Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1984 á vettvangi dagsins . V OSANNINDI AGNESAR BRAGA- DÓTTIIR BLAÐAKONU LEJÐRÉTT’ — eftir Adalbjörn Benediktsson, Hvammstanga ■ Sunnudaginn 12. febrúar s.l. birtist grein í Tímanum eftir Agnesi Bragadótt- ur blaðakonu í tilefni komu nokkurra Vestur-Húnvetnigna í Alþingishúsið, þar sem þeir lögðu fram mótmæli 660 sýslunga sinna gegn fjölgun alþingis- manna. þessi tala svarar til allgóðrar kjörsóknar við alþingiskosningar. Eitthvað ýfðist skap blaðakonunnar við þessa gestakomu eftir tóninum að dæma. Skrök blaðakonunnar Blaðakonan segir á einum stað: „... eins og skipanin er í dag þá þarf 5 Reykvíkinga til þess að vega á móti einum Vestfirðingi“. Parna fer blaða- konan með staðlausa stafi svo sem tafla sýnir: Svo sem taflan sýnir er hlutfallið milli þeirra sem búa við minnst og mest atkvæðavægi einn á móti 2,88, þ.e. Reykvíkinga og Vestfirðinga. Vogarskálar Agnesar Yfir fyrmefndri grein er birt mynd af vogarskálum, sem eiga að tákna að atkvæðavægi 5 Reykvíkinga þurfi til að vega á móti atkvæðavægi eins Vestfirð- ings. Sem fyrr greinir er þetta rangt en vægi nær sanni, ef finna hefði átt hlutfall framleiðslu útflutnignsverðmæta við- komandi aðila. Enn segir blaðakonan í grein sinni: „Auðvitað næst algjör jöfnuður ekki fyrr en einmenningskjördæmum verður komið á - einn maður eitt atkvæði - en nýja kjördæmafrumvarpið gerir ráð fyrir málamiðlun í umbótaátt, sem þéttbýl- ingar geta sxtt sig við, þó að þeir séu engan veginn hrifnir af því að enn þurfí 3 Reykvíkinga til þess að hafa í einn Vestfirðing að segja“. Misvægi atkvæða er innan þeirra marka, sem blaðakonan sjálf segist geta sætt sig við: hvorki einn á móti fimm né einn á móti þremur, heldur einn á móti 2,88, þannig að breytinga er ekki þörf á kosningalög- unum til þess að ná því marki, sem blaðakonan þykist vera að berjast fyrir. Einmenningskjördæmi Þá vil ég víkja að því, sem Agnes virðist telja hinn eina sanna jöfnuð, þ.e. einmenningskjördæmi yrðu tekin upp. í Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Þar er atkvæðavægi ekki látið ráða ferðinni og er mjög misjafnt. Bretar meta meira aðra kosti einmenningskjör- dæma heldur en jafnt atkvæðavægi. Það er því algerlega út í hött að tala um að einmenningskjördæmi tryggi jafnt at- kvæðavægi. Vanþekking blaðakonunnar kemur í ýmsu fram, en vera má að hún sé fórnarlamb ósannra upplýsinga, sem stöðugt er hamrað á í fjölmiðlum og rekja má m.a. til manna, sem ættu að vera ábyrgir í þessum málum. Grunur minn er sá að megin orsök þeirra harðvítugu deilna sem málin stefna í á milli dreifbýlis og þéttbýlis megi rekja til stjómmálamanna höfuðborgarsvæðis- ins, sem yfirbjóða hver annan í kröfum kjósendum til handa við atkvæðaveiðar Nýtum gæði lands og sjávar Ég tel að þjóðinni sé nauðsyn að skilningur og tillitssemi ríki milli íbúa landsbyggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Frekari valdatilfærsla þangað leiðir að öðru jöfnu til búseturöskunar - fólks- flótta til höfuðborgarsvæðisins sem aftur leiðir til umleitana um meiri völd og áhrif í skjóli fólksfjölda. Þessa sjálfvirkni þarf að rjúfa áður en hún leikur þjóðina eins grátt og vísitalan og verðbólgan hafa gert. Um grein Agnesar í heild er það að segja að slíkar ritsmíðar verða varla til nema vanþekking höfunda sé mikil, sannleiksástin lítil og skapið afleitt. Hvammstanga, 18. feb. 1984 Aðalbjöm Benediktsson. f jöldi kjósenda ákjörskrá Tala Talakjósenda þingm. að baki hvers þingmanns Vægi í Rvík ámótiöðrum kjördæmum Reykjavtk 59.002 16 3692 Reykjanes 33.121 9 3680 1: 1 Vesturland 9.215 6 1536 1:2,4 Vestfirðir 6.042 5 1280 1:2,88 Norðuriandv. 6.736 5 1347 1:2,74 Norðuriande. 16.110 7 2301 1: 1,6 Austurland 8.081 6 1347 1:2,74 Austurland 12.23Q 6 2038 1: 1,82 150.99 60 2 iCmiun ■ H 1: IIHKI \k 1 *c. helgarpAr ( % BiJkJdonn Unlji GÓÐIR ÍSLENDINGAR og aðrir íslendingar — Ern þetta einknnnarorð þeirra sem viLja óbreytta kjördjema skipan, og segjast færa þá ósk fram f nafnl jafnrétUs? ilf jugjgjn^i Jl 'I ji' i AI þi n * i nu Nýja (rumvarpid adeins skref i rétta átt ihuM.l J PjihAsIiiA K" j>' mcnwj uU» Mh I •i<>|p*itpi‘tmj\iiik unpluifj. iw cktu Mh PjA ci i j jA Iju t>iiiixknS jjlnrcfn jA \iA vciAum jttijl jA . kinllujAin hcklui iifnicin . jl. pcccu ci,j Jicilhcl.n,ji jA u ■“'m^i.,1 Mabd i hnotskum j ljiHKh>uAinni pjif j.' ik uppljlnin, nj, jcUiXi chMijUIj P' i miciclli cc*m h.',cii,ic| k'lHlin,.i. pji ccm pcllliclin upphLiupi ilicilhcliniu j.1 Jhii ciu c|. nuckipjn k|.‘íJjnumjl.1. cih1.i . c *'C ckipjmn cf i ,lj,. pj pjil dl c, plckj J Ji' (H fJI lll (H'cc j, iV tH*ii.i pji' ccm clln kijc'j %ii' nunnj. p u pnkkjk,iu I|jih1i. cl luclu kpni! j pjA hccmi, nptnlviui Maiþof verður mikid hcniAnm cc nc^n'ui li n' uii j kiiiUchcqs'miu Ij tnciii i< ,jn,jci mci' pc i j.' chu hluli þpWkjnnn- kl lclciHlin,ji n, jiVh lclcndmpji Neyðin er svo góð Valgerður Þóra Sekt Prósaljóð Myndir: Gunnfríður Svala og Jón Ingvi. Valgerður Þóra er enginn byrjandi í stílæfingum enda ekki mikill viðvanings- bragur á þeim ellefu prósaljóðum sem hér birtast. Þau eru þrungin dapurleika og trega enda bendir nafnið Sekt í þá átt. Sektinni fylgir sorg og raunir. Og hver er sá að ekki sé sekur? Eitt þessara ljóða heitir Klaki. Það er bæn sem er mjög tímabær og á brýnt erindi við samtíðina. Það er svona: Ég er orðin Einn Idaki Góði guð Mér er sama um Alla og aUt Finn ekki tU með neinum Hjarta mitt hrærist aldrei Og því lengur Sem kiakinn hefur tak á mér Því dýpra verður frostið Því meir botnfrýs ég Góði guð Þíð þú klakann Ur sálu minni Opna hjarta mitt Og lungu Fyrir hlýju og yl Svo kuldinn hverfi. Hvað sem segja má um það hvernig skipt er í línur, upphafsstafir settir og greinarmerkjum sleppt er þetta bæn sem margur hefði gott af að kunna. Hér er nefnilega um þann kulda að ræða sem tekur frá okkur áhuga og kapp. Að vísu má segja að skáldið ýki kuldann og skeytingarleysið en þá er þess að gæta að við ýkjum öll tilfinningar okkar þegar þannig liggur á okkur. Þegar okkur hefur t.d. mistekist getur okkur fundist að svo mistakist okkur allt, hverju efni og færi sé spillt í höndum okkar og því sé þetta allt vonlaust og einskis virði og best væri að hverfa. Þá er bæn Valgerðar Þóru gegn klakanum góð. Þá er gagn að muna og finna, - finna til með einhverj- um þeim sem þurfa okkar með. Þessi ljóð eru gerð af mikilli tilfinn- ingu. Mikilli lífsreynslu má líka segja. „Neyðin er svo góð. Þá er kölluð fram öll hjálpin", segir í ljóðinu Bágt. Annars staðar er örvænting og úrræðaleysi því að þó að veggirnir fjórir sem vilja loka inni séu óþolandi þá er loftið, tómið og hraðinn úti þannig að þar „er ég enn vesælli en inni“. En örvæntingin stafar af ,því „að ég trúi ekki að þú viljir vera hjá mér“ og „ég er alltaf svo hrædd um að missa þig aftur“. Gamalkunn reynsla úr ástaljóðum og lífi. Þessu Ijóðakveri er valin tileinkun, 32. Davíðssálmur, sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin o.s.frv. Það er í samræmi við nafn bókarinnar og þá sektartilfinn- ingu sem liggur að baki þessum kennd- arljóðum. Mér finnst ég ekki geta lokið þessari fáorðu umsögn án þess að nefna ljóðið Pabbi. En um kverið í heild má segja að það þrýsti á til umhugsunar. Gunnfríður Svala, sem myndirnar gerði, er dóttir höfundar. H.Kr. Tengdafaðir minn Þórður Jörgenson varð bráðkvaddur að heimili sínu föstu- daginn 17. febrúar s.l. á 75. aldursári. Það var á haustdögum árið 1966 sem ég kynntist Þórði og fjölskyldu hans. Þórður var glaðvær og kátur persónu- leiki, ákveðinn og ósérhlífinn, vinnu- samur með eindæmum og þurfti því alltaf að hafa nóg fyrir stafni. Hann stundaði sjómennsku mestan hluta æfi sinnar sem háseti eða kokkur á vertíðarbátum og síldarbátum. Vegna starfa sinna dvaldist hann oft lang- dvölum fjarri heimili sínu. Eftir að sjómennsku lauk fór hann að vinna almenna verkamannavinnu í landi, sem að mestu leyti tengdist sjávarútvegi. Hef ég það fyrir satt að vinnusemi og virðing fyrir atvinnutækjum hafi verið hans aðalsmerki. Þórður Jörgenson Fagrahvammi, Garði. Þórður og eftirlifandi eiginkona hans Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir eignuðust tíu börn, en tveir drengir eru látnir. Ásamt börnunum átta sem öll eru upp- komin, ólu þau upp einn fósturson. Eins og áður er getið, dvaldist Þórður oft langdvölum fjarri heimili sínu vegna starfa sinna, og kom það þá í hlut Sveinbjargar að gæta bús og barna, sem hún hefur gert með kostgæfni. Þegar frístundir gáfust notaði Þórður þær til að yrkja garðinn sinn, sem hann hafði komið sér upp við hús þeirra hjóna. Þar hafði hann plantað blómum og trjám, sem hann naut að hafa sam- fylgd með, og var garðurinn honum sannkallaður unaðsreitur. Á hverju sumri frá því að Marta eiginkona mín fluttist til Akureyrar, hefur Þórður heimsótt okkur. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá fjölskyldu minni er við vissum að hann var að koma, því við vissum að hann naut ávallt ferðarinnar og dvalarinnar hér á Akur- eyri. Hér eignaðist hann kunningja sem hann heimsótti ávallt er hann hafði viðdvöl. Lystigarðurinn á Akureyri var hans perla, hann undi sér þar vel innan um gróðurinn með dóttur sinni og barna- börnum. Hann var ófeiminn við að fræðast hjá starfsfólki Lystigarðsins um tegundir blóma og trjáa, og hvernig annast ætti um jurtirnar. Aldrei yfirgaf Þórður Akureyri án þess að hafa með sér afleggjara af blómum eða heil tré til að rækta í sínum eigin garði. En vegna veðurskilyrða tókst honum ekki alltaf að halda lífinu í þeim jurtum sem hann hafði meðferðis, þrátt fyrir góðan vilja og umhyggju. Ég heimsótti tengdaforeldra mína fyr- ir tæpum mánuði síðan, og var Þórður þá þegar farinn að bollaleggja ferð sína norður til okkar í sumar. Hann hefði orðið 75 ára þann 1. september n.k. og átti ferð hans að vera í tengslum við afmælið. Hann bað mig um að við dveldumst á afmælisdaginn í sumarbúst- að okkar hjóna, því þar eins og annars- staðar, í faðmi fjölskyldunnar og úti í náttúrunni naut hann lífsins í ró og næði. Um leið og ég kveð vin minn og tengdaföður, votta ég tengdamóður minni, börnum þeirra, og barnabörnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Farðu í friði kæri vinur. Minningin lifir. Kristján Skarphéðinsson Halldór Kristjánsson: Fleiri krónur — fleiri stundir ■ Fulltrúar stétta og stjórnmálamenn koma í sjónvarpið og tala um afkomu láglaunafólks. Og nú er búið að kanna hverjir beri minnst úr býtum. Víst er gott að það liggi ljóst fyrir. En afkoman fer ekki að öllu leyti eftir því hversu aflað er. Þar ræður eins miklu hverju til er kostað. Þá kemur í Ijós að það er misjafnt og einkanlega gildir það um húsnæði. Þar er kostnaður sumra margfaldur á við annarra. Einstætt foreldri sem leigir íbúð fyrir 7-8 þús. kr. á mánuði hlýtur að eiga erfitt uppdráttar enda þótt það væri ekki í allra lægstu launaþrepum. Auðvitað vill fólk ná eignarhaldi á íbúð til að losna við ótrygga og dýra Ieigu. En það verður líka erfitt. Hins vegar sé ég ekki að slíku fólki væri nokkur hjálp í því þó að mitt kaup væri hækkað. Húsnæðismarkaðurinn verður ekki lagaður með almennum kauphækkunum. Þar er annarra aðgerða þörf. Og sú þörf er brýn. Það er talað um að ríkisstjórnin hafi skert kaupgetu launamanna, sumirsegja um 40%. Það er sjálfsagt rétt að krónu- fjöldinn sé 40% minni en hann hefði getað orðið með óhindraðri vísitölu- skrúfu. En hvað um kaupmáttinn? Dett- ur nokkrum í hug að allt verðlag stæði kyrrt þar sem það er nú ef skrúfan hefði fengið að snúast? Það væri mikil frétt ef einhver finndist sem trúir því. En ef enginn trúir, til hvers er þá talað um það? Og halda menn að atvinnulíf væri það sem það þó er ef verðbólgan hefði haldið óhindrað áfram? Skerðing kaupmáttar var óhjákvæmi- leg. Hún varð ekki umflúin. Spurningin er sú ein hvernig við skyldi bregðast. Ásmundur Stefánsson lífur með raun- sæi á málin þegar hann segir að hlut láglaunafólks sem erfiðast eigi beri að rétta bæði með kauphækkun og aðgerð- um í tryggingamálum. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fer með rétt mál þegar hún bendir á að sum þau störf sem lakast erú launuð eru engu að síður þörf en sumt sem betur er borgað. Víst væri þörf á starfsmati og endurskoðun launamála og launahlutfalls í landinu. En jöfnuður- inn verður ekki tryggður nema með tryggingum og bótum á þeirra vegum. Ég heyrði nýlega einn nýju þingmann- 'anna segjast vera að hugsa um að flytja tillögu um 48 klukkustundir í sólarhring. Sér veitti ekki af því. Ég sagðist skilja það, og slík tiilaga myndi sjálfsagt fá mikið fylgi, en mig grunaði þó að hver stundin yrði styttri en þær sem við höfum nú. Þetta yrði líkt ogýmsar „kjarabætur" kauphækkana sem við þekkjum. Samt myndi margur verða ámóta ginkeyptur fyrir fleiri stundum eins og fleiri krónum. Við bíðum átekta. H.KR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.