Tíminn - 13.03.1984, Page 9

Tíminn - 13.03.1984, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 1984 á vettvangi dagsins 9 Byggt og búið í gamla daga — Rúnar Bjarnason slökkvilidsstjóri: „Daginn eftir” AHRIF KJARNAVOPNA OG VARNIR GEGN ÞEiM >• > Sprengistyrkur kjarnavopna er skilgreindur i kilótonnum (KT) eða megatonnum (MT) Með kilótonnum er att við hve morg pusund lestir af sprengiefmnu TNT samsvara sama sprengikrafti kjarnasprengju. en með megatonnum er att við þær mill|omr lesta af TNT sem samsvara sprengimætti kjarnasprengju i þeim flokki Dæmi 20 KT samsvara 20 000 lestum af TNT 5 MT samsvara 5 000 000 lestum af TNT Þegar kjarnavopn springa leysist ur læðtngi mikil orka sem gremist i eftirlarandi ahnfapætt' 50% orkunnar mynda hoggbylgiu og hoggvmd 35% orkunnar mynda hitageislun 10% orkunnar mynda geislavirkt urfall 5% orkunnar mynda frumgeislun við sprengmgu Fyrstu skaðvænlegu ahrif kjarnasprengingar eru hitageislun og na skaðamork hennar lengst 1 upphafi Rett viðbrogð til varna gegn hitageislun geta pvi skipt skopum um bjorgun 20 KT sprengja veldur banvænum brunasarum i 2.5 km fjarlægð fra sprengistað og mjog alvarlegum brunasarum i 3 km fjarlægð 1 MT sprengja veldur banvænum brunasarum i l3kmfjarlægðogmjogalvarlegumbrunasarum i 16 km fjarlægð. Er pá miðað við berskjaidaðan mann. bjartviðri og gott skyggm Mistur og urkoma dregur ur Viðbrögð til varnar: 1. Snúið strax undan Ijosinu til að verjast blmdu 2. Innandyra a að varpa sér flotum á grúfu bak við vegg eða husgogn hvar sem skugga má fá og hylja svo sem kostur er bert horund. serstaklega andlit 3 Utandyra a einmg að varpa sér flotum a grufu i skjoli við vegg. i lægðir eða hvar sem einhvern skugga má fmna og skýla beru hörundi svo sem kostur er 4. Liggja a kyrr par til hoggbylgja og hoggvindur hafa gengið yfir. en pau ahrif koma seinna. eftir fjarlægð frá sprengistað Almenn abending: Ljósir fletir svo sem veggir. pok og gluggatjöld verða siður fyrir ikveikju en dokkir Sama gildir um fatnað. Ijós fót skýla betur en dokk Hættuleg frumgeislun sprengmgar nær aðeins 1/4-1 2 vega- lengdar peirrar sem hitageislunm spannar Geislavirkt úrfall: Við kjarnasprengingu fara upp i háloftm geisiavirkar rykagmr Þær falla aftur til jarðar sem geislavirkt úrfall Stærstu agmrnar falla næst sprengistaðnum en finm og lettari agnir f|ær Mmnkar úrfallið mikið með aukinm Ijarlægð Viðbrögð til varnar: 1 Strax og frumahrif kjarnasprengingar eru gengin yfir skal leita sk|0ls 2 Sé vitað um serstaklega valið husnæði sem skyli > nagrennmu ber a.ð léita pangað Annars i næsta traustasta kjallara sem vitað ei um 3 Besti staðunnn er að jatnaöi i pvi fierbeigi sem er f|.eist ollumutveggium 4 Þcir som fa a sig geislavirkt utfall a leið i skjol. eiga að bregða klgt fv,|( vt sei Aður on fariðor mn i skyli verðui að alkla'öast menguðum lolum fym utan og Ousta ryk ur fiofði ser svo sem kostui er ’> Ekki ma yfirrjefa skyli nema Ihm> komi Ira almnnnavomum um shkt Geisiavikni rJvm mjrxj tiralt lyrstu sturulunai <mjdagana. nema aias se sn’intuitokin f tt' 'vstu '.jo kliikkir.liindim.il lia s|>iengiiM|u ei geislun tia udallinu t tt' at uppninn'eg' rjei'.lun VARNIR GEGN GEISLUN (SKYLISSTUÐULL). I f I h ■ Þetta er nafn á athyglisverðri kvik- mynd sem American Broadcasting Comp- any (ABC) lét framleiða til sýninga í sjónvarpi og kvikmyndahúsum og var frumsýnd um öll Bandaríkin 20. nóv. 1983. Mynd þessi er sýnd í einu kvik- myndahúsi höfuðborgarinnar um þessar mundir og er bæði lærdómsrík og áhuga- verð fyrir almenning. Myndin hefst á því að leikinn er frægur amerískur sálmur meðan mynda- vélar sýna fagrar myndir frá Kansas City og sveitunum þar í kring, stöðvað er við fagran gosbrunn þar sem sést áletrunin: „Verið viðbúin". Segja má að þessi áletrun sé boðskapur myndarinnar til almennings. Kvikmynd þessi fékk mikla og góða umfjöllun hér á landi sem annars staðar í heiminum þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. Hins’vegar tel ég að of iítill gaumur hafi verið gefinn að henni nú þegar við fáum að sjá hana hér. Myndin segir okkur sögu nokkurra þeirra sem komast af, þegar kjarnorku áras er gerð á Kansas City og nágrenni. Það eru tvö aðalviðfangsefni: 1. Barátta Dalsbergsfjölskyldunnar í að lifá af ógn- irnar í vel vörðu geislaskýli á bóndabæ og 2. Áhrif árásarinnar á starfsemi sjúkrahúss Kansasháskóla í Laurence. Það vekur athygli að þrátt fyrir áróður ýmissa „friðarhópa" að almenningurgeti litlar vonir gert sér um björgun og læknishjálp, ef kjarnorkuárás eða kjama- sprengióhapp yrði, lýsir myndin á raun- sæjan hátt hvernig læknar, hjúkrunar- fræðingar og vísindamenn hjálpast að við að líkna fjölda manns sem til þeirra leita eftir atburðinn. Ekki einungis fórnar- lömb úr nágrenni spítalans, heldur lang- vega flóttamenn komnir hundruð kíló- metra leita hjálpar. Oakes læknir, leik- inn af Jason Robards svarar spurning- unni „Hvað eigum við að gera við allt þetta fólk fyrir utan?" og segir: „Við hleypum þeim inn, Paul, eins mörgum og við getum". Mjög áhrifamikil ásökum kemur fram við Oakes, lækni, frá Allison sem á von á barni eftir meira en níu mánaða meðgöngu og fæðir barn í lok myndar- innar (greinilega tákn um von mann- kynsins). Hún segir: „Við vissum allt um svona atburð, við vissum allt um sprengj- urnar, við vissum allt um geislaúrfallið, við höfum vitað þetta allt í 40 ár, en við höfðum ekki áhuga á því.“ Þeir sem hafa áhuga á almannavörn- um geta mikið lært af því að sjá þessa mynd. Allt fólkið sem við sjáum í myndinni og lifir af sprenginguna sjálfa, þarf ekki að þjást svo mjög og jafnvel deyja fyrir lok myndarinnar. Tiltölulega einföld ráð og grunnfræðsla um áhrif kjarnorkuvopna og undirbúningur til að bregðast rétt við hefði getað auðveldlega komið í veg fyrir veikindi þess og dauða. Fólk þarf að læra að það á ekki að flakka um utan húss í geislaúrfalli en halda sig innan dyra. Það þarf að vita að minnsta kosti að hreinlæti getur hindrað mikið af sjúkdómnum, bæði vegna geisla og sótt- kveikja sem magnast við kjarnorkuárás. Umfram allt má fólk ekki draga það að koma sér í skjól innanhúss ef árás er yfirvofandi og vita það að enginn má líta í áttina að sprengingunni eins og algengt var í myndinni. Nokkur atriöi í myndinni orka tví- mælis. Versta villan er að neðanjarðar- göng og lestarstöðvar i Kansas City hefðu getað skýlt miklum fjölda manna. Þess í stað voru íhúarnir sýndir á (lótta frá heimilum sínum í burtu úr borginni. Hér í Reykjavík og nágrenni er geisla- vörn í kjöllurum steinsteyptra húsa sem rúma alla íbúana sbr. upplýsingar frá almannavörnum í símaskránni bls. 582. Reykjavík 5. mars 1984 Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri. framkvæmdastj. ahnannavarna Reykjavíkur árnað heilla 70 ára: Árni Helgason Stykkishólmi ■ Árni Helgason póstmeistari og sím- stjóri í Stykkishólmi er fæddur 14. mars 1914 og því hlýtur hann að vera sjötugur í dag. Það er merkisafmæli og ástæða til að minnast. Hann er fæddur í Reykjavík en er af austfirskum ættum og alinn upp austur á Eskifirði þar sem faðir hans var kaup- maður. Ekki mun Árni hafa setið í skólum nema barnaskóla. Árið 1938 varð hann sýsluskrifari á Eskifirði en fluttist til Stykkishólms 1942 og var þar sýsluskrifari í 12 ár en stöðvarstjóri pósts og síma þar hefur hann verið frá 1954, sem gerir 30 ár. Ekki mun ég telja upp félagsstörf Árna Helgasonar hér en þau hafa verið næsta fjölþætt. Okkar kynni eru fyrst og fremst innan bindindishreyfingarinnar. En Árni hefur alla tíð gert sér ljóst að oft á það við sem segir í fornum stúkusálmi, að öll bölvun snýst í blessun á bindindisins leið. Ég sá Árna Helgason fyrst á stórstúku- þingi fyrir svo sem um 35 árum. í hófi í sambandi við þingið fór hann með gamanmál sem hann hafði sjálfur samið, söng gamanvísur. Það var frábært skemmtiatriði, en þessu bregður Árni enn fyrir sig þegar það á við og varð ég vitni þess síðast fyrir ellefu dögum. Það er raunar furðuleg náðargjöf sem þessi mikli alvörumaður er gæddur að geta umsnúið sjálfum sér í grínfígúru þegar honum þóknast. Því að Árni er mikill alvörumaður og ágætlega kristinn svo sem bjartsýnum alvörumönnum hæfir. Trúaðir menn vænta þess að þeir séu í nokkrum tilgangi komnir til þessa lífs og þá er eðlilegt að þeim finnist óhollir lifnaðarhættir og þar með auðvitað öll eiturlyfjaneysla óguðleg léttúð og al- vöruleysi og sé því síst að skapi að menn rétti skrattanum litla fingurinn, því að það reynist oft duga til þess að hann tekur hendina alla. Um það þarf ekki fleiri orð. Það er ekki ætlun mín að lýsa Árna Helgasyni hér eða fjalla nánar um ævi- feril hans. Þessi orð eru skrifuð til að láta í ljós þakklæti til forsjónarinnar fyrir hann og geta þess að ég er í tölu þeirra sem hlakka til að fá að njóta hans lengur. Gott væri að geta veitt sér holla hressing- arstund heima hjá Árna Helgasyni og Ingibjörgu Magnúsdóttur konu hans. H.Kr. ■ Þolin rúgöx bærast í blænum bjargráð lýðs á akri vænum. Rúgur er ung korntegund, miklu yngri en bygg og hveiti. Kannski var hann upprunalega illgresi á bygg- og hveitiökrum. Það var hann á fyrri öldum í Litluasíu, Persíu og víðar; jafnvel svo magnaður í hveitiökrum allt fram á 19. öld, að sumir töldu hveitið smám saman breytast í rúg á ökrunum! Á þurrum, sendnum stöðum er rúg- urinn í essinu sínu og hefur sigrað í samkeppni við hveiti. og svo var farið að rækta illgresið! Raunar hefur fundist bastarður rúgs og hveitis á ökrum og í seinni tíð hefur rúg og hveiti oft verið æxlað saman og framleidd ný korntegund rúghveiti, sem e.t.v. á eftir að verða mikilvægt. „Kornungur" er rúgur nú ekki. Vit- Við vetrarrúginn. Klauf í Eyjafírði. „Góður þykir mér graut- ur méls“ að er um hann á bronsöld í Þýskalandi, og í Danmörku á járnöld. Plinius hinn rómverski á 1. öld eftir Krist. geturum rúg ræktaðan á Norður-Ítalíu. Ekki mun rúgur hafa vcrið ræktaður á íslandi á söguöld, en siglingamenn hljóta að hafa vitað um hann. a.m.k. í Austurvegi. í Bjarnar sögu Hítdæla- kappa segir, að hann seldi Þórði Kol- beinssyni mjöl rauðleitt og sagði vera rúg, en það varð sem aska er það kom saman við vatn. Var það fyrsti rúg- grautur á íslandi? Björn hafði verið í Garðaríki, en Rússland var cinmitt lengi helsta rúgræktarland Evrópu. Vetrarrúgur og sumarrúgur Til sumarrúgs er sáð á vorin og lýkur hann vexti og kornþroskun samsumars. En til vetrarrúgs er sáð seinni hluta sumars. Hann spírar þá og blöð byrja að vaxa. Rót og eitthvað af blöðum lifir veturinn, ef snjór hlífir, og lýkur vexti og þroskar korn sumarið eftir. Vetrarrúgur lifir þannig hálft annað sumar. í svölum löndum er aðallega ræktaður vetrarrúgur, og hefur hann lítillega verið reyndur hér á landi, t.d. á Sámsstöðum, og á Klauf í Eyjafirði. Vetrarrúgurinn gaf.allmikið gras og varð hávaxinn, en þroskar varla korn svo viðunandi sé. Rúgur er þó talin harðgerð og nægjusöm korntegund, sem getur þrifist í mögrum, þurrum og sendnum jarðvegi. Einu sinni var kvartað undan söndugu rúgmjöli frá Póllandi! Rúgur var fyrrum aðalkorntegund á hinum ófrjóu Jótlandsheiðum, í vetr- amæðingunum þar. Smábændum og kot- körlum þótti vænt um rúgblettinn sinn, sem hver kynslóðin af annarri hafði ræktað og annast. Skáld heiðanna Jeppe Ákjær lýsir lífi alþýðunnar þarna eftirminnilega í kvæðaflokknum „Söngvar rúgsins" (Rugens Sange), sem hann orti aðallega árið 1906, og eru komnir út í 14 útgáfum. Enginn íslendingur hefur gefið túninu sínu þvílíkan óð. Rúgur er allmikið ræktaður í hinum slavnesku og germönsku löndum Evr- ópu. Mest í Rússlandi, mikið í Þýska- landi og Póllandi. Stór þýsk rúghéruð eru nú pólsk. Ameríkanar gengu á lagið þegar stórum dró úr þýskri fram- leiðslu af ófriðarástæðum og juku mjög rúgrækt sína. Notkun rúgs er nú mest til brauð- gerðar, en fyrrum var rúggrautur sann- arlega algengur matur. Öldungar muna handkvörn á hverjum bæ og vatnsmyllur hér og hvar. Hvað var verið að mala? Bygg og rúg, aðallega rúg. Korn er vitanlega langbest nýmal- að, mun betra en gamalgeymt mjöl, kannski blandað aukaefnum til að bæta geymsluþolið. Rúgmjöl var haft í brauð og graut handa öllum. Glóðar- bakað flatbrauð og pottbrauð, bragð- gott og ilmandi, bakað í hlóðunum, voru Ijúffengir réttir á hvers manns borði. Pottbrauð líkist helst hvera- brauði. í styrjoldinni 1914-1918 varð mikil breyting á Þá var skortur á rúgi, en í staðinn kom fínmalað hveiti og maísmjöl frá Ameríku. Hafragrautur leysti rúg- grautinn af hólmi og hélt velli eftir stríðið, því að hann er auðveldari í gerð; þarf ekki nærri því eins mikla suðu, eins og hafrarnir eru nú með- höndlaðir. Rúgklíð er hagnýtt sem fóður handa hestum og nautgripum. Margir hafa sofiö á hálmi I ræktunarlöndum var hálmur, eink- um rúghálmur, látinn í undirdýnur, eða þykkt lag af hálmi haft á rúmbotn- inum og endurnýjað á hverju hausti. Þótti hlýtt og gott að liggja á hálmi. „Drykkurinn fór niður í hálm“ er líka ritað í fornum sögnum. Þá hefur verið alsiða að dreiía hálmi á gólf í drykkjar- stofum og víðar. Hálmur er og gefinn gripum sem gróffóður. Rúgurinn er langt að koininn, kannski frá fjalllendum og þurrum svæðum við austanvert Miðjarðarhaf, fyrir langa löngu. Hann er miklu staðbundnari korntegund en hveitið, ræktunarsvið þrengra. Hann er einkum korntegund þurra, sendinna svæða í Evrópu, og kvað miklu seinna nokkuð verulega að honum í Ameríku. Vetrarrúgur þolir mikinn kulda á vetrum, ef snjólag hlífir honum. Allvíða hafa menn tekið að rækta hveiti í stað rúgs, af því að hveitið er í hærra verði. í Suðurlöndum er lítið um rúgrækt, helst þar til fóðurs. ítalir flétta hatta úr rúghálmi. Sjálffrævun er algeng hjá kornteg- undum, en rúgurinn kýs aðfrævun. Honum hættir við úrkynjun ef hann sjálffrævast. Ýmsir stofnar eru til af rúgi, en þó ekki nærri eins margir og af hveiti. Samt hefur rúgur verið mikið kynbættur. Myndin. Við vetrarrúginn er tekin á Klauf í Eyjafirði laust eftir 1940. Þar voru gerðar kornræktartilraunir all- mörg ár. Ingólfur Daviðsson skrifar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.