Tíminn - 13.03.1984, Page 1
Allt um íþróttir helgarinnar. Sjá bls. 11-14
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Þriðjudagur 13. mars 1984
62. tölublað - 68. árgangur
Siðumuía 15—Póstholf 370Reykjavik — Rltstjorn86300—Augtysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 — Kvöidsímar 86387 og 86306
Yfimnnubannið í Eyjum:
TVEIR TOGARAR
SENDIR ANNAD
TIL LÖNDUNAR
_■ Krystihusin í Vcstmanna-
eyjum hafa þegar senl tvo
togara til annarra hafna á
landinu til löndunar vegna yfir-
vinnubanns sem verkalýðsfé-
lögin hafa tilkýnnt frá kl. 17.00
n.k. fiistudag. Að sögn Jó-
hönnu Friðriksdóttur, for-
manns Snótar var í gær ákveðið
að efna til samningafundar nú
fyrir hádegið. Þrcifingafundur
eins og þeir eru kaliaðir, var
haldinn í gær. Kftir hann munu
báðir aðilar hafa ætlað að ræða
nánar við sína menn fyrir fund-
inn nú í dag.
..Komi til yfirvinnubanns
þýðir þáð cinfaldlega að við
vcrðum að stöðva fiskimjiils-
verksmiöjurnar". sagðt Viktor
Hclgáson; framkvæmdastjóri
Fiskimjolsvcrksmiðju Vcst-
mannacyja.
Guðmundur Karlsson. for-
stjóri Fiskiöjunnar sagði að
yfirvinnubanni mundi vcrða
mætt með því að scnda fiskinn
til annarra hafna.
■ Hérsynti Guðlaugur að landi, nálægt Prestvíkinni við nýja hraunið, og þurfti að klifra upp kletta frá fjörunni og ganga drjúgan spöl í -HEI
apalhrauninu, berfættur. Tímamynd: Róbert.
Skipverji á Hellisey VE-503 sem fórst þrjár sjómílur frá Heimaey:
SÝNDI EINSTAKT ÞREK-
VIRKI OG SYNTIIIAND
■ Varðskipið á þeim stað þar
sem talið er að Hellisey hafi
farist, en Heimaey sést í
baksýn, og gefur hugmynd um
þá vegalengd sem Guðlaugur
þurfti að synda.
Timamynd: Róbert.
■ Frá Guðmundi Hermannssyni,
fréttamanni Tímans í Vestmanna-
eyjum.
„Mér brá að sjálfsögðu ónotalega
við að sjá Guðlaug- slu.idandi í
dyrunum. Hann var mjög illa farínn,
albóðugur á höndum og fótum og
greinilega örmagna. Hann var að-
eins klæddur þunnrí peysu, skyrtu
og gallabuxum, sagði Atli Elíasson,
en hann tók á móti Guðlaugi Fríð-
þórssyni, 22 ára sjómanni úr Vest-
mannaeyjum, í gærmorgun, eftir að
Guðlaugur hafði synt rúma þriggja
sjómílna leið og gengið tvo kíló-
melra, upp kletta og yfir hraun, en
bátur hans Hellisey VE 503 sökk
skammt austan við Vestmannaeyjar
í fyrrakvöld.
Um borð í Hellisey voru fimm
ungir sjómenn og til hinna fjögurra
hefur enn ekkert spurst þrátt fyrír að
leitað hafi verið í allan gærdag. Þeir
sem enn er saknað heita: Hjörtur
Jónsson, skipstjórí, 25 ára, Pétur
Sigurðsson, X. vélstjóri, 22 ára,
Engilbcrt Eiðsson, 2. vélstjóri, 19
ára og Valur Smári Geirsson, mat-
sveinn 26 ára.
Flak Helliseyjar fannst þegar í
gærmorgun á 99 metra dýpi á svo-
kölluðu Leddi, austur af
Vestmannaeyjum, en þar er talið að
skipið hafi fest trollið i liolni og
sokkið. Sjá nánar bls. 4-5. -Sjó
Fjögurra skipverja saknad
■ Hjörtur R. Jónsson, skip-
stjóri. Fæddur 8.6. 1958. Til
heimilis að Áshamri 63 í Vest-
mannaeyjum. Heitbundinn og á
1 barn.
■ Pétur Sigurðsson, 1. vél-
stjóri. Fæddur 15.5. 1962. Til
heimilis að Sæviðarsundi 9 í
Reykjavík. Ókvæntur og barn-
laus.
■ Engilbcrt Eiðsson, 2. vél-
stjóri. Fæddur 29.6. 1964. Til
heimilis að Faxastíg 4 í Vest-
mannaeyjum. Ókvæntur og
barnlaus.
■ Valur Smári Geirsson,
matsveinn. Fæddur 18.9.1957.
Til heimilis að Herjólfsgötu 8 í
Vestmannaeyjum. Kvænturog
tveggja barna faðir.