahópurinn fyrir framan skrifstofur bæjarstjórans í Hafnarfirði. Tímamyndir GE
,vð viuum rttvél'
— Fylgst með deilum vegna brottnáms ritvélar af bókasafni Flensborgarskóla
■ Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri tekur við yfirlýsingunni úr hendi fulltrúa
nemenda.
■ Ritvélaslagurinn mikli var háður í
Hafnarfirði nú fyrir helgina er stór
hópur nemenda úr Flensborgarskóla hélt
á fund bæjarstjórans tii að mótmæla
þeim „gerræðislegu vinnubrögðum yfir-
valda að taka fram fyrir hendur skólayf-
irvalda og fræðsluráðs og stöðva vinnu á
bókasafni skólans...“„með því að láta
nema á brott...“ „ómissandi hjálpartæki
af bókasafni skólans, ritvél bókavarð-
ar...“ eins og það er orðað í yfirlýsingu
nemenda og kennara skólans sem nem-
endum tókst að fá bæjarstjóranum Ein-
ari Inga Haiidórssyni í hendur. Staðan
er því nú 1:1 í siagnum en málið kemur
væntaniega fyrir bæjarráðsfund á
fimmtudag.
Er blaðamaður og ljósmyndari Tím-
ans komu að bæjarstjóraskrifstofunum í
Strandgötu í Hafnarfirði um kl. 2.30 í
gærdag var þar fyrir framan stór hópur
nemenda Flensborgarskólans, svo stór
að umferð um götuna var teppt. Öskruðu
nemendur til skiptis slagorðin „Við vilj-
um ritvél“ og „Við viljum bæjarstjórann"
en í þann mund sem okkur bar að
hópnum heyrðist einn nemandinn segja:
„Ég veit nú ekki einu sinni hvernig þessi
bæjarstjóri lítur út.“ Vinkona hans svar-
aði að bragði: „Hann er hár og myndar-
legur“.
Þegar ekkert hafði gerst um nokkra
hríð var einn nemenda sendur út af
örkinni og inn á bæjarstjórnarskrifstof-
urnar til að athuga hvort bæjarstjórinn
ætlaði ekki að hitta nemendurna að
máli. Nemandinn kom að vörmu spori
til baka og sagði í dyrunum: „Hann vill
hitta ykkur“. Ruddist þá allur hópurinn
af stað en nemandinn reyndi að kalla á
móti um leið og hann rétti upp báðar
hendurnar: „Ekki alla...“ meira heyrðist
ekki í honum og má hann kallast heppinn
að vera ekki troðinn undir í ákafa
nemenda að berja bæjarstjórann augum.
Bæjarstjórinn tók við yfirlýsingu
kennara og nemenda úr höndum for-
svarsmanna þeirra og sagði hann m.a.
um leið að þetta væri á misskilningi
byggt hjá þeim þar sem ekki væri til
fjárveiting á fjárlögum fyrir téðri ritvél.
Yfirlýsingin hljóðar svo:
„í dag gerðist sá fáheyrði atburður í
skólasögu íslands að bæjaryfirvöld
Hafnarfjarðar létu nema á brott ómiss-
andi hjálpartæki af bókasafni skólans,
ritvél bókavarðar, sem fræðsluráð hafði
gefið vilyrði fyrir að keypt yrði.
Við undirritaðir, kennarar og nem-
endur við Flensborgarskóla í Hafnarfirði
mótmælum þessum gerræðislegu vinnu-
brögðum yfirvalda að taka fram fyrir
hendur skólayfirvalda og fræðsluráðs og
stöðva vinnu á bókasafni skólans.
Við treystum því að bæjaryfirvöld
endurskoði afstöðu sína og finni farsæla
lausn á máli þessu í samráði við Skóla-
stjórn Flensborgarskóla, svo komast
megi hjá frekari aðgerðum."
Að sögn Margrétar Loftsdóttur
bókasafnsvarðar á bókasafni Flensborg-
arskóla er forsaga málsins dálítið flókin.
„Ritvélin sem notuð hefur verið á
bókasafninu var orðin allt að því
ónothæf síðastliðið vor en á hana þarf
oft að vélrita á þykkan pappír og hún
hélt honum ekki. Þetta er gömul skóla-
ritvél sem notuð hafði verið af nemend-
um en hún dugði ekki lengur til nota á
bókasafni. Ekki tókst að láta gera við
hana þótt það hafi verið reynt nokkrum
sinnum“ sagði Margrét.
Talað var við fræðsluráð Hafnarfjarð-
ar um að bókasafnið fengi að kaupa nýja
ritvél í vor en ekki sótt formlega um
slíkt...“ Strax í haust kom svo í Ijós að
ritvélin var alveg búin að vera, í þessari
notkun og þá sótti skólinn um aukafjár-
veitingu því ekki voru til peningar fyrir
nýrri ritvél" sagði Margrét.
Umsóknin var lögð fyrir Fræðsluráð
og voruþeii hlynivirerindinu en treystu
sér ekki til að mæla með því vegna þess
að það gæti orðið lördæmaskapandi fyrir
aðrar stofnanir bæjarins, þ.e. að fá
aukafjárveitingu. Alltaf var rætt um að
fá elektróníska ritvél með litlu minni
eins og vinsæl er á öðrum söfnum.
Fræðsluráð sagði skólanum að bíða
með þetta í október þar til fjárhagsáætl-
un fyrir næsta ár yrði gerð, þ.e. 1984 en
hún var þá í undirbúningi.
„Þetta var efst á óskalistanum hjá
, okkur því í millitíðinni er safnið ritvélar-
laust en þar vinna auk mín, fimm
nemendur og þau voru mikils til verk-
efnalaus fyrir utan afgreiðsluna. Síðan
töldum við að við værum búin að fá
munnlega heimild fyrir því að vélin yrði
keypt strax eftir áramótin og gerðum við
það en bæjarstjórinn neitar að greiða
reikninginn og biður um að vélin sé sótt
af viðkomandi söluaðila" sagði Margrét.
„Við töldum að málið væri leyst en það
reyndist ekki.“
Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri
sagði í samtali við Tímann að frá þeirra
sjónarmiði væri þetta sáraeinfalt mál.
Pöntuð hefði verið ritvél án þess að fyrir
því lægi heimild frá bæjaryfirvöldum eða
fjárveiting á fjárhagsáætlun.
„Fjárhagsáætlun bæjarins er óafgreidd
og ekki er heimild til kaupa á þessari
ritvél frá réttum aðilum,“ sagði hann.
- FRI
■ Ritvélin fjarlægð af bókasafninu. Margrét Loftsdóttir safnvörður og Kristján ■ Vélin sem um ræðir er af gerðinni Facit og kostar 58.000 kr.
Bersi skólastjóri fyigjast með.