Tíminn - 18.03.1984, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 18. MARS 1984
19
nútíminn
Pax Vobis til Finnlands:
Fundur í Gerðubergi
og viðtal við Paxið
■ Eitt aí efnilegustu böndum
okkar íslendinga, Pax Vobis, mun
um helgina koma fram á norrænni
rokkhátið í Helsinki í Finnlandi.
Þetta er árviss viðburður, og það
fer að verða ákveðinn heiðurs-
stimpill hvaða hljómsveit fær að
fara fyrir íslands hönd. í fyrra var
það Vonbrigði, og þar áður Tappi
Tíkarrass.
Af þessu tilefni var blaða-
mönnum boðið á blaðamannafund
í menningarsetrinu Gerðubergi,
þar sem þessi menningarsam-
skipti voru kynnt. Farið undir
drengina er borgað úr norræna
menningarmálasjóðnum, og hátíð-
in verður haldin hér á landi árið
1986.
Ég spurði Gísla Árna Eggertsson
eftir að hafa horft á Vonbrigði og
ýmsar aðrar hljómsveitir af
myndbandi, drukkið alkohólfria
ávaxtabollu og borðað ost og vín-
ber hvernig fulltrúi íslands væri
valinn.
„Við fylgjumst vel með bransan-
um og veðjum á það sem mest er
spunnið í. Yfirleitt er ekki hægt að
taka ákvörðun fyrr en rétt fyrir
atburðinn, því bönd eru svo fljót að
koma og fara.“
Viðstaddir voru einnig Pax Vob-
is-drengirnir, sem nú hafa fengið
nýjan trommara sem Steingrímur
nefnist. Hann spilar einnig með
Sinfóníuhljómsveitinni og Óper-
unni.
„Við vorum að æfa trommarann
upp og höfum bara haft tíma til að
spila 3 gigg. Við höfum sigtað
gamla prógrammið og bætt ein-
hverju við. Svo ætlum við að losa
okkur við það gamla með plötunni
sem Steinar ætlar að gefa út.“
- Hvað verður það stór plata?
„Það er óvíst. Frá sex laga og
upp í stóra, allt eftir því hvort efni
verður fyrir hendi."
-Síðast þegar ég talaði við ykkur
voruð þið örlítið þunglyndir og
sunguð bara um svörtu hliðarnar á
tilverunni. Hefur eitthvað glaðnað
yfir?
„Já við fórum í meðferð. Nú er
allt orðið bjart og gott."
-Eru einhverjar breytingar á
tónlistinni fyrirhugaðar?
„Já, við ætlum að einfalda takt-
ana og gera þá danshæfari, en
samt þannig að karakter bandsins
haldi sér.“
Að lokum lýsti Æskulýðsráðs-
maðurinn því yfir að hljómleikarn-
ir úti væru undir formerkjum heil-
birgðrar æskulýðsstarfsemi, og
þvi til sönnunar ætluðu meðlimir
Pax Vobis aðeins að fá sér bjór í
Helsinki, ekkert sterkara.
Nýjar
LP-
plötur
■ Við skulum líta á nokkrar ný-
útkomnar plötur... The Smiths hafa
gefið út stóra plötu með sama
nafni, The Thompson Twins eru
komnir á toppinn í Bretlandi með
plötu sina Into the Gap, eða inn í
gatið. Ríkisstjórnin ætti kannski
að stoppa upp í fjárlögin með því
að kaupa eins og milljón eintök af
plötunni. Marillion, „prógressiv"
grúppa sem hljómar eins og Genes-
is hefur gefið út sína aðra LP-plötu.
nefnist hún Fugazi. Skoska popp-
hljómsveitin Orange Juice hefur
gefið út LP-plötu undir nafninu
Texas Fever... Prefab Sprout heitir
ný hljómsveit sem hefur gefið út
breiðskífu. Re-flex heitir ný popp-
hljómsveit sem hefur gefið út plötu
með sama nafni og vinsælasta lag
þeirra, The Politics of Dancing.
Kannski okkar íslenska Reflex geti
grætt eitthvað á þvi að kæra þá
ensku fyrir nafnstuld. Howard
Jones fær lélega dóma í Sounds
fyrir plötu sína Human Lib (það er
LP-plata). Þá er það búið í bili.
Boy’s Brigade
(Duran) í Safari
(Duran) eða
þannig...
■ ...og loksins höfum við hljóm-
sveitina hans Magga Stef., í viður-
kvæmilegu umhverfi í Safari, gull-
in hljómborð, krassandi gítar og á
bak við allt og knýjandi allt áfram
Magnús Stefánsson sjálfur. Meðal
áhorfenda mátti sjá Ragnhildi
Gísladóttur með hárpísk af kín-
verskum toga í fylgd með Jakobi
Magnússyni, sem og Bubbá sjálfan
og þá Egóista aðra, auk aðskiljan-
legra nýbylgju- og nýrómantískra
týpa. í bland var svo fullt af venju-
legu fólki.
Þjónustan við barinn var ótrú-
lega léleg, aðeins tveir barir af
þremur opnir og einn að afgreiða á
hverjum bar. Það er annað en á
Borginni þar sem úir og grúir af
börum, og það besta er að það eru
aðeins um það bil tveir um hvern
bar. Semsagt, barþjónusta Safari á
fimmtudagskvöldum réð. ekki við
þann fjölda gesta sem þarna var.
■ Richard Scobie, söngvari Boy’s Brig-
ade Tímamyndir Ámi Sæberg
Síðasta lagið sem snúðurinn
spilaði áður en Boy's Brigáde kom
fram við The Politics of Dancing
með Re-flex hinni bresku. Munur-
inn á því lagi og því sem á eftir
kom var ekki mikill, sömu glæsi-
legu hljómborðin, sami harði ný-
bylgju-nýrómantikur-diskótaktur-
inn. Hljómborðin í höndum þeirra
Gunnars og Ingólfs spiluðu aðal-
hlutverkið af prýði, með glitrandi
og grípandi hljómborðslínum. Gít-
arinn var skemmtilegur, á stund-
um likur því sem Þór í Bara-
Flokknum býður upp á. Hljómlist
Drengjadeildarinnar er þó mun
rokkaðri og taktfastari en
Flokksins.
Söngvárinn er íslensk útgáfa af
Simon Le Bon í Duran Duran, hann
var með fína hárgreiðslu og málað-
ur um augun og í fínum fötum.
Hann hefur þó ekki alveg sömu
rödd og Símon, en syngur álíka
þvingað. Sennnilega vantar hann
æfingu, og gæti orðið góður eftir
nokkra mánuði. Hann söng á
ensku, eins og nú virðist því miður
orðið skylda hjá öllum nema Von-
brigðum og Ikarus.
Tónlistin er köld, hörð og hæfði
staðnum og fólkinu vel. Hljóm-
sveitin þarf að slípa vankantana
af, semja nokkur góð lög í viðbót,
eins og er er hljómsveitin aðeins
með 3 eða 4 góð lög, og þá ættu
smápíurnar að fara að falla að
fótum þeirra hver um aðra þvera.
í sjálfu sér kom hljómsveitin
engu til skila nema því að þeir
kunna að spila góða músik og líta
vel út. Þetta er álitleg hljómsveit,
hún hefur í kring um sig hugblæ og
glæsileika rokksins, æskunnar og
þeirrar spennu sem fylgir því að
vera ungur, en fyrir utan það bar
ekki á merkilegum yrkisefnum,
fyrst og fremst vegna þess að það
nennir enginn íslendingur að
leggja á sig að skilja enska texta á
hljómleikum, yfirleitt er alls óvíst
að þeir skiljist. En i heild voru
þessir tónleikar tiltölulega
ánægjuleg reynsla.
I #
1111
Auglýsing um inn lausn
happdrættisskuldabréfa
ríkissjóös
D f lokkur 1974
Hinn 20. mars hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í D flokki 1974, (litur: grænn).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa
á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1974 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 1.063,90
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda
á, að bréfin eru eingömzu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands.
Hafnarstræti 10, Reykjavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla-
bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á
landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar visitölu
framfærslukostnaðar.
Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 20. mars 1984.
Reykjavík, mars 1984.
RIKISSJOÐUR ÍSLANDS