Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 22

Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 18. MARS 1984 22 Anita og þrír félagar hennar vildu þegar í stað kynnast þessari eyju. Þau höfðu öll lagt stund á sálarfræði frum- ! stæðra þjóðflokka á sérstöku námskeiði við Kölnarháskóla. Þeim hafi veriðfeng- ið það verkefni að kynna sér ýmsa óvenjulega valkosti á sviði ferðalaga. Þau fundu þarna fyrir hóp af sóldýrkend- urn sem lágu í makræði á 15 kílómetra langri strönd við Samosir, eins og fiskar á stcini. Þetta fólk ræddi helst um ýmsa reynslu sína á ferðalögum („Ég fel alltaf öll verðmæti t óhreinum sokk, því þar dettur engum í hug að leita“), ódýrustu flugferðirnar til Bali og gistikostnað - inn á Samosir. Mesta aðdáun vöktu því ýmsir flakkarar, sem tókst að fá inni í kofum innfæddrafyrir50 til 100 kr. (ísl.) á nóttu. Samband þessa fólks við innfædda einskorðaðist við bjórkaup og kaup á rísvíni, ávaxtasalati og kókoshnetum. Ekki lét þessi hópur í Ijósi mikinn áhuga á að kynnast matartilbúningi heinia- manna, því þeir loka sig næstum alveg fra siðum gestgjafa sinna. Raunar kjósa þessir skrýtnu ferðamenn fremur að kaupa kartöflumjöl og grjónajafning af þýskri kerlingu sem hér hefur sest að og stundar smákaupmennsku. 'Þetta fólk þiggur samt gjarna boð innfæddra um að mæta í hinar og þessar veislur á hátíðum, en það kemur ekki með neinar gjafir með sér til þess að launa gestrisnina. Ekki virðir það þann sið að draga skó af fótum sér, þegar komið er inn í ókunnug hús og í klæðaburði gengur það með öllu á snið við heimavenjurnar. Þessir ungu bakpokaferðamenn reyna að sýna íbúum hins fátæka og vanþróaða lands fram á hve frjálslyndir þeir eru með því að kvenfólkið gengur bert að ofan og allir eru í níðþröngum stuttbux- um. „Þessir ferðalangar bera ekki skiln- ing á milli þjóða, þvert á móti auka þeir misskilning milli þjóða," segja stúdent- arnirungu frá Kiel. Þessi er raunin einnig þar sem bak- pokafóikið fer á meðal ýmissa hirðingja- þjóða. Þetta hafa menn nefnt „ódýrar ferðir á kostnað þeirra sem heimsóttir eru.“ Þessar hjarðir á trosnuðum buxum og á tréklossum telja sig hina cinu og sönnu ferðamenn, er þcir prútta gistingu niður í örfáar krónur, skipta peningum á svörtum markaði og selja innfæddum bílskrifli sín fyrir okurverð. Með eitur- lyfjasölu, fornminjaverslun og marghátt- uðu smygli kostar þetta fólk hnattreisur sínar. Stúlkan sem gefið hefur ofangreinda lýsingu á ástandinu hefur óumdeilanlega gott vit á því sem hún segir. Hún heitir Lúdmila Túting og er í fararbroddi samtaka ferðalanga sem ferðast upp á eigin spýtur. Eftir margra ára ferðalög stofnaði þessi unga stúlka klúbb ferða- langa árið 1974 og hóf að gefa út fjölritað blað handa meðlimum klúbbsins. Þar var að finna ýmis heilræði handa ferða- löngunum, svo sem lýsingu á leiðinni milli Kufra til Khartum í Afríku, ódýr- ustu gistirýmin í Alma Ata í Sovétríkj- unum og verð á strætisvagnafargjöldum frá Peshawar í Pakistan til Dir. Ferða- mönnum voru þarna gefnar upplýsirtgar um hvar ódýrustu gallabuxurnar var að fá í Kuala Lumpur og sagt að Dajak- þjóðflokkurinn á Borneo væri sólginn í pakkasúpur. En einnig hefur það gerst að þessi óhefðbundni ferðamáti hefur orðið mönnum að féþúfu. Gamlir útflytjendur hafa komið heim og gerst leiðangurs- stjórar hjá ýmsum leiðöngrum og um- boðsmenn ódýrra flugferða. Ekki færri en 80 fyrirtæki má finna í V-Þýskalandi, sem selja vilja moskítónet, vatnshreinsi- töflur, sápuhylki í snúru, klifurhaka og hitabeltishjálma. ■ Ungi stúdentinn Anita Oriovius fann lykilorðið handa þeim sem hyggur á alveg sérstaka ferð til Asíu í ferðabæklingi, sem aðeins fáir hafa komist i. „Sumatra er upplagður staður handa þeim sem leita að ævintýrum í sumarfríinu," stóð í bæklingnum. Þama var eyjunni Somosir lýst sem Paradis þeirra sem þrá að kynnast undraheimi Asíu, en eyja þessi er á Norður-Súmatra. „Á þessum stað á milli Kathmandu og Bali hittast ferðamennimir,“ sagði þarna. Margir „bakpoka-túristanna“ eru orðnir að plágu. Hér er einn þeirra að „prútta“ við heimamenn um fáeina aura. í félagsskap síðasta „gúrusins" á suðrænni eyju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.