Tíminn - 13.03.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1984, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984 4______ fréttir Guölaugur Friðþórsson á Hellisey VE-503 bjargaðist með ótrúlegum hætti: ■ Guðlaugur þurfti að klifra kletta úr fjörunni og ganga síðan drjúga stund í grýttu nýju apalhrauninu, berfættur. Tímamynd: Róbert. JUBLdÐOGUR A FDIUM OG HðND- UMOGVAR GRBNILEGA ðRMAGNA” Frá Guðmundi Hermannssyni, frétta- manni Tímans í Vestmannaeyjum: ■ Guðlaugur Friðþórsson, 22 ára sjó- maður úr Vestmannaeyjum, bjargaðist með ótrúlegum hætti eftir að bátur hans, Hellisey VE S03, sökk um 3 sjómílur austur af Heimaey seint í fyrrakvöld. Fjögurra skipsfclaga hans, sem allir eru ungir menn, er enn saknað þrátt fyrir mikla leit. Guðlaugi tókst að synd í land, rúmlega Fimm kílómetra vegalengd og ganga síðan um tveggja kflómetra vcgalcngd að nokkru leyti yfir hraun á Heimaey austanverðri og gat gert vart við sig rétt fyrir klukkan 7 í gærmorgun. Hellisey var á togveiðum á svokölluðu Leddi, sem er um 3 sjómílur austur af Heimaey. Þar er hraunbotn og mikil hætta á festum og talið er að trollið hafi festst í botni og skipið oltið og sokkið fyrirvaralaust. Ekkert neyðarkall barst frá skipverjum og hafði Tilkynninga- skyldan engar spurnir af þeim klukkan 22 og 24 á sunnudagskvöldið. Öðru hvoru var reynt að kalla skipið upp en án árangurs og fréttist því ekkert af skipinu fyrr en Guðlaugur náði byggð um klukkan 7 í gærmorgun. Óskiljanlegt þrekvirki „Það er óskiljanlegt hvernig maðurinn hefur farið að þessu,“ sagði Atli Elíasson, Suðurgerði 2 í Vestmannaeyj- um, en það var húsið sem Guðlaugur kom að í gærmorgun eftir að hafa synt þriggja mílna leið í land í köldum'sjó og veðri. Hann k om í land nálægt Prestavík í Nýja hrauninu á móts við það sem fyrir gos voru kallaðar Flögur. Guðlaugur þurfti að klifra upp kletta frá fjörunni og ganga drjúgan spöl á nýju apalhrauni, berfættur. Síðan tók við löng aflíðandi — segir Atli Elíasson, sem fyrstur kom ad Gudlaugi eftir að hann hafði unnid sitt einstaka þrekvirki brekka á milli Helgafells og Eldfells og um tveggja kílómetra leið. var á dyrnar. Ég sendi son minn til dyra. dyrum. Þar stóð Guðlaugur. Mér að loks hallar niður í byggð. Alls er þetta „Klukkan var að verða sjö þegar barið Hann kom fljótlega og sótti mig fram að sjálfsögðu brá ónotalega - hann var ■ Hér má sjá leiðina sem Guðlaugur gekk milli Helgafells og Eldfells og aflíðandi brekkuna niður að húsi Atla Elíassonar að Suðurgerði 2. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.