Tíminn - 13.03.1984, Side 6
6 Wrmm ÞRIÐJUDAGUR ». MARS1984
■ Hér gefsl okkur tækifæri
til að sjá hvernig 2.713 bollar
al' tei taka sig út.
■ Tony Murray fagnaði sigr-
inum með tesopa. En hann
segist ekkert vilja hafa saman
við te að sælda í bráð, þó sé
skárra að drekka það en laga
það.
búinn að fá nóg af tei um alla
cilífö. „Aldrei framar skal ég
laga te lýsti hinn nýbakaði
meistari yfir, en hann er aðeins
8 ára.
A hverjum morgni í hálfan
mánuð kl. 5.30 var Tony búinn
að taka sér stöðu á götuhorni í
nánd við útimarkað, þar sem
salan fer fram af hjólbörum. Þar
stóð hann með teið sitt og veitti
starfsmönnum markaðarins ó-
keypis tesopa. þegar þeir voru á
leið í vinnuna. Með þessu fram-
taki sínu var Tony að taka þátt
í tegerðarsamkcppni, sem enska
„Teráðiö" efndi til. Að hálfum
mánuði og 2.713 bollum liðnum
þótti augljóst, að hann hafði
borið sigur úr býtum í keppninni.
■ Hér sjáum við Eríku við blómasöluna á torgi í Bern
Barbra Streisand og Pierre Trudeau í vangadansi.
LENGIUFIR ÍGÖMLUM GUEÐUM
■ Það er langt síðan að fyrst
heyrðist orðrómur um að Trude-
au, forsætisráðherra í Kanada,
og hin fræga leik- og söngkona
Barbra Streisand væru hrifin
hvort af öðru. Vinskapur þeirra
hefur haldist í gegnum árin, þótt
þau hafi ekki átt samleið í lífinu.
Ljósmyndari, sem komst inn
á fínan skemmtistað í New York
til að ná myndum, þótti sem
hnifur sinn hefði heldur betur
komist í feitt, þegar hann sá þau
Streisand og Trudeau í hátíðleg-
asta kvöldklæðnaði dansandi
vangadans eins og nýtrúlofuð.
Hann var ekki lengi að beina
myndavélinni að hinu fræga pari
og náði mörgum góðum
myndum, og hér sjáum við tvær
þeirra. A myndunum sjáum við
hina glæsilegu hárgreiðslu Streis-
ands, sem vakti mikla athygli,
því að fólk var að velta því fyrir
sér hvort fyrrv. sambýlismaður
hennar, Jon Peters hárgreiðslu-
meistari, hefði greitt henni svona
vel, eða hvort hún hefði fengið
sér nýjan hárgreiðslumeistara.
Nýlega var Barbra Streisand
boðið að sjá um 90 mínútna'
sjónvarpsþátt fyrir CBS-sjón-
varpsstöðina, og átti hún að fá
milljón dollara fyrir. Hún neitaði
tilboðinu, og stjórnendur stöðv-
arinnar sögðu, að í svarí hennar
hefði verið tekið fram „að hún
hefði ekki neinn áhuga á að
vinna fyrir sjónvarpið - ekki
fyrir nokkurn pening.“
„ALDREl FRAM-
ARSKALÉG
LAGATE“
■ Eftir að hafa lagað 2.713 Tony Murray yfirlýstur meistari
bolla af tei var enski skátinn á sínu sviði. En þá var hann líka
viðtal dagsins
■ Jóhann
Þórir
Jónsson.
Tímamynd
Ella.
LANDSBYGGDARSTEFNA
Á RÉTTUM KIU
— rætt vid Jóhann Þóri Jónsson um
alþjóðleg skákmót
■ Fyrsta alþjóðlega skákmótinu sem
haldið er á íslandi, utan Reykjavíkur er
lokið og n.k. mánudag hefst það næsta,
og verður það haldið á Neskaupstað.
Það er Jóhann Þórir Jónsson sem er
drifkrafturinn á bak við þessi mót, eins
og ýmislegt fleira í skáklífi hérlendis og
raunar erlendis líka.
„Það er nokkurn veginn Ijóst hverjir
verða með á Neskaupstað," sagði Jó-
hann í spjalli við blaðið í gær. „Meðal
þeirra eru Lombardy, Knezevic og
McCambridge, Guðmundur Sigurjóns-
son, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson,
Jón L. Arnason, Jóhann Hjartarson,
Elvar Guðmundsson, Dan Hansson,
Benóný Benediktsson og auk þess erum
við aö leita uppi Svía eða Dana með
2400-2500 skákstig. Þetta verður 12
manna mót og jafnsterkt og Búnaðar-
bankamótið og Grindavíkurmótið."