Tíminn - 25.02.1984, Side 13

Tíminn - 25.02.1984, Side 13
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 bridge • • • • Bridgespilarar safna kröftum ■ Bridgespilarar slappa flestir af um þessa helgi og búa sig undir stórátökin um þá næstu þegar Bridgehátíð hefst 2. mars. Eins og fram hefur komið spila 44 pör í Barometer- tvímenning föstudagskvöld og laugardag, en á sunnudag hefst opin sveitakeppni með monradsniði. Þegar þetta er skrifað eru líkur til að tæplega 30 sveitir taki þátt í því móti og verður það þá stærsta sveitakeppni sem haldin hefur verið hérlendis. Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni lauk um síðustu helgi. Úrslitin urðu þau að Úrvalssveitin sigraði örugglega; fékk 48 stig en sveit Ólafs Lárussonar kom næst með 30 stig. Úrval var vel að þessum sigri komið því liðsmenn sveitarinnar spiluðu tvímælalaust best af þeim sem voru saman komnir á Hótel Hofi. Menn Ólafs Lárussonar spiluðu þokka- lega en Samvinnuferðarmönnum og liðs- mönnum Þórarins Sigþórssonar voru sérlega mislagðar hendur í mótinu og spiluðu upp til hópa undir styrkleika, hvað sem olli. Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni urðu sem sagt þeir Karl Sigurhjartarson, Asmund- ur Pálsson, Hjalti Elíasson, Guðlaugur Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Sigur á mótum er þessum mönnum ekkert nýnæmi þó þeir hafi lítið haft sig í frammi síðustu ár. Bridgedeild Breiðfirðinga Þegar einu kvöldi er ólokið í aðaltvímenn- ing félagsins virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur Magnúsar Oddssonar og Jóns G. Jóns- sonar en þeir hafa leitt mótið frá upphafi. Staðan eftir 36 umferðir af 41 er þessi; Magnús Oddsson - Jón G. Jónsson 539 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 424 Eggert Benónýsson - Sigurður Ámundason 281 Birgir Sigurðsson - Óskar Karlsson 273 Halldór Helgason - Sveinn Helgason 266 Benedikt Björnsson - Magnús Björnsson 247 Gylfi Baldursson - Sigurður Þorsteinsson 244 Mótinu lýkur næsta fimmtudag en að því loknu hefst hraðsveitakeppni. Þátttökulistar munu þá liggja frammi hjá keppnisstjóra. Bridgefélag Akureyrar Akureyrarmótinu í tvímenning lauk s.l. þriðjudag með sigri Jóns Stefánssonar og Símonar Gunnarssonar en þeir hlutu 651 stig. Alls tóku 50 pör þátt í mótinu. Næstu pör voru: Stefán Vilhjálmsson - Guðmundur V. Gunnlaugsson 571 Magnús Aðalbjörnsson - Gunnlaugur Guðmundsson 457 Alfreð Pálsson - Júlíus Thorarensen 453 Einar Sveinbjömsson - Sveinbjörn Jónsson 425 Ragna Gunnarsdóttir - Gissur Jónsson 412 Arnar Daníelsson - Stefán Gunnlaugsson 399 Næsta mót félagsins er sveitahraðkeppni og hefst hún 28. febrúar í Félagsborg kl. 19.30. Þá er nú um helgina spilað úrtökumót fyrir íslandsmótið í sveitakeppni. 11 sveitir taka þátt í mótinu og kemst ein þeirra áfram á íslandsmótið. Þá er lokið firmakeppni Bridgefélags Ak- ureyrar sem spiluð var jafnhliða Tvímenn- ingskeppni félagsins. Spiluð voru alls 24 spil fyrir hvert fyrirtæki, eftir Barometersfyrir- komulagi, þ.e. allir spiluðu sömu spilin. Að þessu sinni sigruðu með yfirburðum matsölu- staðirnir Bautinn-Smiðjan sem eru bæjarbú- um svo og ferðafólki að góðu kunnir. Hlaut Bautinn-Smiðjan 184 stig en þeir sem spiluðu voru Stefán Gunnlaugsson einn af eigendum Bautans-Smiðjunnar og spila- félagi hans Arnar Daníelsson. 1. Bautinn-Smiðjan Arnar Daníelsson - Stefán Gunnlaugsson 184 2. Almenna tollvörugeymslan Magnús Aðalbjörnsson - Gunnlaugur óuðmundsson 135 3. Verktækni s.f. Gissur Jónasson - Ragnhildur Gunnarsdóttir 133 4 Höldur s.f. Ármann Helgason - Jóhann Helgason 128 Bridgefélag Akureyrar þakkar öllum' er þátt tóku í firmakeppni félagsins fyrir velvild og stuðning. Bridgedeild Rangæinga Sveit Hjartar Elíassonar sigraði örugglega í aðalsveitakeppni félagsins en hún endaði með 111 stig. Með Hirti spiluðu í sveitinni Björn Kristjánsson, Daníel Halldórsson, Guðjón Guðmundsson og Þórður Elíasson. Sigurleifur Guðjónsson 89 Gunnar Helgason 81 Lilja Halldórsdóttir 80 Barometertvímenningur félagsins hefst 7. mars en næsta miðvikudag verður spilað við Barðstrendinga. Bridgefélag Reykjavíkur Nú er lokið 30 umferðum af 43 í aðaltví- menningskeppni félagsins og hafa þeir Sig- urður Sverrisson og Valur Sigurðsson tekið örugga forustu en röð efstu para er þessi: Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson Ásgeir Ásbjörnsson - 495 Guðbrandur Sigurbergsson Jón Ásbjörnsson - 326 Símon Símonarson 304 Guðmundur Pétursson - Sigtryggur Sigurðsson Aðalsteinn Jörgensen - 302 Runólfur Pálsson 289 Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurjónsson Helgi Jóhannsson - 225 Páll Valdimarsson 185 Jón Baldursson - Hörður Blöndal 183 Guðmundur Páll Arnarson— Þórarinn Sigþórsson 182 Næstu 7 umferðir verða spilaðar n.k. miðvikudag kl. 19.30 í Domus Medica. Félagið vill vekja athygli á breytingu á áður tilkynntri dagskrá, en hún er í því fólgin, að ekki verður spilað hjá félaginu vikuna 11.-17. mars. Board a match keppni félagsins hefst þriðjudaginn 20. mars og heldur áfram miðvikudaginn 21. mars. Bridgefélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag lauk Aðalsveita- keppni félagsins með sigri sveitar Gunnars Traustasonar, sem hlaut 166 stig. Auk Gunn- ars voru í sveitinni Trausti Eyjólfsson, Sveinn Harðarson, Ólafur Tryggvason og Guðjón L. Sigurðsson. Næstu sveitir voru þessar: 2. Sveit Antons Gunnarssonar 152 stig 3. Sveit Heimis Tryggvasonar 151 stig Næstkomandi þriðjudag hefst Butler - tvímenningur og eru menn beðnir um að mæta tímalega til skráningar. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. Vegna lítillar þátttöku sá Bridgefélag Húsavíkur sér ekki fært að heimsækja félagið að þessu sinni, en þeir voru væntanlegir um helgina og verður því engin spilamennska á laugardag eins og sagt var frá í síðustu fréttum frá félaginu. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 21. febrúar var spiluð síðasta umferð í aðalsveitakeppni deildarinnar og lauk með sigri sveitar Magnúsar Torfasonar. Með Magnúsi spiluðu Guðni Kolbeinsson og Keflvíkingarnir Jóhannes Sigurðsson, Gísli Torfason, Guðmundur Ingólfsson og Karl Hermannsson. 1. Sveit Magnúsar Torfasonar 125 2. Sveit Sigmars Jónssonar 119 3. Sveit Guðmundar Theodórssonar 113 4. Sveit Guðrúnar Hinriksdóttur 104 5. Sveit Björns Hermannssonar 103 Þá var einnig spiluð Board and Match sveitakeppni sem sveit Sigmars Jónssonar vann með 24 stigum. 2. Sveit Sverris Kristinssonar 23 stig Næsta þriðjudag hefst ný keppni. Spilað verður Board and Match sveitakeppni og verða veitt 1. og 2. verðlaun (peningar). Skráning er þegar hafin hjá Sigmari Jónssyni í síma 687070 eða 35271, og hjá Guðmundi Kr. í síma 21051. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35, kl. 19.30 stundvíslega. Fréttlr frá Bridgefélagi Seyðisfjarðar Bridgefélag hefur starfað á Seyðisfirði frá septemberlokum og hefur verið spilað einu singj í viku í vetur. Nýlokið er Seyðisfjarðarmóti í tvímenn- ingi. Þátt tóku 10 pör. Röð efstu para varð þessi: 1.-2. Ólafur Óskarsson og Sigurður E. Valdimarsson 248 1.-2. Ásgeir Friðgeirsson og Jón H. Guðmundsson 248 3. Einar Guðmundsson og Gísli Sigurðsson Meðalskor var 216 stig. 240 Sveitakeppni félagsins er fyrirhuguð síðar í vetur. Bridgefélag Sauðárkróks Mánudaginn 13. febrúar var spilaður tví- menningur hjá félaginu. Úrslit urðu þessi: A-RIÐILL Geirlaugur Magnússon og Agnar Kristinsson Agnar Sveinsson og Valgarð Valgarðsson Garðar Guðjónsson og Gunnar Þórðarson Geir Eyjólfsson og Kristinn Ólafsson B-RIÐILL Skúli Jónsson og Einar Svansson Björn Guðnason og Margrét Guðvinsdóttir Stefán Skarphéðinsson og Kristján Sölvason Jón Dalman og Sigrún Angantýsdóttir 121 116 114 112 128 118 116 114 fréttir ■ Þýska sendiherrafrúin Krieg, klippir á borðann við vígslu skíðabraularinnar. Skíðabrautir lagðar í Öskjuhlíð ■ Þótt hláka hafi verið að undanförnu hér í Reykjavík, er enn eftir talsvert af snjó sumum til gleði en öðrum til armæðu. Hótel Loftleiðir hafa nú látið leggja skíðabrautir á útivistarsvæðinu í Öskjuhlíð, sem hótelgestir sem borgar- búar geta haft afnot af. Skíðabrautin var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í fyrradag, þar sem frú Krieg, eiginkona þýska sendiherrans á íslandi, klippti á borða við Hótel Loftleiði og hún ásamt • Emil Guðmundssyni hótelstjóra ók á vélsleða einn hring um skíðabrautirnar. Hótel Loftleiðir benda þeim sem vilja nota brautirnar á þann möguleika að nýta sér þá þjónustu sem hótelið býður upp á, að skíðagöngu lokinni, og nefna sem dæmi sundlaug hótelsins og veit- ingasali. ■ Emil Guðmundsson hótelstjóri áður en lagt var í fyrstu ferðina eftir skíðabrautinni í Öskjuhlíð við undirleik þýskra tónlistarmanna. Tímamyndir G.E. Ohádi söfnudurinn: Guðsþjónusta tileinkuð þriðja heiminum ■ Sunnudaginn 26. febrúar kl. 14 verð- ur regluleg guðsþjónusta í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg en þar eru guðsþjónustur á hálfsmánaðar fresti. Messan á sunnudaginn verður á ýms- an. hátt nýstárleg. Má segja að hún sé helguð þriðja heiminum og einingu mannkyns. Kórar Hagaskóla og Fjöl- brautarskólans í Breiðholti munu syngja sálma og þjóðlög frá Afríku, Albaníu og Ameríku undir stjórn Jónasar Þóris sem jafnframt leikur á orgelið. Dr. Gunnar Kristjánsson mun predika. Þá sunnudaga sem ekki er regluleg guðsþjónusta er Barna og fjölskyldu- guðsþjónusta í kirkju Óháða safnaðar- ins. Þá eru sungin lög við hæfi barna, lesin framhaldssaga, börn fá sunnudaga- póstinn, sýndar eru stuttar barnamyndir o.fl. Allir eru að sjálfsögðu alltaf velkomn- ir í allar athafnir í kirkju Óháða safnað- arins. -FRI Starfsdagar í Fjölbraut á Suðurnesjum ■ Starfsdagar verða í Fjölbrautarskóla Suðurnesja dagana 27. til 29. febrúar næst komandi. Að sögn nemenda skólans, sem komu í heimsókn á blaðið, verður hefðbundið skólastarf lagt niður og mun ætlunin vera að nemendur og kennarar hittist í starfi og leik. Fjölmargt verður um að vera þessa daga, allt frá kassabílarallíi upp í tölvu- sýningar. Skemmtiatriði verða að mestu heimatilbúin, leikrit, tónlistarflutningur og fleira. Þá verður sérstök kynning á matargerðarlist fjarlægra þjóða, svo sem Kínverja, ítala ogfleiri. Kappræðufund- ir og mælskukeppni eru á efnisskránni auk fjölda annarra viðburða. EV- SALURINN Á 3. HÆÐ í FIATHÚSIIMU 800 FERMETRA SÝNINGARSALUR ENGIN ÚTBORGUN Jú - Það er staðreynd Talsvert magn af notuðum bílum sem greiða má á 3 - 6 - 9 eða jafnvel 12 mánuðum BARA HRINGJA - SVO KEMUR ÞAÐ HRINGIÐ - KOMIÐ - SKOÐIÐ Opið kl. 9-19, virka daga. Laugardaga 10-16. SÍFELLD ÞJÓNUSTA - SÍFELLD BÍLASALA 1929 ALLT Á SAMA STAÐ 1984 SÍFELLD BÍLASALA - SÍFELLD ÞJÓNUSTA notadir bílar EGILL * eigu umbodsins VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.