Tíminn - 25.02.1984, Side 10
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
10
íþróttir |
umsjón: Samúel Öm Eriingssc
NJARDVIKINGAR
ENN A SIGURBRAUT
— gjörsigruðu slappa Hauka 94:75 í gær
■ Njarðvíkingar eru enn á sigurbraut,
þeir unnu Hauka, 94-75, í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik, í gærkvöld. Leikur-
inn var háður í íþróttahúsinu í Njarðvík.
Staðan í hálfleik var 48-39 Njarðvíking-
um í vil.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn framan
af og aðeins örfá stig skildu liðin að.
Þegar 3 mínútur voru til leikhlés fóru
Njarðvíkingar á fulla ferð og skoruðu 7
stig í röð og tryggðu sér gott forskot í
VflLSSTULKUR
UNNU VÍKING
■ Einn leikur var í 1. deild kvenna í
handknattleik í gærkvöld, Valur vann
Víking 16-11, í íþróttahúsi Seljaskóla.
Vals-stúlkurnar höfðu yfirhöndina
frá byrjun og í hálfleik voru þær þremur
mörkum yfir, 8-5. Víkings-stúlkurnar
skoruðu þrjú fyrstu mörkin í síðari
hálfleik og jöfnuðu 8-8 og skömmu síðar
10-10. En lengra komust þær ekki því
Vals-stúlkurnar skoruðu næstu fimm
mörk og breyttu stöðunni í 15-10.
Leiknum lauk síðan með öruggum Vals-
sigri 16-11.
Mörk Vals skoruðu: Erna Lúðvíks-
dóttir 5, Stcinunn Einarsdóttir 5, Karen
Guðmundsdóttir 2, Soffía Hreinsdóttir
2, Elín Kristinsdóttir 1 og Harpa Sigurð-
ardóttir I.
Mörk Víkings skoruðu: Helga Braga-
dóttir 3, Inga Þórisdóttir 3, Valdís
Birgisdóttir 2, Sigurrós Björnsdóttir 1,
Eiríka Ásgrímsdóttir 1 og Svava Bald-
vinsdóttir 1.
- BL
500 þúsund
kr. úthlutað
— í styrkjum frá íþróttaráði
Reykjavfkur
■ Áflmmtudag var úthlutað úrstyrkt-
arsjóði íþróttaráðs Reykjavíkur, í
flmmta sinn. Alls var 500 þúsund krón-
um úthlutað að þessu sinni. Styrkimir
komu í hlut 8 aðila og að auki hlutu sex
sigurvegarar sérstakar viðurkenningar.
Körfuknattleiksdeild Vals og hand-
knattleiksdeild Víkings fengu 100 þús-
und krónur hvor, en þessi félög urðu
Íslands-Reykjavíkur- og bikarmeistarar
1983.
Skíðadeildir Ármanns, KR og 1R
hlutu 50 þúsund hver fyrir langt og
árangursríkt starf að eflingu skíðaíþrótt-
arinnar meðal Reykvíkinga.
Sundfélagið Ægir fékk 50 þúsund
krónur í tilefni að kjöri íþróttamanns
Reykjavíkur, Guðrúnar Femu Ágústs-
dóttur og fyrir ágætt starf að sundmálum.
íþróttafélagið Ösp fékk 50 þúsund
fyrir ágætan árangur og dugmikið íþrótta-
starf fyrir þroskahefta.
Körfuknattleiksdeild ÍR fékk 50 þús-l
und krónur fyrir mikið og gott unglinga-
starf, en yngri flokkar félagsins hafa á
undanförnum árum staðið sig sérstak-
lega vel. Þá hefur iðkendafjöldi innan
deildarinnar aldrei verið meiri en nú.
Sex einstaklingar hlutu sérstakar
viðurkenningar. Bjami Friðriksson júdó-
maður úr Ármanni fékk sérstaka viður-
kenningu fyrir frábæran árangur í íþrott
sinni, en Bjarni hefur veriðósigrandi hér
innanlands um nokkurt skeið og á
mótum erlendis hefur Bjarni oftast verið
í verðlaunasæti þegar hann hefur tekið
þátt í þeim. Þá varð Bjarni í sjötta sæti
í síðustu Ólympíuleikum og á OL í Los
Angeles í sumar mun Bjarni vafalaust
standa fyrir sínu.
Einar Ólafsson íþróttakennari fékk
sérstaka viðurkenningu fyrir langt og
gott þjálfarastarf. Einar hefur starfað
við þjálfun hjá körfuknattleiksdeild ÍR í
um 30 ár og gerir enn. Hann hefur oft
verið nefndur faðir körfuboltans hjá ÍR
og er það orð að sönnu.
Atli Helgason prentari, fékk viður-
kenningu fyrir langt og gott þjálfarastarf
hjáKR.
Hjónin Margrét Eyjólfsdóttir og Jón
Halldórsson fengu viðurkenningu, en
þau hafa stundað sundlaugarnar í Laug-
ardal svo að segja daglega í áratugi.
Jóhannes Markússon flugstjóri, sem
skokkað hefur á Melavellinum í ein 15
ár fékk einnig sérstaka viðurkenningu.
-BL
hálfleik, 48-39. Upphafsmínútur síðari
hálfleiks voru, eins og svo oft áður.mjög
góðar hjá Njarðvíkingum. Þegar 4 mín-
útur voru búnar af hálfleiknum höfðu
heimamenn náð 17 stiga forskoti 62-45.
Þrátt fyrir miklar innáskiptingar Njarð-
víkinga veiktist lið þeirra alls ekki, þvert
á móti styrktist liðið og jók forskotið í
83-56, þegar 5 mínútur voru til leiksloka.
Haukarnir voru ekki með á nótunum og
gátu ekki stöðvað hamfarir Njarðvík-
inga. Pálmar Sigurðsson reyndi þó að
fylgjast með, en mátti sín lítils einn gegn
andstæðingunum. Pálmar skoraði 18 stig
í síðari hálfleiknum og var eini Hauka-
maðurinn sem eitthvað reyndi að klóra
í bakkann.
Njarðvíkurliðið kemur mjög sterkt
frá þessum leik og sýndi að breidd
skortir ekki í liðið. Varamennirnir stóðu
sig mjög vel þegar þeir komu inná, þó
sérstaklega Hreiðar Hreiðarsson, sem
átti mjög góðan leik og kom skemmti-
lega á óvart. Hann var bestur Njarðvík-
inga ásamt þeim Val Ingimundarsyni,
Árna Lárussyni og Gunnari Þorvarðar-
syni. Áberandi var hve Njarðvíkingar
stálu boltanum oft af Haukunum og
skoruðu með leifturhröðum hraðaupp-
hlaupum. Þessi ósigur Hauka kemur sér
illa fyrir liðið, því nú eru komnir margir
leikir í röð hjá þeim án þess að þeim
takist að sigra, þó er nokkur huggun
fyrir þá að þeim nægir að vinna í öðrum
af þeim tveimur leikjum sem eftir eru í
deildinni, til þess að komast í úrslita-
keppnina.
Stig UMFN: Valur 28, Árni 16, Gunn-
ar 15, Hreiðar 13, Ingimar 9, ísak 9,
Kristinn 2 og Júlíus 2.
Stig Hauka: Pálmar 28, Kristinn 11,
Sveinn 10, Reynir 10, Ólafur 6, Eyþór 4
og Hálfdán 4.
Val/BL
Bjarni vard
í öðru sæti
— á opna skoska meistara-
mótinu í júdó
■ Bjarni Friðriksson júdókappi varð í
öðru sæti í 95 kg flokki á opna skoska
meistaramótinu í júdó, sem haldið var í
Edinborg um síðustu helgi. Margir
þekktir júdómenn víða að úr Evrópu
tóku þátt í mótinu.
15 keppendur voru í flokki með
Bjarna á mótinu. Bjarni glímdi til úrslita
við danskan kappa, Carsten Jensen, og
sigraði Jensen í hörkuviðureign.
Þess má geta, að Bjarni hefur glímt
fimm sinnum áður við þann danska, og
alltaf unnið hann á Ippon, en það er
fullnaðarsigur. Sá danski er mjög sterkur
um þessar mundir, og er talið að hann
verði eini danski keppandinn í júdó frá
Danmörku á Ólympíuleikunum í Los
Angeles í sumar, en Bjarni stefnir á að
komast á leikana.
-SÖE
Bjarni Friðriksson júdókappi tekur hér við viðurkenningu sinni.
Tímamynd Róbert.
• Finnbogi Gunnlaugsson og félagar hans t
am leika gegn HK klukkan 1550 í Digrancsi
ag. Leikurinn er í 1, deild karla i hlaki.
Tnnamynd Róbert
■ Einar Ólafsson „faðir körfuboltans í ÍR“ tekur hér við viðurkenningu sinni úr
hendi borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar. Tímamynd Róbert
Knattspyrna
■ íslandsmótið í innanhúsknattspyrnu verður
háð í Laugardalshöll um helgina. Keppt verður
í I. deild og 3. deild karla og einnig i
kvennaflokki. Keppni hefst kl. 10á laugardags-
morgun og á sama tíma á sunnudagsmorgun.
Báða dagana verður leikið frarn til ki. 21.
Körfuknattleikur
Laugardagur:
Selfoss: UMFL-Fram 1. deild karla kl. 14.
Akureyri: Þór-ÍS 1. dcild karla kl. 14.
Sunnudagur:
Seljaskóli: Valur-KR úrvalsdeild kl. 20.
Seljaskóli: ÍR-Njarðvík L dcild kvenna kl. 21.30
Handknattleikur
Laugardagur:
Varmá: UMFA-Þór Ak. 3. dcild karia kl. 14.
Digranes: HK-ÍBV 2. deild kvenna kl. 14.
Seljaskóli; Þróttur-Þór Ak. 2.d kvenna kl. 14.30
Sunnudagur:
Seljaskóli: Ögri-Skallagrímur 3.d karla kl.15
Frjálsar íþróttir
Um helgina fer fram meistaramót islands 14
ára og yngri innanhúss. Keppnin hefst i
iþróttahúsinu í Hafnarfirði kl. 9.30 og i
sunnudag hefst kcppni kl. 10.00 í Baldurshaga.
Skíðaíþróttir
Á Húsavík fcr íram bikarmót í Alpagreinum
fullorðinna og á Akureyri verður hikarmót
fuilorðinna og unglinga í góngu og stökki. Þá
verður einnig á Akureyri trimmmót. Keppt
verður í göngu, Kjarnaganga.
Sund
Unglingamót sunddeildar Ármanns verður í
Sundhöll Reykjavíkur a sunnudag.
Júdó
i dag kl. 15. hefst í íþróttahúsi Kennarahaskói-
ans sveitakeppni drengja í júdó.
Lyftingar
Kl. 13 í dag hefst fyrsta íslandsmót unglinga
U-23 ára í kraftlyftingum. Keppt er í íþrótta-
húsinu í Hveragerði.
Víðavangshlaup
Flöahlaup UMF. Samhygðar hefst kl. 14 í dag
við Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi. Hlaupnir
verða 10 kra.
Blak
Laugardagur:
Digranes: HK-Fram l.deild karla kl. 15.50
Digranes: HK 2-UBK 2.deild karla kl. 17.10
Hagaskóli: ÍS-Vi'kingur l.deild karia kl. 14.00
Hagaskóli: ÍS-Þróttur l.deild kvenna kl. 15.20
Hagaskóli: V.íkingur-KA l.deild kvenna kl. 16.:
I
11
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984
SUMARÁÆILUN ÚTSÝNAR
Feröaskrrfstofan
UTSYN
Utsýn leggur áherslu
á vandaða gististaði,
góðan aðbúnað, fræð-
andi og skemmtilegar
kynnisferðir og heil-
brigð, fjölbreytt og
uppbyggjandi við-
fangsefni í sumarleyf-
inu
Feröasknfstofan
UTSYN
vekur
hrifningu
og
Nýir, vandaðir en
ódýrari gististaðir
geta lækkað verð frá
fyrra ári um ailt að
14-20% fyrir fjöl-
skyldur.
ferðasjóðinn
Yar einhver að tala um afslátt
pantanir
streyma
inn
Dœmi um verð-Hjón með tvö börn: 2-5 ára og 6-11 ára
Costa del Sol 16. maí - 3 vikur: Gisting: íbúð á Timor Sol: Kr. 20.00x4 kr. 83.600 Afsl. Frí-klúbbsins kr. 3.000 Barnaafsl. 2-5 ára kr. 6.000 Samtals kr. 67.600 -eða 16.900 áfarþega. Samtals afsláttur kr. 16.000 Greitt með Frí+láni á 12 mánuðum: kr. 5.633,- á mánuði. Sumardvöl í Rínarlöndum Brottför 8. júní - 2 vikur. Gisting: Dorint Feriepark & Sporthotel: Kr. 14.870x4 kr. 59.480 Afsl. Frí-klúbbs . kr. 3.000 Barnaafsl. 2-11 2x5.000 ... kr. 10.000 Samtals kr. 46.480 -eðakr. 11.620 á farþega. Samtals afsláttur kr. 13.000 Greitt með Frí+láni á 12 mánuð- um: kr. 3.873,- á mánuði Ítalía - Valbella 29. maí - 3 vikur: Gisting: íbúð í Residence Valbella: Kr. 20.700x4 kr. 82.800 Afsl. Frí-klúbbsins kr. 3.000 Barnaafsláttur 2-5 ára kr. 7.000 Barnaafsláttur 6-11 ára kr. 6.000 Samtals kr. 66.800 -eða 16.700 á farþega Samtals afsláttur kr. 16.000 Greitt með Frí+láni á 12 mánuðum: kr. 5.567,- á mánuði.
Portúgal - Algarve 17. maí - 3 vikur: Gisting: íbúð á Villa Magna: Kr. 21.000x4 kr. 84.000 Afsl. Frí-klúbbsins kr. 3.000 Barnaafsl. 2-5 ára kr. 7.000 Barnaafsl. 6-11 ára kr. 6.000 Samtals kr. 68.000 - eða kr. 17.000 á farþega Samtais afsláttur kr. 16.000 Greitt með Frí+láni á 12 mánuðum: kr. 5.667,- á mánuði. Sumar á Sjálandi: Brottför 18. maí - 2 vikur. Gisting: íbúð á Marienlyst Palæ: Kr. 16.430x4 kr. 65.720 Afsl. Frí-klúbbsins kr. 3.000 Barnaafsláttur 2-112x6.000 kr. 12.000 Samtals kr. 50.720 - eða kr. 12.680 á farþega Samtals afsláttur kr. 15.000 Greitt með Frí+láni á 12 mánuðum: kr. 4.227, á mánuði.
þýðir NYTT LIF fyrir þig!
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
Feróaskrifstofan
AUKIN LlFSORKA - LlFSFYLLING - LfFSGLEÐI
ÞÝÐIR NÝTT LÍF FYRIR ÞIG:
FRÍ-KLÚBBURINN sparar þér útgjöld ailt árið.
Afsláttur af líkamsræktaraðstöðu.
Afsláttur hjá: sólbaðsstofu, videoleigu
snyrtistofu, kvikmyndahúsi,
dansskóia, sportvöruversiun
og 1.000 króna afsláttur af sjálfri sumarleyfisferðinni með
Útsýn þar sem þér býðst afsiáttur á:
matsölustöðum, íþróttaaðstöðu,
diskótekum, bílaleigu
og ókeypis þátttaka í margs konar skemmtun, heilsurækt
og góðum félagsskap.
Þátttaka í FRÍ-KLÚBBNUM kostar þig ekkert nema 100
króna skráningargjald gegn útgáfu skírteinis og er opin
ollu fólki frá 16 ára aldri.
Skírteini með fullum réttindum tekur gildi um leið og
farpöntun er staðfest.
Reykjavík:
Austurstræti 17,
símar 26611,
Akureyrir
Hafnarstræti 98,
sími 22911