Tíminn - 25.02.1984, Page 8
8
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Ðlaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Klofningurinn í
Alþýðubandalaginu
■ Það hefur komið glöggt í ljós á undanförnum misserum,
að mikill tvískiptingur ríkir í röðum forustuliðs Alþýðu
bandalagsins. Annars vegar eru fulltrúar verkalýðshreyfing-
arinnar, hins vegar hópur svokallaðra menntamanna, sem
slitnað hafa úr tenglsum við alþýðuna í landinu, en telja sig
þó sjálfkjörna vegna gáfna og menntunar til að segja
verkalýðsleiðtogunum fyrir verkum.
Þessi klofningur í forustusveit Alþýðubandalagsins hefur
sjaldan komið betur í ljós en í sambandi við kjarasamningana
nú.
Langflestir verkalýðsleiðtogar í flokknum hafa gert sér
fulla grein fyrir því, hvernig ástatt er í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Á þessu stigi yrði ekki hægt að endurheimta
kaupmáttinn eins og hann var mestur, því að tilraun í þá átt
myndi enda með nýju verðbólguflóði og stórauknu atvinnu-
leysi.
Leiðina til að ná þessu marki yrði að fara í áföngum og hún
yrði því aðeins fær, að hægt væri að auka og bæta
framleiðsluna. Verkalýðshreyfingin yrði í samræmi við það
að reyna að hafa þau áhrif á atvinnurekendur og stjórnarvöld
að markvíst yrði stefnt að aukinni og fjölþættari atvinnustarf-
semi.
í samræmi við þetta yrði að miða kröfugerðina við það, að
boginn yrði ekki spenntur of hátt. Nú væri um varnarbaráttu
að ræða. Launþegar yrðu sjálfir verst úti, ef afleiðingin yrði
aukin verðbólga og atvinnuleysi.
Menntamannahópurinn í Alþýðubandalaginu hafði önnur
sjónarmið. Markmið hans var að nota verklýðshreyfinguna í
pólitískri valdabaráttu Alþýðubandalagsins. Ríkisstjórninni
yrði að misheppnast í baráttunni við verðbólguna. Þannig
yrði að reyna að bæta taflstöðu Alþýðubandalagsins.
Það er flestum verkalýðsforingjum innan Alþýðubanda-
lagsins til lofs, að þeir létu ekki blekkjast af þessum áróðri
menntamannahópsins. Þeir tóku ábyrga og raunhæfa afstöðu
undir forustu Ásmundar Stefánssonar. Þannig náðu þeir fram
eins miklu og frekast var mögulegt undir núverandi kringum-
stæðum, ef ekki átti að efna til meiri verðbólgu og
atvinnuleysis.
Einn af hinum öldnu verkalýðsleiðtogum Alþýðubanda-
lagsins, Guðmundur J. Guðmundsson, hlustaði þó um of á
málflutning þeirra Svavars Gestssonar og Ólafs Ragnars
Grímssonar. Hann klauf sig frá meginþorra verkalýðsleiðtog-
anna, sem unnu að gerð nýju kjarasamninganna.
Það sýndi sig þó á fundi Dagsbrúnar á fimmtudaginn, að
Guðmundur J. ætlaði að fara frekar hóflega í sakirnar. Hann
deildi að vísu hart á Ásmund Stefánsson og félaga hans fyrir
áhugaleysi og deyfð. Ætlun hans var þó ekki að láta fella
nýja kjarasamninginn, heldur gagnrýna vissa þætti hans og
óska eftir frekari viðræðum við atvinnurekendur í samræmi
við það.
Hér stóð Guðmundur J. Guðmundsson nokkurn veginn í
svipuðum sporum og Héðinn Valdimarsson, þegar hann var
að keppa við kommúnista í Dagsbrún á sínum tíma. Hann
gerði yfirboð, en kommúnistar gerðu enn meiri yfirboð og
fengu þau samþykkt, því að Héðinn var óbeint búinn að
undribúa jarðveginn.
Pétur Tyrfingsson lék hér nákvæmlega sama leikinn. Hann
gekk á lagið og flutti tillögu um að fella samninginn. Eftir
ádeiluræðu, sem Guðmundur var búinn að halda, var tæpast
annað fyrir hann að gera en að sætta sig við forustu Péturs.
Sú varð líka niðurstaðan.
Eftir þessa afgreiðslu málsins á Dagsbrúnarfundinum er
erfitt að dæma um hver afstaða Dagsbrúnar kann að verða.
Boðskapur Guðmundar eftir fundinn er þessi: Verum harðir
- en yfirvegaðir og rólegir. Bersýnilegt er, að Guðmundur er
hér að leita að útgönguleið. En hann ræður vart ferðinni
lengur. Hann er búinn að láta menntamannahópinn teyma
sig of langt. Pétur Tyrfingsson, Ólafur Ragnar Grímsson og
Svavar Gestsson segja nú líkt og maðurinn forðum: Nú get ég.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Verðlag á
ekki að hækka
Þeir kjarasamningar sem
nú hafa tekist eru gleðilegur
vottur um að tekið hefur
verið á málum af ábyrgð og
raunsæi og eru þeir miðaðir
við getu atvinnuveganna til
að standa undir þeim kjara-
bótum sem um er samið.
Ríkisvaldið lagði sitt af
mörkum til að liðka fyrir
samningagerðinni og hefur
lýst yfir að úrbætur verði
gerðar til aðstoðar þeim
lægstlaunuðu og þeim sem
við lökust kjör búa.
Þetta verður gert án við-
bótarútgjalda ríkissjóðs.
Með tilfærslum innan ramma
fjárlaga verður unnt að ná
þessu marki.
Atvinnufyrirtækin verða
einnig fyrir sitt leyti að standa
undir hærri launakostnaði án
þess að hækka vöru sína eða
þjónustu. Ef samningarnir
leiða til slíkra hækkana mun
það aðeins auka verðbólguna
og er það atvinnurekstrinum
síst til hagsbóta. Lækkun
verðbólgu, stöðugt gengi og
mikil vaxtalækkun hafa leitt
til mikils fjármagnssparnaðar
og ættu fyrirtækin því að vera
í stakk búin að taka á sig
eitthvað af byrðunum og láta
enda ná saman án þess að
velta auknum launakostnaði
beint út í verðlagið.
Fjallað er um þetta í for-
ystugrein Morgunblaðsins
daginn eftir að samningarnir
voru undirritaðir. Þar segir
m.a.:
„Talnaþulur um áhrif
samninganna á þróun verð-
bólgu og viðskiptajöfnuð eru
næsta marklausar á þessu
stigi. Öllum ætti að vera Ijóst
að boginn er spenntur til
hins ýtrasta. Mörgum at-
vinnufyrirtækjum mun reyn-
ast erfitt að axla þyngri kostn-
aðarbyrði en þau bera nú
þegar. Vélrænir útreikningar
á verðþróun miðað við launa-
hækkanir segja ekki alla
söguna því að þeir verða
vafalaust margir ef að líkum
lætur sem munu misnota
launahækkanir til að hækka
verð á vöru og þjónustu
meira en þær gefa efni til.
Gegn slíkri misnotkun verða
neytendur og verðlagsyfir-
völd að bregðast með fullum
þunga. Afnám verðlagshafta
á helstu neysluvörum heimil-
anna frá 1. mars næstkom-
andi færir neytendum meira
vald í þessum efnum en þeir
hafa nokkru sinni áður haft.
Það vald hljóta þeir að nota
til hins ýtrasta með lögskip-
aðri aðstoð verðlagsyfir-
valda.“
A það hefur verið lögð
áhersla að þetta séu frjálsir
samningar milli launþega og
atvinnurekenda og verða þeir
sem reka fyrirtæki að skilja
að frjálsræði þeirra leyfir
ekki að þeir komist undan að
taka á sínar herðar þann
kostnað sem af samningagerð
þeirra hlýst. Það er vonandi
úreltur hugsunarháttur að
verðbólgan geti greitt skuld-
irnar.
Hinn 1. mars verðurverð-
lag gefið frjálst og hljóta
menn að sjá sóma sinn í því
að nota ekki það frjálsræði til
að hrifsa meira til sín en
eðlilegt getur talist.
Þinggrín
Tveir grínistar verma nú
varamannabekki á Alþingi
Þingflokkaformennirnir fyrr-
'verandi sem felldir voru í
: prófkjörum af flokks-
mönnum sínum, þeir Ólafur
Ragnar Grímsson og Sig-
hvatur Björgvinsson, láta
gamminn geisa á meðan sætt
er á þingsölum. Þeir tala í
hvprju máli og fljótandi
mælskan leikur um þing-
heim.
Þeir eru eins og síamství-
burar hvað málflutning snert-
ir og verður aldrei sundur-
orða eins og áður brá heldur
betur við, og er samlyndið
slíkt að frekar mætti halda að
þeir séu tveir einir í þing-
flokki en að annar þeirra
sitji í varamannssæti fyrir Al-
þýðubandalagið og hinn fyrir
Alþýðuflokkinn.
Til að mynda lýsti Sighvat-
ur gjörólíkur skoðunum á
heildarkjarasamningunum er
þeir voru til umræðu á þingi
en Karl Steinar, sem á að
heita flokksbróðir hans. í
umræðum um stjórnarfrum-
varp um að breyta lausa-
skuldum bænda í löng lán
lýsti Steingrímur Sigfússon
yfir að hann styddi málið af
alhug. Á eftir honum hljóp
Ólafur Ragnar í pontu og
taldi frumvarp þetta óalandi
og óferjandi og mundi hann
aldrei Ijá því liðsinni. Hver
hugur þingflokks Alþýðu-
bandalagsins í heild er til
málsins er ekki vitað. Aðeins
þessar gagnstæðu skoðanir
komu fram úr þeim flokki.
Nú hafa þessir eindrægu
skoðanabræður lagt fram
frumvarp sem þeir álíta vera
gott grín. Það er samhljóða
frumvarpinu um skuldbreyt-
ingar til bænda, nema að þar
er lagt til að lausaskuldum
launafólks verði breytt í föst
lán. Er náttúrlega enginn
greinarmunur gerður á
skuldum vegna atvinnuvega
og einkaskuldum í frumvarpi
þeirra fóstbræðra.
Þessa skemmtun þinggrín-
istanna kallar Þjóðviljinn
frumvarp frá fulltrúum fé-
lagshyggjuflokkanna um
breytingu á lánum.
Gaman væri að fá nánari
útlistun á hverjir aðrir þing-
menn eru fulltrúar félags-
hyggjuflokka að mati Þjóð-
viljans og hver er sú félags-
hyggja sem býr að baki svona
tiltæki.
OÓ
Öll verkalýðsfélög samþykkt samningana sem fundað hafa nema Dagsbrún:
F
„Forseti ASI hefur sýnt
mikla ábyrgð og festu“
— segir Jón Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness
■ Öll verkalýðsfélög sem þegar hafa
haldið fundi um nýgerða kjarasamninga
hafa samþykkt þá - flest með miklum
meirihluta - nema Dagsbrún í Reykja-
vík.
í Borgarnesi var samningurinn sam-
þykktur með 44 atkvæðum gegn 9, en 4
sátu hjá. Að sögn Jóns Agnars Eggerts-
sonar, formanns V.B! létu fundarmenn
í Ijós þakkir til samninganefndarinnar
fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður
- þar sem félögin hafi ekki verið tilbúin
að beita verkfallsaðgerðum. „í forseta-
tíð Ásmundar Stefánssonar hefur verið
lögð rík áhersla á að bæta hag þeirra
lægst launuðu," sagði Jón Agnar. „Dag-
vinnutekjutryggingarkerfið sem komið
var á í samningunum haustið 1981 var
vcrulega til bóta fyrir þá sem verst eru
settir og nú er haldið áfram á sömu
braut. Þó gallar séu á þessu kerfi, er það
tvímælalaust til bóta fyrir þá sem eru á
lægstu töxtunum. Ég tel að forseti ASI
hafi sýnt mikla ábyrgð og festu í þessum
samningum og ekki hafi lengra verið
komist nema með verkfallsaðgerðum.
Og hér um slóðir a.m.k. er verkafólk
ekki tilbúið til slíkra aðgerða," sagði Jón
Agnar.
. „Hér gerðist ekki annað en að þetta
var samþykkt án nokkurra mótatkvæða,
sagði Bárður Jensson, spurður um fund
Jökuls í Ólafsvík. „Maður er auðvitað
ekkert sérstaklega ánægður. En ástandið
hjá okkur er þannig að ekki er hljóm-
grunnur meðal fólks að fara út í harðar
aðgerðir. Maður verður bara að vona að
staðið verði við gefin loforð. Hún hefur
verið tekin mjög hátíðlega hér þessi
yfirlýsing forsætisráðherra", sagði
Bárður.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
samþykkti samningana með 73 at-
kvæðum gegn 21 og Verslunarmannafé-
lag Akurcyrar með 22 atkv. gegn 12, en
5 voru auð. Verkalýðs- og sjómannafé-
lag Keflavíkur og Njarðvíkur samþykkti
með 27 atkvæðum gegn 5 og Verkalýðs-
félag Þorlákshafnar og Hveragerðis með
18 atkvæðum gegn 3. Verkalýðsfclagið
Rangæingur samþykkti mótatkvæða-
laust. Fleiri félög vissum við ekki úm í
gær sem haldið hafi fund um samning-
ana.
„Ég á nú ekki von á neinum stórtíðind-
um héðan," sagði Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vestfjarða í
gær, en þar verða fundir haldnir á
sunnudag meðal hátt í 20 félaga. „Ég
býst við að menn mæli með að samning-
' urinn verði samþykktur og kem til með
að gera það sjálfur, enda engin staða til
annars. Þeir sem ég hef talað við eru
nokkuð sammála um það,“ sagði Pétur.
Á Austurlandi verða fundir ekki
haldnir fyrr en í næstu viku. Sömuleiðis
verður Eining á Akureyri með allsherjar-
atkvæðagreiðslu þriðjudag og miðviku-
dag í næstu viku. Framsókn í Reykjavík
verður með fund kl. 3 í dag og verkalýðs-
félögin í Vestmannaeyjum sameiginleg-
an fund á sunnudag. - HEI