Tíminn - 13.03.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1984, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 19W Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjórl: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Krístjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuðl kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Rétt á málum haldið ■ Yfgirgnæfandi meirihluti verkalýðsfélaga hefur samþykkt þá hóflegu kjarasamninga sem ASÍ og VSÍ gerðu með sér. Það sýnir að fólk horfir raunhæfum augum á þann efnahagslega vanda sem að þjóðinni steðjar. Enginn neitar því að launþegar hafa orðið fyrir umtalsverðri kjararýrnun vegna aðgerða til að kveða verðbólguna í kútinn. En þeir vita að það er þess virði að leggja talsvert á sig um skeið til að koma á stöðugleika í efnahagsiífinu og að atvinnuvegum verði haldið gangandi. Því sýnir það raunsæi og rétt mat á aðstæðum að ganga að samningum sem ekki stefna í voða þeim efnahagslegu markmiðum sem núverandi valdhafar hafa sett. Besta veganesti sem ríkisstjórnin getur fengið til að halda áfram á sömu braut er það traust á gjörðum hennar sem þjóðin hefur sýnt. í skoðanakönnun, sem gerð var á vegum DV og birt varfyrir helgina, kemur í ljós að traustið á ríkisstjórninni fer vaxandi og að menn eru farnir að trúa því að það sé raunverulega hægt að berja á verðbólgunni. Og launþegar sýna að þeir eru fúsir til að leggja sitt af mörkum til að það megi takast. í skoðanakönnuninni kom í ljós að 76.8% þeirra sem tóku afstöðu eru fylgjandi stefnu ríkisstjórnarinnar en 23.2% eru andvígir henni. Hefur fylgjendum ríkisstjórnarinnar fjölgað mjö| síðan sams konar skoðanakönnun var gerð í október sl. í ummælum fólks, sem tók þátt í skoðanakönnuninni kemur greinilega fram að það fylgir ríkisstjórninni fyrst og fremst vegna þess hve einarðlega hún hefur tekið á efnahagsmálunum og hve árangur hefur verið góður við að ná verðbólgunni niður. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum stefndi í algjört óefni í efnahags- og atvinnulífi vegna hrikalegrar verðbólgu þróunar. En hættunni var bægt frá með því að taka rösklega í taumana og þá létu hrakspárnar heldur ekki á sér standa. Stjórnarandstæðingar létu öllum látum nema góðum til að sýna fram á að ráðstafanirnar væru kák eitt og myndu aldrei takast. Þeir aðilar sem verst létu voru orðnir svo samdauna verðbólguhugsunarhættinum að þeir sáu engar leiðir til að snúa af þeirri óheillabraut sem ranglátar vísitöluhækkanir og víxlverkanir kaupgjalds og launa leiddu til. Allt það svartagallsraus sem stjórnarandstaðan og sér í lagi Alþýðubandalagið hefur haft í frammi til að sverta aðgerðir sem beint er gegn verðbólgunni hefur ekki borið árangur. Fólk kann að meta það sem vel er gert og er tilbúið að styðja við bakið á þeim sem hafa dug og þor til að bjóða hættunni byrginn, en fljóta ekki sofandi að feigðarósi. Það sýnir sig að allur almenningur hefur meiri skilning á efnahagsmálum og þeim lögmálum sem þar hafa áhrif en niðurrifsöflin halda fram. Það þýðir ekki lengur að telja launþeg- um trú um að svokallaðar vísitölubætur á laun bæti kjörin, nema náttúrlega hálaunamannanna. Þeir sem nú æsa til átaka í þjóðfélaginu undir því yfirskini að þeir beri hag hinna lægra launuðu fyrir brjósti hafa ekki hljómgrunn meðal almennings, enda væri það með ólíkindum ef æsitónn þeirra og rökleysur hefðu tilætluð áhrif á sæmilega upplýst fólk. Greinilegt er að áhrifa efnahagsstefnunnar er farið að gæta í verulegum mæli. Verðlag er orðið stöðugra en þorri þjóðarinnar man og vaxtalækkanir koma öllum til góða. Þeir sem horfðu í örvinglan á vísitölutryggðar skuldir sínar vaxa frá mánuði til mánaðar eru farnir að draga andann léttar og sjá fram á betri tíð. Því er það ekkert undarlegt að stjórnarstefnan hafi góðan hljómgrunn, sem hlýtur að vera hvatning til að haldið verði áfram á sömu braut. Þær hrakspár sem dunið hafa á þeim sem snéru verðbólguna niður hafa ekki átt við rök að styðjast. Það sýnir sig að hægt er að stöðva dýrtíðarholskeflurnar með því að snúast gegn þeim með réttum hætti og sá góði byr sem ríkisstjórnin hefur er augljós sönnun þess að rétt er á málum haldið. OÓ skrifað og skrafað „Morgunblaðið lýgur aldrei“ ■ „Morgunblaðið lýgur aldrei", svaraði Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra, þegar hann var spurð- ur um álit sitt á forystugrein í því góða blaði, þar sem harkalega var veist að honum. Um helgina var enn vegið í sama knérunn er Morgun- blaðið gerir lítið úr stjórnar- athöfnum fjármálaráðherra og telur þær jafnvel „óheppi- legar“. I forystugrein er fjall- að um einangrun Dagsbrúnar og þá vandræðalegu stöðu sem komin er upp eftir að heildarsamningar Alþýðu- sambandsins og Vinnuveit- endasambandsins voru felldir þar fyrir tilstuðlan Fylkingar- arms Alþýðubandalagsins. Albert er að vísu ekki ásak- aður fyrir að eiga hlut að því að samningarnir voru felldir á Dagsbrúnarfundi, en lag- lega er farið að því að flækja hann í þá stöðu sem upp er komin: „Einangrun Dagsbrúnar leiðir til sérkennilegrarstöðu ef litið er á hið hefðbundna bil sem hefur jafnan verið á milli vinnuveitenda og for- ystusveitar launþega í kjara- baráttunni. Nú er svo komið að vinnuveitendur og for- ystusveit launþega stendur saman gegn því að hóflegir kjarasamningar sem gerðir eru á viðkvæmasta stigi í slagnum um það að koma efnahagslífinu á réttan kjöl verði eyðilagðir. Með hlið- sjón af þessari nýstárlegu víg- stöðu var samningur fjár- málaráðherra við Guðmund J. Guðmundsson óheppi- legur. Ráðherrann hefur tíka farið undan í flæmingi gagn- vart talsmönnum annarra verkalýðsfélaga, eins og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, þegar hún gerir kröfu til þess að „sitt“ fólk njóti sömu kjara og umbjóðendur Guð- mundar J. Guðmundssonar. Samskonar staða í launamál- um almennt yrði einungis til þess fallin að grafa undan afkomu þjóðarinnar í heild. Sá vandi sem nú er við að etja verður því miður ekki leystur með því að hækka launin. það gerir hvert mannsbarn sér Ijóst. Órökstudd kröfugerð svo að ekki sé talað um pólitíska skemmdarfýsn á ekki upp á pallborðið meðal almennings nú um stundir. Pað besta sem verðbólguáratugurinn hefur haft í för með sér að því er stjórnmálabaráttuna varðar er að menn eru farnir að vantreysta þeim sem segjast geta gert allt fyrir alla án þess að hafa önnur efni til þess en prentun á verðlausum pen- ingaseðlum og lán frá út- löndum. Einangrun Dags- brúnar beinir athyglinni að þessum staðreyndum og þess vegna er meira í húfi en peningar þegar leitast er við að hjálpa Guðmundi J. Guðmundssyni og félögum hans út úr herleiðingunni sem vafalítið verður nauðsynlegt að gera með einum eða öðrum hætti eins og jafnan er menn hlaupa á sig.“ Svona hljóðaði helgarpist- illinn og geta skarpir menn velt því fyrir sér hverjir hafa hlaupið á sig og lent í herleið- ingu og þurfa björgunarsveit- ar við. Ekki fagmann- lega að verki staðið En þetta er ekki nóg til að vekja athygli á óheppilegri embættisfærslu fjármálaráð- herra. í Reykjavíkurbréfi fær hann einnig sinn skammt. Þar er honum hælt á hvert reipi fyrir þá frumlegu tillögu að selja ríkisfyrirtæki, en ailt er það tekið aftur með því að sýnt er fram á að mikið hafi verið um þessar sölur talað en minna orðið úr fram- kvæmdum. „Ófagleg vinnubrögð" er millifyrirsögn á kafla bréfsins sem hefst þannig: „Þótt fjármálaráðherra sé þjóð- kunnur kaupsýslumaður og njóti trausts þjóðarinnar sem fjármálamaður, verður ekki sagt að faglega hafi verið staðið að því verki að selja hlutabréf ríkisins í fyrirtækj- um. Lítil auglýsing birtist í blöðum í desemberþessefnis að hlutabréf ríkissjóðs í nokkrum nafngreindum fyrirtækjum væru til sölu. Hlutur ríkissjóðs í sumum þessara fyrirtækja er ekki svo eftirsóknarverður, að slík sölumennska dugi ein saman. Hér þarf meira til að koma. “ Síðan er Albert hælt fyrir að leggja fram frumvörp sem miða að því að menn fái skattfríðindi fyrir að leggja fé sitt í atvinnurekstur. En aftur er vikið að ávirðingum. „Hugmynd Alberts Guð- mundssonar um sölu ríkisfyr- irtækja er góð, framkvæmd hennar til þessa algerlega misheppnuð. Hins vegar má enn bæta úr því.“ Og Moggi leggur til að kauphallarfyrir- tæki verði látin annast sölu hlutabréfa ríkisfyrirtækja. Með því móti þarf fjármála- ráðuneytið ekki að koma þar nærri svo að ekki verður hæta á að öllu verði klúðrað með „ófaglegum vinnu- brögðum." Mun alltaf liggja undir gagnrýni Dæmi er tekið um að fjármálaráðuneytið sé ófært um að selja ríkisfyrirtæki: „Fjármálaráðherra er í erf- iðri pólitískri stöðu til þess að selja hlui nkissjóðs í þessum fyrirtækjum á þa'nn veg, sem hann og ráðuneyti hans hafa hugsað sér, vegna þess, að hann mun alltaf liggja undir gagnrýni fyrir það að selja bréfin á of lágu verði og að með því sé verið að hygla einhverjum pólitísk- um gæðingum. Þetta kom berlega í Ijós, þegar Sigló- síld var seld. Þess vegna skiptir miklu máli að selja þessi bréf á opnum markaði, þannig að öllum sé ljóst, að slík gagnrýni á ekki við nokk- ur rök að styðjast. Enn er tími til að stokka upp vinnu- brögðin við sölu ríkisfyrir- tækja og nú, þegar ríkisstjórn og alþingismenn glíma við fjárlagagatið með gamal- dagsaðferðum og úreltum hugsunarhætti, er ástæða til að snúa við blaði.“ Svona gengur fjármálaráð- herranum okkar illa að standa þannig að verki að nokkurt vit sé í og hefur Morgunblaðið af því þungar áhyggjur. Hins vegar eru embættisverk annarra ráð- herra Sjálfstæðisflokksins ekki ámælisverð á þeim bæ, enda vart ástæða til þar sem „Morgunblaðið lýgur aldrei." á vettvangi dagsins Sigurjón Friðriksson: Veisluborð og hversdagsfæða ■ Á sveitafólk og annað landsbyggðar- fólk ekki aðgang að Tímanum, eða með öðrum orðum: Hafa forráðamenn Tím- ans ekki áhuga fyrir hugðarefnum fólks- ins í sveitum landsins, eða annars staðar í dreifbýlinu? Búnaðarþing, sem er eins konar aðalfundur Búnaðarfélags íslands eða ráðgefandi stofnun um landbúnaðar- löggjöf og önnur landbúnaðarmál, hefur nú verið að störfum í tvær vikur, og rætt þau málefni sem efst eru á baugi hjá landbúnaðarfólki um þessar mundir. Þau snerta beint og óbeint alla þjóðina, og velferð hennar í okkar ágæta landi. Hugleiða menn hversu mikil jákvæð og atvinnuskapandi áhrif framleiðslan í sveitunum og lífið í hinum dreifðu byggðum landsins hefur á þá vélferðar- og framfaraþróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélagi voru síðustu áratugi? Væri þjóðin ríkari í dag ef aðeins væru sóttar fiskveiðar frá nokkrum ver- slöðum landsins þar sem fólk hefur mest safruist saman nú síðustu ár, eða væri fólkið hamingjusamara ef á veisluborð- um þess væru landbúnaðarvörur aðeins af nokkrum stórum búum næst þéttbýli þessa lands, eða jafnvel offramleiðslu- vara frá EBE? Er líklegt að sú vara yrði ódýrari þegar til lengdar lætur? Myndu þéttbýlisbúar og aðrir íslendingar njóta betur ættlands síns, þegar menn vilja í fríum sínum komast úrskarkala þéttbýl- isins og út í ómengaða náttúru landsins ef þar væri aðeins að sjá sinuþursa í högum, óslegin tún íórækt, oghrynjandi húsarústir, þar sem feður og mæður, eða ömmur og afar lifðu áður af því sem landið gaf og lögðu grunn að því velferðarþjóðfélagi sem við búum nú við án þess að geta gert kröfur til nokkurra annarra en réttlætiskenndarinnar og eig- in dugnaðar. Næstum það eina sem fréttst hefur í fjölmiðlum af þessu Búnaðarþingi er það að þar hafi nokkur hópur bænda setið á kostnað skattborgaranna til að skara eld að eigin köku. En ég fullyrði að þar var launakröfum stillt í hóf. Minna er getið um að þetta þing hafi verið að velta því fyrir sér á mörgum sviðum hvemig m.a. væri hægt að fram- leiða á það veisluborð þjóðarinnar, sem enginn vill án vera, á sem ódýrastan hátt, og nýta sem best gögn og gæði landsins án þess að ofbjóða því, og ■ hvernig væri hægt að búa sem best að því fólki sem enn vill ala upp sín börn, í hinum dreitðu byggðum. Er ekki réttlætanlegt að eyða ofurlitl- um fjármunum og tíma, til að leita leiða, á sem flestum sviðum þjóðlífsins, sem menn helst kjósa að fara að því marki, að reyna að verða sem hamingjusamast fólk í okkar sjálfstæða íslenska þjóð- félagi. Þann 6. mars 1984 Sigurjón Friðriksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.