Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 ■ Ævar Petersen dýrafræðingur sagðist aldrei hafa orðið var við hreiður í súpunni sinni en hins vegar kannaðist hann vel við svöl- ungana og hina sérstæðu hreið- urgerð þeirra. Til að forvitnast nánar um svölung- ana höfðum við samband við Ævar Petersen dýrafræðing og sagði hann okkur að það væri rétt að hér væri ekki um eiginlegar svölur að ræða heldur það sem vanalegast er kallað svölung- ar. „I stórum dráttum má skipta svöl- unum í tvennt þ.e. bæjarsvölur og landsvölur", sagði Ævar. „Svölungarn- ir eru aftur á móti það sem í eina tíð var kallað múrsvala og ættbálkurinn sem býr til ætu hreiðrin kallast Collo Calia en innan hennar eru ýmsar tegundir. Þetta er mjög sérstakt fyrir- bæri og að því að ég best veit ekki aðrir fuglar sem búa til slík hreiður. Þá er helst að finna í suð-austur Asíu og þeir svölungar sem verpa í hellunum eru ákaflega félagslyndir og nærri því engir fuglar sem verpa svo þétt sem þeir. Þetta eru sannkölluð fjölbýlishús og hreiðrin eru þétt hvert við annað oft á lóðréttum klettaveggjum. Límiðsem svölungarnir nota við hreiðurgerðina kemur úr munnvatnskirtlum þeirra og þetta þykir delikatessa þegar þetta hefur verið rétt matreitt. Annars hef ég aldrei smakkað svona súpu", sagði Ævar og það tísti í honum. snerti og safnaðist honum óhemju auð- ur. Löngu seinna þegar menn höfðu áttað sig á því að hér var um sannkallaða gullnámu að ræða afturkallaði konungur leyfi sitt og gengu þá réttindin af þessari sérstæðu auðlind til krúnunnar. Á tímabili var ásóknin í svölunga- hreiðrin svo mikil að hætta var á því að fuglinn yrði útdauður. Hreiðrin voru miskunnarlaust rifin af veggjum klett- anna þar sem fuglinn verpti og gekk þetta mjög nærri stofninum. Um líkt leyti fóru vísindamenn að rannsaka lifn- aðarhætti fuglsins og varð það til þess að víða voru settar reglur um það hvenær og hversu oft mætti taka hreiðrin. Einn þessara vísindamanna var Bretinn Lord Medway og kom hann því til leiðar að bannað var að taka hreiður nema tvisvar sinnum á ári og fóru mörg lönd, þar sem svölungurinn verpir, eftir þessum reglum. Er nú svo komið að tekist hefur að koma í veg fyrir útrýmingu þessara sérkennilegu fugla og þar með bjarga mikilvægum hlekk í keðju kínverskrar matargerðarlistar. í leit að svölungahreiðrum Það er vandasamt og hættulegt starf að leita uppi og taka hreiður svölung- anna. Störf þessi ganga mann fram af manni og er víða orðin sérstök atvinnu- grein. Hellarnir, þar sem fuglinn verpir, eru oft geysiháir og veggir þeirra eru rakir og hálir. þannig að erfitt getur verið að finna þar fótfestu. Oftast eru langir bambusstigar notaðir til að klífa veggina og þeir sem hreiðrunum safna verða að nota vasaljós til að lýsa sér, því að oft er dimmt í hellum þessum. Þar hefst líka við fjöldi annarra dýrategunda svo sem snákar af mörgum gerðum, krabbar, leðurblökur og fjöldi skordýr- ategunda. Vegna rakans og hitans, sem í hellunum er, rotna stigarnir fljótt og verða ónothæfir þannig að á hverju ári verður að bæta nýjum við. Oft hefur það komið fyrir að menn hafa hrapað og látið lífið við tínsluna. Hreiðursafnar- arnir hafa þó smám saman orðið ótrúlega leiknir í því að feta sig áfram eftir Ióðréttum klettaveggjunum í leit sinni að mungátinni. Þeir nota sérstaka hnífa til að losa körfurnar frá klettinum og við það starf þurfa menn að fara gætilega því karfan verður að nást af í heilu lagi ef hæsta verð á að fást fyrir hana. Við hellismunnana eru svo vopnaðir verðir því að mikið er um það að reynt sé að komast í svölungavarp á ólöglegan hátt. Það er heldur engin furða því geysihátt verð fæst fyrir hreiðrið. í Hong Kong má fá kíló af svölungahreiðrum fyrir u.þ.b. 56 þúsund ísl. krónur en svo er efnið létt að það þarf ein 100 hreiður í kílóið. í venjulega hreiðursúpu handa fjórum þarf u.þ.b. 6 hreiður svo að rétturinn er dýr. Vegna þessa háa verðs sem fyrir hreiðrin fæst er mikið um það að reynt sé að komast í svölungavarp á ólöglegan hátt eins og áður segir. Það cr líka mikið um það að reynt sé að ræna varningnum þegar verið er að flytja hann á milli staða þannig að oft hvílir mikil leynd yfir flutningum þessum. Fleiri og fleiri lönd hafa farið að nýta þá auðlind sem svölungarnir gefa og nú eru Thailendingar orðnir aðsópsmiklir í tínslu hreiðranna. Varan kemur einnig enn að töluverðu leyti frá Kína, svo og frá Philippseyjum, Vietnam og Borneo. ÚU*eð Sjúkrahús á Akureyri Tilboð óskast í innanhússfrágang í hluta 1. hæðar þjónustubyggingar sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða nálægt 445 m‘ rými fyrir slysa- og göngudeild sjúkrahússins. Verktaki skal setja upp innveggi, hurðir og hengiloft, mála, ganga frá gólfum og smíða innréttingar. Auk þess skal hann leggja loftræsi-, gas-, raf-, vatns- og skolplagn- ir. Verkinu skal að fullu lokið 31. október 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík og á skrifstofu sjúkrahússins gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins fimmtu- daginn, 5. apríl 1984 kl. 11:00 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 14 DAGA TILBOÐ OKKAR KJÖR HVER VILL EKKI 65 HA. DRÁTTARVÉL MEÐ HÚSI OG BESTA BÚNAÐI FYRIR kr. 189.000.- VIÐ ÐJÓÐUM SÉRKJÖR Á 65 HA. URSUS í HÁLFAN MÁNUÐ. VIÐ TÖKUM GÖMLU VÉLINA UPP í Á OKKAR KJÖRUM. DÆMIUM VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR: 65 ha. URSUS kr. 189.000.- 75.000. 70.000. Stofnlán ca. kr. Notuðvélca. kr.________ Eftirstöðvar kr. 44.000.- UM ÞAÐ SEMJUM VIÐ HVER BÝÐUR BETUR? i VEIABCCe L Bíldshöfða 8 - Símar 8-66-55 & 8-66-80 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning Ung hjón óska eftir að taka á leigu jörð til kúabúskapar á Suðurlandi, æskilegt að jörðin sé í rekstri. Tilboð sendist Tímanum merkt: Jörð 1794 fyrir 1. apríl nk. • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN é^dcL Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Vörubíll til sölu Vel meö farinn Volvo N 10 árgerð 1980 til sölu. Bíllinn er í mjög góðu standi. Upplýsingar eru gefnar í síma 99-5870 Hellu Rangán/öllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.