Tíminn - 13.03.1984, Side 2

Tíminn - 13.03.1984, Side 2
ÞRlÐjtlÓÁGUR 13. MARS 1984 fréttir NYJAR UPPLYSINGAR SKYRA 60-70% AF FJARIAGAGATINU — en þriðjungur fjárlagagatsins hafði þegar komið fram við afgreiðslu fjárlaga, að sögn formanns fjárveitinganefndar ■ „Þegar í upphafi lágu fvrir klárar upplýsingar um þriðjung þess sem nú hefur verið nefnt gat á fjárlögum, og upplýsingar um það komu fram við afgreiðslu fjárlaga, en þar að auki liggja nú fyrir nýjar upplýsingar sem skýra að mestu leyti þann hluta sem ekki lá fyrir sl. haust,“ sagði Lárus Jónsson formaður fjárveitinganefndar Alþingis, er Tíminn ræddi við hann í gær um tæplega tveggja milljarða gatið á fjárlögum, og það hvort hann væri sammála þeirri skoðun sem fram hefur komið hjá fjárlaga- og hag- sýslustofnun að mistök í útreikningum sé að rekja til fjárveitinganefndar. Lárus sagðist ekki sjá að það þjónaði neinum tilgangi að vera að karpa um það hvar mistök lægju í þessu efni. Lárus sagði að í forsendum fjárlaga hefði verið gengið út frá því að 300 milljón króna sparnaður næðist í tryggingakerfinu, að fjárhæð fjárlaga nægði til þess að sinna þörfum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og að fjárhæð sú sem tilgreind var vegna útflutningsbóta landbúnaðarafurða nægði til þess að sinna því verkefni á árinu. Auk þess hefðu ýmsir lausir endar eins og rekstur grunnskóla, tónlistar- fræðsla og rekstur Skipaútgerðar ríkisins verið nefndir. Allt þetta hefði verið vitað í haust, og væri þetta um þriðjung- ur þess fjárlagagats sem nú væri rætt um. „Aðrir þættir lágu ekki fyrir við fjár- lagagerð," sagði Lárus, „og vil ég þar greina á milli tvenns. Nú liggja fyrir nýjar áætlanir um rekstur sýslumanna- og bæjarfógetaembætta, en í fjárlögum var gert ráð fyrir því að 60 milljónir yrðu notaðar til þess að hækka þessa liði, en þcir hafa mörg undanfarin ár verið stórlega vanáætlaðir og hreinlega út í bláinn. Það var meiningin að koma þessu á kjöl eins og öðru, til þess að gera fjárlögin sem marktækust, og þar af leiðandi það stjórntæki sem þau eiga að vera, en það hefur nú komið á daginn að það þurfti ekki 60 milljónir, heldur 210 milljónir til þess að rétta þetta af, þannig að þarna skorti á 150 milljónir. Þetta lá ekki fyrir við fjárlagaafgreiðsluna." Þá sagði Lárus að nú lægju fyrir nýjar upplýsingar um fjárþörf til sjúkratrygg- inga. Fjárþörfin hefði, samkvæmt hans skilningi verið áætluð miðað við útkomu ársins 1982 og fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. Nú, þegar enn nýrri upplýsingar lægju fyrir, þá væri áætlað að 350 milljónir vantaði þarna upp á. Lárus sagði varðandi hækkun fjárþarfar til sjúkratrygginga: „Meginskýringin er sú. að lyf hafa hækkað ár eftir ár, langt umfram aðra liði. Það er talið að lyfja- kostnaður hafi aukist um 158% á milli áranna 1982 og 1983 í krónutölu, sem er auðvitað langt umfram verðlagsbreyt- ingar. Fjárhæðin í fjárlögum vegna lyfja- kostnaðar er tvöföld á árinu 1984 miðað við það sem hún var í fjárlögum 1983. Samt er nú talið að vanti 120 milljónir króna upp á þann lið. Hver skýringin er á þessu hygg ég að enginn viti enn, en auðvitað er þetta miklu stærra vandamál en fjárlagavandamál, ef þetta bendir til þess að lyfjaneysla aukist svona langt úr öllu hófi frarn." Lárus sagði að auk þessa þáttar, sem óskýrður hefði verið, hefði ekki legið fyrir að lán það sem tekið var 1981 til loðnudeildar verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins, sem tekið var með ríkis- ábyrgð, myndi falla á ríkissjóð. Það hefði fyrst komið fram nú eftir áramótin, en alls ræðir þar um 129 milljónir króna. Lárus sagði jafnframt að inn í þessa áætlun um fjárlagavandann væri áætluð tala um ófyrirséð útgjöld upp á 200 milljónir króna, og lækkun á lántöku 200 milljónir króna. Þessar ákvarðanir hefðu ekki legið fyrir, þegar fjárlög voru afgreidd. „Ég lít þrátt fyrir þetta þannig á,“ sagði Lárus, „að þessi fjárlög séu miklu marktækari heldur en fjárlög undanfar- inna ára, og að þau séu þrátt fyrir þetta gat mjög marktæk. Þessi vinnubrögð að greina frá því sem á vantar og reyna að mæta vandanum um leið og hann kemur upp á yfirborðið, eru vænlegri en þau, að reyna alltaf að fela vandann, eins og tíðkast hefur, þegar komið hefur í Ijós gat á fjárlögum." -AB Gutman vann Grindavíkurmótið ■ Alþjóðaskákmótinu í Grindavík, fyrsta alþjóðlega skákmótinu scm haldið hefur verið á Islandi utan Reykjavíkur lauk á sunnudaginn. Sigurvegari varð Lev Gutman frá Lettlandi, nú búandi í ísracl, hlaut liann 8 vinninga og stór- meistaratitil í ofanálag. í öðru til þriðja sæti urðu Jón L. Árnason og Larry Christiansen með 7 vinninga, fjórði varö Helgi Olafsson með 6-1/2 vinning, í fimmta til sjötta sæti urðu Lombardy og McCambridge með 6 vinninga, þá Milorad Knezevic og Jó- hann Hjartarson mcð 5 vinninga, lngvar Ásmundsson fékk 4 1/2 vinnig, Elvar Guðmundsson og Hr.tikur Angantýsson fengu 3 1/2 vinning og Hjörgvin Jónsson rak lestina með 3 vinniuga. -JGK Leiða til þess að ungmenni fái ekki lokið grunnskólanámi ■ Þannig var umhorfs í Seðlabanka- grunninum eftir að kraninn féll. Tímamynd Sverrir. ■ „Hér eru í uppsiglingu stór byggða- vandamál, sem nauösyn er á að brcgðast við strax, eftir því sem þjóðarhagsmunir krefjasf', segir m.a. í samþykkt hrepps- ncfndar Suðureyrarhrepps. Telur hún ástæðu til að óttast að minni afli vegna kvótaskiptingar og þar af lciðandi at- vinnuleysi í landi, auk skerðingar nýrra kjarasamninga á tekjumöguleikum ung- menna niuni lciða til þess að ungmenni fái ekki lokið grunnskólanámi, í þorpum þar sem ekki eru starfræktir 8. og 9. bekkur grunnskóla. Hreppsnefndin bendir á að ungmenni noti sumarleyfi sín til að vinna fyrir skólakostnaði utan heimabyggðar. Með tilkomu allakvótans skerðast möguleik- Eldyr kviknaði ar foreldranna til að kosta grunnskóla- nám barna sinna utan heimabyggðar, og möguleikar þeirra sem eldri eru til framhaldsnáms. Þá segir að atvinnuleysi' af óþekktri stærðargráðu sé nú fyrirsjá- anlegt í hreppnum, ef ekki á miðju sumri, þá á haustmánuðum. -HEl ■ Skemmdir urðu á þaki launadcildar- innar. Tímamynd Árni Sæberg. Byggingakrani í Seðlabankagrunninum hrundi og lenti á þaki Launadeildar: „LÁN í ÓLÁNIAD KRANINN SKYLDI FALLA Á Áhyggjur á Suðureyri með nýja kjarasamninga og kvótafyrirkomulagið: út feitispotti ■ Seinl. -tudagskvöld var slökkvi- ÞESSUM TIMAFYRST HANN F0RAANNAÐB0RÐ" lið kall :- - húsinu nr. 23 við Hraun- teig í Reykjavík. Þar hafði kviknað í potti mcð feiti á cldavél og þegar íbúar rcyndu að færa pottinn til skvettist logandi feiti á gólf og skápa. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði tek- ist að slökkva eldinn. Nokkrar skemmdir urðu á eldhúsinnréttingu og eldhúsgólfi. -JGK ■ „Jú, það má segja að það hafí verið lán í óláni, fyrst kraninn fór á annaö borð aö hann skyldi hafa farið á þessum tíma,“ sagði Vignir Benediktsson fram- kvæmdastjóri hjá Steintak h.f. í samtali við blaðið vegna óhappsins á sunnudag- inn er byggingakrani fyrirtækisins í Seðlabankagrunninum hrundi, er verið var að vinna að upphækkun hans. „Það eru alltaf viðhaföar ákveðnar varúðar- ráðstafanir við svona tækifæri og engir að vinna í grunninuin nema þeir sem voru að vinna við kranann. Þó nokkrar skemmdir urðu á kranan- um og einnig urðu skemmdir á húsi launadeildar fjármálaráðuneytisins, en kraninn lenti ofan á þaki þess. Hins vegar sögðu sjónarvottar að miklu verr hefði getað farið t.d. ef kraninn hefði fallið í aðra átt og lent út á Kalkofnsveg- inn, þar sem bílaumferð er alltaf tölu- verð. Vignir Benediktsson sagði að ekki væri ljóst hvert tjón hefði orðið, eftir ætti að skera úr um það hvort hægt væri að rétta kranann þar sem hann hefði bognað, eða hvort þyrfti að endurnýja hluta hans. Hann sagði að öll tæki fyrirtækisins væru tryggð eins og hægt væri en Ijóst væri að tjónið væri mikið. Rannsóknum Öryggiseftirlitsins á or- sökum slyssins er að mestu lokið og hafa þær leitt í Ijós að mistökum þeirra sem unnu að hækkun kranans var um að kenna en ekki bilun í krananum sjálfum. -JGK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.